Innlent

Veður­stofu­stjóri í skýjunum

Tíu stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið verða að þremur í umfangsmikilli sameiningu sem umhverfisráðherra boðar. Löngu tímabært að fækka stofnunum segir forstjóri Veðurstofunnar.

Innlent

Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann

Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður.

Innlent

Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“

Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 

Innlent

Fækka beygju­ak­reinum og tak­marka hraða

Til stendur að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs. Það verður meðal annars gert með því að fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi, breikka gönguleið sunnan vegarins og bæta götulýsingu.

Innlent

Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar

Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að vinna saman að því með Seðlabankanum og ríkissjóði að draga úr þenslu.

Innlent

Orsök bilunarinnar óljós og tímafrek viðgerð fram undan

Bilunin á Vestmannaeyjastreng 3 sem kom upp í vikunni reyndist ekki vera á landi eins of fyrst var talið heldur á sjó. Landsnet segir umfangsmikla, flókna og tímafreka viðgerð fram undan. Ekki liggur fyrir hvað olli biluninni en fyrir viðgerðina þarf að kalla inn sérhæft viðgerðarskip og sérfræðinga til landins. 

Innlent

Sól­veig krefst fundar með for­sætis­ráð­herra

Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum.

Innlent

Ekki við mót­mælendur að sakast hvernig fór við brott­vísun Hussein

Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að þau kenni mótmælendum um hvernig fór þegar flóttamanninum Hussein Hussein var vísað úr landi. Áætlanir hafi breyst eftir að boðað var til mótmæla, sem hefðu getað verið fjölmennari en raun bar vitni. Embættið beri ábyrgð og ekki sé við mótmælendur að sakast.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, málþóf á Alþingi og sameiningu ríkisstofnana svo nokkuð sé nefnt. 

Innlent

Tíu stofnanir verða að þremur

Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 

Innlent

Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum

Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum.

Innlent

Krummi í lagi en alls ekki Kisa

Nýr úrskurður mannanafnanefndar, sem hafnaði nafninu Kisa, styrkir þingmann Sjálfstæðisflokksins enn frekar í þeirri trú sinni að leggja eigi nefndina niður. Við kynntum okkur hinn umdeilda úrskurð og íslensk dýranöfn, sem þykja mishentug á menn.

Innlent

Segir lands­menn eyða of miklu

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu.

Innlent

Fyrirtæki áhugasöm um að byggja á Hólmsheiði

Borginni bárust 56 erindi eftir að hafa auglýst eftir fyrirtækjum sem væru áhugasöm um að byggja á Hólmsheiði. Heildarþörfin á svæðinu er 978 þúsund fermetrar lands undir atvinnuhúsnæði á 239 þúsund fermetrum.

Innlent