Innlent

„Hefur það engar af­leiðingar að haga sér svona?“

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir.

Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 

Innlent

Opna þjónustu­mið­stöð Al­manna­varna

Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði.

Innlent

Þráir fátt heitar en að finna huldu­manninn um borð í vélinni frá Kanarí­

Kona sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitar nú logandi ljósi að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Gerður Petra Ásgeirsdóttir segir það hafa blundað í henni allar götur síðan að reyna finna manninn aftur en það reynst erfitt án þess að hafa nafn hans.

Innlent

92 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi

„Það er fátt skemmtilegra en að syngja í kór“, segja félagar í Hörpukórnum á Selfossi, sem er kór eldri borgara á staðnum. Kórinn undirbýr sig nú fyrir kóramót. Elsti söngfélaginn er 92 ára.

Innlent

Aflétta öllum rýmingum á Stöðvarfirði og Eskifirði

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóða á Stöðvarfirði og Eskifirði og aflétta öllum rýmingum á svæðinu. Fyrr í dag var öllum rýmingum aflétt í Neskaupstað og tilkynnt um afléttingar á vissum svæðum á Seyðisfirði.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Hopp, sem stefnir nú á samkeppni á leigubílamarkaði, vonast eftir enn frekari rýmkun á leigubílalöggjöf. Ekkert komi í veg fyrir að Uber hasli sér völl hér á landi. Við fáum að kíkja á nýju leigubílana í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Rýmingu af­létt

Rýmingu á reitum 4 og 16 í Neskaupstað verður aflétt klukkan 16 í dag. Þar með hefur rýmingu í öllum bænum vegna snjóflóðahættu verið aflétt.

Innlent

Fleiri höfðu kvartað eftir fræðslu frá leið­beinandanum

Fleiri grunnskólar höfðu kvartað eftir kennslustund frá leiðbeinanda í Skólabúðunum á Reykjum. Starfsmenn frá grunnskólum sem heimsækja búðirnar þurfa ekki að vera í hverri einustu kennslustund með nemendum. Leiðbeinandinn hafði kennt börnum í skólanum hvernig þau ættu að vinna sér mein.

Innlent

Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi

Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna.

Innlent

„Ís­land getur ekki tekið upp þessa til­skipun“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 

Innlent

Björgunar­sveitir halda heim

Það björgunarfólk sem ferðaðist til Austfjarða í vikunni til að aðstoða heimafólk mun ferðast aftur til sín heima í dag. Björgunarfólk frá öllu landinu tóku þátt í aðgerðum þar vegna snjóflóða sem féllu í vikunni. 

Innlent

Rétti tíminn til að byggja

Sveitarstjórnarráðherra segir rétta tímann núna, þegar margt bendi til að fasteignamarkaðurinn sé að frjósa, fyrir hið opinbera að stíga inn og stuðla að byggingu nýrra íbúða

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. Víðir greinir frá stöðu mála á Austurlandi í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Innlent

Ung­menni sem hrelldu íbúa á bak og burt

Lögreglu barst tilkynning um ungmenni sem áttu að hafa verið að hrella íbúa í Mosfellsbæ í nótt með því að banka á glugga og hurðar og taka í hurðarhúna. Ungmennin voru hvergi sjáanleg þegar lögregla mætti á vettvang.

Innlent

„Opin rými eru bara andstyggileg“

Leyfa þarf börnum sem bíða eftir einhverfugreiningu að njóta vafans og veita þeim þjónustu strax. Þetta segir framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og bætir við að skólakerfið henti þessum hóp verr en áður þar sem stærri bekkir og opin rými reynast hópnum oft erfið.

Innlent