Erlent

Rannsóknar krafist á skothríð

Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, talsmenn fleiri alþjóðastofnana og ráðamenn ýmissa ríkja heims kölluðu eftir því í gær að óháðum aðilum yrði falið að rannsaka ásakanir um að hermenn í Úsbekistan hefðu skotið til bana hundruð mótmælenda í óeirðum þar í lok síðustu viku.

Erlent

Handsprengja hafi verið virk

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, greindi frá því í dag að handsprengja, sem kastað hefði verið í átt að George Bush Bandaríkjaforseta við hátíðahöld í Tíblisi í Georgíu í síðustu viku, hefði verið virk en ekki sprungið vegna bilunar. Handsprengjunni var varpað í átt að forsetanum þegar hann hélt ræðu á Frelsistorginu í Tíblisi og lenti hún um 30 metra frá honum.

Erlent

Hálfs árs fangelsi fyrir pyntingar

Bandarískur herdómstóll dæmdi í gær bandarískan hermann í sex mánaða fangelsi fyrir pyntingar á föngum við Abu Ghraib fangelsið. Hin 27 ára gamla Sabrina Harman tengdi meðal annars rafmangssnúrur við fanga og vöktu myndir af því óhug um alla heimsbyggðina. Saksóknarar kröfðust þriggja ára fangelsis en dómstólnum þótti hálft ár nægileg refsing.

Erlent

Ebola-veirunnar vart í V-Kongó

Ebola-veirunnar hefur aftur orðið vart í Vestur-Kongó og hafa níu manns látist af hennar völdum frá apríllokum. Frá þessu greindi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin í dag. Veiran fannst í norðvesturhluta landsins en þar létust um 150 manns af sömu orsökum fyrir tveimur árum.

Erlent

Mannskætt bílslys á Nýja-Sjálandi

Átta manns létust og einn slasaðist alvarlega þegar sendibifreið með alls níu ferðamenn og vörubíll skullu saman á Nýja-Sjálandi í morgun. Ökumaður vörubílsins slasaðist þó ekki og var hann færður á lögreglustöðina þar sem hann var yfirheyrður. Mikil rigning var þegar slysið varð og því hált og segir lögreglan það hafa orsakað slysið. Þetta er alvarlegasta bílslys á Nýja-Sjálandi síðan árið 1995.

Erlent

Zarqawi hafi viljað fleiri árásir

Bandaríska herstjórnin í Írak segir að hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al-Zarqawi hafi fyrirskipað aukningu á bílasprengjuárásum á fundi sem haldinn var í Sýrlandi.

Erlent

Skotinn eftir árás með öxi

Lögreglumenn í Larvik í Noregi skutu í dag til bana mann sem ógnaði þeim með kjötöxi. Maður hringdi til lögreglunnar í Larvik síðdegis og sagði að verið væri að ógna sér með hnífi. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndu þeir að fá hnífamanninn til þess að leggja vopnið frá sér. Þegar hann sinnti því ekki beittu þeir piparúða.

Erlent

Al-Zarqawi kyndir undir ófriðarbál

Uppreisnarmenn skutu undirhershöfðingja í íraska innanríkisráðuneytinu til bana í gær. Hátt settir bandarískir erindrekar í landinu segja að ofbeldisalda undanfarinna vikna sé hryðjuverkamanninum Abu Musab al-Zarqawi að kenna.

Erlent

Valdahlutföllin að breytast

Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst í næstu viku. Ríki sem hlynnt eru hvalveiðum hafa sótt í sig veðrið á undanförnum misserum og ætla sér stóra hluti á fundinum. Íslenska sendinefndin varar þó við of mikilli bjartsýni.

Erlent

Ný lög um öryggismál

Ný lög um öryggismál og heilbrigðisþjónustu verða efsta á baugi í stefnumálum verkamannaflokksins á nýju kjörtímabili. Elísabet Bretlandsdrottning mun síðar í dag kynna stefnumál flokksins við hátíðlega athöfn þegar þingið í Bretlandi verður sett.

Erlent

Newsweek sæti ábyrgð

Afganskir ráðamenn eru æfir út í bandaríska tímaritið Newsweek vegna frétta þess um vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo sem það síðar dró til baka.

Erlent

Gengið gegn hryðjuverkum

Tugþúsundir Kúbverja hlýddu ákalli leiðtoga síns, Fidel Castro, og fóru í kröfugöngu að bandarísku sendiskrifstofunni í Havana í fyrradag.

Erlent

Khodorkovskí-dóms beðið enn

Uppkvaðningu dómsins yfir rússneska auðjöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí var fram haldið í Moskvu í gær, en dómhaldi aftur frestað án þess að dómsúrskurðurinn sjálfur væri kveðinn upp. Dómsuppkvaðningin hófst á mánudag.

Erlent

Fóru naktar að heimili forsetans

Fimmtán mexíkóskar konur örkuðu um naktar fyrir framan heimili forseta Mexíkós í gær og kröfðust afsagnar tveggja þingmanna vegna spillingar. Konurnar eru í hópi 800 indíána frá Veracruz en þær segja mennina eiga að vera rekna úr embætti fyrir að hafa gert land þeirra upptækt.

Erlent

Verst ásökunum þingnefndar

Bandarísk þingnefnd sakar breska, franska og rússneska stjórnmálamenn, en einnig bandarísk fyrirtæki og stjórnvöld, um þátttöku í spillingu í kringum olíu-fyrir-mat áætlun SÞ í Írak. Ásakanir ganga á víxl.

Erlent

Ákærður fyrir skopmyndateikningu

Réttarhöld hófust í gær yfir Erdil Yasaroglu, eiganda vikublaðsins Penguen, en hann hefur verið ákærður fyrir að birta skopmyndir af Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra.

Erlent

Flóttamenn fái hæli í Svíþjóð

Fimm stjórnmálaflokkar á sænska þinginu hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að öllum flóttamönnum sem komið hafa til Svíþjóðar fram til síðustu áramóta verði veitt hæli í landinu.

Erlent

Réttað yfir Kulayev

Réttarhöld hófust í gær yfir Nur-Pashi Kulayev en hann var eini tilræðismaðurinn sem komst lífs af í umsátrinu um barnaskólann í Beslan síðasta haust.

Erlent

Stjórnin segist hafa haldið velli

Byltingarflokkur alþýðunnar, stjórnarflokkurinn í Eþíópíu, hefur þegar lýst yfir sigri í þingkosningum sem þar fóru fram um helgina en talsmaður hans viðurkenndi þó að stjórnarandstaðan hefði sótt örlítið í sig veðrið.

Erlent

Fjórir féllu í morgun

Fjórir hermenn féllu í valinn í bardögum við uppreisnarmenn nærri kjarnorkuveri í suðurhluta Íraks í morgun. Að sögn írakska hersins voru hermennirnir við skyldustörf þegar uppreisnarmennirnir létu til skarar skríða.

Erlent

Mannrán vekur upp ótta

Rán fjögurra vopnaðra manna á ítölskum hjálparstarfsmanni í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær hefur vakið upp ótta um að uppreisnarmenn þar hyggist taka upp sömu aðferðir og notaðar eru í Írak.

Erlent

Senda Pútín langt nef

Pólska vikuritið Wprost hefur skorað á lesendur sína að senda rússneska forsetanum Vladimír Pútín póstkort sem tímaritið hefur látið gera, þar sem hann er sýndur með langt lyganef eins og Gosi í ævintýrinu alþekkta. Yfir tölvubreyttri myndinni af forsetanum er á pólsku og rússnesku áritunin "Með kveðju til Pútínokkíós".

Erlent

Dönsk börn hætt að hreyfa sig

Dönsk börn hreyfa sig allt of lítið samkvæmt nýrri danskri rannsókn. Í stað þess að hreyfa sig útivið sitja þau meira en þrjár klukkustundir daglega fyrir framan sjónvarp eða tölvu. 

Erlent

Danskir fréttamenn í verkfalli

Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins Danmarks Radio féllu niður í gær vegna verkfalls fréttamanna. Átti þetta bæði við um útvarp og sjónvarp auk þess sem fréttamenn svæðisstöðva lögðu niður vinnu í samúðarskyni við starfsfélaga sína. 

Erlent

Morðingja leitað í Alsír

Ellefu alsírskir hermenn féllu á sunnudaginn þegar hópur uppreisnarmanna, sem talið er að tengist al-Qaida, sátu fyrir þeim og gerðu á þá árásir með sprengjum og vélbyssum. Tvær þyrlur og fjölmennt herlið hafa hafið leit að uppreisnarmönnunum sem flýðu inn í skóglendi nærri borginni Kenkela.

Erlent

Hlýddu kalli Castro

Kúbverjar í tugþúsundatali hlýddu kalli síns aldna leiðtoga, Fidel Castro, og fjölmenntu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Havana í morgun til að krefjast framsals kúbverska flóttamannsins Luis Posada. Posada er sakaður um hafa orðið sjötíu og þremur að bana árið 1976 þegar sprengja grandaði farþegaflugvél frá Venesúela.

Erlent

169 látnir samkvæmt yfirvöldum

Ríkissaksóknari í Úsbekistan lýsti því yfir í dag að 169 hefðu látið lífið í átökum mótmælenda og hermanna í borginni í Andijan í síðustu viku. Þetta er hæsta tala sem yfirvöld í landinu hafa látið hafa eftir sér um tölu fallinna en þó mun lægri tala en sjónarvottar áætla. Þeir segja mörg hundruð manns hafa fallið.

Erlent

Dómsuppkvaðningu enn frestað

Dómsuppkvaðningu í máli rússneska auðjöfursins Mikhails Khodorkovskys, eiganda Yukos-olíurisans, hefur enn á ný verið frestað þangað til á morgun. Enginn vafi virðist þó leika á því að Khodorkovsky verði fundinn sekur.

Erlent