
Kia eykur markaðshlutdeild sína í Evrópu
Kia hefur náð hæstu markaðshlutdeild sem bílaframleiðandinn hefur nokkru sinni náð í Evrópu. Alls seldust 416.715 Kia bílar í Evrópu árið 2020 og hefur markaðshlutdeild Kia hækkað úr 3,2 í 3,5% í álfunni. Hlutdeild rafmagnsbíla Kia fór upp um 197% og tengiltvinnbílarbíla (Plug-in Hybrid) upp um +112%. Sala á rafbílum og tengiltvinnbílum er nú um 25% af sölu Kia bíla í Evrópu. Sala á rafbílum Kia fór 100 þúsund eintök á einu ári í fyrsta skipti í Evrópu.