Erlent

Fjölmenn mótmæli í Úsbekistan

Þúsundir mótmæla eftir að meintir íslamskir öfgamenn slepptu hundruðum fanga í Úsbekistan í morgun. Vísbendingar eru um að mótmælendur séu þó ekki andstæðingar öfgamannanna meintu heldur beinist mótmælin að stjórnvöldum.

Erlent

Sjö látnir í mótmælum í Afganistan

Alls hafa sjö manns látist og nærri 80 slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í Afganistan undanfarna daga. Eftir að það kvisaðist út að fangaverðir í herstöðinni á Guantanamo-flóa á Kúbu hefðu vanhelgað Kóraninn hefur gríðarleg reiði brotist út í Afganistan og fólk mótmælt á götum úti.

Erlent

Íranar búi brátt yfir tækni

Íranar munu búa yfir tækniþekkingu til að smíða kjarnorkusprengju innan sex til níu mánaða. Þetta sagði Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, í útvarpsviðtali í Ísrael í dag. Ísraelar, sem talið er að eigi um 200 kjarnorkusprengjur, óttast mjög að Íranar komist sér upp kjarnavopnum því þeir eru mjög andvígir Ísraelsríki.

Erlent

Enginn veit hvað er að gerast

Algjör ringulreið er í Úsbekistan eftir að hersveitir skutu á mótmælendur og meintir íslamskir öfgamenn slepptu hundruðum fanga úr fangelsi. Fjölmiðlar í landinu senda út skemmtidagskrá og enginn virðist vita með vissu hvað er að gerast.

Erlent

Færri herstöðvum lokað en til stóð

Herstöðvum Bandaríkjamanna á heimavelli verður fækkað mun minna en til stóð. Áhrifin á Keflavíkurstöðina eru óljós en fjölmargar tillögur hafa verið lagðar fram um framtíðarfyrirkomulag stöðvarinnar.

Erlent

Í olíuviðskiptum við Saddam?

Bandarísk þingnefnd sakar tvo þekkta stjórnmálamenn frá Bretlandi og Frakklandi um að hafa átt í vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks.

Erlent

Helmingsaukning á hatursglæpum

Réttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, CAIR, birtu í fyrradag skýrslu um glæpi og mismunun sem þarlendir múslimar urðu fyrir á síðasta ári.

Erlent

Neitað um staðfestingu

George W. Bush Bandaríkjaforseti varð fyrir áfalli þegar utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta skipun John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Erlent

Réttarhöldin yfir Ocalan óréttlát

Réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Ocalan voru óréttlát að mati Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðaði í málinu í morgun. Ocalan var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk en þeim dómi var síðar breytt í lífstíðarfangelsi, vegna þrýstings frá Evrópusambandinu.

Erlent

Stjórnarskrá ESB samþykkt

Stjórnarskrá Evrópusambandsins var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í neðri deild þýska þingsins í morgun. Ekki er búist við að Frakkar fari eins mjúkum höndum um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í lok mánaðarins. 

Erlent

Raffarin aftur til starfa

Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sneri aftur til starfa í dag eftir að hafa gengist undir uppskurð á laugardag. </font />Ráðherrann var þá fluttur í skyndi á sjúkrahús í París vegna gallsteinkasts.

Erlent

Höfða mál gegn Hollendingum

Ættingjar nokkurra þeirra Bosníumúslima sem Serbar myrtu við Srebrenitsa árið 1995 hafa höfðað mál á hendur hollenskum yfirvöldum til að fá úr því skorið hver það var nákvæmlega sem gaf hollensku friðargæsluliðunum skipun um að vísa fólkinu út í opinn dauðann.

Erlent

Fjármögnuðu hryðjuverk

Dómstóll í Stokkhólmi dæmdi í gær tvo Íraka sem búsettir eru í Svíþjóð í sjö og fimm ára langt fangelsi fyrir fjárhagsstuðning við hryðjuverkamenn í heimalandi sínu.

Erlent

Svíar fá flesta launaða frídaga

Svíar fá fleiri launaða frídaga en aðrir vinnandi menn í Evrópu. Launaðir frídagar í Svíþjóð eru að jafnaði þrjátíu og þrír á ári sem er heilum níu dögum meira en meðaltalið í öllum löndum Evrópusambandsins.

Erlent

Sjö friðargæsluliðar særðust

Sjö friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum særðust þegar árás var gerð á þá í Afríkuríkinu Kongó í dag. Mönnunum var gerð fyrirsát þegar þeir áttu leið um veg í austurhluta landsins.

Erlent

20-25 þúsund borgarar látnir

Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun.

Erlent

Kann að hafa látist

Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir.

Erlent

Vara Írana við

Stjórnvöld í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi vöruðu Írana við því í dag að halda áfram kjarnorkutilraunum sínum; að öðrum kosti myndu ríkin ganga í lið með Bandaríkjamönnum í því að fá leyfi frá Sameinuðu þjóðunum til að grípa til nauðsynlegra aðgerða.

Erlent

Í olíuviðskiptum við Saddam?

„Alger fjarstæða og pólitískt þrugl,“ segir breski þingmaðurinn George Galloway en Bandaríkjaþing sakar hann um að hafa hagnast á einkaviðskiptum með olíu fyrir Saddam Hussein. Franskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra liggur einnig undir grun.

Erlent

Róstur í Írak í gær

Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak. 21 týndi lífi í fjórum bílsprengjuárásum víðs vegar um landið í gær. Bandarískar hersveitir sækja hart að uppreisnarmönnum sem hafast við nærri sýrlensku landamærunum.

Erlent

Öcalan fái réttláta málsmeðferð

Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð þegar tyrknesk yfirvöld réttuðu yfir honum á sínum tíma.

Erlent

40 Tsjetsjenar drepnir á meðan

Rússneskar hersveitir drápu 40 tsjetsjenska skæruliða á meðan stjórnvöld í Moskvu héldu mikil hátíðahöld í tilefni af því að 60 ár voru liðin frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Stjórnvöld í Kreml óttuðust árásir af hálfu Tsjetsjena í tengslum við hátíðahöldin, samkvæmt heimildum innan rússneska hersins.

Erlent

Flugmanninum sleppt

Flugmanni Cessnu-vélar, sem flaug aðeins fimm kílómetra frá Hvíta húsinu í gær, var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur hjá bandarísku leyniþjónustunni og alríkislögreglunni. Með honum í vélinni var flugnemi og var honum einnig sleppt.

Erlent

Leyndi getuleysi fyrir konu sinni

Ítalskur karlmaður, sem leyndi eiginkonu sína því að hann væri getulaus þar til eftir brúðkaupið, hefur verið dæmdur til að greiða henni bætur á þeirri forsendu að hann hafi eyðilagt möguleika hennar á að eignast fjölskyldu. Hæstiréttur Ítalíu dæmdi svo í dag.

Erlent

Galloway sakaður um mútuþægni

Nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings sakaði þá George Galloway, þingmann á Bretlandi, og Charles Pasqua, fyrrverandi ráðherra í frönsku ríkisstjórninni, um að hafa þegið mútur í formi olíukaupréttar af hendi Saddams Hussein á meðan olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna var í gildi á árunum 1996-2003.

Erlent

Stjórnarskrá ESB samþykkt

Bundestag, neðri deild þýska þingsins, samþykkti stjórnarskrá Evrópusambandsins með yfirgnæfandi meirihluta fyrir stundu. Stjórnarskráin á enn eftir að fara fyrir Bundesrat, efri deild þingsins, en ekki er búist við neinum umsnúningi þar.

Erlent

Smyglhringur upprættur

Lögregluyfirvöld í Austurríki segjast hafa brotið á bak aftur alþjóðlegan glæpahring sem síðustu ár hefur smyglað yfir 5.000 Austur-Evrópumönnum til Vesturlanda.

Erlent

Myndir af líkum á sígarettupökkum

Litmyndir af líkum, sundurrotnuðum tönnum og samankrumpuðum svörtum lungum verða innan tíðar framan á öllum sígarettupökkum sem seldir verða í Evrópusambandslöndum. 

Erlent

Abbas vill fresta kosningum

Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa hafnað tillögu Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar og leiðtoga Fatah-hreyfingarinnar, um að fresta þingkosningunum í Palestínu.

Erlent

Flóttinn mikli

Forsagan að því að um 250.000 þýzkir flóttamenn, þar af um 100.000 börn, lentu í Danmörku vorið 1945 er sú, að eftir því sem sókn Rauða hersins náði lengra inn í Þýzkaland - fyrst Austur-Prússland og svo Slésíu, Pommern og Berlín - flúðu fleiri þýzkir íbúar þessara svæða í ofboði.

Erlent