Handbolti

Ástralir í neðsta sætinu á fimmta HM í röð

Síle tapaði öllum leikjunum í riðli Íslands á HM í handbolta á Spáni og tapaði með fjögurra marka mun í gær fyrir Svartfjallalandi í fyrsta leik liðsins í Forsetabikarnum. Í dag kom hinsvegar fyrsti sigurinn þegar Síle vann níu marka sigur á Ástralíu, 32-23, í leiknum um 23. sætið.

Handbolti

Vignir besti maður liðsins

Fréttablaðið fer í dag yfir frammistöðu leikmanna íslenska landsliðsins í handbolta á HM í handbolta á Spáni. Heims- og Ólympíumeistarar Frakka slógu íslenska liðið út úr 16-liða úrslitunum í fyrrakvöld.

Handbolti

Danir vilja halda HM karla 2019

Danska handboltasambandið er stórhuga á næstu árum því í viðbót við það að halda Evrópumeistaramót karla í handbolta eftir eitt ár og HM í handbolta kvenna eftir tæp þrjú ár þá er mikill áhugi innan sambandsins að Danir fái einnig að halda Heimsmeistaramót karla árið 2019.

Handbolti

Argentína vann Katar í Forsetabikarnum

Argentína vann fjögurra marka sigur á Katar, 30-26, í Forsetabikarnum á HM í handbolta á Spáni en í Forsetabikarnum spila liðin átta sem komust ekki í sextán liða úrslitin til að skera út um hvaða þjóðir lenda í sætum 17. til 24. Katarmenn voru í riðli með Íslandi.

Handbolti

Þórir | Veit ekki alveg hvað er að hnénu á mér

"Ég veit ekki alveg hvað er að hnénu á mér, þetta gæti verið liðþófi sem er skemmdur, en ég sagði við Aron Kristjánsson þjálfara að ég væri klár og myndi "pína“ mig í gegnum leikinn ef þörf væri á mér,“ sagði Þórir Ólafsson eftir 30-28 tapleikinn gegn Frökkum í kvöld þar sem að Íslendingar féllu úr keppni í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Þórir byrjaði inn á en fór fljótlega af velli en hann skoraði samt sem áður 7 mörk, þar af 6 úr vítaköstum.

Handbolti

Snorri | Held áfram á meðan Aron hefur not fyrir mig

"Þegar við náum upp góðum leik gegn liði eins og Frakklandi á stórmóti við þessar aðstæður þá eru það alltaf smáatriðin sem skilja á milli. Þeir refsuðu okkur fyrir öll mistök og það var munurinn á þessum liðum í dag," sagði Snorri Steinn Guðjónsson í leikslok en leikstjórnandinn skoraði 2 mörk úr alls 6 skotum sínum í leiknum.

Handbolti

Arnór | Leið bara vel gegn Omeyer

Arnór Þór Gunnarsson lék vel í kvöld í hægra horninu en hann kom fljótlega inná vegna meiðsla sem Þórir Ólafsson glímir við í vinstra hné. Arnór Þór skoraði úr sínu fyrsta skoti og jafnað metin í 12-12 þegar fimm mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Arnór Þór var vissulega svekktur í leikslok en hann fékk dýrmæta reynslu á þessu heimsmeistaramóti í handbolta þar sem Ísland féll úr 16-liða úrslitum eftir 30-28 tap gegn Frökkum í Barcelona.

Handbolti

Ólafur Gústafsson: Þeir voru ekkert betri en við

"Maður er auðvitað stoltur af sinni frammistöðu á mótinu en maður hefði samt vilja vinna þennan leik í kvöld," sagði Ólafur Gústafsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir að liðið hafði fallið úr leik gegn Frökkum í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á Spáni.

Handbolti

Kári Kristján: Maður er bara dofinn eftir þetta tap

"Mér fannst við bara allir ógeðslega góðir allan leikinn," sagði Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir að liðið hafði fallið úr leik gegn Frökkum í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á Spáni.

Handbolti

Vignir: Leiðinlega lítill munur

Vignir Svavarsson hefur verið einn af bestu leikmönnum Íslands á HM og þessi varnarjaxl átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Frökkum.

Handbolti

Björgvin: Settum hjartað á völlinn

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson stóð sig vel í kvöld og hann hefur komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni á HM en hann er nýstiginn upp úr erfiðum veikindum.

Handbolti

Guðjón: Hundleiðinlegt að þetta sé búið

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson reyndi að bera sig vel eftir leik en vonbrigðin leyndu sér ekki á andliti fyrirliðans enda voru strákarnir ekki fjarri því að leggja Frakka af velli á HM í kvöld.

Handbolti

Auðvelt hjá Dönum

Danir höfðu ekki mikið fyrir því að komast í átta liða úrslit HM er þeir völtuðu yfir Túnis, 30-23, í kvöld. Danir mæta Ungverjum eða Pólverjum í átta liða úrslitum mótsins.

Handbolti

Rússar mörðu sigur á Brasilíu

Rússar skriðu inn í átta liða úrslit á HM með naumum, 27-26, sigri á Brasilíu í miklum spennuleik. Rússar mæta Slóveníu eða Egyptalandi í átta liða úrslitum.

Handbolti

Aron | Þurfum að gefa allt í leikinn gegn Frökkum

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, fór yfir nokkur áhersluatriði á laufléttri æfingu liðsins í Palau Sant Jordi höllinni í Barcelona í morgun. Frakkar verða mótherjar Íslands í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í kvöld og það lið sem tapar er úr leik. Aron hefur góða tilfinningu fyrir leiknum og telur að menn séu hættir að hugsa um undarlega ferðatilhögun liðsins frá Sevilla til Barcelona í gær.

Handbolti