Innlent

Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Gæslu­v­arðhald yfir þrem­ur sak­born­ing­um í mann­dráps­máli sem átti sér stað á bílastæði fyrir utan Fjarðar­kaup í Hafnar­f­irði hef­ur verið fram­lengt um fjórar vikur. Manndrápið átti sér stað 20. apríl og verður tólf vikna gæsluvarðhald því fullnýtt.

Innlent

Myglan hafi engin á­hrif á skóla­haldið

Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. 

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í Guðrúnu Hafsteinsdóttur nýjum dómsmálaráðherra sem segir kerfið í kringum móttöku flóttafólks komið að þolmörkum. Þá segir formaður Sjálfstæðisflokksins kostnaðinn við þá sem bíða svara um hvort þeir fái hæli kominn í um tíu milljarða á ári. 

Innlent

„Ég er í svo stórum skóm, númer 46“

Formleg lyklaskipti fóru fram í dómsmálaráðuneytinu í dag. Jón Gunnarsson færði Guðrúnu Hafsteinsdóttur, nýbökuðum dómsmálaráðherra, lyklakippu í formi Íslands og í fánalitunum, aðgangskort og stærðarinnar blómvönd.

Innlent

Hæsti­réttur tekur mál Brynjars fyrir

Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti.

Innlent

Í­búar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur

Körfu­bolta­körfur við Selja­skóla í Reykja­vík voru settar upp aftur nú síð­degis, eftir fjölda kvartana. Mikla at­hygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. 

Innlent

Par vildi ekki kannast við að eiga mikið magn fíkni­efna

Par var á dögunum dæmt til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, fyrir að hafa haft mikið magn fíkniefna í vörslum sínum á heimili þeirra. Auk fíkniefna fannst hálfsjálfvirk haglabyssa og 1,5 milljón króna í reiðufé. Konan þarf að þola upptöku fjárins, þrátt fyrir segjast hafa aflað þess með barnapössun og kökusölu.

Innlent

Fé­lags­menn BSRB sam­þykktu nýjan kjara­samning

At­kvæða­greiðslu um kjara­samning ellefu aðildar­fé­laga BSRB og Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga lauk í há­deginu í dag. Mikill meiri­hluti fé­lags­manna sam­þykkti samninginn sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Innlent

Þyrla og skip kölluð út vegna leka á fiski­bát

Þyrla landhelgisgæslunnar og björgunarskip á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kölluð út á tíunda tímanum í morgun þegar tilkynnt var um að dæla fiskibáts, sem var á veiðum í mynni Arnarfjarðar, hefði ekki undan og lestin væri að fyllast af sjó.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fylgjumst við með framvindunni á Ríkisráðsfundi sem fram fór í morgun þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni. 

Innlent

„Maður talar ekki svona við tólf ára barn“

Tólf ára stelpa varð fyrir að­kasti á­samt frænku sinni af hálfu sund­laugar­gests í Grafar­vogs­laug í gær vegna upp­runa þeirra. Faðir stelpunnar kveðst gáttaður á því að ein­hver leyfi sér að tala á slíkan hátt við barn.

Innlent

Þrýst verði á Guð­rúnu að fylgja stefnu Jóns

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum.

Innlent

Tvö vilja verða lands­réttar­dómari

Ásgerður Ragnarsdóttir settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sóttu um eitt embætti dómara við Landsrétt, þegar það var auglýst laust til umsóknar í lok maí.

Innlent

Bein útsending: Ríkisráðsfundur á Bessastöðum

Ríkisráð, sem forseti Íslands og ráðherrar í ríkisstjórn skipa, mun funda á Bessastöðum klukkan tíu í dag. Það er eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær að Guðrún Hafsteinsdóttir myndir taka við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra.

Innlent

Rigningin færist til austurs

Von er á rigningu á landinu í dag og á morgun. Í dag er rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en það á svo að snúast við á morgun með norðlægri átt.

Innlent

Vísað rang­lega á sjúkra­bíl þegar kona á geð­deild lést

Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess.

Innlent

Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður

Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið.

Innlent

Aldrei fleiri greinst með lekanda

Metfjöldi greindra tilfella kynsjúkdómsins lekanda greindust hér á landi í fyrra, eða samtals 159. Tilfellum lekanda hefur farið farið fjölgandi síðustu ár en fækkaði þó í heimsfaraldri Covid-19 og voru 96 árið 2020.

Innlent

Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða

Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent