Innlent

Vilja að snjómokstur taki mið af snjómagni

Á snjóþungum dögum í Reykjavík ræður tækjakostur ekki við ástandið þar sem núverandi verklag tekur ekki mið af snjómagni. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni. Stýrihópurinn leggur til að þessu verði breytt þannig að snjóhreinsun taki mið af veðri.

Innlent

Hellarnir á Hellu njóta mikilla vinsælda

Hellarnir á Ægissíðu á Hellu njóta alltaf mikilla vinsælda hjá íslenskum og erlendum ferðamönnum en fyrstu skráðu heimildir um þá er frá 1818. Hellarnir eru með þekktustu manngerðu hellum landsins en tólf hellar hafa fundist á Ægissíðu.

Innlent

Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna

Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar.

Innlent

Kom í leitirnar eftir sex ár á ver­gangi

Köttur sem hvarf fyrir sex árum í Reykjavík birtist í innkeyrslu hjóna í Borgarnesi fyrir tveimur vikum. Þökk sé kattasamfélaginu og störfum Villikatta á Vesturlandi er búið að hafa uppi á eigandanum.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum hefur hækkað umfram almennt verðlag og stendur nú í hæstu hæðum. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð á mjólk nú um mánaðarmótin.

Innlent

Sjötíu ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni fagnað

Menntaskólinn að Laugarvatni fagnar sjötíu ára afmæli sínu í vikunni, eða miðvikudaginn 12. apríl. Sérstök hátíðardagskrá verður að því tilefni þar sem forseti Íslands verður sérstakur heiðursgestur. Einnig verður opið hús í skólanum á afmælisdaginn þar sem öllum landsmönnum er boðið að koma í heimsókn til að skoða skólann, heimavistina og þiggja veitingar.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stór hópur fólks þarf að leita aðstoðar hjálparsamtaka um páskana að sögn framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar. Beiðnum um aðstoð hafi fjölgað mikið og verðhækkanir undanfarinna missera farnar að bíta.

Innlent

Farand­rostungurinn Þór farinn frá Þórs­höfn

Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum.

Innlent

Stétta­bar­átta, skipu­lags­mál og mold

Stefán Ólafssson prófessor emeritus við HÍ er fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á páskadag. Hann ætlar að fjalla um nýja bók sína, Baráttan um bjargirnar, sem setur stjórnmál og stéttabaráttu í forgrunn þróunar íslensks samfélags síðustu hundrað árin.

Innlent

„Okkur versnar með hverjum deginum“

Sigrún Jensdóttir, á sextugsaldri, er ein ellefu einstaklinga á Íslandi sem er með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) og fær ekki lyf sem gætu hægt á hrörnuninni eða stöðvað hana vegna þess að hún er eldri en átján ára. Alls eru fimmtán einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi. Sjúkdómurinn fer versnandi með degi hverjum og hefur Sigrún hingað til forðast tilhugsunina um framtíðina.

Innlent

Eldur logaði í safn­haug fram á nótt

Mikið mæddi á Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn sólarhring. Dælubílar voru sendir í  fjögur útköll, þar af eitt sem tók fjórar klukkustundir, og sjúkralið sinnti 94 sjúkraflutningum, sem er vel yfir meðaltali.

Innlent

Ók á 170 á stolnum bíl

Karlmaður olli í gær mikilli hættu þegar hann ók stolnum bíl á allt að 170 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Lögregla veitti manninum eftirför í mikilli umferð og hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Innlent

Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór

Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Komum sem leita í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022. Þetta kemur fram í komandi ársskýrslu athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni.

Innlent

Landeigandinn segir um misskilning að ræða

Uppfært kl. 16.25: Eigandi jarðarinnar hefur haft samband og segir um misskilning að ræða. Um sé að ræða byggingarefni sem verði fjarlægt eftir helgi. Pálmi er búinn að fjarlægja færsluna á Facebook.

Innlent

Risa­vaxinn rostungur á flot­bryggju Þórs­hafnar

Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ískenskur krabbameinslæknir segir fréttir um að bóluefni við krabbameini gætu litið dagsins ljós innan fárra ára spennandi. Sagan sýni þó að rannsóknir taki oftast lengri tíma en áætlað er. Við ræðum við lækninn um þessi tíðindi í hádegisfréttum.

Innlent

Svört gæs vekur athygli

Myndir náðust af sérkennilegri grágæs í Háaleitishverfinu í vikunni. Grágæsin er sérkennileg fyrir þær sakir að hún er ekki grá heldur svört. Líklega er um genagalla að ræða, svokallaða sortu sem veldur ofgnótt af litarefninu melaníni í húð dýra. 

Innlent