Erlent Var óánægður með afskipti Nixons Hulunni hefur verið svipt af þriggja áratuga leyndardómi um hver hinn svonefndi Deep Throat var eða heimildarmaður í Watergate-hneykslinu. Mark Felt, sem var annar í röð æðstu yfirmanna hjá bandarísku alríkislögreglunni, hefur gengist við hlutverkinu. Erlent 1.6.2005 00:01 Réttarhöld yfir Hussein í sumar? Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, gætu hafist innan tveggja mánaða að sögn Jalals Talabanis, núverandi Íraksforseta. Undirbúningur þeirra er í fullum gangi sem felst í að færa sönnur á stríðsglæpi Husseins. Á blaðamannafundi sagðist Talabani þess fullviss að í stjórnartíð sinni hafi Saddam Hussein ráðið yfir gereyðingarvopnum og þau muni koma í leitirnar. Síðustu tvö ár hefur ítarleg leit að þessum vopnum farið fram í Írak án nokkurs árangurs. Erlent 1.6.2005 00:01 Sænsk þota ferst yfir Eystrasalti Sænsk orrustuþota fórst yfir Eystrasalti í morgun. Flugmanninum tókst að skjóta sér út og er hann nú á sjúkrahúsi. Ekki er ljóst hvers vegna þotan fórst. Erlent 1.6.2005 00:01 Aðgerð á hafmeyjubarni vel heppnuð Læknar skildu að fullu fótleggi stúlkubarns sem þjáðist af hafmeyjuheilkenninu svokallaða í aðgerð í Perú í fyrradag. Þeir sögðu að henni lokinni að hún hefði heppnast framar vonum. Lýtalæknar, barnalæknar og hjartalæknar tóku þátt í þessari flóknu aðgerð. Erlent 1.6.2005 00:01 Mikið mannfall í ættbálkadeilum Að minnsta kosti 41 lést og 64 særðust í árás vopnaðra manna á tvö þorp nærri bænum Duekoue á vesturhluta Fílabeinsstrandarinnar í dag. Árásarmennirnir skutu, stungu og kveiktu í fólki, en talið er að um ættbálkadeilur hafi verið að ræða. Talsmaður hersins segir að viðbótarliðsafli á vegum lögreglunnar hafi verið sendur á vettvang, en deilur milli þjóðarbrota á svæðinu hafa staðið í áratugi. Erlent 1.6.2005 00:01 Mótmæltu menntastefnu með stripli Hópur ungra námsmanna hljóp um nakinn nálægt forsetahöllinni í borginni Maníla á Filippseyjum til að mótmæla getuleysi stjórnvalda í menntamálum. Óreiðarlögreglan var þó ekki lengi að stoppa mennina sem voru einungis með sólgleraugu. Ekki er vitað hvaða áhrif þetta mun hafa á menntastefnu landsins en þetta hafði þó áhrif á umferðina sem stöðvaðist um stund. Erlent 1.6.2005 00:01 Flest bendir til höfnunar Hollendingar kjósa í dag um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Jan Peter Balkenende forsætisráðherra hvetur landa sína til að sýna stuðning sinn við stjórnarskrána sem hann segir skipta miklu máli við eflingu efnahagslífsins, baráttuna gegn hryðjuverkum sem og fyrir lýðræðið í álfunni. Þar virðist hann tala fyrir daufum eyrum því skoðanakannanir sýna að 60 prósent Hollendinga muni hafna stjórnarskránni. Erlent 1.6.2005 00:01 Dæmdir fyrir árásir á múslíma Fimm hollenskir táningar hafa verið dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu og sækja sérstakt námskeið fyrir að hafa kveikt í skóla og mosku múslíma í bænum Uden í Suður-Hollandi. Íkveikjurnar vorum með alvarlegri árásum á múslíma í landinu í kjölfar morðsins á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh í nóvember í fyrra, en hann er talinn hafa verið myrtur af íslamistum vegna gagnrýni sinnar á íslam. Erlent 1.6.2005 00:01 Sýkti fólk óvart af HIV Rauði krossinn í Kanada hefur játað að hafa sýkt yfir eitt þúsund manns af HIV-veirunni og yfir tuttugu þúsund manns af lifrarbólgu C í kringum 1980. Um mistök var að ræða og hefur stofnunin beðist afsökunar. Rauði krossinn verður ekki ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi en hefur þó verið látinn borga yfir 55 milljónir dollara, eða sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, fjölskyldum þeirra sem liðu fyrir þessi alvarlegu mistök. Erlent 1.6.2005 00:01 Banna reykingar í myndmiðlum Indversk stjórnvöld hafa bannað reykingar í sjónvarpi og kvikmyndum. Þau segja reykingar á skjánum og tjaldinu varpa dýrðarljóma á þær. Þá hafa heilbrigiðisyfirvöld fyrirskipað að í gömlum myndum, sem gerðar voru fyrir bannið, og í erlendum myndum þar sem reykingar sjást eigi að birta tilkynningu þar sem bent er á hættuna af reykingum. Erlent 1.6.2005 00:01 Rekinn vegna spillingar Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, rak í gær háttsettan embættismann samtakanna fyrir misferli í tengslum við olíusöluáætlun þeirra til Íraks. Hann er sá fyrsti sem fær reisupassann vegna spillingar í tengslum við áætlunina en búist er við að fleiri fylgi í kjölfarið. Erlent 1.6.2005 00:01 Föngum sleppt á morgun Ísraelar sleppa 400 palestínskum föngum á morgun, en ríkisstjórn Ísraels samþykkti það á fundi sínum á sunnudaginn var. Ísraelsmenn höfðu reyndar lofað að sleppa föngunum 400 í kjölfar þess að 500 föngum var sleppt í febrúar síðastliðnum en þeir frestuðu því þar til nú þar sem þeir töldu palestínsk yfirvöld ekki hafa gert nóg til að afvopna herskáa Palestínumenn. Erlent 1.6.2005 00:01 Njósnari Saddams handtekinn Bandarískir hermenn handtóku í gærmorgun mann sem talinn er hafa njósnað fyrir Saddam Hussein á valdatíma hans. Yfirvöld hafa ekkert viljað gefa upp um handtökuna að öðru leyti. Erlent 1.6.2005 00:01 Barsebäck kjarnorkuverinu lokað Sænska kjarnorkuverinu Barsebäck var lokað á miðnætti í nótt samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þar með lýkur 30 ára sögu þessa umdeilda kjarnorkuvers. Erlent 31.5.2005 00:01 Deep Throat fundinn? Bandaríska tímaritið <em>Vanity Fair</em> greinir frá því að fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn Mark Felt hafi sagt sig vera „Deep Throat“, manninn sem ljóstraði upp um Watergate-hneykslið til blaðsins <em>Washington Post</em> og varð til þess að Richard Nixon neyddist til að segja af sér sem forseti. Erlent 31.5.2005 00:01 Fundu bílsprengjuverksmiðjur Írakski herinn hefur handtekið fjölda manna og fundið nokkrar bílsprengjuverksmiðjur í herferð sinni gegn hryðjuverkamönnum í Bagdad. Margir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Erlent 31.5.2005 00:01 Al-Zarqawi segist við hestaheilsu Leiðtogi al-Qaida, Abu Musab al-Zarqawi, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann sé við hestaheilsu eftir að hafa særst lítillega í bardaga við bandaríska hermenn í Írak. Ekki hefur verið staðfest að yfirlýsingin sé í raun frá honum sjálfum. Erlent 31.5.2005 00:01 Sprenging í eldfjallinu Eldfjall í vesturhluta Mexíkó heldur áfram að gjósa en sprenging varð á fjórða tímanum í morgun að íslenskum tíma sem varð til þess að aska, reykur og grjót þeyttust allt að fimm kílómetra upp í loftið. Sprenging þessi var öflugri en sú sem varð fyrr í mánuðinum. Erlent 31.5.2005 00:01 Afsögn sveitarstjórans í Ossetíu Sveitarstjórinn í Ossetíu-héraði í Tsjetsjeníu sagði af sér í dag. Hann hafði legið undir miklu ámæli síðan síðastliðið haust eftir að 330 manns létust í gíslatöku í bænum Beslan sem staðsettur er í héraðinu. Erlent 31.5.2005 00:01 Hópslagsmál í réttarsal í Haifa Mikil hópslagsmál brutust út í réttarsal í borginni Haifa í Ísrael um helgina. Tvær fjölskyldur slógust með öllu sem hönd á festi. Erlent 31.5.2005 00:01 Fimm létust í Pakistan Að minnsta kosti fimm létust og tugir særðust er sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í borginni Karachi í Pakistan í gærkvöld. Sprengjutilræðið átti sér stað í miðri bænastund í mosku sjíta-múslima. Erlent 31.5.2005 00:01 Vaxandi skotvopnaeign í Osló Lögreglan í Osló hefur miklar áhyggjur af vaxandi beitingu skotvopna í höfuðborginni. Skotvopnum hefur tíu sinnum verið beitt í Osló á síðustu tveimur árum. Erlent 31.5.2005 00:01 Svíar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu Vinstri flokkurinn í Svíþjóð hótar því að hætta stuðningi við ríkisstjórn jafnaðarmanna verði ekki hætt við áform stjórnarinnar um að samþykkja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Erlent 31.5.2005 00:01 Sjíar gengu berserksgang Múgæsing greip um sig í Karachi, stærstu borg Pakistans, eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í sjíamosku. 12 manns liggja í valnum. Erlent 31.5.2005 00:01 Khodorkovskí í níu ára fangelsi Dómsuppkvaðningu yfir Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrverandi forstjóra og aðaleiganda rússneska olíufyrirtækisins Yukos, var loks lokið í Moskvu í gær, tólf dögum eftir að hún hófst. Var hann dæmdur í níu ára fangelsi og greiðslu hárra sekta. Dómnum verður væntanlega áfrýjað en saksóknari undirbýr nýjar ákærur á hendur Khodorkovskí. Erlent 31.5.2005 00:01 Vilja fornleifagarð í stað heimila Borgaryfirvöld í Jerúsalem vilja rífa 88 hús Palestínumanna og reisa þar stóran fornleifagarð. Íbúarnir mótmæla. Erlent 31.5.2005 00:01 Krókódíll í fjölskyldusundlauginni Bandarísk fjölskylda fékk óvænta og óþægilega heimsókn svo ekki sé meira sagt í sumarhús þeirra í Suður-Flórída í gær þegar krókódíll ákvað að fá sér sundsprett í sundlaug þeirra í bakgarði hússins. Erlent 31.5.2005 00:01 Stjórnvöld óska skýringa Umhverfisráðherra hefur óskað eftir nákvæmum skriflegum upplýsingum frá breskum stjórnvöldum um lekann á geislavirkum vökva í endurvinnslustöðinni í Sellafield í vetur. Erlent 31.5.2005 00:01 Ítölsk herþyrla hrapaði; 4 létust Ítölsk herþyrla hrapaði nálægt borginni Nassiriya í Írak í morgun með þeim afleiðingum að fjórir hermenn létust. Ástæður slyssins eru enn ókunnar en þetta er þriðja þyrlan sem hrapar í landinu á einni viku. Erlent 31.5.2005 00:01 Chirac réttir fram sáttahönd Jacques Chirac Frakklandsforseti rétti þjóð sinni sáttahönd í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Ávarpsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu því fyrr um daginn hafði Chirac stokkað upp í ríkisstjórn sinni. Erlent 31.5.2005 00:01 « ‹ ›
Var óánægður með afskipti Nixons Hulunni hefur verið svipt af þriggja áratuga leyndardómi um hver hinn svonefndi Deep Throat var eða heimildarmaður í Watergate-hneykslinu. Mark Felt, sem var annar í röð æðstu yfirmanna hjá bandarísku alríkislögreglunni, hefur gengist við hlutverkinu. Erlent 1.6.2005 00:01
Réttarhöld yfir Hussein í sumar? Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, gætu hafist innan tveggja mánaða að sögn Jalals Talabanis, núverandi Íraksforseta. Undirbúningur þeirra er í fullum gangi sem felst í að færa sönnur á stríðsglæpi Husseins. Á blaðamannafundi sagðist Talabani þess fullviss að í stjórnartíð sinni hafi Saddam Hussein ráðið yfir gereyðingarvopnum og þau muni koma í leitirnar. Síðustu tvö ár hefur ítarleg leit að þessum vopnum farið fram í Írak án nokkurs árangurs. Erlent 1.6.2005 00:01
Sænsk þota ferst yfir Eystrasalti Sænsk orrustuþota fórst yfir Eystrasalti í morgun. Flugmanninum tókst að skjóta sér út og er hann nú á sjúkrahúsi. Ekki er ljóst hvers vegna þotan fórst. Erlent 1.6.2005 00:01
Aðgerð á hafmeyjubarni vel heppnuð Læknar skildu að fullu fótleggi stúlkubarns sem þjáðist af hafmeyjuheilkenninu svokallaða í aðgerð í Perú í fyrradag. Þeir sögðu að henni lokinni að hún hefði heppnast framar vonum. Lýtalæknar, barnalæknar og hjartalæknar tóku þátt í þessari flóknu aðgerð. Erlent 1.6.2005 00:01
Mikið mannfall í ættbálkadeilum Að minnsta kosti 41 lést og 64 særðust í árás vopnaðra manna á tvö þorp nærri bænum Duekoue á vesturhluta Fílabeinsstrandarinnar í dag. Árásarmennirnir skutu, stungu og kveiktu í fólki, en talið er að um ættbálkadeilur hafi verið að ræða. Talsmaður hersins segir að viðbótarliðsafli á vegum lögreglunnar hafi verið sendur á vettvang, en deilur milli þjóðarbrota á svæðinu hafa staðið í áratugi. Erlent 1.6.2005 00:01
Mótmæltu menntastefnu með stripli Hópur ungra námsmanna hljóp um nakinn nálægt forsetahöllinni í borginni Maníla á Filippseyjum til að mótmæla getuleysi stjórnvalda í menntamálum. Óreiðarlögreglan var þó ekki lengi að stoppa mennina sem voru einungis með sólgleraugu. Ekki er vitað hvaða áhrif þetta mun hafa á menntastefnu landsins en þetta hafði þó áhrif á umferðina sem stöðvaðist um stund. Erlent 1.6.2005 00:01
Flest bendir til höfnunar Hollendingar kjósa í dag um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Jan Peter Balkenende forsætisráðherra hvetur landa sína til að sýna stuðning sinn við stjórnarskrána sem hann segir skipta miklu máli við eflingu efnahagslífsins, baráttuna gegn hryðjuverkum sem og fyrir lýðræðið í álfunni. Þar virðist hann tala fyrir daufum eyrum því skoðanakannanir sýna að 60 prósent Hollendinga muni hafna stjórnarskránni. Erlent 1.6.2005 00:01
Dæmdir fyrir árásir á múslíma Fimm hollenskir táningar hafa verið dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að sinna samfélagsþjónustu og sækja sérstakt námskeið fyrir að hafa kveikt í skóla og mosku múslíma í bænum Uden í Suður-Hollandi. Íkveikjurnar vorum með alvarlegri árásum á múslíma í landinu í kjölfar morðsins á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh í nóvember í fyrra, en hann er talinn hafa verið myrtur af íslamistum vegna gagnrýni sinnar á íslam. Erlent 1.6.2005 00:01
Sýkti fólk óvart af HIV Rauði krossinn í Kanada hefur játað að hafa sýkt yfir eitt þúsund manns af HIV-veirunni og yfir tuttugu þúsund manns af lifrarbólgu C í kringum 1980. Um mistök var að ræða og hefur stofnunin beðist afsökunar. Rauði krossinn verður ekki ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi en hefur þó verið látinn borga yfir 55 milljónir dollara, eða sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, fjölskyldum þeirra sem liðu fyrir þessi alvarlegu mistök. Erlent 1.6.2005 00:01
Banna reykingar í myndmiðlum Indversk stjórnvöld hafa bannað reykingar í sjónvarpi og kvikmyndum. Þau segja reykingar á skjánum og tjaldinu varpa dýrðarljóma á þær. Þá hafa heilbrigiðisyfirvöld fyrirskipað að í gömlum myndum, sem gerðar voru fyrir bannið, og í erlendum myndum þar sem reykingar sjást eigi að birta tilkynningu þar sem bent er á hættuna af reykingum. Erlent 1.6.2005 00:01
Rekinn vegna spillingar Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, rak í gær háttsettan embættismann samtakanna fyrir misferli í tengslum við olíusöluáætlun þeirra til Íraks. Hann er sá fyrsti sem fær reisupassann vegna spillingar í tengslum við áætlunina en búist er við að fleiri fylgi í kjölfarið. Erlent 1.6.2005 00:01
Föngum sleppt á morgun Ísraelar sleppa 400 palestínskum föngum á morgun, en ríkisstjórn Ísraels samþykkti það á fundi sínum á sunnudaginn var. Ísraelsmenn höfðu reyndar lofað að sleppa föngunum 400 í kjölfar þess að 500 föngum var sleppt í febrúar síðastliðnum en þeir frestuðu því þar til nú þar sem þeir töldu palestínsk yfirvöld ekki hafa gert nóg til að afvopna herskáa Palestínumenn. Erlent 1.6.2005 00:01
Njósnari Saddams handtekinn Bandarískir hermenn handtóku í gærmorgun mann sem talinn er hafa njósnað fyrir Saddam Hussein á valdatíma hans. Yfirvöld hafa ekkert viljað gefa upp um handtökuna að öðru leyti. Erlent 1.6.2005 00:01
Barsebäck kjarnorkuverinu lokað Sænska kjarnorkuverinu Barsebäck var lokað á miðnætti í nótt samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þar með lýkur 30 ára sögu þessa umdeilda kjarnorkuvers. Erlent 31.5.2005 00:01
Deep Throat fundinn? Bandaríska tímaritið <em>Vanity Fair</em> greinir frá því að fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn Mark Felt hafi sagt sig vera „Deep Throat“, manninn sem ljóstraði upp um Watergate-hneykslið til blaðsins <em>Washington Post</em> og varð til þess að Richard Nixon neyddist til að segja af sér sem forseti. Erlent 31.5.2005 00:01
Fundu bílsprengjuverksmiðjur Írakski herinn hefur handtekið fjölda manna og fundið nokkrar bílsprengjuverksmiðjur í herferð sinni gegn hryðjuverkamönnum í Bagdad. Margir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Erlent 31.5.2005 00:01
Al-Zarqawi segist við hestaheilsu Leiðtogi al-Qaida, Abu Musab al-Zarqawi, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann sé við hestaheilsu eftir að hafa særst lítillega í bardaga við bandaríska hermenn í Írak. Ekki hefur verið staðfest að yfirlýsingin sé í raun frá honum sjálfum. Erlent 31.5.2005 00:01
Sprenging í eldfjallinu Eldfjall í vesturhluta Mexíkó heldur áfram að gjósa en sprenging varð á fjórða tímanum í morgun að íslenskum tíma sem varð til þess að aska, reykur og grjót þeyttust allt að fimm kílómetra upp í loftið. Sprenging þessi var öflugri en sú sem varð fyrr í mánuðinum. Erlent 31.5.2005 00:01
Afsögn sveitarstjórans í Ossetíu Sveitarstjórinn í Ossetíu-héraði í Tsjetsjeníu sagði af sér í dag. Hann hafði legið undir miklu ámæli síðan síðastliðið haust eftir að 330 manns létust í gíslatöku í bænum Beslan sem staðsettur er í héraðinu. Erlent 31.5.2005 00:01
Hópslagsmál í réttarsal í Haifa Mikil hópslagsmál brutust út í réttarsal í borginni Haifa í Ísrael um helgina. Tvær fjölskyldur slógust með öllu sem hönd á festi. Erlent 31.5.2005 00:01
Fimm létust í Pakistan Að minnsta kosti fimm létust og tugir særðust er sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í borginni Karachi í Pakistan í gærkvöld. Sprengjutilræðið átti sér stað í miðri bænastund í mosku sjíta-múslima. Erlent 31.5.2005 00:01
Vaxandi skotvopnaeign í Osló Lögreglan í Osló hefur miklar áhyggjur af vaxandi beitingu skotvopna í höfuðborginni. Skotvopnum hefur tíu sinnum verið beitt í Osló á síðustu tveimur árum. Erlent 31.5.2005 00:01
Svíar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu Vinstri flokkurinn í Svíþjóð hótar því að hætta stuðningi við ríkisstjórn jafnaðarmanna verði ekki hætt við áform stjórnarinnar um að samþykkja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Erlent 31.5.2005 00:01
Sjíar gengu berserksgang Múgæsing greip um sig í Karachi, stærstu borg Pakistans, eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í sjíamosku. 12 manns liggja í valnum. Erlent 31.5.2005 00:01
Khodorkovskí í níu ára fangelsi Dómsuppkvaðningu yfir Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrverandi forstjóra og aðaleiganda rússneska olíufyrirtækisins Yukos, var loks lokið í Moskvu í gær, tólf dögum eftir að hún hófst. Var hann dæmdur í níu ára fangelsi og greiðslu hárra sekta. Dómnum verður væntanlega áfrýjað en saksóknari undirbýr nýjar ákærur á hendur Khodorkovskí. Erlent 31.5.2005 00:01
Vilja fornleifagarð í stað heimila Borgaryfirvöld í Jerúsalem vilja rífa 88 hús Palestínumanna og reisa þar stóran fornleifagarð. Íbúarnir mótmæla. Erlent 31.5.2005 00:01
Krókódíll í fjölskyldusundlauginni Bandarísk fjölskylda fékk óvænta og óþægilega heimsókn svo ekki sé meira sagt í sumarhús þeirra í Suður-Flórída í gær þegar krókódíll ákvað að fá sér sundsprett í sundlaug þeirra í bakgarði hússins. Erlent 31.5.2005 00:01
Stjórnvöld óska skýringa Umhverfisráðherra hefur óskað eftir nákvæmum skriflegum upplýsingum frá breskum stjórnvöldum um lekann á geislavirkum vökva í endurvinnslustöðinni í Sellafield í vetur. Erlent 31.5.2005 00:01
Ítölsk herþyrla hrapaði; 4 létust Ítölsk herþyrla hrapaði nálægt borginni Nassiriya í Írak í morgun með þeim afleiðingum að fjórir hermenn létust. Ástæður slyssins eru enn ókunnar en þetta er þriðja þyrlan sem hrapar í landinu á einni viku. Erlent 31.5.2005 00:01
Chirac réttir fram sáttahönd Jacques Chirac Frakklandsforseti rétti þjóð sinni sáttahönd í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Ávarpsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu því fyrr um daginn hafði Chirac stokkað upp í ríkisstjórn sinni. Erlent 31.5.2005 00:01