
Kia EV6 er rafbíll ársins hjá Autocar
Kia EV6 var valinn rafbíll ársins 2022 hjá bílamiðlinum Autocar. Þetta er enn ein rósin í hnappagat EV6 sem hefur sankað að sér verðlaunum síðan bíllinn kom á markað á síðasta ári. Hann var til að mynda valinn Bíll ársins í Evrópu 2022 fyrir skemmstu.