Innlent Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Innlent 6.6.2023 21:04 Alfarið á móti styttingu ræðutíma: „Þetta er ólýðræðislegt“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var harðorður í kvöld þegar hann ræddi fyrirhugaða styttingu ræðutíma á fundum Borgarráðs. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort meirihlutinn væri að reyna að þagga niður í minnihlutanum. Innlent 6.6.2023 20:37 Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. Innlent 6.6.2023 19:33 Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. Innlent 6.6.2023 19:04 Tilnefna óháðan aðila til að staðfesta fullnægjandi endurvinnslu Úrvinnslusjóður og Sorpa ætla í sameiningu að fá fullvissu fyrir því að sá endurvinnsluaðili, sem mun héðan í frá taka við fernum frá Sorpu, skili þeim árangri sem til er ætlast. Stefnt er að því að fernurnar verði sendar til fyrirtækisins Fiskeby Board í Svíþjóð. Innlent 6.6.2023 18:42 Kvenfélagskonur vilja ekki deila bollastelli með Grundarfjarðarbæ Kvenfélagið á Grundarfirði hefur hafnað beiðni bæjarstjóra um að sameina bollastellið og matarstellið í samkomuhúsinu. Bæjarstjóri segir að allir séu þó vinir. Innlent 6.6.2023 18:23 Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. Innlent 6.6.2023 18:07 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum rýnum við í ágreininginn í viðræðum BSRB og sveitarfélaganna en í morgun sleit sáttasemjari viðræðum fulltrúa þeirra eftir aðeins klukkustundar fund, þar sem ekkert nýtt kom fram. Innlent 6.6.2023 18:01 Staðfesta að Modestas sé sá sem fannst látinn Lögregla á Vesturlandi hefur staðfest að Modestas Antanavicius er sá sem fannst látinn í fjörunni við Straumeyri nærri Borgarnesi í apríl. Hans hafði verið saknað frá því í upphafi árs. Innlent 6.6.2023 16:56 Segja fátækum hafa fækkað Fátækum hefur fækkað hér á landi síðustu tvo áratugi og er staðan á íslandi meðal því besta sem þekkist í samanburðarlöndum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins þar sem einnig segir að staðan góða breyti því ekki að fátækt sé til staðar. Innlent 6.6.2023 15:39 Senda fernur nú til Svíþjóðar í von um betri nýtingu Stjórn Sorpu hefur ákveðið að láta flokka fernur sem ekki hefur verið hægt að endurvinna sérstaklega úr pappírsúrgangi í Svíþjóð. Kostnaður við flokkunina er metinn um 75 milljónir króna á ári. Leiðbeiningar til almennings um flokkun á fernum verða óbreyttar. Innlent 6.6.2023 14:46 Borgin sé áhugalaus um uppbyggingu hagkvæmra íbúða Stórt verktakafyrirtæki fær ekki úthlutaðar lóðir frá borginni þrátt fyrir að vera tilbúið í að reisa níu hundruð hagkvæmar íbúðir. Borgin segist ekki mega afhenda lóðir til einkaaðila án útboðs. Innlent 6.6.2023 13:23 Rukka sjö hundruð krónur fyrir aðgang að gámasvæðinu Til stendur að taka upp sjö hundruð króna komugjald á gámasvæði sveitarfélagsins Árborgar á Selfossi. Formaður bæjarráðs segist skilja gremju fólks í tengslum við auknar kröfur í sorpflokkun. Fólk verður þó ekki rukkað þegar það losar sig við úrgang sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir að taka á móti. Innlent 6.6.2023 13:01 Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Innlent 6.6.2023 13:01 Bein útsending: Á réttri leið - Ráðstefna um öryggi í samgöngum Klukkan 13 í dag hefst ráðstefnan Á réttri leið í Veröld – Húsi Vigdísar. Hægt verður að fylgjast með streymi af henni hér. Innlent 6.6.2023 12:30 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. Innlent 6.6.2023 12:23 Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Innlent 6.6.2023 12:16 „Þetta er að okkar mati möguleg eignaupptaka“ Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar sem tekur gildi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um næstu mánaðamót. Kolbrún Halldórsdóttir, sem er nýtekin við sem formaður BHM, sagði í viðtali um málið í Bítinu í morgun þetta mál hafi lengi verið til umræðu og að fólk hefði vitað að skerðingar á lífeyri væru yfirvofandi meðal annars vegna hækkandi lífaldurs íslensku þjóðarinnar. Innlent 6.6.2023 11:52 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum tökum við stöðuna í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundur stendur nú yfir í Karphúsinu hjá Ríkissáttasemjara. Innlent 6.6.2023 11:34 Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. Innlent 6.6.2023 11:11 „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. Innlent 6.6.2023 10:56 Mistök hafi verið gerð „hamfaranóttina“ hjá sáttasemjara í mars 2020 Varaformaður BSRB segir það ekki rétt að félagið sé að fara fram á afturvirkni á hækkun launa í kjaraviðræðum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hugtakanotkun hafi ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Þá segir hann að mistök hafi verið gerð í síðustu kjarasamningum þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar var að skella á landið í mars 2020. Innlent 6.6.2023 09:38 Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi og hlutverk matvælarannsókna til að stuðla að sjálfbærri framleiðslu, nýsköpun og aukinni verðmætasköpun. Innlent 6.6.2023 08:31 Ekið á barn á miðri skólalóð: „Stálheppin að krakkinn sé á lífi“ Faðir níu ára stúlku vakti athygli á því í gær að ekið hafði verið á dóttur hans á krossara á miðri skólalóð Hörðuvallaskóla í fyrradag. Hann hvetur foreldra til þess að brýna fyrir börnum sínum að fara varlega á ökutækjum og vera ekki á ökutækjum, sem ætluð eru utanvegaakstri, innanbæjar. Innlent 6.6.2023 07:51 Ragnar Ómarsson matreiðslumaður er látinn Ragnar Ómarsson matreiðslumaður er látinn, 51 árs að aldri. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn föstudag. Innlent 6.6.2023 07:31 Engar sérstakar undanþágur fyrir hjón við úthlutun hjúkrunarrýma Engar sérstakar reglur eða undantekningar eru í gildi fyrir hjón við úthlutun hjúkrunarrýma, þar sem báðir einstaklingar hafa fengið færni- og heilsumat og bíða flutnings. Innlent 6.6.2023 06:56 Einn neitaði að greiða fyrir veitingar og annar að yfirgefa staðinn Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem einstaklingar í annarlegu ástandi voru til vandræða. Eitt var vegna manns sem neitaði að yfirgefa veitingastað og annað þar sem aka þurfti viðkomandi heim sökum ástands. Innlent 6.6.2023 06:30 Smábátur strandaði við Arnarstapa Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í kvöld. Einn var um borð í bátnum og hann komst í land af sjálfsdáðum og var fluttur á sjúkrastofnun á Ólafsvík. Innlent 5.6.2023 23:53 Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. Innlent 5.6.2023 23:44 Hræ af kúm og hnúfubaki legið í fjörunni í tvo mánuði Tvö kúahræ og hræ af hnúfubak hafa legið í Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum í tvo mánuði. Farið er að slá verulega í hræin og komin er af þeim lykt. Innlent 5.6.2023 22:00 « ‹ ›
Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Innlent 6.6.2023 21:04
Alfarið á móti styttingu ræðutíma: „Þetta er ólýðræðislegt“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var harðorður í kvöld þegar hann ræddi fyrirhugaða styttingu ræðutíma á fundum Borgarráðs. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort meirihlutinn væri að reyna að þagga niður í minnihlutanum. Innlent 6.6.2023 20:37
Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. Innlent 6.6.2023 19:33
Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. Innlent 6.6.2023 19:04
Tilnefna óháðan aðila til að staðfesta fullnægjandi endurvinnslu Úrvinnslusjóður og Sorpa ætla í sameiningu að fá fullvissu fyrir því að sá endurvinnsluaðili, sem mun héðan í frá taka við fernum frá Sorpu, skili þeim árangri sem til er ætlast. Stefnt er að því að fernurnar verði sendar til fyrirtækisins Fiskeby Board í Svíþjóð. Innlent 6.6.2023 18:42
Kvenfélagskonur vilja ekki deila bollastelli með Grundarfjarðarbæ Kvenfélagið á Grundarfirði hefur hafnað beiðni bæjarstjóra um að sameina bollastellið og matarstellið í samkomuhúsinu. Bæjarstjóri segir að allir séu þó vinir. Innlent 6.6.2023 18:23
Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. Innlent 6.6.2023 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum rýnum við í ágreininginn í viðræðum BSRB og sveitarfélaganna en í morgun sleit sáttasemjari viðræðum fulltrúa þeirra eftir aðeins klukkustundar fund, þar sem ekkert nýtt kom fram. Innlent 6.6.2023 18:01
Staðfesta að Modestas sé sá sem fannst látinn Lögregla á Vesturlandi hefur staðfest að Modestas Antanavicius er sá sem fannst látinn í fjörunni við Straumeyri nærri Borgarnesi í apríl. Hans hafði verið saknað frá því í upphafi árs. Innlent 6.6.2023 16:56
Segja fátækum hafa fækkað Fátækum hefur fækkað hér á landi síðustu tvo áratugi og er staðan á íslandi meðal því besta sem þekkist í samanburðarlöndum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins þar sem einnig segir að staðan góða breyti því ekki að fátækt sé til staðar. Innlent 6.6.2023 15:39
Senda fernur nú til Svíþjóðar í von um betri nýtingu Stjórn Sorpu hefur ákveðið að láta flokka fernur sem ekki hefur verið hægt að endurvinna sérstaklega úr pappírsúrgangi í Svíþjóð. Kostnaður við flokkunina er metinn um 75 milljónir króna á ári. Leiðbeiningar til almennings um flokkun á fernum verða óbreyttar. Innlent 6.6.2023 14:46
Borgin sé áhugalaus um uppbyggingu hagkvæmra íbúða Stórt verktakafyrirtæki fær ekki úthlutaðar lóðir frá borginni þrátt fyrir að vera tilbúið í að reisa níu hundruð hagkvæmar íbúðir. Borgin segist ekki mega afhenda lóðir til einkaaðila án útboðs. Innlent 6.6.2023 13:23
Rukka sjö hundruð krónur fyrir aðgang að gámasvæðinu Til stendur að taka upp sjö hundruð króna komugjald á gámasvæði sveitarfélagsins Árborgar á Selfossi. Formaður bæjarráðs segist skilja gremju fólks í tengslum við auknar kröfur í sorpflokkun. Fólk verður þó ekki rukkað þegar það losar sig við úrgang sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir að taka á móti. Innlent 6.6.2023 13:01
Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Innlent 6.6.2023 13:01
Bein útsending: Á réttri leið - Ráðstefna um öryggi í samgöngum Klukkan 13 í dag hefst ráðstefnan Á réttri leið í Veröld – Húsi Vigdísar. Hægt verður að fylgjast með streymi af henni hér. Innlent 6.6.2023 12:30
Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. Innlent 6.6.2023 12:23
Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Innlent 6.6.2023 12:16
„Þetta er að okkar mati möguleg eignaupptaka“ Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar sem tekur gildi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um næstu mánaðamót. Kolbrún Halldórsdóttir, sem er nýtekin við sem formaður BHM, sagði í viðtali um málið í Bítinu í morgun þetta mál hafi lengi verið til umræðu og að fólk hefði vitað að skerðingar á lífeyri væru yfirvofandi meðal annars vegna hækkandi lífaldurs íslensku þjóðarinnar. Innlent 6.6.2023 11:52
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum tökum við stöðuna í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundur stendur nú yfir í Karphúsinu hjá Ríkissáttasemjara. Innlent 6.6.2023 11:34
Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. Innlent 6.6.2023 11:11
„Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. Innlent 6.6.2023 10:56
Mistök hafi verið gerð „hamfaranóttina“ hjá sáttasemjara í mars 2020 Varaformaður BSRB segir það ekki rétt að félagið sé að fara fram á afturvirkni á hækkun launa í kjaraviðræðum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hugtakanotkun hafi ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Þá segir hann að mistök hafi verið gerð í síðustu kjarasamningum þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar var að skella á landið í mars 2020. Innlent 6.6.2023 09:38
Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi og hlutverk matvælarannsókna til að stuðla að sjálfbærri framleiðslu, nýsköpun og aukinni verðmætasköpun. Innlent 6.6.2023 08:31
Ekið á barn á miðri skólalóð: „Stálheppin að krakkinn sé á lífi“ Faðir níu ára stúlku vakti athygli á því í gær að ekið hafði verið á dóttur hans á krossara á miðri skólalóð Hörðuvallaskóla í fyrradag. Hann hvetur foreldra til þess að brýna fyrir börnum sínum að fara varlega á ökutækjum og vera ekki á ökutækjum, sem ætluð eru utanvegaakstri, innanbæjar. Innlent 6.6.2023 07:51
Ragnar Ómarsson matreiðslumaður er látinn Ragnar Ómarsson matreiðslumaður er látinn, 51 árs að aldri. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn föstudag. Innlent 6.6.2023 07:31
Engar sérstakar undanþágur fyrir hjón við úthlutun hjúkrunarrýma Engar sérstakar reglur eða undantekningar eru í gildi fyrir hjón við úthlutun hjúkrunarrýma, þar sem báðir einstaklingar hafa fengið færni- og heilsumat og bíða flutnings. Innlent 6.6.2023 06:56
Einn neitaði að greiða fyrir veitingar og annar að yfirgefa staðinn Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem einstaklingar í annarlegu ástandi voru til vandræða. Eitt var vegna manns sem neitaði að yfirgefa veitingastað og annað þar sem aka þurfti viðkomandi heim sökum ástands. Innlent 6.6.2023 06:30
Smábátur strandaði við Arnarstapa Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í kvöld. Einn var um borð í bátnum og hann komst í land af sjálfsdáðum og var fluttur á sjúkrastofnun á Ólafsvík. Innlent 5.6.2023 23:53
Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. Innlent 5.6.2023 23:44
Hræ af kúm og hnúfubaki legið í fjörunni í tvo mánuði Tvö kúahræ og hræ af hnúfubak hafa legið í Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum í tvo mánuði. Farið er að slá verulega í hræin og komin er af þeim lykt. Innlent 5.6.2023 22:00