Bílar

Tork gaur: Um­deilt grill öskrar ,,drullaðu þér frá“

Boði Logason skrifar
Eins og snekkja á landi, segir James Einar um nýja BMW i7 bílinn.
Eins og snekkja á landi, segir James Einar um nýja BMW i7 bílinn. Vísir/James Einar

Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í tíunda þætti annarrar þáttaraðar er það BMW i7 sem verður prufukeyrður.

James Einar Becker er stjórnandi þáttanna og er vægast sagt í skýjunum yfir eiginleikum og útliti bílsins. „Grillið á þessum bíl er umdeilt eins og á öllum nýjum BMW. Hvað mig varðar þá finnst mér þetta grill öskra á þig: drullaðu þér frá, ég er á BMW 7 línunni!“

Bíllinn sé mjög rúmgóður og segir hann að þeir sem kaupa bílinn muni eflaust eyða sem mestum tíma í aftursætunum. ,,Það er hægt að halda kokteilboð hérna aftur í, það er svo mikið pláss hérna. Það eru svona sjö þúsund metrar frá hnjánum á mér að ökumannssætinu,“ segir James Einar.

James Einar hvetur alla ráðherrabílstjóra landsins til að leggja Audi-bílunum sínum og biðji ráðherra sína að fjárfesta í BMW i7. ,,Þetta er vissulega mikill dreki, eins og einhverskonar snekkja á landi. Hann rígheldur sér á veginum, manni finnst eins og maður sé að keyra áfram litla plánetu ef maður plantar hægri fætinum niður.“

Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni og fleiri þætti með Tork gaurnum hér.

Klippa: Tork gaur - BMW i7

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×