Innlent Már þarf ekki að greiða kostnað vegna leiðsöguhundarins Max Matvælaráðuneytið greindi frá því nú síðdegis að blindur maður þurfi ekki að greiða himinháan kostnað sem fylgi því að taka leiðsöguhundinn sinn með í frí til landsins. Margra mánaða barátta við kerfið virðist því vera á enda. Innlent 19.6.2023 19:15 Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í manndrápsmáli sem átti sér stað á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði hefur verið framlengt um fjórar vikur. Manndrápið átti sér stað 20. apríl og verður tólf vikna gæsluvarðhald því fullnýtt. Innlent 19.6.2023 18:46 Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. Innlent 19.6.2023 18:46 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í Guðrúnu Hafsteinsdóttur nýjum dómsmálaráðherra sem segir kerfið í kringum móttöku flóttafólks komið að þolmörkum. Þá segir formaður Sjálfstæðisflokksins kostnaðinn við þá sem bíða svara um hvort þeir fái hæli kominn í um tíu milljarða á ári. Innlent 19.6.2023 18:10 Sparkaði í hreðjar manns í miðborginni Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna líkamsárásar þar sem maður hafði sparkað í hreðjar annars manns. Innlent 19.6.2023 17:41 Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. Innlent 19.6.2023 17:17 „Ég er í svo stórum skóm, númer 46“ Formleg lyklaskipti fóru fram í dómsmálaráðuneytinu í dag. Jón Gunnarsson færði Guðrúnu Hafsteinsdóttur, nýbökuðum dómsmálaráðherra, lyklakippu í formi Íslands og í fánalitunum, aðgangskort og stærðarinnar blómvönd. Innlent 19.6.2023 16:32 Hæstiréttur tekur mál Brynjars fyrir Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti. Innlent 19.6.2023 15:24 Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur Körfuboltakörfur við Seljaskóla í Reykjavík voru settar upp aftur nú síðdegis, eftir fjölda kvartana. Mikla athygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. Innlent 19.6.2023 15:16 Par vildi ekki kannast við að eiga mikið magn fíkniefna Par var á dögunum dæmt til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, fyrir að hafa haft mikið magn fíkniefna í vörslum sínum á heimili þeirra. Auk fíkniefna fannst hálfsjálfvirk haglabyssa og 1,5 milljón króna í reiðufé. Konan þarf að þola upptöku fjárins, þrátt fyrir segjast hafa aflað þess með barnapössun og kökusölu. Innlent 19.6.2023 14:52 Félagsmenn BSRB samþykktu nýjan kjarasamning Atkvæðagreiðslu um kjarasamning ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í hádeginu í dag. Mikill meirihluti félagsmanna samþykkti samninginn sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Innlent 19.6.2023 13:04 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. Innlent 19.6.2023 13:01 Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. Innlent 19.6.2023 12:04 Þyrla og skip kölluð út vegna leka á fiskibát Þyrla landhelgisgæslunnar og björgunarskip á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kölluð út á tíunda tímanum í morgun þegar tilkynnt var um að dæla fiskibáts, sem var á veiðum í mynni Arnarfjarðar, hefði ekki undan og lestin væri að fyllast af sjó. Innlent 19.6.2023 11:59 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 19.6.2023 11:37 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við með framvindunni á Ríkisráðsfundi sem fram fór í morgun þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni. Innlent 19.6.2023 11:36 Jón kvaddur á Bessastöðum: „Hann er litríkur“ Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, gekk út af sínum síðasta ríkisráðsfundi, allavega í bili, fyrir skömmu. Félagar hans í ríkisstjórn sögðu flestir að söknuður verði af honum. Innlent 19.6.2023 11:29 „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. Innlent 19.6.2023 11:18 Fjölskylda á Ítalíu leitar Tipsý: „Ég er búin að grenja úr mér augun“ Fjölskyldufrí Maríönnu Magnúsdóttur tók snögga beygju þegar Tipsý, einn fjögurra hunda fjölskyldunnar, týndist degi fyrir brottför. Hennar er nú leitað en Maríanna biðlar til fólks að láta dýraleitarþjónustuna Dýrfinnu vita, verði einhver hennar var. Innlent 19.6.2023 11:00 „Maður talar ekki svona við tólf ára barn“ Tólf ára stelpa varð fyrir aðkasti ásamt frænku sinni af hálfu sundlaugargests í Grafarvogslaug í gær vegna uppruna þeirra. Faðir stelpunnar kveðst gáttaður á því að einhver leyfi sér að tala á slíkan hátt við barn. Innlent 19.6.2023 10:37 Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. Innlent 19.6.2023 10:19 Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Innlent 19.6.2023 10:14 Tvö vilja verða landsréttardómari Ásgerður Ragnarsdóttir settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sóttu um eitt embætti dómara við Landsrétt, þegar það var auglýst laust til umsóknar í lok maí. Innlent 19.6.2023 09:45 Bein útsending: Ríkisráðsfundur á Bessastöðum Ríkisráð, sem forseti Íslands og ráðherrar í ríkisstjórn skipa, mun funda á Bessastöðum klukkan tíu í dag. Það er eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær að Guðrún Hafsteinsdóttir myndir taka við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra. Innlent 19.6.2023 09:01 Fjársvikasíða nýnasista rakin til Kalkofnsvegar Fyrirtækið Withheld for Privacy á Kalkofnsvegi felur upplýsingar nýnasista sem sviku fé út úr transfólki í Bandaríkjunum. Þóttust svikararnir selja hormónalyf án lyfseðils. Innlent 19.6.2023 08:01 Rigningin færist til austurs Von er á rigningu á landinu í dag og á morgun. Í dag er rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en það á svo að snúast við á morgun með norðlægri átt. Innlent 19.6.2023 07:53 Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. Innlent 19.6.2023 07:00 Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. Innlent 19.6.2023 07:00 Aldrei fleiri greinst með lekanda Metfjöldi greindra tilfella kynsjúkdómsins lekanda greindust hér á landi í fyrra, eða samtals 159. Tilfellum lekanda hefur farið farið fjölgandi síðustu ár en fækkaði þó í heimsfaraldri Covid-19 og voru 96 árið 2020. Innlent 19.6.2023 06:49 Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 18.6.2023 23:59 « ‹ ›
Már þarf ekki að greiða kostnað vegna leiðsöguhundarins Max Matvælaráðuneytið greindi frá því nú síðdegis að blindur maður þurfi ekki að greiða himinháan kostnað sem fylgi því að taka leiðsöguhundinn sinn með í frí til landsins. Margra mánaða barátta við kerfið virðist því vera á enda. Innlent 19.6.2023 19:15
Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í manndrápsmáli sem átti sér stað á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði hefur verið framlengt um fjórar vikur. Manndrápið átti sér stað 20. apríl og verður tólf vikna gæsluvarðhald því fullnýtt. Innlent 19.6.2023 18:46
Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. Innlent 19.6.2023 18:46
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í Guðrúnu Hafsteinsdóttur nýjum dómsmálaráðherra sem segir kerfið í kringum móttöku flóttafólks komið að þolmörkum. Þá segir formaður Sjálfstæðisflokksins kostnaðinn við þá sem bíða svara um hvort þeir fái hæli kominn í um tíu milljarða á ári. Innlent 19.6.2023 18:10
Sparkaði í hreðjar manns í miðborginni Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna líkamsárásar þar sem maður hafði sparkað í hreðjar annars manns. Innlent 19.6.2023 17:41
Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. Innlent 19.6.2023 17:17
„Ég er í svo stórum skóm, númer 46“ Formleg lyklaskipti fóru fram í dómsmálaráðuneytinu í dag. Jón Gunnarsson færði Guðrúnu Hafsteinsdóttur, nýbökuðum dómsmálaráðherra, lyklakippu í formi Íslands og í fánalitunum, aðgangskort og stærðarinnar blómvönd. Innlent 19.6.2023 16:32
Hæstiréttur tekur mál Brynjars fyrir Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti. Innlent 19.6.2023 15:24
Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur Körfuboltakörfur við Seljaskóla í Reykjavík voru settar upp aftur nú síðdegis, eftir fjölda kvartana. Mikla athygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. Innlent 19.6.2023 15:16
Par vildi ekki kannast við að eiga mikið magn fíkniefna Par var á dögunum dæmt til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, fyrir að hafa haft mikið magn fíkniefna í vörslum sínum á heimili þeirra. Auk fíkniefna fannst hálfsjálfvirk haglabyssa og 1,5 milljón króna í reiðufé. Konan þarf að þola upptöku fjárins, þrátt fyrir segjast hafa aflað þess með barnapössun og kökusölu. Innlent 19.6.2023 14:52
Félagsmenn BSRB samþykktu nýjan kjarasamning Atkvæðagreiðslu um kjarasamning ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í hádeginu í dag. Mikill meirihluti félagsmanna samþykkti samninginn sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Innlent 19.6.2023 13:04
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. Innlent 19.6.2023 13:01
Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. Innlent 19.6.2023 12:04
Þyrla og skip kölluð út vegna leka á fiskibát Þyrla landhelgisgæslunnar og björgunarskip á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kölluð út á tíunda tímanum í morgun þegar tilkynnt var um að dæla fiskibáts, sem var á veiðum í mynni Arnarfjarðar, hefði ekki undan og lestin væri að fyllast af sjó. Innlent 19.6.2023 11:59
Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 19.6.2023 11:37
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fylgjumst við með framvindunni á Ríkisráðsfundi sem fram fór í morgun þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni. Innlent 19.6.2023 11:36
Jón kvaddur á Bessastöðum: „Hann er litríkur“ Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, gekk út af sínum síðasta ríkisráðsfundi, allavega í bili, fyrir skömmu. Félagar hans í ríkisstjórn sögðu flestir að söknuður verði af honum. Innlent 19.6.2023 11:29
„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. Innlent 19.6.2023 11:18
Fjölskylda á Ítalíu leitar Tipsý: „Ég er búin að grenja úr mér augun“ Fjölskyldufrí Maríönnu Magnúsdóttur tók snögga beygju þegar Tipsý, einn fjögurra hunda fjölskyldunnar, týndist degi fyrir brottför. Hennar er nú leitað en Maríanna biðlar til fólks að láta dýraleitarþjónustuna Dýrfinnu vita, verði einhver hennar var. Innlent 19.6.2023 11:00
„Maður talar ekki svona við tólf ára barn“ Tólf ára stelpa varð fyrir aðkasti ásamt frænku sinni af hálfu sundlaugargests í Grafarvogslaug í gær vegna uppruna þeirra. Faðir stelpunnar kveðst gáttaður á því að einhver leyfi sér að tala á slíkan hátt við barn. Innlent 19.6.2023 10:37
Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. Innlent 19.6.2023 10:19
Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Innlent 19.6.2023 10:14
Tvö vilja verða landsréttardómari Ásgerður Ragnarsdóttir settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sóttu um eitt embætti dómara við Landsrétt, þegar það var auglýst laust til umsóknar í lok maí. Innlent 19.6.2023 09:45
Bein útsending: Ríkisráðsfundur á Bessastöðum Ríkisráð, sem forseti Íslands og ráðherrar í ríkisstjórn skipa, mun funda á Bessastöðum klukkan tíu í dag. Það er eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær að Guðrún Hafsteinsdóttir myndir taka við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra. Innlent 19.6.2023 09:01
Fjársvikasíða nýnasista rakin til Kalkofnsvegar Fyrirtækið Withheld for Privacy á Kalkofnsvegi felur upplýsingar nýnasista sem sviku fé út úr transfólki í Bandaríkjunum. Þóttust svikararnir selja hormónalyf án lyfseðils. Innlent 19.6.2023 08:01
Rigningin færist til austurs Von er á rigningu á landinu í dag og á morgun. Í dag er rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en það á svo að snúast við á morgun með norðlægri átt. Innlent 19.6.2023 07:53
Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. Innlent 19.6.2023 07:00
Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. Innlent 19.6.2023 07:00
Aldrei fleiri greinst með lekanda Metfjöldi greindra tilfella kynsjúkdómsins lekanda greindust hér á landi í fyrra, eða samtals 159. Tilfellum lekanda hefur farið farið fjölgandi síðustu ár en fækkaði þó í heimsfaraldri Covid-19 og voru 96 árið 2020. Innlent 19.6.2023 06:49
Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 18.6.2023 23:59