Innlent Ekki klefar heldur snagar: „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda“ Framkvæmdir sem hafnar eru í Landmannalaugum eru fyrsti áfangi í heildar endurbótum á Landmannalaugasvæðinu, byggja á verðlaunatillögu VA arkitekta og Landmótunar frá 2014 og munu að endingu falla einstaklega vel að umhverfinu. Innlent 19.7.2023 14:14 Maðurinn sem lögreglan leitaði að gaf sig fram Maðurinn sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir þann 13. júní síðastliðinn hefur gefið sig fram. Maðurinn er eftirlýstur í Póllandi. Innlent 19.7.2023 13:50 Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. Innlent 19.7.2023 11:57 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á gosstöðvunum við Litla-Hrút en í nótt féll gígbarmurinn saman svo hraun tók að renna í nýja átt. Innlent 19.7.2023 11:33 Stúlka örmagnaðist á gosstöðvum Töluverður erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum á gossvæðinu í gær og í gærkvöldi. Aðstoða þurfti nokkra göngugarpa og þá voru einhverjir sem ekki hlýddu fyrirmælum. Ekki gengur vel í öllum tilvikum að biðja fólk að halda sig utan hættusvæðis. Innlent 19.7.2023 10:16 Loka svæðinu klukkan fimm í dag vegna slæms skyggnis Lokað verður fyrir aðgang að gossvæðinu við Litla Hrút klukkan fimm í dag. Er það vegna þess hve lélegt skyggni verður þá. Innlent 19.7.2023 10:13 Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Innlent 19.7.2023 09:46 Ferðamaðurinn sem hneig niður á gosstöðvum látinn Ferðamaður sem hneig niður við gosstöðvarnar við Litla Hrút í gærkvöldi og var sóttur af þyrlu landhelgisgæslunnar er látinn. Innlent 19.7.2023 09:07 Mikil aukning í sölu 98 oktan bensíns og flókið að tryggja framboð Mikil aukning hefur verið í eftirspurn á 98 oktan bensíni í sumar og sums staðar hefur það klárast á bensínstöðvunum. Eldri bílar þola ekki hið nýja umhverfisvæna 95 oktan bensín. Innlent 19.7.2023 07:45 Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. Innlent 19.7.2023 07:40 Gígbarmurinn brast í nótt Breytingar urðu á rennslinu í Eldgosinu við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn brast og hraunið rennur nú í nýjum farvegi. Innlent 19.7.2023 07:16 Handtekinn fyrir að krota á nýbygginguna við Alþingishúsið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær sem var að krota á nýbygginguna við Alþingishúsið. Þegar lögregla hugðist ræða við manninn tók hann af stað en náðist eftir stutta eftirför. Innlent 19.7.2023 07:06 Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massatúrismi sé vandamál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til útlanda, íslensk náttúra komi þar til bjargar. Innlent 19.7.2023 06:45 Hafa greint bæði nóróveirur og E.coli bakteríur en ekkert í matnum Gestir Hamborgarafabrikkunnar greindust sannarlega með nóróveiru. Frá þessu greinir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is en áður var talið að um bakteríusýkingu hefði verið að ræða. Innlent 19.7.2023 06:37 Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. Innlent 18.7.2023 23:33 Fluttur með þyrlu af gosstöðvunum Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá gosstöðvunum nú í kvöld til aðhlynningar á Landspítalanum. Innlent 18.7.2023 22:17 „Það er allt heimskulegt við þetta“ Nýir búningsklefar sem verið er að smíða í Landmannalaugum hafa vakið töluverða athygli. Karen Kjartansdóttir almannatengill segir klefana gera fátt annað en að skyggja á útsýnið til fjalla og þar að auki veita spéhræddum lítið skjól. Innlent 18.7.2023 21:22 Nýjar íslenskar kartöflur bestar með smjöri og salti Fyrstu íslensku kartöflur sumarsins í Þykkvabænum voru teknar upp í dag og fara strax í verslanir. Bestar þykja þær nýsoðnar með smjöri og salti segja kartöflubændur. Innlent 18.7.2023 20:04 Pilturinn fundinn Piltur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir síðdegis í dag er kominn í leitirnar. Innlent 18.7.2023 19:36 Langir dagar hjá slökkviliðinu: Hraunið nái til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst Niðurstöður HEC-RAS hermunar Verkís á rennsli hraunsins í gosinu við Litla-Hrút sýnir að hraunrennsli muni ná til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Slökkviliðsmenn hafa undanfarna daga beitt tveimur aðferðum við að slökkva í gróðureldum á svæðinu og mæðir mikið á slökkviliðsfólki. Innlent 18.7.2023 19:31 Katrín Jakobsdóttir kynnir stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum Staða Íslands og vinna í þágu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna verður kynnt á árlegum ráðherrafundi um sjálfbæra þróun í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn hefst klukkan 19:00. Innlent 18.7.2023 18:35 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá eldgosinu á Reykjanesi. Þúsundir manna hafa streymt að gosstöðvunum eftir að þær voru aftur opnaðar almenningi eftir hádegi í gær, eftir fjögurra daga lokun vegna mikillar mengunar frá gróðureldum. Slökkviliðsmenn berjast þó enn við eld í mosa og sinu. Innlent 18.7.2023 18:00 Hvimleitt vandamál í sundlauginni á Laugum: „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Loka þurfti sundlauginni á Laugum í Þingeyjarsveit í dag og í gær sökum þess hve mikill andaskítur var í lauginni. Magnús Már Þorvaldsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum segir að óhætt sé að halda því fram að um hvimleitt vandamál sé að ræða. Innlent 18.7.2023 16:32 Lýsa eftir Daníel Cross Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hinum 18 ára Daníel Cross. Daníel er sagður vera rúmlega 190 sentímetrar á hæð, þéttvaxinn með mikið krullað hár og græn augu. Innlent 18.7.2023 15:57 „Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. Innlent 18.7.2023 13:04 Vilja færa höfuðstöðvar Landsvirkjunar til Hellu Byggðarráð Rangárþings ytra hefur sent áskorun á stjórn Landsvirkjunar, ráðherra og þingmenn að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsvirkjunar á Hellu. Landsvirkjun flytur nú úr mygluðu húsnæði á Háaleitisbraut. Innlent 18.7.2023 12:35 Lyfið geti seinkað framþróun Alzheimer um þriðjung Öldrunarlæknir segir nýtt líftæknilyf við Alzheimer vendipunkt. Það muni ekki allir geta fengið lyfið til að byrja sem þurfi á því að halda en lyfið getur seinkað framþróun sjúkdómsins um þriðjung. Innlent 18.7.2023 12:31 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við formann Neytendasamtakanna, sem segir að málarekstri samtakanna gegn viðskiptabönkunum þremur sé ætlað að auka neytendavernd í lánamálum. Hlutfall verðtryggðra lána eykst jafnt og þétt. Innlent 18.7.2023 11:39 Hinir farþegarnir ekki taldir í lífshættu Ferðamennirnir sem lentu í alvarlegu bílslysi á Vesturlandi í gær eru frá Bandaríkjunum og Slóveníu. Einn lést í slysinu en samkvæmt yfirlögregluþjóni á svæðinu eru hinir ferðamennirnir ekki taldir vera í lífshættu. Innlent 18.7.2023 10:30 Gossvæðið bara opið frá Suðurstrandarvegi Eldstöðvarnar við Litla Hrút eru eingöngu opnar frá Suðurstrandavegi í dag. Öðrum vegum eða vegaslóðum hefur verið lokað. Leið þessi kallast Meradalaleið og er um tuttugu kílómetra löng, fram og til baka. Innlent 18.7.2023 10:24 « ‹ ›
Ekki klefar heldur snagar: „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda“ Framkvæmdir sem hafnar eru í Landmannalaugum eru fyrsti áfangi í heildar endurbótum á Landmannalaugasvæðinu, byggja á verðlaunatillögu VA arkitekta og Landmótunar frá 2014 og munu að endingu falla einstaklega vel að umhverfinu. Innlent 19.7.2023 14:14
Maðurinn sem lögreglan leitaði að gaf sig fram Maðurinn sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir þann 13. júní síðastliðinn hefur gefið sig fram. Maðurinn er eftirlýstur í Póllandi. Innlent 19.7.2023 13:50
Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. Innlent 19.7.2023 11:57
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á gosstöðvunum við Litla-Hrút en í nótt féll gígbarmurinn saman svo hraun tók að renna í nýja átt. Innlent 19.7.2023 11:33
Stúlka örmagnaðist á gosstöðvum Töluverður erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum á gossvæðinu í gær og í gærkvöldi. Aðstoða þurfti nokkra göngugarpa og þá voru einhverjir sem ekki hlýddu fyrirmælum. Ekki gengur vel í öllum tilvikum að biðja fólk að halda sig utan hættusvæðis. Innlent 19.7.2023 10:16
Loka svæðinu klukkan fimm í dag vegna slæms skyggnis Lokað verður fyrir aðgang að gossvæðinu við Litla Hrút klukkan fimm í dag. Er það vegna þess hve lélegt skyggni verður þá. Innlent 19.7.2023 10:13
Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Innlent 19.7.2023 09:46
Ferðamaðurinn sem hneig niður á gosstöðvum látinn Ferðamaður sem hneig niður við gosstöðvarnar við Litla Hrút í gærkvöldi og var sóttur af þyrlu landhelgisgæslunnar er látinn. Innlent 19.7.2023 09:07
Mikil aukning í sölu 98 oktan bensíns og flókið að tryggja framboð Mikil aukning hefur verið í eftirspurn á 98 oktan bensíni í sumar og sums staðar hefur það klárast á bensínstöðvunum. Eldri bílar þola ekki hið nýja umhverfisvæna 95 oktan bensín. Innlent 19.7.2023 07:45
Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. Innlent 19.7.2023 07:40
Gígbarmurinn brast í nótt Breytingar urðu á rennslinu í Eldgosinu við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn brast og hraunið rennur nú í nýjum farvegi. Innlent 19.7.2023 07:16
Handtekinn fyrir að krota á nýbygginguna við Alþingishúsið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær sem var að krota á nýbygginguna við Alþingishúsið. Þegar lögregla hugðist ræða við manninn tók hann af stað en náðist eftir stutta eftirför. Innlent 19.7.2023 07:06
Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massatúrismi sé vandamál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til útlanda, íslensk náttúra komi þar til bjargar. Innlent 19.7.2023 06:45
Hafa greint bæði nóróveirur og E.coli bakteríur en ekkert í matnum Gestir Hamborgarafabrikkunnar greindust sannarlega með nóróveiru. Frá þessu greinir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is en áður var talið að um bakteríusýkingu hefði verið að ræða. Innlent 19.7.2023 06:37
Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. Innlent 18.7.2023 23:33
Fluttur með þyrlu af gosstöðvunum Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá gosstöðvunum nú í kvöld til aðhlynningar á Landspítalanum. Innlent 18.7.2023 22:17
„Það er allt heimskulegt við þetta“ Nýir búningsklefar sem verið er að smíða í Landmannalaugum hafa vakið töluverða athygli. Karen Kjartansdóttir almannatengill segir klefana gera fátt annað en að skyggja á útsýnið til fjalla og þar að auki veita spéhræddum lítið skjól. Innlent 18.7.2023 21:22
Nýjar íslenskar kartöflur bestar með smjöri og salti Fyrstu íslensku kartöflur sumarsins í Þykkvabænum voru teknar upp í dag og fara strax í verslanir. Bestar þykja þær nýsoðnar með smjöri og salti segja kartöflubændur. Innlent 18.7.2023 20:04
Pilturinn fundinn Piltur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir síðdegis í dag er kominn í leitirnar. Innlent 18.7.2023 19:36
Langir dagar hjá slökkviliðinu: Hraunið nái til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst Niðurstöður HEC-RAS hermunar Verkís á rennsli hraunsins í gosinu við Litla-Hrút sýnir að hraunrennsli muni ná til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Slökkviliðsmenn hafa undanfarna daga beitt tveimur aðferðum við að slökkva í gróðureldum á svæðinu og mæðir mikið á slökkviliðsfólki. Innlent 18.7.2023 19:31
Katrín Jakobsdóttir kynnir stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum Staða Íslands og vinna í þágu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna verður kynnt á árlegum ráðherrafundi um sjálfbæra þróun í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn hefst klukkan 19:00. Innlent 18.7.2023 18:35
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá eldgosinu á Reykjanesi. Þúsundir manna hafa streymt að gosstöðvunum eftir að þær voru aftur opnaðar almenningi eftir hádegi í gær, eftir fjögurra daga lokun vegna mikillar mengunar frá gróðureldum. Slökkviliðsmenn berjast þó enn við eld í mosa og sinu. Innlent 18.7.2023 18:00
Hvimleitt vandamál í sundlauginni á Laugum: „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Loka þurfti sundlauginni á Laugum í Þingeyjarsveit í dag og í gær sökum þess hve mikill andaskítur var í lauginni. Magnús Már Þorvaldsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum segir að óhætt sé að halda því fram að um hvimleitt vandamál sé að ræða. Innlent 18.7.2023 16:32
Lýsa eftir Daníel Cross Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hinum 18 ára Daníel Cross. Daníel er sagður vera rúmlega 190 sentímetrar á hæð, þéttvaxinn með mikið krullað hár og græn augu. Innlent 18.7.2023 15:57
„Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. Innlent 18.7.2023 13:04
Vilja færa höfuðstöðvar Landsvirkjunar til Hellu Byggðarráð Rangárþings ytra hefur sent áskorun á stjórn Landsvirkjunar, ráðherra og þingmenn að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsvirkjunar á Hellu. Landsvirkjun flytur nú úr mygluðu húsnæði á Háaleitisbraut. Innlent 18.7.2023 12:35
Lyfið geti seinkað framþróun Alzheimer um þriðjung Öldrunarlæknir segir nýtt líftæknilyf við Alzheimer vendipunkt. Það muni ekki allir geta fengið lyfið til að byrja sem þurfi á því að halda en lyfið getur seinkað framþróun sjúkdómsins um þriðjung. Innlent 18.7.2023 12:31
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við formann Neytendasamtakanna, sem segir að málarekstri samtakanna gegn viðskiptabönkunum þremur sé ætlað að auka neytendavernd í lánamálum. Hlutfall verðtryggðra lána eykst jafnt og þétt. Innlent 18.7.2023 11:39
Hinir farþegarnir ekki taldir í lífshættu Ferðamennirnir sem lentu í alvarlegu bílslysi á Vesturlandi í gær eru frá Bandaríkjunum og Slóveníu. Einn lést í slysinu en samkvæmt yfirlögregluþjóni á svæðinu eru hinir ferðamennirnir ekki taldir vera í lífshættu. Innlent 18.7.2023 10:30
Gossvæðið bara opið frá Suðurstrandarvegi Eldstöðvarnar við Litla Hrút eru eingöngu opnar frá Suðurstrandavegi í dag. Öðrum vegum eða vegaslóðum hefur verið lokað. Leið þessi kallast Meradalaleið og er um tuttugu kílómetra löng, fram og til baka. Innlent 18.7.2023 10:24