Innlent

Hótaði að senda foreldrunum nektarmyndband

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um nálgunarbann á hendur manni sem sakaður er um að hafa ítrekað brotið gegn konu kynferðislega og haft uppi hótanir um að dreifa kynferðislegu myndefni af henni.

Innlent

Maðurinn muni ekki koma ná­lægt reið­skólanum framar

Þroska­skertur maður, sem er sagður hafa brotið kyn­ferðis­lega á níu ára stúlku með fötlun í sumar­búðunum í Reykja­dal í fyrra­sumar, mun ekki koma ná­lægt starf­semi Reið­skóla Reykja­víkur lengur. Hann var aldrei starfs­maður skólans en að­stoðaði við um­hirðu hrossa eftir há­degi og segir skólinn hann aldrei hafa verið einan með nemendum.

Innlent

Hóta að færa milljarða við­skipti frá Ís­lands­banka

Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við áfram um málefni Íslandsbanka og ræðum einnig við forstjóra Alvotech en Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu.

Innlent

Orkumótið hófst með hvelli þegar tjöld fuku og stangir brotnuðu

Mikið rok lék skipuleggjendur og þátttakendur Orkumóts ÍBV í Vestmannaeyjum grátt í gær þegar tjöld tókust á loft og tjaldstangir brotnuðu á tjaldstæðinu í Herjólfsdal. Eyjamenn ruku til að veita gestum aðstoð og var einhverjum komið í skjól en vel gekk að bjarga öllu, að sögn mótsstjóra.

Innlent

Út­burði fjöl­skyldunnar frestað þar til í ágúst

Útburði pólskrar fjölskyldu sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði hefur verið frestað um rúman mánuð. Til stóð að útburðurinn færi fram í fyrramálið en frestunin er í samráði við nýjan eiganda. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir þetta mjög jákvætt þar sem tími gefist nú til að finna mögulegar lausnir á málinu. 

Innlent

Gekk hrein­dýrunum í móður­stað

Hreindýrin Mosi og Garpur vita ekkert betra en að fá hreindýramosa, salt og drekka vatn úr pela. Þau þekkja eiganda sinn í sjón sem hefur gengið þeim í móðurstað eftir að þeim var bjargað móðurlausum uppi á heiði.

Innlent

Með veika móður og ein­hverfa dóttur en fær ekki hæli

Umsókn venesúelskrar konu og einhverfrar dóttur hennar um hæli hér á landi var nýlega hafnað. Hún segir ástandið í heimalandinu mun verra en fólk hér á landi átti sig á. Lágmarksmánaðarlaun þar samsvara fjórum íslenskum krónum í tímakaup.

Innlent

„Ég er bara þrjóskari en andskotinn“

Sumarbústaðaeigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi sem brá í brún þegar honum var gert að greiða margfalt verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á við þá sem skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu fagnar þeim úrskurði innviðaráðuneytisins að mismununin sé ólögleg.

Innlent

„Ekkert tengsla­net, engin vinna“

Menntaðir inn­flytj­endur upp­lifa það ó­mögu­legt að fá vinnu á ís­lenskum vinnu­markaði án hjálpar tengsla­nets segir náms- og starfs­ráð­gjafi. Er­lend menntun sé verr metin en ís­lensk, upp­lýsinga­miðlun til inn­flytj­enda sé á­bóta­vant og úr­val af ís­lensku­námi fyrir út­lendinga sé eins­leitt.

Innlent

Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun

Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar.

Innlent

Rafmagnshlaupahjól orsök eldsvoðans

Talið er að eldur sem kviknaði í timburhúsi við Blesugróf í Fossvogi í Reykjavík í gær hafi kviknað út frá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu. Þetta er niðurstaða tæknideildar lögreglu sem rannsakaði vettvang brunans í dag en húsið er nú gjörónýtt.

Innlent

Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í formanni bæjarráðs Reykjanesbæjar sem segir mál fjölskyldu í bænum, sem bera á út úr húsi sínu á föstudag, vera harmleik. Bærinn hafi fyrst heyrt af málinu í fréttum í gær. Útgerðarmaður sem keypti húsið fyrir níu mánuðum hefur staðið undir öllum kostnaði við eignina frá því hann keypti hana á uppboði fyrir níu mánuðum á einungis þrjár milljónir.

Innlent

Kata­strófísk krísu­stjórnun Ís­lands­banka

Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum.

Innlent

Staðfestu fulla endurgreiðslu skíðaferða vegna faraldursins

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Landsréttar sem gerði Ferðaskrifstofu Íslands að endurgreiða viðskiptavinum sínum heildarverð skíðaferðar sem afpöntuð var vegna Covid-19 faraldursins. Ferðaskrifstofan taldi að heimild til að afpanta væri óhóflega íþyngjandi fyrir eignarétt þess.

Innlent

Sleppt að lokinni yfir­heyrslu

Sextán ára dreng, sem grunaður er um hnífstunguárás á Austurvelli seint á mánudagskvöld, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að lokinni yfirheyrslu.

Innlent

Verðbólga loksins á undanhaldi og gæti hjaðnað hratt

Verðbólga virðist vera í rénun og hefur ekki verið minni frá því í júní í fyrra og er nú 8,9 prósent. Hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka segir þetta góðar fréttir og ef allt gangi að óskum gæti verðbólga verið komin niður í 8 prósent um áramótin.

Innlent