Handbolti

Arnór Þór og félagar í Bergischer Löwen halda í toppsætið

SÁP skrifar
Mynd. / Getty Images.
Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Bergischer Löwen, var í sigurliði gegn HC Empor Rostock þegar lið hans bar sigur úr býtum 32-25 í þýsku 2. deildinni í handknattleik.

Bergischer Löwen er því enn í efsta sæti deildarinnar með 22 stig. Arnór hefur verið frábær fyrir félagið á tímabilinu en hann gerði fimm mörk í leiknum.

Íslendingaliðið Emsdetten er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig en í því liðið leika Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson.

Emsdetten tapaði í gær fyrir Hüttenberg 28-22 á útivelli en Ólafur Bjarki skoraði fimm mörk í þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×