Erlent

Hækkar hámark flóttamanna eftir gagnrýni

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hækka hámark á fjölda flóttamanna sem Bandaríkin munu taka við á árinu. Það er í kjölfar þess að ríkisstjórn hans tilkynnti að hámarkið yrði það sama og það var í forsetatíð Donalds Trump, forvera hans.

Erlent

Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs

Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama.

Erlent

Bjarndýr banaði konu í göngutúr

Svartbjörn banaði 39 ára gamalli konu í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Er það í fjórða sinn sem björn banar manneskju í ríkinu frá 1960, þegar byrjað var að halda utan um slíkar upplýsingar.

Erlent

Prófum læknanema frestað vegna faraldursins

Prófum læknanema á Indlandi hefur verið frestað svo þeir geti tekið þátt í baráttunni við Covid-19 þar í landi. Heilbrigðiskerfi Indlands ræður ekki við faraldurinn en er mikill skortur á sjúkrarúmum og súrefni.

Erlent

Kín­verjar fram­leiða bólu­efni fyrir Rúss­land

Rússland hefur gert samninga við þrjá kínverska lyfjaframleiðendur um framleiðslu á bóluefninu Sputnik V en framleiðendur í Rússlandi hafa ekki í við eftirspurn eftir efninu. Samningar hafa verið gerðir við kínversk fyrirtæki um framleiðslu á 260 milljón skömmtum af bóluefninu.

Erlent

Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney

Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta.

Erlent

Segja ebólufar­aldri lokið í Austur-Kongó

Austur-Kongó lýsti því yfir í dag að ebólufaraldri, sem herjað hefur á landið undanfarin misseri, sé lokið. Tólf smituðust af veirunni í norður Kivu héraðinu í austurhluta landsins og sex létust.

Erlent

Modi tapaði lykil­ríki þrátt fyrir um­deilda kosninga­bar­áttu

Flokkur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tapaði ríkisþingskosningum í Vestur-Bengal þrátt fyrir að hann hefði lagt ofurkapp á það í kosningabaráttunni. Modi var jafnvel sakaður um að láta kosningarnar sig meiru varða en kórónuveirufaraldurinn sem geisar nú stjórnlaust víða um landið.

Erlent

Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir af­léttingu tak­markana

Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní.

Erlent

Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi

Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála.

Erlent

Hvetja Breta til að sýna biðlund

Vísindalegur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segir landsmenn þurfa að vera þolinmóða í aðdraganda næstu tilslakana þar sem enn eigi eftir að bólusetja töluverðan fjölda. Þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum er ekki útilokað að ný bylgja geti farið af stað.

Erlent

Hafa borið kennsl á 32 hinna látnu

Kennsl hafa verið borin á 32 þeirra sem létust í átroðningi á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í fyrrakvöld. Minnst 45 létust í slysinu og á annað hundrað særðust.

Erlent