Bílar

Tesla á Ís­landi slær met

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ekki hafa fleiri bílar verið skráðir af sömu tegund síðan Toyota Corolla árið 1988.
Ekki hafa fleiri bílar verið skráðir af sömu tegund síðan Toyota Corolla árið 1988. Vísir/Vilhelm

Rúm­lega 1300 bílar af gerðinni Tesla Model Y hafa verið ný­skráðir hér­lendis það sem af er ári. Um er að ræða mesta fjölda af einni bíla­tegund á einu ári frá upp­hafi. Tölurnar vekja at­hygli al­þjóð­legra stjórn­enda Tesla fyrir­tækisins en alls hafa 4000 bílar af Tesla gerð verið ný­skráðar á Ís­landi.

Þetta kemur fram í Morgun­blaðinu í dag. Þar kemur fram að 1316 bílar af gerð Tesla Model Y hafi verið ný­skráðar á árinu. Bíllinn er raf­bíll og nýtur sem slíkur skatta­af­sláttar þar til um ára­mótin næstu. 

Fyrra met var sett árið 1988 en þá voru rúm­lega 1200 bílar af gerðinni Toyota Cor­olla ný­skráðir hér á landi. Toyota Yaris er í þriðja sæti en rúm­lega 1200 ein­tök voru skráð af smá­bílnum árið 2006.

Í svörum Sam­göngu­stofu til Moggans er tekið fram að ekki sé um að ræða sölu­tölur heldur tölur yfir ný­skráningar bíla á hverju ári. Ný­skráning bíla á við um tíma­punktinn þar sem bíll fær ís­lenskar númera­plötur að lokinni greiðslu gjalda og skráningar­skoðun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×