Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Frakkland - 28-30 20. janúar 2013 12:18 mynd/vilhelm Íslendingar eru úr leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir að liðið tapaði fyrir Frökkum 30-28 í 16-liða úrslitum. Íslendingar stóðu sig vel í leiknum og héldu alltaf í við Frakkana. Liðið sýndi frábæran varnarleik og stóðu sig á köflum vel í sóknarleiknum. Hægri vængurinn var svo gott sem ekki með í leiknum og það hefur verið vandamál allt mótið. Leikurinn var lengi vel jafn en Frakkar komust oft á tíðum þremur mörkum yfir sem tók mikla orku frá okkar strákum að vinna upp. Íslensku strákarnir gerðu sig oft á tíðum seka um klaufaleg mistök og Frakkar nýttu sér það vel. Aftur á móti geta Íslendingar gengið stoltir frá mótinu enda gáfu þeir sig alla í verkefnið í dag. Þórir Ólafsson var atkvæðamestur í liði Íslands með sjö mörk og þar af fimm af vítalínunni en Aron Pálmarsson skoraði sex og var besti maður liðsins í leiknum. Samuel Honrubia skoraði átta mörk fyrir Frakka í leiknum sem eru komnir áfram í 8-liða úrslitin. Sverre: Vantaði eitt skref í viðbótMynd / VilhelmGamli varnarjaxlinn Sverre Jakobsson hefur heldur betur staðið fyrir sínu en þessi glaðbeitti leikmaður var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld."Töpuðum leiknum og hefðum getað spilað betur í vörninni. Ég er mjög svekktur. Við börðumst allan tímann en það vantaði að taka eitt skref í viðbót. Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Sverre við Arnar Björnsson."Það er erfitt að vera jákvæður núna. Síðar getum við horft á jákvæðu punktana úr mótinu en það er erfitt að gera það núna."Við ætluðum okkur lengra og við gáfum allt sem við áttum. Því miður var það ekki nóg og það er afar svekkjandi. Vignir: Leiðinlega lítill munurMynd. / VilhelmVignir Svavarsson hefur verið einn af bestu leikmönnum Íslands á HM og þessi varnarjaxl átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Frökkum."Þetta var leiðinlega lítill munur. Það liggur við að maður hefði frekar viljað tapa með tíu mörkum. Þetta er staðreyndin og við verðum að sætta okkur við það," sagði Vignir svekktur við Arnar Björnsson eftir leikinn."Við erum líka ágætir í handbolta eins og Frakkar. Þetta var hugsanlega okkar besti leikur í mótinu og það hefur verið stígandi hjá okkur. Það hefur vantað bara aðeins meiri stöðugleika í okkar leik."Ég held að Danir fari langt í þessu móti og svo er spurning með Króatíu og Frakklandi." Aron: Strákarnir eiga hrós skiliðMynd. / VilhelmAron Kristjánsson landsliðsþjálfari var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Frökkum í kvöld. Ísland er því úr leik á HM."Þetta var mjög svekkjandi töp enda börðumst við eins og hetjur allan leikinn. Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir góðan leik gegn sterku liði Frakka. Það er samt auðvitað hrikalega svekkjandi að ná ekki að klára þetta eftir það sem á undan var gengið," sagði Aron við Arnar Björnsson eftir leik."Í lokin gerum við full einföld mistök og fáum mörk í bakið. Það er klaufalegt en svona er þetta bara. Menn lögðu sig 110 prósent fram allan leikinn. Strákarnir eiga hrós skilið."Mér finnst vera stígandi hjá okkur í þessari keppni. Varnarleikurinn heilt yfir mjög góður. Miðað við hvernig gærdagurinn var þá var ég sáttur við hvernig við komum til leiks." Guðjón: Hundleiðinlegt að þetta sé búiðMynd. / VilhelmLandsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson reyndi að bera sig vel eftir leik en vonbrigðin leyndu sér ekki á andliti fyrirliðans enda voru strákarnir ekki fjarri því að leggja Frakka af velli á HM í kvöld."Við héngum í þeim og þetta var jafn leikur og spennandi. Svo missum við þá í byrjun seinni. Komum til baka en missum þá svo aftur í lokin. Við hefðum þurft að komast tveim til þrem mörkum yfir til þess að gera þá svolítið stressaða," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur við Arnar Björnsson eftir leik."Við verðum að taka þá jákvæða úr mótinu það er auðvitað hundleiðinlegt að þetta sé búið. Leiðinlegt að enda svona. Okkur fannst við eiga meira skilið í dag."Ég hef trú á Dönum í framhaldinu en Frakkar eiga örugglega eftir að styrkjast í næstu leikjum." Björgvin: Settum hjartað á völlinnMynd / VilhelmMarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson stóð sig vel í kvöld og hann hefur komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni á HM en hann er nýstiginn upp úr erfiðum veikindum."Við lögðum allt í þetta. Settum hjartað á völlinn en þeir eru með það gott lið að þeir refsa fyrir hver mistök. Við gerðum aðeins of mikið af mistökum í kvöld," sagði Björgvin svekktur í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn."Þetta er okkar besti leikur á mótinu. Við erum að spila frábærlega í vörn og sókn á móti sterku liði. Við eltum allan leikinn og erum klárir í slaginn. Það eru smáatriðin sem skipta máli og afar svekkjandi að falla út á þennan hátt."Mér fannst Frakkarnir vera smeykir og í vandræðum. Við nýttum það ágætlega en smá feilar fara með þetta. Við erum að stríða eina besta liði heims með nýtt lið og það sýnir hversu mikið býr í þessu liði." Ólafur Gústafsson: Þeir voru ekkert betri en viðMynd / Vilhelm„Maður er auðvitað stoltur af sinni frammistöðu á mótinu en maður hefði samt vilja vinna þennan leik í kvöld," sagði Ólafur Gústafsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir að liðið hafði fallið úr leik gegn Frökkum í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á Spáni.„Það munaði alveg hrikalega litlu og mér fannst Frakkarnir ekki vera mikið betri en við í dag. Ég gerði ákveðin mistök í lokin sem ég verð að taka á mig, þau komu á versta tíma í leiknum."„Framtíðin í íslenskum handbolta er mjög björt og við getum svo sannarlega byggt á þessum móti." Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Sjá meira
Íslendingar eru úr leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir að liðið tapaði fyrir Frökkum 30-28 í 16-liða úrslitum. Íslendingar stóðu sig vel í leiknum og héldu alltaf í við Frakkana. Liðið sýndi frábæran varnarleik og stóðu sig á köflum vel í sóknarleiknum. Hægri vængurinn var svo gott sem ekki með í leiknum og það hefur verið vandamál allt mótið. Leikurinn var lengi vel jafn en Frakkar komust oft á tíðum þremur mörkum yfir sem tók mikla orku frá okkar strákum að vinna upp. Íslensku strákarnir gerðu sig oft á tíðum seka um klaufaleg mistök og Frakkar nýttu sér það vel. Aftur á móti geta Íslendingar gengið stoltir frá mótinu enda gáfu þeir sig alla í verkefnið í dag. Þórir Ólafsson var atkvæðamestur í liði Íslands með sjö mörk og þar af fimm af vítalínunni en Aron Pálmarsson skoraði sex og var besti maður liðsins í leiknum. Samuel Honrubia skoraði átta mörk fyrir Frakka í leiknum sem eru komnir áfram í 8-liða úrslitin. Sverre: Vantaði eitt skref í viðbótMynd / VilhelmGamli varnarjaxlinn Sverre Jakobsson hefur heldur betur staðið fyrir sínu en þessi glaðbeitti leikmaður var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld."Töpuðum leiknum og hefðum getað spilað betur í vörninni. Ég er mjög svekktur. Við börðumst allan tímann en það vantaði að taka eitt skref í viðbót. Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Sverre við Arnar Björnsson."Það er erfitt að vera jákvæður núna. Síðar getum við horft á jákvæðu punktana úr mótinu en það er erfitt að gera það núna."Við ætluðum okkur lengra og við gáfum allt sem við áttum. Því miður var það ekki nóg og það er afar svekkjandi. Vignir: Leiðinlega lítill munurMynd. / VilhelmVignir Svavarsson hefur verið einn af bestu leikmönnum Íslands á HM og þessi varnarjaxl átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Frökkum."Þetta var leiðinlega lítill munur. Það liggur við að maður hefði frekar viljað tapa með tíu mörkum. Þetta er staðreyndin og við verðum að sætta okkur við það," sagði Vignir svekktur við Arnar Björnsson eftir leikinn."Við erum líka ágætir í handbolta eins og Frakkar. Þetta var hugsanlega okkar besti leikur í mótinu og það hefur verið stígandi hjá okkur. Það hefur vantað bara aðeins meiri stöðugleika í okkar leik."Ég held að Danir fari langt í þessu móti og svo er spurning með Króatíu og Frakklandi." Aron: Strákarnir eiga hrós skiliðMynd. / VilhelmAron Kristjánsson landsliðsþjálfari var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Frökkum í kvöld. Ísland er því úr leik á HM."Þetta var mjög svekkjandi töp enda börðumst við eins og hetjur allan leikinn. Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir góðan leik gegn sterku liði Frakka. Það er samt auðvitað hrikalega svekkjandi að ná ekki að klára þetta eftir það sem á undan var gengið," sagði Aron við Arnar Björnsson eftir leik."Í lokin gerum við full einföld mistök og fáum mörk í bakið. Það er klaufalegt en svona er þetta bara. Menn lögðu sig 110 prósent fram allan leikinn. Strákarnir eiga hrós skilið."Mér finnst vera stígandi hjá okkur í þessari keppni. Varnarleikurinn heilt yfir mjög góður. Miðað við hvernig gærdagurinn var þá var ég sáttur við hvernig við komum til leiks." Guðjón: Hundleiðinlegt að þetta sé búiðMynd. / VilhelmLandsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson reyndi að bera sig vel eftir leik en vonbrigðin leyndu sér ekki á andliti fyrirliðans enda voru strákarnir ekki fjarri því að leggja Frakka af velli á HM í kvöld."Við héngum í þeim og þetta var jafn leikur og spennandi. Svo missum við þá í byrjun seinni. Komum til baka en missum þá svo aftur í lokin. Við hefðum þurft að komast tveim til þrem mörkum yfir til þess að gera þá svolítið stressaða," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur við Arnar Björnsson eftir leik."Við verðum að taka þá jákvæða úr mótinu það er auðvitað hundleiðinlegt að þetta sé búið. Leiðinlegt að enda svona. Okkur fannst við eiga meira skilið í dag."Ég hef trú á Dönum í framhaldinu en Frakkar eiga örugglega eftir að styrkjast í næstu leikjum." Björgvin: Settum hjartað á völlinnMynd / VilhelmMarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson stóð sig vel í kvöld og hann hefur komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni á HM en hann er nýstiginn upp úr erfiðum veikindum."Við lögðum allt í þetta. Settum hjartað á völlinn en þeir eru með það gott lið að þeir refsa fyrir hver mistök. Við gerðum aðeins of mikið af mistökum í kvöld," sagði Björgvin svekktur í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn."Þetta er okkar besti leikur á mótinu. Við erum að spila frábærlega í vörn og sókn á móti sterku liði. Við eltum allan leikinn og erum klárir í slaginn. Það eru smáatriðin sem skipta máli og afar svekkjandi að falla út á þennan hátt."Mér fannst Frakkarnir vera smeykir og í vandræðum. Við nýttum það ágætlega en smá feilar fara með þetta. Við erum að stríða eina besta liði heims með nýtt lið og það sýnir hversu mikið býr í þessu liði." Ólafur Gústafsson: Þeir voru ekkert betri en viðMynd / Vilhelm„Maður er auðvitað stoltur af sinni frammistöðu á mótinu en maður hefði samt vilja vinna þennan leik í kvöld," sagði Ólafur Gústafsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir að liðið hafði fallið úr leik gegn Frökkum í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á Spáni.„Það munaði alveg hrikalega litlu og mér fannst Frakkarnir ekki vera mikið betri en við í dag. Ég gerði ákveðin mistök í lokin sem ég verð að taka á mig, þau komu á versta tíma í leiknum."„Framtíðin í íslenskum handbolta er mjög björt og við getum svo sannarlega byggt á þessum móti."
Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Sjá meira