Handbolti

Mikið áfall fyrir Guðmund - Gensheimer sleit hásin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Uwe Gensheimer.
Uwe Gensheimer. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Evrópusigur Rhein-Neckar Löwen á gríska liðinu Diomidis Argous í gær var liðinu dýrkeyptur því aðalmarkaskorari liðsins, hornamaðurinn Uwe Gensheimer, sleit hásin í leiknum og verður frá út tímabilið.

Þetta er mikið áfall fyrir Guðmund Guðmundsson þjálfara Ljónanna en Rhein-Neckar Löwen liðið hefur byrjað tímabilið frábærlega og er með fullt hús á toppi þýsku deildarinnar eftir þrettán leiki.

Uwe Gensheimerer 26 ára gamall og af mörgum talinn einn besti hornamaður heims. Hann er eins og er í 2. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku úrvalsdeildarinnar en Gensheimer er búinn að skora 96 mörk í 13 deildarleikjum eða 7,4 að meðaltali í leik.

Þýska landsliðið missti líka með þessu lykilmann á HM á Spáni í byrjun næsta árs en eins og kunnugt er þá verður íslenska landsliðið án Arnórs Atlasonar í þeirri keppni vegna samskonar meiðsla og hjá Gensheimer.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×