„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ágúst Orri Arnarson og Arnar Skúli Atlason skrifa 21. maí 2025 23:35 Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. vísir/hulda margrét Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. „Ég er sár og svekktur. Þetta er bara ógeðslega sárt,“ sagði Benedikt í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Við skorum bara ekki í fjórða leikhluta. Oft á tíðum vorum við ekki að gera nægilega vel í sókninni. Alltof mikið einn á einn. Festum okkur svolítið í því. Engu að síður fengum við endalaust af tækifærum til að skora bæði lay up og opnum þriggja stiga skotum en það var ekki meant to be,“ hélt hann svo áfram en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þið eruð yfir eftir fyrri hálfleikinn núna og í seinasta leik. Hvað verður til þess að þið klárið þetta ekki? „Við þurfum bara að greina það. Ég ætla ekki að vera eitthvað að hugsa upphátt með það núna. Ég er aðallega bara svekktur núna. Öll þessi víti og lay up og þriggja stiga sem við skorum ekki úr á crucial tímum. Margt sem ég var ánægður með í þessum leik sem ég var ekki með í seinasta leik. Við erum að frákasta miklu betur og það var attitude og gott viðhorf í liðinu. Menn voru að leggja sig fram. Svo fáum við hérna nokkra sénsa í lokinn til að jafna. Boltinn fer bara ekki ofan í og við hendum út af. Það er eins og körfubolta guðirnir voru búnir að ákveða að þetta ætti ekki að vera okkar.“ Ef þú lítur á tímabilið í heild sinni er þetta vonbrigði hjá Tindastól? „Já að vissu leyti. Það er bara eftir því hvernig maður ætlar að líta á þetta. Mörgu leyti fínt tímabil en svo ofboðsleg vonbriðgi núna. Ég held að okkur hafi verið spáð 3.-4. sæti fyrir tímabilið. Svo stöndum við okkur vel á tímabilinu með því aukast væntingarnar. En planið hjá okkur var náttúrulega alltaf bara að fara alla leið. Ef þú nærð ekki markmiðunum þínum ertu alltaf svekktur og pirraður og reiður og öllu sem því fylgir…“ Verður þú áfram með liðinu? „Þetta er svo ótímabær spurning Andri. Nú eru menn bara ógeðslega pirraðir og svekktir. Ég og klúbburinn þurfum bara að sleikja sárin. Svo setjast menn niður einhvern tíma seinna og skoða þau mál. Það er ekki tímapunktur að tjá sig um það núna.“ Er hugur í þér að halda áfram? „Eins og mér líður núna, þá er eins og heimsendir. Manni líður eins og heimurinn sé hruninn. Er eitthvað líf sem tekur við á morgun? Þetta er bara ógeðslega sárt. Þannig ég næ ekkert að hugsa til framtíðar í augnablikinu eins og ég segi. ég get ekki svarað þessari spurningu,“ sagði Benedikt að lokum. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
„Ég er sár og svekktur. Þetta er bara ógeðslega sárt,“ sagði Benedikt í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Við skorum bara ekki í fjórða leikhluta. Oft á tíðum vorum við ekki að gera nægilega vel í sókninni. Alltof mikið einn á einn. Festum okkur svolítið í því. Engu að síður fengum við endalaust af tækifærum til að skora bæði lay up og opnum þriggja stiga skotum en það var ekki meant to be,“ hélt hann svo áfram en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þið eruð yfir eftir fyrri hálfleikinn núna og í seinasta leik. Hvað verður til þess að þið klárið þetta ekki? „Við þurfum bara að greina það. Ég ætla ekki að vera eitthvað að hugsa upphátt með það núna. Ég er aðallega bara svekktur núna. Öll þessi víti og lay up og þriggja stiga sem við skorum ekki úr á crucial tímum. Margt sem ég var ánægður með í þessum leik sem ég var ekki með í seinasta leik. Við erum að frákasta miklu betur og það var attitude og gott viðhorf í liðinu. Menn voru að leggja sig fram. Svo fáum við hérna nokkra sénsa í lokinn til að jafna. Boltinn fer bara ekki ofan í og við hendum út af. Það er eins og körfubolta guðirnir voru búnir að ákveða að þetta ætti ekki að vera okkar.“ Ef þú lítur á tímabilið í heild sinni er þetta vonbrigði hjá Tindastól? „Já að vissu leyti. Það er bara eftir því hvernig maður ætlar að líta á þetta. Mörgu leyti fínt tímabil en svo ofboðsleg vonbriðgi núna. Ég held að okkur hafi verið spáð 3.-4. sæti fyrir tímabilið. Svo stöndum við okkur vel á tímabilinu með því aukast væntingarnar. En planið hjá okkur var náttúrulega alltaf bara að fara alla leið. Ef þú nærð ekki markmiðunum þínum ertu alltaf svekktur og pirraður og reiður og öllu sem því fylgir…“ Verður þú áfram með liðinu? „Þetta er svo ótímabær spurning Andri. Nú eru menn bara ógeðslega pirraðir og svekktir. Ég og klúbburinn þurfum bara að sleikja sárin. Svo setjast menn niður einhvern tíma seinna og skoða þau mál. Það er ekki tímapunktur að tjá sig um það núna.“ Er hugur í þér að halda áfram? „Eins og mér líður núna, þá er eins og heimsendir. Manni líður eins og heimurinn sé hruninn. Er eitthvað líf sem tekur við á morgun? Þetta er bara ógeðslega sárt. Þannig ég næ ekkert að hugsa til framtíðar í augnablikinu eins og ég segi. ég get ekki svarað þessari spurningu,“ sagði Benedikt að lokum.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira