Erlent

Íslendingar vinna hjá flugfélaginu

Átta til níu íslenskir flugvirkjar vinna hjá flugfélagi vélarinnar sem fórst í Halifax í Kanada í morgun. Georg Þorkelsson, yfirmaður flugfélagsins í Lúxemborg, staðfestir við vefrit Morgunblaðsins að enginn Íslendingur hefði verið um borð.

Erlent

Kerry hafði betur en Bush

John Kerry, forsetaefni demókrata, virðist hafa komist heldur betur frá þriðju og síðustu kappræðum forsetaefna stóru flokkanna en George W. Bush Bandaríkjaforseti. Hann hafði mun betur í tveimur könnunum sem birtar voru eftir kappræðurnar og sjónarmun betur í þeirri þriðju.

Erlent

Öflugar sprengingar í Bagdad

Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak fyrir stundu. Að sögn sjónarvotta er þykkur reykmökkur yfir svæðinu.

Erlent

Ætterni konungs vafa orpið

Ætterni Haralds Noregskonungs er í vafa eftir að virtur norskur fræðimaður greindi frá því að faðir hans, Ólafur V Noregskonungur, sem tók við embætti af Hákoni, fyrsta konungi Noregs, hefði hugsanlega ekki verið sonur Hákonar.

Erlent

Byrjað að telja atkvæði

Talning er loks hafin á atkvæðum sem greidd voru í afgönsku forsetakosningunum um síðustu helgi. Talningin hefst fimm dögum eftir kosningar og fjórum dögum eftir að talning atkvæða átti að hefjast, en fresta þurfti henni vegna þess að erfiðlega gekk að safna kjörkössum saman.

Erlent

Snúið við vegna sprengjuhótunar

Farþegaflugvél Virgin-flugfélagsins var snúið aftur til Standsted-flugvallar fyrr í morgun vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leiðinni til Hong Kong frá Heathrow-flugvellinum í London og voru 233 um borð í vélinni.

Erlent

Hættara við krabbameini

Fólk sem notar farsíma í tíu ár eða lengur á frekar á hættu en aðrir að þjást af góðkynja krabbameini þeim megin á höfðinu sem það heldur á símanum. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn.

Erlent

Geimskot í Kasakstan

Allt gekk að óskum þegar Rússar skutu geimflaug á loft frá Baikonur í Kasakstan í morgun. Um borð eru rússneskir og bandarískir geimfarar og er förinni heitið að alþjóðlegu geimstöðinni.

Erlent

Norsk stúlka lést af ofneyslu

Íbúar í Bergen í Noregi eru slegnir vegna fréttar um að þrettán ára stúlka hafi látist vegna ofneyslu lyfja sem hún og vinkona hennar komust yfir hjá fíkniefnasölum um helgina. Lyfin voru í töfluformi og tóku stúlkurnar ótæpilega inn af þeim með þessum hörmulegu afleiðingum.

Erlent

Kalla eftir aðgerðum SÞ

Frjálsu félagasamtökin í Palestínu (PNGO) hafa sent frá sér ákall til Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um að skerast í leikinn og stöðva árásir Ísraelshers á palestínsku þjóðina. Árásir hafa staðið á norðanverðu Gaza-svæðinu síðan 28. september síðastliðinn.

Erlent

Kínverji gekk berserksgang

Karlmaður gekk berserksgang eftir að hafa tapað hundruð milljónum í spilavíti í Kína, stakk eiginkonu sína til bana og kveikti í íbúð sinni. Eldurinn breiddist út til nærliggjandi íbúða en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga þremur sem festust í brennandi húsinu.

Erlent

Tókust á af hörku

Tekist var á af hörku um innanríkismál og velferðakerfið í síðustu kappræðum forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna í nótt. Milljónir manna fylgdust með kappræðunum sem voru fyrirfram taldar geta haft talsverð áhrif á fylgi frambjóðendanna. Hvorugur var þó sigurvegari samkvæmt skyndikönnunum að kappræðunum loknum og margir eru enn óákveðnir.

Erlent

Tíu ára bið á enda

Kúrdíski mannréttindafrömuðurinn Leyla Zana veitti í gær viðtöku mannréttindaverðlaunum þings Evrópusambandsins. Þetta gerði hún tíu árum eftir að þingið heiðraði hana en mestallan þann tíma hefur hún setið í fangelsi í Tyrklandi fyrir baráttu sína fyrir auknum réttindum Kúrda í Tyrklandi.

Erlent

Alltof fáir hjúkrunarfræðingar

Barnaspítali í Dublin er svo illa haldinn af skorti á hjúkrunarfræðingum að hann hefur tvívegis þurft að fresta hjartaaðgerðum á börnum síðustu daga. Spítalinn sætir rannsókn yfirvalda vegna láts tveggja ára stúlku í júní í fyrra. Hún lést degi eftir að hjartaaðgerð sem hún átti að gangast undir var frestað.

Erlent

Fimm handteknir vegna morðsins

Breska lögreglan hefur handtekið fimm manns vegna morðsins á hinni 14 ára gömlu Danielle Beccan í Nottingham á föstudag. Hún var skotin úr bíl á ferð og hefur morðið vakið mikinn óhug meðal almennings á Bretlandi.

Erlent

Lokakappræður Kerry og Bush

Lokakappræður forsetaframbjóðendanna George Bush og Johns Kerrys verða háðar í Arizona í Bandaríkjunum í kvöld. Innanríkismál eiga að vera í brennidepli. Þetta verða þriðju og jafnframt síðustu kappræður þeirra fyrir kosningarnar og vilja sumir sérfræðingar meina að þær muni ekki skipta meginmáli í baráttunni.

Erlent

Lögregla skaut vinningshafa

Maður sem féll fyrir skotum lögreglu í ólátum sem urðu fyrir utan íþróttaleikvang á sunnudag var einn af þrettán vinningshöfum sem deildu með sér risalottópotti fyrir fjórum árum.

Erlent

Fjöldagrafir finnast í Írak

Líkamsleifar að minnsta kosti eitt hundrað manna, þar á meðal barna, hafa fundist í fjöldagröfum nálægt þorpinu Hatra í Norður-Írak. Grafirnar eru taldar sanna ofsóknir gegn Kúrdum sem drepnir voru í þúsunda tali í valdatíð Saddams Husseins í lok níunda áratugarins.

Erlent

IRA-maður handtekinn

Lögreglan á Spáni tilkynnti í gær að hún hefði handtekið meðlim Írska lýðveldishersins (IRA) sem eftirlýstur var fyrir sprengjutilræði sem varð breskum herforingja að bana.

Erlent

Olíuverðið aftur niður

Verðið á olíufatinu lækkaði aftur niður í 52 dollara og 51 sent við lokun á olíumarkaði í New York í gær eftir að hafa náð 54 dollurum fyrr um daginn. Allsherjarverkfall sem nú er í Nígeríu, fimmta stærsta olíuframleiðanda innan OPEC-samtakanna, er ein aðal ástæða hækkunarinnar að undanförnu.

Erlent

Hætta matardreifingu vegna árása

Aukin hætta á árásum í Darfur hafa leitt til þess að Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur neyðst til þess að fella niður matvæladreifingu í nokkrum hlutum Darfur-héraðs í Súdan.

Erlent

Takmarka fjölda pílagríma

Ísraelar ætla að takmarka fjölda þeirra múslima sem fá að biðjast fyrir í helgireitnum Haram a-Sharif í Jerúsalem meðan á Ramadan, helgum mánuði múslima, stendur. Einungis 60 þúsund múslimar fá að heimsækja reitinn en venjulega skipta þeir hundruðum þúsunda.

Erlent

Grófu um 300 manns í fjöldagröf

Talið er að um 300 lík kúrdískra karla, kvenna og barna sé að finna í fjöldagröf sem fannst í norðurhluta Íraks. Fórnarlömbin eru talin vera fólk sem myrt var þegar Saddam Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks, fyrirskipaði herferð gegn Kúrdum á árunum 1987 og 1988.

Erlent

Fylgið nákvæmlega jafnmikið

Fylgi George Bush og Johns Kerrys er nákvæmlega jafnmikið samkvæmt nýjustu könnunum og því gætir mikillar spennu fyrir síðustu kappræður þeirra í kvöld. Þær eru síðasta stóra tækifæri frambjóðendanna til að sannfæra sjö prósent kjósenda, sem enn eru óákveðin.

Erlent

Írar brjóta kvótalög

Grunur leikur á að írskir togarasjómenn brjóti ítrekað lög Evrópusambandsins um fiskveiðikvóta í kjölfar uppljóstrunar frá írskum sjómanni.

Erlent

Finninn fljúgandi ákærður

Finninn Matti Nykänen, sigursælasti skíðastökkvari sögunnar, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í sumarbústað norður af Helsinki. Skíðastökkvarinn á yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi verði hann fundinn sekur.

Erlent

Glæpir gegn mannkyni staðfestir?

Fjöldagröf fannst í norðurhluta Íraks og er talið að þar sé að finna hundruð og jafnvel þúsundir líka. Sum þeirra eru af börnum sem halda á leikföngunum sínum. Líklegt er talið að þetta leiði til þess að Saddam Hússein verði sakfelldur fyrir glæpi gegn mannkyni.

Erlent

Líklega ekki senditæki

Bungan sem sást á bakinu á George Bush Bandaríkjaforseta í kappræðum á dögunum er að líkindum tilkomin vegna lélegs saumaskapar að mati skraddara á Skólavörðustíg. Þeir sem þekkja til hlustunarbúnaðar telja afar ólíklegt að bungan sé senditæki.

Erlent

Tugir létust í bílslysum

Á annað hundrað manns létust eða slösuðust í umferðarslysum á Spáni frá síðasta föstudegi og fram að miðnætti aðfaranætur miðvikudags. Helgin er ein af mestu ferðahelgum ársins en á þriðjudag minntust Spánverjar þess að Kristófer Kólumbus fann Ameríku og héldu hátíðlegan dag jómfrúarinnar af Pilar.

Erlent