Erlent Fjölmenn mótmæli í Úsbekistan Þúsundir mótmæla eftir að meintir íslamskir öfgamenn slepptu hundruðum fanga í Úsbekistan í morgun. Vísbendingar eru um að mótmælendur séu þó ekki andstæðingar öfgamannanna meintu heldur beinist mótmælin að stjórnvöldum. Erlent 13.5.2005 00:01 Sjö látnir í mótmælum í Afganistan Alls hafa sjö manns látist og nærri 80 slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í Afganistan undanfarna daga. Eftir að það kvisaðist út að fangaverðir í herstöðinni á Guantanamo-flóa á Kúbu hefðu vanhelgað Kóraninn hefur gríðarleg reiði brotist út í Afganistan og fólk mótmælt á götum úti. Erlent 13.5.2005 00:01 Íranar búi brátt yfir tækni Íranar munu búa yfir tækniþekkingu til að smíða kjarnorkusprengju innan sex til níu mánaða. Þetta sagði Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, í útvarpsviðtali í Ísrael í dag. Ísraelar, sem talið er að eigi um 200 kjarnorkusprengjur, óttast mjög að Íranar komist sér upp kjarnavopnum því þeir eru mjög andvígir Ísraelsríki. Erlent 13.5.2005 00:01 Enginn veit hvað er að gerast Algjör ringulreið er í Úsbekistan eftir að hersveitir skutu á mótmælendur og meintir íslamskir öfgamenn slepptu hundruðum fanga úr fangelsi. Fjölmiðlar í landinu senda út skemmtidagskrá og enginn virðist vita með vissu hvað er að gerast. Erlent 13.5.2005 00:01 Færri herstöðvum lokað en til stóð Herstöðvum Bandaríkjamanna á heimavelli verður fækkað mun minna en til stóð. Áhrifin á Keflavíkurstöðina eru óljós en fjölmargar tillögur hafa verið lagðar fram um framtíðarfyrirkomulag stöðvarinnar. Erlent 13.5.2005 00:01 Í olíuviðskiptum við Saddam? Bandarísk þingnefnd sakar tvo þekkta stjórnmálamenn frá Bretlandi og Frakklandi um að hafa átt í vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Erlent 12.5.2005 00:01 Helmingsaukning á hatursglæpum Réttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, CAIR, birtu í fyrradag skýrslu um glæpi og mismunun sem þarlendir múslimar urðu fyrir á síðasta ári. Erlent 12.5.2005 00:01 Neitað um staðfestingu George W. Bush Bandaríkjaforseti varð fyrir áfalli þegar utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta skipun John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 12.5.2005 00:01 Réttarhöldin yfir Ocalan óréttlát Réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Ocalan voru óréttlát að mati Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðaði í málinu í morgun. Ocalan var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk en þeim dómi var síðar breytt í lífstíðarfangelsi, vegna þrýstings frá Evrópusambandinu. Erlent 12.5.2005 00:01 Stjórnarskrá ESB samþykkt Stjórnarskrá Evrópusambandsins var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í neðri deild þýska þingsins í morgun. Ekki er búist við að Frakkar fari eins mjúkum höndum um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í lok mánaðarins. Erlent 12.5.2005 00:01 Raffarin aftur til starfa Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sneri aftur til starfa í dag eftir að hafa gengist undir uppskurð á laugardag. </font />Ráðherrann var þá fluttur í skyndi á sjúkrahús í París vegna gallsteinkasts. Erlent 12.5.2005 00:01 Höfða mál gegn Hollendingum Ættingjar nokkurra þeirra Bosníumúslima sem Serbar myrtu við Srebrenitsa árið 1995 hafa höfðað mál á hendur hollenskum yfirvöldum til að fá úr því skorið hver það var nákvæmlega sem gaf hollensku friðargæsluliðunum skipun um að vísa fólkinu út í opinn dauðann. Erlent 12.5.2005 00:01 Fjármögnuðu hryðjuverk Dómstóll í Stokkhólmi dæmdi í gær tvo Íraka sem búsettir eru í Svíþjóð í sjö og fimm ára langt fangelsi fyrir fjárhagsstuðning við hryðjuverkamenn í heimalandi sínu. Erlent 12.5.2005 00:01 Svíar fá flesta launaða frídaga Svíar fá fleiri launaða frídaga en aðrir vinnandi menn í Evrópu. Launaðir frídagar í Svíþjóð eru að jafnaði þrjátíu og þrír á ári sem er heilum níu dögum meira en meðaltalið í öllum löndum Evrópusambandsins. Erlent 12.5.2005 00:01 Sjö friðargæsluliðar særðust Sjö friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum særðust þegar árás var gerð á þá í Afríkuríkinu Kongó í dag. Mönnunum var gerð fyrirsát þegar þeir áttu leið um veg í austurhluta landsins. Erlent 12.5.2005 00:01 20-25 þúsund borgarar látnir Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun. Erlent 12.5.2005 00:01 Kann að hafa látist Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir. Erlent 12.5.2005 00:01 Vara Írana við Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Erlent 12.5.2005 00:01 Í olíuviðskiptum við Saddam? „Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun. Erlent 12.5.2005 00:01 Róstur í Írak í gær Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak. 21 týndi lífi í fjórum bílsprengjuárásum víðs vegar um landið í gær. Bandarískar hersveitir sækja hart að uppreisnarmönnum sem hafast við nærri sýrlensku landamærunum. Erlent 12.5.2005 00:01 Öcalan fái réttláta málsmeðferð Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð þegar tyrknesk yfirvöld réttuðu yfir honum á sínum tíma. Erlent 12.5.2005 00:01 40 Tsjetsjenar drepnir á meðan Rússneskar hersveitir drápu 40 tsjetsjenska skæruliða á meðan stjórnvöld í Moskvu héldu mikil hátíðahöld í tilefni af því að 60 ár voru liðin frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Stjórnvöld í Kreml óttuðust árásir af hálfu Tsjetsjena í tengslum við hátíðahöldin, samkvæmt heimildum innan rússneska hersins. Erlent 12.5.2005 00:01 Flugmanninum sleppt Flugmanni Cessnu-vélar, sem flaug aðeins fimm kílómetra frá Hvíta húsinu í gær, var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur hjá bandarísku leyniþjónustunni og alríkislögreglunni. Með honum í vélinni var flugnemi og var honum einnig sleppt. Erlent 12.5.2005 00:01 Leyndi getuleysi fyrir konu sinni Ítalskur karlmaður, sem leyndi eiginkonu sína því að hann væri getulaus þar til eftir brúðkaupið, hefur verið dæmdur til að greiða henni bætur á þeirri forsendu að hann hafi eyðilagt möguleika hennar á að eignast fjölskyldu. Hæstiréttur Ítalíu dæmdi svo í dag. Erlent 12.5.2005 00:01 Galloway sakaður um mútuþægni Nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings sakaði þá George Galloway, þingmann á Bretlandi, og Charles Pasqua, fyrrverandi ráðherra í frönsku ríkisstjórninni, um að hafa þegið mútur í formi olíukaupréttar af hendi Saddams Hussein á meðan olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna var í gildi á árunum 1996-2003. Erlent 12.5.2005 00:01 Stjórnarskrá ESB samþykkt Bundestag, neðri deild þýska þingsins, samþykkti stjórnarskrá Evrópusambandsins með yfirgnæfandi meirihluta fyrir stundu. Stjórnarskráin á enn eftir að fara fyrir Bundesrat, efri deild þingsins, en ekki er búist við neinum umsnúningi þar. Erlent 12.5.2005 00:01 Smyglhringur upprættur Lögregluyfirvöld í Austurríki segjast hafa brotið á bak aftur alþjóðlegan glæpahring sem síðustu ár hefur smyglað yfir 5.000 Austur-Evrópumönnum til Vesturlanda. Erlent 12.5.2005 00:01 Myndir af líkum á sígarettupökkum Litmyndir af líkum, sundurrotnuðum tönnum og samankrumpuðum svörtum lungum verða innan tíðar framan á öllum sígarettupökkum sem seldir verða í Evrópusambandslöndum. Erlent 12.5.2005 00:01 Abbas vill fresta kosningum Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa hafnað tillögu Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar og leiðtoga Fatah-hreyfingarinnar, um að fresta þingkosningunum í Palestínu. Erlent 12.5.2005 00:01 Flóttinn mikli Forsagan að því að um 250.000 þýzkir flóttamenn, þar af um 100.000 börn, lentu í Danmörku vorið 1945 er sú, að eftir því sem sókn Rauða hersins náði lengra inn í Þýzkaland - fyrst Austur-Prússland og svo Slésíu, Pommern og Berlín - flúðu fleiri þýzkir íbúar þessara svæða í ofboði. Erlent 12.5.2005 00:01 « ‹ ›
Fjölmenn mótmæli í Úsbekistan Þúsundir mótmæla eftir að meintir íslamskir öfgamenn slepptu hundruðum fanga í Úsbekistan í morgun. Vísbendingar eru um að mótmælendur séu þó ekki andstæðingar öfgamannanna meintu heldur beinist mótmælin að stjórnvöldum. Erlent 13.5.2005 00:01
Sjö látnir í mótmælum í Afganistan Alls hafa sjö manns látist og nærri 80 slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í Afganistan undanfarna daga. Eftir að það kvisaðist út að fangaverðir í herstöðinni á Guantanamo-flóa á Kúbu hefðu vanhelgað Kóraninn hefur gríðarleg reiði brotist út í Afganistan og fólk mótmælt á götum úti. Erlent 13.5.2005 00:01
Íranar búi brátt yfir tækni Íranar munu búa yfir tækniþekkingu til að smíða kjarnorkusprengju innan sex til níu mánaða. Þetta sagði Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, í útvarpsviðtali í Ísrael í dag. Ísraelar, sem talið er að eigi um 200 kjarnorkusprengjur, óttast mjög að Íranar komist sér upp kjarnavopnum því þeir eru mjög andvígir Ísraelsríki. Erlent 13.5.2005 00:01
Enginn veit hvað er að gerast Algjör ringulreið er í Úsbekistan eftir að hersveitir skutu á mótmælendur og meintir íslamskir öfgamenn slepptu hundruðum fanga úr fangelsi. Fjölmiðlar í landinu senda út skemmtidagskrá og enginn virðist vita með vissu hvað er að gerast. Erlent 13.5.2005 00:01
Færri herstöðvum lokað en til stóð Herstöðvum Bandaríkjamanna á heimavelli verður fækkað mun minna en til stóð. Áhrifin á Keflavíkurstöðina eru óljós en fjölmargar tillögur hafa verið lagðar fram um framtíðarfyrirkomulag stöðvarinnar. Erlent 13.5.2005 00:01
Í olíuviðskiptum við Saddam? Bandarísk þingnefnd sakar tvo þekkta stjórnmálamenn frá Bretlandi og Frakklandi um að hafa átt í vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Erlent 12.5.2005 00:01
Helmingsaukning á hatursglæpum Réttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, CAIR, birtu í fyrradag skýrslu um glæpi og mismunun sem þarlendir múslimar urðu fyrir á síðasta ári. Erlent 12.5.2005 00:01
Neitað um staðfestingu George W. Bush Bandaríkjaforseti varð fyrir áfalli þegar utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta skipun John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 12.5.2005 00:01
Réttarhöldin yfir Ocalan óréttlát Réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Ocalan voru óréttlát að mati Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðaði í málinu í morgun. Ocalan var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk en þeim dómi var síðar breytt í lífstíðarfangelsi, vegna þrýstings frá Evrópusambandinu. Erlent 12.5.2005 00:01
Stjórnarskrá ESB samþykkt Stjórnarskrá Evrópusambandsins var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í neðri deild þýska þingsins í morgun. Ekki er búist við að Frakkar fari eins mjúkum höndum um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í lok mánaðarins. Erlent 12.5.2005 00:01
Raffarin aftur til starfa Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sneri aftur til starfa í dag eftir að hafa gengist undir uppskurð á laugardag. </font />Ráðherrann var þá fluttur í skyndi á sjúkrahús í París vegna gallsteinkasts. Erlent 12.5.2005 00:01
Höfða mál gegn Hollendingum Ættingjar nokkurra þeirra Bosníumúslima sem Serbar myrtu við Srebrenitsa árið 1995 hafa höfðað mál á hendur hollenskum yfirvöldum til að fá úr því skorið hver það var nákvæmlega sem gaf hollensku friðargæsluliðunum skipun um að vísa fólkinu út í opinn dauðann. Erlent 12.5.2005 00:01
Fjármögnuðu hryðjuverk Dómstóll í Stokkhólmi dæmdi í gær tvo Íraka sem búsettir eru í Svíþjóð í sjö og fimm ára langt fangelsi fyrir fjárhagsstuðning við hryðjuverkamenn í heimalandi sínu. Erlent 12.5.2005 00:01
Svíar fá flesta launaða frídaga Svíar fá fleiri launaða frídaga en aðrir vinnandi menn í Evrópu. Launaðir frídagar í Svíþjóð eru að jafnaði þrjátíu og þrír á ári sem er heilum níu dögum meira en meðaltalið í öllum löndum Evrópusambandsins. Erlent 12.5.2005 00:01
Sjö friðargæsluliðar særðust Sjö friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum særðust þegar árás var gerð á þá í Afríkuríkinu Kongó í dag. Mönnunum var gerð fyrirsát þegar þeir áttu leið um veg í austurhluta landsins. Erlent 12.5.2005 00:01
20-25 þúsund borgarar látnir Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun. Erlent 12.5.2005 00:01
Kann að hafa látist Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir. Erlent 12.5.2005 00:01
Vara Írana við Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Erlent 12.5.2005 00:01
Í olíuviðskiptum við Saddam? „Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun. Erlent 12.5.2005 00:01
Róstur í Írak í gær Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak. 21 týndi lífi í fjórum bílsprengjuárásum víðs vegar um landið í gær. Bandarískar hersveitir sækja hart að uppreisnarmönnum sem hafast við nærri sýrlensku landamærunum. Erlent 12.5.2005 00:01
Öcalan fái réttláta málsmeðferð Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð þegar tyrknesk yfirvöld réttuðu yfir honum á sínum tíma. Erlent 12.5.2005 00:01
40 Tsjetsjenar drepnir á meðan Rússneskar hersveitir drápu 40 tsjetsjenska skæruliða á meðan stjórnvöld í Moskvu héldu mikil hátíðahöld í tilefni af því að 60 ár voru liðin frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Stjórnvöld í Kreml óttuðust árásir af hálfu Tsjetsjena í tengslum við hátíðahöldin, samkvæmt heimildum innan rússneska hersins. Erlent 12.5.2005 00:01
Flugmanninum sleppt Flugmanni Cessnu-vélar, sem flaug aðeins fimm kílómetra frá Hvíta húsinu í gær, var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur hjá bandarísku leyniþjónustunni og alríkislögreglunni. Með honum í vélinni var flugnemi og var honum einnig sleppt. Erlent 12.5.2005 00:01
Leyndi getuleysi fyrir konu sinni Ítalskur karlmaður, sem leyndi eiginkonu sína því að hann væri getulaus þar til eftir brúðkaupið, hefur verið dæmdur til að greiða henni bætur á þeirri forsendu að hann hafi eyðilagt möguleika hennar á að eignast fjölskyldu. Hæstiréttur Ítalíu dæmdi svo í dag. Erlent 12.5.2005 00:01
Galloway sakaður um mútuþægni Nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings sakaði þá George Galloway, þingmann á Bretlandi, og Charles Pasqua, fyrrverandi ráðherra í frönsku ríkisstjórninni, um að hafa þegið mútur í formi olíukaupréttar af hendi Saddams Hussein á meðan olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna var í gildi á árunum 1996-2003. Erlent 12.5.2005 00:01
Stjórnarskrá ESB samþykkt Bundestag, neðri deild þýska þingsins, samþykkti stjórnarskrá Evrópusambandsins með yfirgnæfandi meirihluta fyrir stundu. Stjórnarskráin á enn eftir að fara fyrir Bundesrat, efri deild þingsins, en ekki er búist við neinum umsnúningi þar. Erlent 12.5.2005 00:01
Smyglhringur upprættur Lögregluyfirvöld í Austurríki segjast hafa brotið á bak aftur alþjóðlegan glæpahring sem síðustu ár hefur smyglað yfir 5.000 Austur-Evrópumönnum til Vesturlanda. Erlent 12.5.2005 00:01
Myndir af líkum á sígarettupökkum Litmyndir af líkum, sundurrotnuðum tönnum og samankrumpuðum svörtum lungum verða innan tíðar framan á öllum sígarettupökkum sem seldir verða í Evrópusambandslöndum. Erlent 12.5.2005 00:01
Abbas vill fresta kosningum Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa hafnað tillögu Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar og leiðtoga Fatah-hreyfingarinnar, um að fresta þingkosningunum í Palestínu. Erlent 12.5.2005 00:01
Flóttinn mikli Forsagan að því að um 250.000 þýzkir flóttamenn, þar af um 100.000 börn, lentu í Danmörku vorið 1945 er sú, að eftir því sem sókn Rauða hersins náði lengra inn í Þýzkaland - fyrst Austur-Prússland og svo Slésíu, Pommern og Berlín - flúðu fleiri þýzkir íbúar þessara svæða í ofboði. Erlent 12.5.2005 00:01