Erlent Blóði drifin saga Mikill þrýstingur er nú á Sýrlendingum um að draga hersveitir sínar til baka frá Líbanon og hætta afskiptum af innanríkismálum landsins eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Ítök Sýrlendinga í stjórn Líbanon eru margslungin og þau eiga sér langa sögu Erlent 16.2.2005 00:01 Sagði af sér vegna gúmmítékka Henriette Kjær, ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í dönsku ríkisstjórninni, sagði af sér embætti eftir að upp komst að hún og eiginmaður hennar voru í tvígang dæmd fyrir að greiða ekki fyrir húsgögn sem þau keyptu. Erlent 16.2.2005 00:01 Hundruð þúsunda við útförina Hundruð þúsunda manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, til grafar. Alls staðar þar sem farið var með kistu forsætisráðherrans fyrrverandi tók fólk sér stöðu, á gangstéttum, úti á götum og í nærliggjandi byggingum. Erlent 16.2.2005 00:01 Einn lést í sprengingu í Írak Einn bandarískur hermaður lést og þrír særðust við eftirlit þegar sprengja sprakk nærri þeim í Bakúba í Írak í gærkvöld. Talið er að skæruliðar hafi komið sprengjunni fyrir, en alls hafa rúmlega 1100 bandarískir hermenn fallið í valinn í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir tæpum tveimur árum. Erlent 15.2.2005 00:01 Í hættu í óveðri á Miðjarðarhafi Sjö hundruð manns voru hætt komin þegar farþegaskip lenti í stormi á Miðjarðarhafinu og missti vélarafl. Heppni virðist hafa ráðið því að bjarga tókst fleyinu og farþegum þess. Erlent 15.2.2005 00:01 Aukafjárveiting vegna hamfara Ríkisstjórnin hefur samþykkt sérstaka aukafjárveitingu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf. Framlagið er tíu milljónir króna og er í samræmi við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa reitt af hendi samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Erlent 15.2.2005 00:01 60 manns fórust í moskubruna Í það minnsta sextíu manns fórust í eldsvoða í mosku í Tehran í fyrrakvöld og slösuðust 350 til viðbótar. Erlent 15.2.2005 00:01 Ráðist á Sýrlendinga í Líbanon Æstur múgur réðst að sýrlenskum verkamönnum í Suður-Líbanon í dag. Þá réðst annar hópur með grjótkasti að sýrlenskri skrifstofu og endaði með því að bera eld að henni, en stjórnvöldum í Damaskus í Sýrlandi er kennt um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í gær. Erlent 15.2.2005 00:01 Ríflega 200 týndu lífi Rúmlega tvö hundruð námaverkamenn fórust í mikilli gassprengingu í kínverskri kolanámu í fyrrakvöld. Auk hinna látnu slösuðust tugir manna og í það minnsta þrettán eru enn fastir í jörðinni. Erlent 15.2.2005 00:01 Ísrael á krossgötum Ísraelar þurftu að stíga sársaukafull skref til að vinna að friði, sagði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem með Samtökum erlendra fréttamanna. Hann vísaði til ákvörðunar sinnar um að leggja niður byggðir landtökumanna á Gaza og hluta Vesturbakkans. Erlent 15.2.2005 00:01 Deila um vegatálma Ísraelskir og palestínskir samningamenn deildu í gær um hvernig staðið skyldi að brottför Ísraelshers frá Jeríkó á Vesturbakkanum og hvað gera skyldi við vegatálma og hersveitir í nágrenni borgarinnar. Erlent 15.2.2005 00:01 Drukkin af munnskoli Bandarísk kona var dæmd til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Konan viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum og sagði það vegna þess að hún hefði drukkið þrjú glös af munnskoli sem inniheldur áfengi. Áfengismagn munnskolsins sem konan notaði, Listerine, er 26,9 prósent. Erlent 15.2.2005 00:01 Sökk undan ströndum Sómalíu Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er vitað hver Íslendingurinn er en mennirnir hafa ítrekað þurft að mæta fyrir rétt. Erlent 15.2.2005 00:01 Vélað um völdin Miklar þreifingar fara nú fram í Írak um samsetningu þingmeirihluta en endanleg úrslit kosninganna urðu ljós í fyrradag. Sameinuðum flokki sjía mistókst að ná hreinum meirihluta eins og honum hafði verið spáð og því verður hann að mynda bandalag með öðrum flokkum á stjórnlagaþinginu sem senn tekur til starfa. Erlent 15.2.2005 00:01 Rauði Ken hneykslar gyðinga Ken Livingstone, borgarstjóri í Lundúnum, hefur enn einu sinni komið sér í vandræði eftir að hann líkti Oliver Finegold, blaðamanni dagblaðsins Evening Standard, við fangavörð í útrýmingarbúðum. Finegold er gyðingur og því vöktu ummælin mikla reiði. Erlent 15.2.2005 00:01 Leitað að námumönnum á lífi Björgunarmenn leita nú að eftirlifendum eftir að gasprenging í kolanámu í Kína varð 203 námumönnum að bana í gær. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína eftir að kommúnistar komust til valda árið 1949. Tólf námumenn lokuðustu niðri í námunni og 22 fengu alvarleg brunasár. Yfirvöld segja að allt verði reynt til að bjarga þeim sem eftir lifa. Erlent 15.2.2005 00:01 Al-Kaída enn stórhættuleg Al-Kaída samtökin eru enn fær um að gera mannskæðar árásir, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þar segir enn fremur að aðeins sé tímaspursmál hvenær samtökunum takist að gera mannskæða árás. Erlent 15.2.2005 00:01 Vita ekki hvað mjólkin kostar Nærri átta af hverjum tíu unglingum í Bretlandi hafa ekki hugmynd um hvað mjólkurpottur kostar en flestir þekkja þeir þó verðið á nýjum MP-3 spilara. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar þar sem einnig kemur fram að meira en helmingur breskra ungmenna hefur meiri áhyggjur af útliti sínu en fjárhag. Erlent 15.2.2005 00:01 Ósakhæf vegna geðveilu Dómarar í Texas hafa úrskurðað 36 ára gamla móður, sem var ákærð fyrir að hafa höggvið hendurnar af tíu mánaða barni sínu, ósakhæfa vegna geðhvarfasýki. Bæði ákæruvaldið og verjendur konurnnar mæltu með því að hún yrði úrskurðuð ósakhæf svo hún mætti fá viðeigandi meðferð á geðsjúkrahúsi. Erlent 15.2.2005 00:01 Heitasta árið framundan Vísindamenn telja að yfirstandandi ár geti orðið það heitasta nokkru sinni um gervallan heiminn og slái hitamet sem sett voru 1998 sem er heitasta árið á skrá síðan mælingar hófust. </font /></b /> Erlent 15.2.2005 00:01 Sementsskip strandar í Álaborg Norskt sementsflutningaskip, skráð á Marshall-eyjum, strandaði með fullfermi á leið út úr höfninni í Álaborg í nótt og situr þar fast. Tólf manna áhöfn skipsins, sem að öllum líkindum var á leið til Íslands, er ekki í hættu en göt munu hafa komið á skrokk skipsins og er óttast að olía kunni að fara að leka úr því ef það næst ekki brátt á flot aftur. Erlent 15.2.2005 00:01 Hótað að myrða nemendur Lögreglan í Linköping í Svíþjóð lét í gær rýma skóla í bænum eftir að í honum fannst nafnlaus hótun um að drepa ætti alla nemendur skólans. Hótunin hafði verið skrifuð á miða sem fannst á klósetti skólans. Þar stóð að allir þeir sem yrðu eftir í skólanum eftir hádegi yrðu drepnir. Þar sem ástæða þótti til þess að taka hótunina alvarlega var brugðið á það ráð að rýma skólann. Erlent 15.2.2005 00:01 Kennslukona giftist nemanda sínum Bandarísk kennslukona sem á sínum tíma var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga nemanda sínum hyggst nú giftast honum, tæpu ári eftir að afplánuninni lauk. Erlent 15.2.2005 00:01 Skoða aðstæður fyrir friðargæslu Afrískir og arabískir embættismenn skoðuðu þjálfunarbúðir fyrir lögreglumenn og ræddu við borgarstjórann í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, þegar þeir komu þangað til að kanna aðstæður áður en ákvörðun verður tekin um að senda friðargæsluliða til landsins sem hefur búið við stjórnleysi í rúman áratug. Erlent 15.2.2005 00:01 Hálf milljón kemst ekki til vinnu Hálf milljón manna í Madríd kemst ekki til vinnu sinnar vegna bruna í Windsor-háhýsinu í borginni í fyrradag. Enn liggja samgöngur í næsta nágrenni við háhýsið niðri, götur eru lokaðar fyrir umferð og engin starfsemi er í fyrirtækjum í nærliggjandi götum. Efstu hæðir byggingarinnar hafa þegar fallið á næstu hæðir fyrir neðan og enn er talið líklegt að háhýsið hrynji algerlega. Erlent 15.2.2005 00:01 Læknir þykir líklegastur Ibrahim al-Jaafari, læknir sem vann stærstan hluta starfsævi sinnar í London, þykir líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Íraks. Adel Abdul Mahdi, annar maður sem þótti líklegur til að taka við embætti forsætisráðherra, dró sig í hlé í gær. Erlent 15.2.2005 00:01 Tíu þúsund börn munaðarlaus Allt að tíu þúsund börn í Aceh-héraði í Indónesíu eru munaðarlaus í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Þetta er mat sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Þetta er mun lægri tala en óttast var í upphafi, en alls fórust um 240 þúsund íbúar í héraðinu eða er enn saknað. Lítill hluti munaðarlausu barnanna á engan að þar sem heilu ættirnar þurrkuðust út. Erlent 15.2.2005 00:01 Tveir skotnir til bana Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða Palestínumenn til bana nærri byggð landtökumanna á Vesturbakkanum eftir að dimma tók í gærkvöldi. Talsmaður hersins sagði hermenn hafa orðið vara við Palestínumennina þar sem þeir nálguðust Bracha, landtökubyggð Ísraela. Erlent 15.2.2005 00:01 Þjóðin syrgir látinn leiðtoga Ekki er vitað með vissu hverjir réðu Rafik Hariri bana í Beirút í fyrradag en ekki er útilokað að sýrlensk stjórnvöld eða skjólstæðingar þeirra beri þar ábyrgð. Þjóðarsorg ríkir í Líbanon. Erlent 15.2.2005 00:01 Rafik Hariri ráðinn af dögum Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, beið bana í öflugri sprengjuárás í Beirút í gær. Níu manns dóu í sprengingunni í gær auk Hariri og hundrað særðust. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en talið er að hún tengist andstöðu Hariri við afskiptum Sýrlendinga af málefnum Líbanons. Erlent 15.2.2005 00:01 « ‹ ›
Blóði drifin saga Mikill þrýstingur er nú á Sýrlendingum um að draga hersveitir sínar til baka frá Líbanon og hætta afskiptum af innanríkismálum landsins eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Ítök Sýrlendinga í stjórn Líbanon eru margslungin og þau eiga sér langa sögu Erlent 16.2.2005 00:01
Sagði af sér vegna gúmmítékka Henriette Kjær, ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í dönsku ríkisstjórninni, sagði af sér embætti eftir að upp komst að hún og eiginmaður hennar voru í tvígang dæmd fyrir að greiða ekki fyrir húsgögn sem þau keyptu. Erlent 16.2.2005 00:01
Hundruð þúsunda við útförina Hundruð þúsunda manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, til grafar. Alls staðar þar sem farið var með kistu forsætisráðherrans fyrrverandi tók fólk sér stöðu, á gangstéttum, úti á götum og í nærliggjandi byggingum. Erlent 16.2.2005 00:01
Einn lést í sprengingu í Írak Einn bandarískur hermaður lést og þrír særðust við eftirlit þegar sprengja sprakk nærri þeim í Bakúba í Írak í gærkvöld. Talið er að skæruliðar hafi komið sprengjunni fyrir, en alls hafa rúmlega 1100 bandarískir hermenn fallið í valinn í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir tæpum tveimur árum. Erlent 15.2.2005 00:01
Í hættu í óveðri á Miðjarðarhafi Sjö hundruð manns voru hætt komin þegar farþegaskip lenti í stormi á Miðjarðarhafinu og missti vélarafl. Heppni virðist hafa ráðið því að bjarga tókst fleyinu og farþegum þess. Erlent 15.2.2005 00:01
Aukafjárveiting vegna hamfara Ríkisstjórnin hefur samþykkt sérstaka aukafjárveitingu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf. Framlagið er tíu milljónir króna og er í samræmi við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa reitt af hendi samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Erlent 15.2.2005 00:01
60 manns fórust í moskubruna Í það minnsta sextíu manns fórust í eldsvoða í mosku í Tehran í fyrrakvöld og slösuðust 350 til viðbótar. Erlent 15.2.2005 00:01
Ráðist á Sýrlendinga í Líbanon Æstur múgur réðst að sýrlenskum verkamönnum í Suður-Líbanon í dag. Þá réðst annar hópur með grjótkasti að sýrlenskri skrifstofu og endaði með því að bera eld að henni, en stjórnvöldum í Damaskus í Sýrlandi er kennt um morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í gær. Erlent 15.2.2005 00:01
Ríflega 200 týndu lífi Rúmlega tvö hundruð námaverkamenn fórust í mikilli gassprengingu í kínverskri kolanámu í fyrrakvöld. Auk hinna látnu slösuðust tugir manna og í það minnsta þrettán eru enn fastir í jörðinni. Erlent 15.2.2005 00:01
Ísrael á krossgötum Ísraelar þurftu að stíga sársaukafull skref til að vinna að friði, sagði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem með Samtökum erlendra fréttamanna. Hann vísaði til ákvörðunar sinnar um að leggja niður byggðir landtökumanna á Gaza og hluta Vesturbakkans. Erlent 15.2.2005 00:01
Deila um vegatálma Ísraelskir og palestínskir samningamenn deildu í gær um hvernig staðið skyldi að brottför Ísraelshers frá Jeríkó á Vesturbakkanum og hvað gera skyldi við vegatálma og hersveitir í nágrenni borgarinnar. Erlent 15.2.2005 00:01
Drukkin af munnskoli Bandarísk kona var dæmd til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Konan viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum og sagði það vegna þess að hún hefði drukkið þrjú glös af munnskoli sem inniheldur áfengi. Áfengismagn munnskolsins sem konan notaði, Listerine, er 26,9 prósent. Erlent 15.2.2005 00:01
Sökk undan ströndum Sómalíu Einn Íslendingur og tveir Norðmenn eru í haldi í Sómalíu, þar sem borgarastyrjöld og vargöld geisa, eftir að bátur þeirra sökk úti fyrir ströndum landsins á miðvikudag í síðustu viku. Ekki er vitað hver Íslendingurinn er en mennirnir hafa ítrekað þurft að mæta fyrir rétt. Erlent 15.2.2005 00:01
Vélað um völdin Miklar þreifingar fara nú fram í Írak um samsetningu þingmeirihluta en endanleg úrslit kosninganna urðu ljós í fyrradag. Sameinuðum flokki sjía mistókst að ná hreinum meirihluta eins og honum hafði verið spáð og því verður hann að mynda bandalag með öðrum flokkum á stjórnlagaþinginu sem senn tekur til starfa. Erlent 15.2.2005 00:01
Rauði Ken hneykslar gyðinga Ken Livingstone, borgarstjóri í Lundúnum, hefur enn einu sinni komið sér í vandræði eftir að hann líkti Oliver Finegold, blaðamanni dagblaðsins Evening Standard, við fangavörð í útrýmingarbúðum. Finegold er gyðingur og því vöktu ummælin mikla reiði. Erlent 15.2.2005 00:01
Leitað að námumönnum á lífi Björgunarmenn leita nú að eftirlifendum eftir að gasprenging í kolanámu í Kína varð 203 námumönnum að bana í gær. Þetta er mannskæðasta námuslys í Kína eftir að kommúnistar komust til valda árið 1949. Tólf námumenn lokuðustu niðri í námunni og 22 fengu alvarleg brunasár. Yfirvöld segja að allt verði reynt til að bjarga þeim sem eftir lifa. Erlent 15.2.2005 00:01
Al-Kaída enn stórhættuleg Al-Kaída samtökin eru enn fær um að gera mannskæðar árásir, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þar segir enn fremur að aðeins sé tímaspursmál hvenær samtökunum takist að gera mannskæða árás. Erlent 15.2.2005 00:01
Vita ekki hvað mjólkin kostar Nærri átta af hverjum tíu unglingum í Bretlandi hafa ekki hugmynd um hvað mjólkurpottur kostar en flestir þekkja þeir þó verðið á nýjum MP-3 spilara. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar þar sem einnig kemur fram að meira en helmingur breskra ungmenna hefur meiri áhyggjur af útliti sínu en fjárhag. Erlent 15.2.2005 00:01
Ósakhæf vegna geðveilu Dómarar í Texas hafa úrskurðað 36 ára gamla móður, sem var ákærð fyrir að hafa höggvið hendurnar af tíu mánaða barni sínu, ósakhæfa vegna geðhvarfasýki. Bæði ákæruvaldið og verjendur konurnnar mæltu með því að hún yrði úrskurðuð ósakhæf svo hún mætti fá viðeigandi meðferð á geðsjúkrahúsi. Erlent 15.2.2005 00:01
Heitasta árið framundan Vísindamenn telja að yfirstandandi ár geti orðið það heitasta nokkru sinni um gervallan heiminn og slái hitamet sem sett voru 1998 sem er heitasta árið á skrá síðan mælingar hófust. </font /></b /> Erlent 15.2.2005 00:01
Sementsskip strandar í Álaborg Norskt sementsflutningaskip, skráð á Marshall-eyjum, strandaði með fullfermi á leið út úr höfninni í Álaborg í nótt og situr þar fast. Tólf manna áhöfn skipsins, sem að öllum líkindum var á leið til Íslands, er ekki í hættu en göt munu hafa komið á skrokk skipsins og er óttast að olía kunni að fara að leka úr því ef það næst ekki brátt á flot aftur. Erlent 15.2.2005 00:01
Hótað að myrða nemendur Lögreglan í Linköping í Svíþjóð lét í gær rýma skóla í bænum eftir að í honum fannst nafnlaus hótun um að drepa ætti alla nemendur skólans. Hótunin hafði verið skrifuð á miða sem fannst á klósetti skólans. Þar stóð að allir þeir sem yrðu eftir í skólanum eftir hádegi yrðu drepnir. Þar sem ástæða þótti til þess að taka hótunina alvarlega var brugðið á það ráð að rýma skólann. Erlent 15.2.2005 00:01
Kennslukona giftist nemanda sínum Bandarísk kennslukona sem á sínum tíma var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga nemanda sínum hyggst nú giftast honum, tæpu ári eftir að afplánuninni lauk. Erlent 15.2.2005 00:01
Skoða aðstæður fyrir friðargæslu Afrískir og arabískir embættismenn skoðuðu þjálfunarbúðir fyrir lögreglumenn og ræddu við borgarstjórann í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, þegar þeir komu þangað til að kanna aðstæður áður en ákvörðun verður tekin um að senda friðargæsluliða til landsins sem hefur búið við stjórnleysi í rúman áratug. Erlent 15.2.2005 00:01
Hálf milljón kemst ekki til vinnu Hálf milljón manna í Madríd kemst ekki til vinnu sinnar vegna bruna í Windsor-háhýsinu í borginni í fyrradag. Enn liggja samgöngur í næsta nágrenni við háhýsið niðri, götur eru lokaðar fyrir umferð og engin starfsemi er í fyrirtækjum í nærliggjandi götum. Efstu hæðir byggingarinnar hafa þegar fallið á næstu hæðir fyrir neðan og enn er talið líklegt að háhýsið hrynji algerlega. Erlent 15.2.2005 00:01
Læknir þykir líklegastur Ibrahim al-Jaafari, læknir sem vann stærstan hluta starfsævi sinnar í London, þykir líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Íraks. Adel Abdul Mahdi, annar maður sem þótti líklegur til að taka við embætti forsætisráðherra, dró sig í hlé í gær. Erlent 15.2.2005 00:01
Tíu þúsund börn munaðarlaus Allt að tíu þúsund börn í Aceh-héraði í Indónesíu eru munaðarlaus í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Þetta er mat sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Þetta er mun lægri tala en óttast var í upphafi, en alls fórust um 240 þúsund íbúar í héraðinu eða er enn saknað. Lítill hluti munaðarlausu barnanna á engan að þar sem heilu ættirnar þurrkuðust út. Erlent 15.2.2005 00:01
Tveir skotnir til bana Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða Palestínumenn til bana nærri byggð landtökumanna á Vesturbakkanum eftir að dimma tók í gærkvöldi. Talsmaður hersins sagði hermenn hafa orðið vara við Palestínumennina þar sem þeir nálguðust Bracha, landtökubyggð Ísraela. Erlent 15.2.2005 00:01
Þjóðin syrgir látinn leiðtoga Ekki er vitað með vissu hverjir réðu Rafik Hariri bana í Beirút í fyrradag en ekki er útilokað að sýrlensk stjórnvöld eða skjólstæðingar þeirra beri þar ábyrgð. Þjóðarsorg ríkir í Líbanon. Erlent 15.2.2005 00:01
Rafik Hariri ráðinn af dögum Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, beið bana í öflugri sprengjuárás í Beirút í gær. Níu manns dóu í sprengingunni í gær auk Hariri og hundrað særðust. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en talið er að hún tengist andstöðu Hariri við afskiptum Sýrlendinga af málefnum Líbanons. Erlent 15.2.2005 00:01