Innlent „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. Innlent 28.7.2023 20:01 Yfirgnæfandi meirihluti presta styðji Agnesi Prestafélag Íslands gaf í dag frá sér ályktun þar sem fram kemur að félagsmenn styðji séra Agnesi Sigurðardóttur til að gegna embætti biskups. Varaformaður félagsins segir ályktunina ekki koma umboði Agnesar til þess að sinna embættinu við. Innlent 28.7.2023 18:39 Milli sex og átta milljarðar tapist í þjófnaði brotahópa Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir stærstan hluta þjófnaða í verslunum vera af völdum erlendra brotahópa. Hann segir lögreglu ekki nægilega tæknivædda til að taka á vandanum og bindur því vonir við að nýr þjófavarnarbúnaður, sem nýtir myndgreiningu í samráði við lögreglu, taki á vandanum. Innlent 28.7.2023 17:51 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hluthafafund Íslandsbanka, sem blásið var til í skugga bankasölumálsins. Ný stjórn var kjörin og fráfarandi stjórnarformaður baðst afsökunar á því sem misfórst við framkvæmd útboðsins. Innlent 28.7.2023 17:44 Alvarlegir öryggisveikleikar í Tetra hafi lítil áhrif hérlendis Ekki er talið að öryggisveikleikar sem fundust í Tetra talstöðvakerfinu hafi áhrif hér á landi en kerfið er notað af lögreglunni og flestum öðrum viðbragðsaðilum á Íslandi. Þetta segir framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sem annast rekstur Tetra kerfisins. Innlent 28.7.2023 17:27 Deila magnaðist þegar spennistöðin hvarf Landeiganda í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu brá heldur í brún þegar heil spennistöð hvarf skyndilega af landi hennar fyrr í mánuðinum. Málið tengist langvarandi deilum um jörðina Stekkjarlæk en hún sakar nágranna sína á bænum Bergsstöðum um að eiga hlut að máli. Hún segist langþreytt á stöðunni og íhuga að krefjast nálgunarbanns. Innlent 28.7.2023 15:38 Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir í dag er fundinn. Hann er heill á húfi. Innlent 28.7.2023 14:53 Lögreglan lýsir eftir Jóhanni Inga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jóhanni Inga Ögmundssyni, 30 ára. Talið er að hann sé klæddur í svartar Nike buxur sem eru smá eyddar á hliðunum og grárri hettupeysu. Innlent 28.7.2023 13:14 Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst með minna fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rétt rúmlega 16 prósent fylgi í nýrri könnun og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi. Innlent 28.7.2023 12:28 Botna ekkert í dauða tíu hunda á Austurlandi Yfirdýralæknir MAST segir óútskýrðan dauða tíu hunda á Austurlandi einstakt mál sem stofnunin botni ekki í að svo stöddu. Málið er nú á borði lögreglu. Innlent 28.7.2023 11:54 „Við erum ekki í kosningabaráttu, við erum í stjórnarsamstarfi“ Þingmaður Vinstri grænna kippir sér ekki upp við kenningar um að kosningamaskína Sjálfstæðisflokksins sé komin í gang. Hún segir sinn stjórnmálaflokk ekki vera í kosningabaráttu, þau einbeiti sér að ríkisstjórnarsamstarfinu. Innlent 28.7.2023 11:43 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fylgjumst við með hluthafafundi hjá Íslandsbanka sem nú fer fram en kallað var eftir fundinum í kjölfar mikillar gagnrýni á störf bankans í tengslum við sölu á hlut ríkisins. Innlent 28.7.2023 11:36 „Leiðin var styttri en við héldum“ Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka. Innlent 28.7.2023 11:02 Meintur öryggisbrestur í Íslendingabók reyndist ekki á rökum reistur Íslendingabók var lokað í rúman sólarhring eftir að ábending barst til Íslenskrar erfðagreiningar um meintan öryggisbrest. Vefurinn hefur nú verið opnaður aftur eftir að ljóst var að öllu væri óhætt. Innlent 28.7.2023 10:17 Rifu niður lögregluborða á gosstöðvum Tveir hópar erlendra ferðamanna voru til vandræða við eitt bílastæðið á gosstöðvum við Litla-Hrút í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem tekið er fram að svæðið sé opið í dag en loki klukkan 18:00. Innlent 28.7.2023 08:33 Starfsfólk í áfalli eftir furðulegt rán í Húsasmiðjunni Uppi varð fótur og fit í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi á mánudag þegar maður gekk inn með lambhúshettu og tók upp öxi sem var þar til sölu. Að sögn starfsfólks ógnaði hann því á leið út og hafa tveir þurft á áfallahjálp að halda. Lögregla náði manninum, sem segir verknaðinn hafa átt að vera hluta af Tik-Tok myndbandi. Hann hafi ekki ætlað að vera ógnandi. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi segir skipulagðan þjófnað hafa færst í aukana og öryggisráðstafanir hertar. Innlent 28.7.2023 07:01 Starfaði ekki með börnum innan Samtakanna ’78 Stjórn Samtakanna ’78 áréttar að einstaklingur sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum hefur aldrei unnið sjálfboðaliðastörf með börnum eða ungmennum innan samtakanna. Þá er viðkomandi ekki lengur á sjálfboðaliðskrá þeirra. Innlent 28.7.2023 06:50 Óvæntur brimbrettakappi og úrræðagóður lyklalaus íbúi Nokkuð var um ölvaða einstaklinga sem voru til vandræða í miðborginni í gær samkvæmt dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn handteknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. En lögreglan stóð líka í nokkrum óvenjulegum málum. Innlent 28.7.2023 06:33 Ísböð og heitar laugar á lúxushóteli Hreiðars Fyrirhugað hótel Hreiðars Hermannsonar á Orustustöðum í Skaftárhreppi verður með ísböðum og heitum laugum og tugkílómetra stígakerfi fyrir viðamikla afþreyingu. Enn ríkir þó óvissa um hvort leyfi fáist til að leggja varanlegan veg að hótelinu. Innlent 27.7.2023 23:10 „Sagan endalausa“ í baráttunni við gróðureldana Enn standa slökkviliðsmenn í stríði við gróðurelda sem kviknað hafa í kringum gosstöðvarnar við litla Hrút. Slökkviliðsstjóri segist hræddur um að ástandið verði eins þar til það tekur að rigna, mikilvægt sé að eldunum sé haldið niðri á meðan þurrt er. Innlent 27.7.2023 22:36 Fólk gæti að sér í hrinu innbrota Innbrotahrina stendur yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglunnar. Algengast sé að þjófar fari inn í ólæst hús og bíla, og steli þaðan verðmætum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að læsa híbýlum og ekki hika við að tilkynna grunnsamlegar mannaferðir. Innlent 27.7.2023 21:12 Heimsókn á Lambeyrar: „Lögreglan neitaði að koma“ Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Hún biðlar til lögreglunnar að sinna vinnunni sinni. Innlent 27.7.2023 19:22 Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. Innlent 27.7.2023 18:59 Ríkið eykur kostnaðarþátttöku vegna tannréttinga Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu í dag tímamótasamning um tannréttingar. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Innlent 27.7.2023 18:50 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Elísabet Inga fréttamaður okkar fór á hina umdeildu jörð Lambeyrar og kynnti sér málið. Við sýnum ótrúlegar myndir af deilum erfingja jarðarinnar og ættingja ráðherra. Innlent 27.7.2023 18:00 Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. Innlent 27.7.2023 17:43 Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. Innlent 27.7.2023 17:03 Börn úr öðrum leikskólum fá að vera með Öllum börnum sem hefja nám í þremur grunnskólum í Reykjavík í ágúst gefst kostur á að taka þátt í tilraunaverkefni borgarinnar. Ekki aðeins þeim sem eru að ljúka leikskóla í viðkomandi hverfum grunnskólanna sex. Innlent 27.7.2023 15:57 Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. Innlent 27.7.2023 15:46 Mikilvægt að forðast svæðið norðaustan við gíginn Gígbarmurinn við Litla hrút á Reykjanesskaga er í góðu jafnvægi sem stendur, að sögn eldfjallafræðings. Lítið þurfi þó að breytast til að kvika fari að flæða til norðurs. Varað er við því að vera norðaustan við gíginn. Innlent 27.7.2023 14:36 « ‹ ›
„Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. Innlent 28.7.2023 20:01
Yfirgnæfandi meirihluti presta styðji Agnesi Prestafélag Íslands gaf í dag frá sér ályktun þar sem fram kemur að félagsmenn styðji séra Agnesi Sigurðardóttur til að gegna embætti biskups. Varaformaður félagsins segir ályktunina ekki koma umboði Agnesar til þess að sinna embættinu við. Innlent 28.7.2023 18:39
Milli sex og átta milljarðar tapist í þjófnaði brotahópa Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir stærstan hluta þjófnaða í verslunum vera af völdum erlendra brotahópa. Hann segir lögreglu ekki nægilega tæknivædda til að taka á vandanum og bindur því vonir við að nýr þjófavarnarbúnaður, sem nýtir myndgreiningu í samráði við lögreglu, taki á vandanum. Innlent 28.7.2023 17:51
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hluthafafund Íslandsbanka, sem blásið var til í skugga bankasölumálsins. Ný stjórn var kjörin og fráfarandi stjórnarformaður baðst afsökunar á því sem misfórst við framkvæmd útboðsins. Innlent 28.7.2023 17:44
Alvarlegir öryggisveikleikar í Tetra hafi lítil áhrif hérlendis Ekki er talið að öryggisveikleikar sem fundust í Tetra talstöðvakerfinu hafi áhrif hér á landi en kerfið er notað af lögreglunni og flestum öðrum viðbragðsaðilum á Íslandi. Þetta segir framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sem annast rekstur Tetra kerfisins. Innlent 28.7.2023 17:27
Deila magnaðist þegar spennistöðin hvarf Landeiganda í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu brá heldur í brún þegar heil spennistöð hvarf skyndilega af landi hennar fyrr í mánuðinum. Málið tengist langvarandi deilum um jörðina Stekkjarlæk en hún sakar nágranna sína á bænum Bergsstöðum um að eiga hlut að máli. Hún segist langþreytt á stöðunni og íhuga að krefjast nálgunarbanns. Innlent 28.7.2023 15:38
Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir í dag er fundinn. Hann er heill á húfi. Innlent 28.7.2023 14:53
Lögreglan lýsir eftir Jóhanni Inga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jóhanni Inga Ögmundssyni, 30 ára. Talið er að hann sé klæddur í svartar Nike buxur sem eru smá eyddar á hliðunum og grárri hettupeysu. Innlent 28.7.2023 13:14
Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst með minna fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rétt rúmlega 16 prósent fylgi í nýrri könnun og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi. Innlent 28.7.2023 12:28
Botna ekkert í dauða tíu hunda á Austurlandi Yfirdýralæknir MAST segir óútskýrðan dauða tíu hunda á Austurlandi einstakt mál sem stofnunin botni ekki í að svo stöddu. Málið er nú á borði lögreglu. Innlent 28.7.2023 11:54
„Við erum ekki í kosningabaráttu, við erum í stjórnarsamstarfi“ Þingmaður Vinstri grænna kippir sér ekki upp við kenningar um að kosningamaskína Sjálfstæðisflokksins sé komin í gang. Hún segir sinn stjórnmálaflokk ekki vera í kosningabaráttu, þau einbeiti sér að ríkisstjórnarsamstarfinu. Innlent 28.7.2023 11:43
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fylgjumst við með hluthafafundi hjá Íslandsbanka sem nú fer fram en kallað var eftir fundinum í kjölfar mikillar gagnrýni á störf bankans í tengslum við sölu á hlut ríkisins. Innlent 28.7.2023 11:36
„Leiðin var styttri en við héldum“ Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka. Innlent 28.7.2023 11:02
Meintur öryggisbrestur í Íslendingabók reyndist ekki á rökum reistur Íslendingabók var lokað í rúman sólarhring eftir að ábending barst til Íslenskrar erfðagreiningar um meintan öryggisbrest. Vefurinn hefur nú verið opnaður aftur eftir að ljóst var að öllu væri óhætt. Innlent 28.7.2023 10:17
Rifu niður lögregluborða á gosstöðvum Tveir hópar erlendra ferðamanna voru til vandræða við eitt bílastæðið á gosstöðvum við Litla-Hrút í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem tekið er fram að svæðið sé opið í dag en loki klukkan 18:00. Innlent 28.7.2023 08:33
Starfsfólk í áfalli eftir furðulegt rán í Húsasmiðjunni Uppi varð fótur og fit í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi á mánudag þegar maður gekk inn með lambhúshettu og tók upp öxi sem var þar til sölu. Að sögn starfsfólks ógnaði hann því á leið út og hafa tveir þurft á áfallahjálp að halda. Lögregla náði manninum, sem segir verknaðinn hafa átt að vera hluta af Tik-Tok myndbandi. Hann hafi ekki ætlað að vera ógnandi. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi segir skipulagðan þjófnað hafa færst í aukana og öryggisráðstafanir hertar. Innlent 28.7.2023 07:01
Starfaði ekki með börnum innan Samtakanna ’78 Stjórn Samtakanna ’78 áréttar að einstaklingur sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum hefur aldrei unnið sjálfboðaliðastörf með börnum eða ungmennum innan samtakanna. Þá er viðkomandi ekki lengur á sjálfboðaliðskrá þeirra. Innlent 28.7.2023 06:50
Óvæntur brimbrettakappi og úrræðagóður lyklalaus íbúi Nokkuð var um ölvaða einstaklinga sem voru til vandræða í miðborginni í gær samkvæmt dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn handteknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. En lögreglan stóð líka í nokkrum óvenjulegum málum. Innlent 28.7.2023 06:33
Ísböð og heitar laugar á lúxushóteli Hreiðars Fyrirhugað hótel Hreiðars Hermannsonar á Orustustöðum í Skaftárhreppi verður með ísböðum og heitum laugum og tugkílómetra stígakerfi fyrir viðamikla afþreyingu. Enn ríkir þó óvissa um hvort leyfi fáist til að leggja varanlegan veg að hótelinu. Innlent 27.7.2023 23:10
„Sagan endalausa“ í baráttunni við gróðureldana Enn standa slökkviliðsmenn í stríði við gróðurelda sem kviknað hafa í kringum gosstöðvarnar við litla Hrút. Slökkviliðsstjóri segist hræddur um að ástandið verði eins þar til það tekur að rigna, mikilvægt sé að eldunum sé haldið niðri á meðan þurrt er. Innlent 27.7.2023 22:36
Fólk gæti að sér í hrinu innbrota Innbrotahrina stendur yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglunnar. Algengast sé að þjófar fari inn í ólæst hús og bíla, og steli þaðan verðmætum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að læsa híbýlum og ekki hika við að tilkynna grunnsamlegar mannaferðir. Innlent 27.7.2023 21:12
Heimsókn á Lambeyrar: „Lögreglan neitaði að koma“ Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Hún biðlar til lögreglunnar að sinna vinnunni sinni. Innlent 27.7.2023 19:22
Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. Innlent 27.7.2023 18:59
Ríkið eykur kostnaðarþátttöku vegna tannréttinga Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu í dag tímamótasamning um tannréttingar. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Innlent 27.7.2023 18:50
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Elísabet Inga fréttamaður okkar fór á hina umdeildu jörð Lambeyrar og kynnti sér málið. Við sýnum ótrúlegar myndir af deilum erfingja jarðarinnar og ættingja ráðherra. Innlent 27.7.2023 18:00
Reykjavíkurborg biðst velvirðingar á töfum á sorphirðu Reykjavíkurborg hefur beðist velvirðingar á töfum á sorphirðu sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Vegna viðgerða á sorphirðubílum Terra seinkaði sorphirðu grenndargáma um sex til sjö daga. Innlent 27.7.2023 17:43
Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. Innlent 27.7.2023 17:03
Börn úr öðrum leikskólum fá að vera með Öllum börnum sem hefja nám í þremur grunnskólum í Reykjavík í ágúst gefst kostur á að taka þátt í tilraunaverkefni borgarinnar. Ekki aðeins þeim sem eru að ljúka leikskóla í viðkomandi hverfum grunnskólanna sex. Innlent 27.7.2023 15:57
Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. Innlent 27.7.2023 15:46
Mikilvægt að forðast svæðið norðaustan við gíginn Gígbarmurinn við Litla hrút á Reykjanesskaga er í góðu jafnvægi sem stendur, að sögn eldfjallafræðings. Lítið þurfi þó að breytast til að kvika fari að flæða til norðurs. Varað er við því að vera norðaustan við gíginn. Innlent 27.7.2023 14:36