Erlent Ekki búist við niðurstöðu á fundi Ekki er búist við að nein niðurstaða náist um fjármál Evrópusambandsins á fundi leiðtoga landa sambandsins sem haldinn verður síðar í dag. Aðallega er deilt um 400 milljarða skattaafslátt Breta sem samið var um árið 1984 á þeim forsendum að þeir fengju minna í styrki en önnur lönd. Öll lönd sambandsins, önnur en Bretar, vilja að afslátturinn verði afnuminn hið fyrsta. Erlent 16.6.2005 00:01 Herþota brotlenti í bakgarðinum Meira en þrettán hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Arizona í Bandaríkjunum í gærkvöldi þegar herþota brotlenti í bakgarði íbúðarhúss. Flugmaðurinn slapp með lítils háttar meiðsl og ekki er vitað til þess að neinn annar hafi slasast þó að kviknað hafi í húsinu. Mikil hætta var á ferðum þar sem inni í þotunni voru fjórar 200 kílógramma sprengjur og mikið af skotfærum. Erlent 16.6.2005 00:01 Gripu samstarfsmann al-Zarqawis Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hann hefði handsamað háttsettan samstarfsmann Abus Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaida í Írak, nærri Mósúl. Mohammed Khalif Shaiker, sem einnig gengur undir nafninu emírinn af Mósúl, var handtekinn á þriðjudaginn var eftir að íbúar í Mósúl höfðu vísað á hann. Hann veitti litla mótspyrnu við handtökuna að sögn talsmanns Bandaríkjahers. Erlent 16.6.2005 00:01 Hyggjast sniðganga kosningar Íranar hyggjast margir hverjir sniðganga kosningar á morgun þar sem þeir vilja breytingar í landinu. Þeir eru hins vegar ekki sammála um hvaða breytingar. Hver sem verður kosinn munu harðlínumenn eftir sem áður ráða mestu. Erlent 16.6.2005 00:01 Segir bin Laden ekki í Afganistan Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, Zalemy Khalilzad, telur að hvorki Osama bin Laden né Mohammed Mullah Omar, leiðtogi talibana, séu í landinu. Þetta lét sendiherrann hafa eftir sér á síðasta blaðamannafundi sínum í Afganistan en hann færir sig nú til Íraks þar sem hann mun gegna sama embætti. Khalilzad vildi ekki gefa upp hvart hann teldi að tvímenningarnir væru niður komnir en lesa mátti úr orðum hans að þeir væru hugsanlega í Pakistan. Erlent 16.6.2005 00:01 Danir styðja afnám hvalveiðibanns Eina leiðin til að vernda hvali er að afnema hið algera bann við veiðum í atvinnuskyni sem verið hefur í gildi frá því árið 1986. Þetta hefur danska blaðið Politiken eftir Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur. Erlent 16.6.2005 00:01 Kosningabaráttu lokið í Íran Líflegri forsetakosningabaráttu lauk í nótt í Íran. Ungt fólk var áberandi á kosningasamkundum þrátt fyrir lítinn stjórnmálaáhuga en margir sögðust þar einungis til að skemmta sér. Erlent 16.6.2005 00:01 Deep Throat gerir útgáfusamning Mark Felt, maðurinn sem nýverið gekkst við því að vera hinn svokallaði "Depp Throat" í Watergatemálinu, hefur nú selt Public Affairs útgáfufyrirtækinu réttinn á bæði ævisögu sinni og því að gera kvikmynd um líf sitt. Erlent 16.6.2005 00:01 Afboðar líklega þjóðaratkvæði Danir munu að öllum líkindum afboða þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarsáttmála Evrópusambandsins, en hún átti að fara fram 27. september næstkomandi. Heimildarmaður <em>Reuters </em>segir Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hafa miklar efasemdir um að samkomulag náist innan Evrópusambandsins um hvernig haga beri framhaldinu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarsáttmálanum fyrir skemmstu. Erlent 16.6.2005 00:01 Leystu upp eiturlyfjahring Lögregluyfirvöld á Ítalíu, Spáni og í Suður-Ameríku hafa leyst upp alþjóðlegan eiturlyfjahring og handtekið fjórtán menn og lagt hald á hálft tonn af kókaíni. Að sögn lögreglunnar á Ítalíu hafði hringurinn um nokkurt skeið séð um flutning eiturlyfja frá Suður-Ameríku til Evrópu. Erlent 16.6.2005 00:01 Kasparov gagnrýnir lögreglu Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur gagnrýnt rússnesku lögregluna harðlega fyrir að hafa ráðist að mótmælendum með ofbeldi við réttarhöldin yfir Mikhail Khodorkovsky. Erlent 16.6.2005 00:01 Vill neyðarfund um framtíð ESB Jacques Chirac Frakklandsforseti fór fram á það í dag að haldinn yrði sérstakur neyðarfundur um framtíð Evrópusambandsins í ljósi þess vanda sem upp er kominn vegna þess að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrársáttmála sambandsins. Á fundi með öðrum leiðtogum ESB í Brussel í dag sagði Chirac að nauðsynlegt væri að ræða hvernig brúa mætti bilið milli sambandsins og almennings í álfunni. Erlent 16.6.2005 00:01 Dóu í aurskriðu í Gvatemala Að minnsta kosti nítján manns létust þegar aurskriða æddi yfir bæinn San Antonio Senahu í fjallahéruðum Gvatemala í dag. Rigningar og flóð eru talin hafa komið aurskriðunni af stað og er fjöldi húsa og bíla í bænum á kafi í aurnum. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka en björgunarstörf standa enn yfir. Erlent 16.6.2005 00:01 Gagnrýna ESB fyrir Hamas-tengsl Ísraelsk stjórnvöld sögðust í gær hafa lagt inn formleg mótmæli hjá Evrópusambandinu gegn auknum samskiptum þeirra við hin herskáu Hamas-samtök Palestínumanna. Talsmenn Hamas staðfestu að tengsl við erindreka ESB færust í aukana. Erlent 16.6.2005 00:01 Arftaki Concorde Frakkar og Japanir hafa hafið samstarf um þróun á nýrri háhraðaþotu sem gæti tekið við hlutverki Concorde-þotanna sem lagt var fyrir fullt og allt í fyrra. Fyrirtæki frá báðum löndum hafa skuldbundið sig til að verja samtals 1,84 milljónum Bandaríkjadala árlega næstu þrjú ár til að þróa hugmyndina. Erlent 16.6.2005 00:01 Snyrtileg höfuðföt á Ascot Það er höfuðmál að vera glæsilegur til höfuðsins á konunglegu Ascot-veðreiðunum í Bretlandi en þær standa nú sem hæst. Það þykir að vísu reginhneyksli að aðallinn sem sækir þessar veðreiðar heim þurfi nú að fara alla leið til York til að vera við þær og hattatískan virðist ekki hafa batnað við flutningana. Hattarnir gætu þó komið að góðum notum því að í gær var veðrið heldur nöturlegt: rok og rigning. Erlent 16.6.2005 00:01 Eigi ekki í viðræðum við Mladic Serbnesk yfirvöld neita því með öllu að þau reyni nú að semja við fyrrverandi hershöfðinga Bosníu-Serba, Ratko Mladic, um að hann gefi sig fram við yfirvöld og verði í kjölfarið framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Erlent 16.6.2005 00:01 Sprengjutilræði í Sofíu Sex slösuðust þegar sprengja sprakk undir bíl í úthverfi Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, í dag. Talsmaður innanríkisráðuneytis Búlgaríu sagði í samtali við <em>Reuters</em>-fréttastofuna að ekki væri ljóst hver stæði á bak við tilræðið en hann taldi ólíklegt að um hryðjuverkaárás væri að ræða. Deilur milli glæpaklíkna, sem eru atkvæðamiklar í landinu, eru sagðar hafa kostað fjölda fólks lífið undanfarið ár en tilræðum sem þessum hefur verið beitt í átökunum. Erlent 16.6.2005 00:01 Héldu börnum í gíslingu Eitt barn og tveir byssumenn létu lífið þegar lögregla réðst til atlögu og yfirbugaði mannræningja í Kambódíu sem höfðu haldið tæplega þrjátíu leikskólabörnum í gíslingu í morgun. Sex menn vopnaðir byssum ruddust inn í leikskólann í morgun og tóku um fjörutíu börn í gíslingu en ellefu þeirra var sleppt fljótlega. Erlent 16.6.2005 00:01 Svartsýni á árangur Við upphaf tveggja daga leiðtogafundar Evrópusambandsins í Brussel í gær kallaði Jacques Chirac Frakklandsforseti eftir því að efnt verði til sérstaks leiðtogafundar aðildarríkjanna 25 um framtíð sambandsins. "Þetta er einn erfiðasti leiðtogafundur sem við höfum nokkru sinni haldið," sagði Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar. Erlent 16.6.2005 00:01 Vill stofna OPEC-samtök fiskveiða Færeyingurinn Högni Hoydal lagði til á fiskveiðiráðstefnu vestnorræna ráðsins, sem haldin er í Þórshöfn í Færeyjum, að stofnuð yrðu í samstarfi við Noreg ný fiskveiðisamtök, nokkurs konar OPEC-samtök fiskveiðanna, eins og hann orðaði það með skírskotun til samtaka olíuframleiðsluríkja. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Erlent 16.6.2005 00:01 Bjóða upp áritaða Mein Kampf Áhugasamir geta nú boðið í eintak af Mein Kampf, áritað af sjálfum Adolf Hitler. Bókin fannst í einni af skrifstofum Hitlers skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Eintakið verður boðið upp hjá Bloomsbury í Bretlandi og búist er við að til að hreppa hnossið þurfi að reiða fram um það bil þrjár milljónir íslenskra króna. Erlent 15.6.2005 00:01 Mannskæð árás í Bagdad Sjálfsmorðssprengjumaður myrti nú rétt áðan sextán manns þegar hann sprengdi sig í loft upp á veitingastað í Bagdad. Veitingastaðurinn er mikið sóttur af írökskum hermönnum. Frengir af árásinni eru enn óljósar en þó er vitað að sextán biðu bana í henni. Erlent 15.6.2005 00:01 UNICEF aftur til starfa í Sómalíu Starfsmenn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sneru aftur til starfa í norðausturhluta Sómalíu í dag, þremur vikum eftir að þeir höfðu fengið líflátshótanir. Í tilkynningu frá barnahjálpinni segir hún hafi leyst deilur við yfirvöld í Puntland-héraði og að unnið verði sameiginlega að velferð barna í héraðinu. Barnhjálpin lokaði í síðasta mánuði skrifstofum sínum í héraðinu eftir að starfsmenn hennar höfðu fengið nokkrar líflátshótanir, en róstusamt hefur verið í landinu í 14 ár. Erlent 15.6.2005 00:01 Ástralskur gísl frelsaður Íraskir og bandarískir hermenn frelsuðu í gær ástralskan gísl sem hafði verið í haldi mannræningja í 47 daga. Þá fórust tugir Íraka í sjálfsmorðssprengjutilræðum. Erlent 15.6.2005 00:01 Lítil áhrif aukinnar framleiðslu Olíuframleiðsla verður aukin til að slá á verðið á olíufatinu en talið er ólíklegt að það hafi nokkur áhrif. Erlent 15.6.2005 00:01 Segir bin Laden á lífi Akthar Usmani, háttsettur foringi talebana, sagði í viðtali sem birt var á pakistönsku einkasjónvarpsstöðinni Geo í gær að Osama bin Laden og talebanaleiðtoginn Mullah Omar væru báðir á lífi og við góða heilsu. Erlent 15.6.2005 00:01 Frakkar sakna frankans Þrír af hverjum fimm Frökkum sakna frankans, gjaldmiðilsins sem evran leysti af hólmi fyrir þremur árum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem gerð var fyrir franska tímaritið <em>Valeurs Actuelles</em> og undirstrikar frekar afstöðu margra Frakka til samstarfs innan Evrópusambandsins, en eins og kunnugt er felldu Frakkar stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu á dögunum. Erlent 15.6.2005 00:01 Voru ekki að hafna ESB Franskir og hollenskir kjósendur voru ekki að hafna Evrópusambandinu er þeir greiddu atkvæði gegn stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunum um síðustu mánaðamót. Að þessari niðurstöðu var komist í skoðanakönnun sem gerð var í löndunum tveimur. Erlent 15.6.2005 00:01 Ólæknandi heilaskaði staðfestur Krufning á Terri Schiavo hefur leitt í ljós að heilaskaði hennar var það mikill að bati var útilokaður. Erlent 15.6.2005 00:01 « ‹ ›
Ekki búist við niðurstöðu á fundi Ekki er búist við að nein niðurstaða náist um fjármál Evrópusambandsins á fundi leiðtoga landa sambandsins sem haldinn verður síðar í dag. Aðallega er deilt um 400 milljarða skattaafslátt Breta sem samið var um árið 1984 á þeim forsendum að þeir fengju minna í styrki en önnur lönd. Öll lönd sambandsins, önnur en Bretar, vilja að afslátturinn verði afnuminn hið fyrsta. Erlent 16.6.2005 00:01
Herþota brotlenti í bakgarðinum Meira en þrettán hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Arizona í Bandaríkjunum í gærkvöldi þegar herþota brotlenti í bakgarði íbúðarhúss. Flugmaðurinn slapp með lítils háttar meiðsl og ekki er vitað til þess að neinn annar hafi slasast þó að kviknað hafi í húsinu. Mikil hætta var á ferðum þar sem inni í þotunni voru fjórar 200 kílógramma sprengjur og mikið af skotfærum. Erlent 16.6.2005 00:01
Gripu samstarfsmann al-Zarqawis Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hann hefði handsamað háttsettan samstarfsmann Abus Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaida í Írak, nærri Mósúl. Mohammed Khalif Shaiker, sem einnig gengur undir nafninu emírinn af Mósúl, var handtekinn á þriðjudaginn var eftir að íbúar í Mósúl höfðu vísað á hann. Hann veitti litla mótspyrnu við handtökuna að sögn talsmanns Bandaríkjahers. Erlent 16.6.2005 00:01
Hyggjast sniðganga kosningar Íranar hyggjast margir hverjir sniðganga kosningar á morgun þar sem þeir vilja breytingar í landinu. Þeir eru hins vegar ekki sammála um hvaða breytingar. Hver sem verður kosinn munu harðlínumenn eftir sem áður ráða mestu. Erlent 16.6.2005 00:01
Segir bin Laden ekki í Afganistan Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, Zalemy Khalilzad, telur að hvorki Osama bin Laden né Mohammed Mullah Omar, leiðtogi talibana, séu í landinu. Þetta lét sendiherrann hafa eftir sér á síðasta blaðamannafundi sínum í Afganistan en hann færir sig nú til Íraks þar sem hann mun gegna sama embætti. Khalilzad vildi ekki gefa upp hvart hann teldi að tvímenningarnir væru niður komnir en lesa mátti úr orðum hans að þeir væru hugsanlega í Pakistan. Erlent 16.6.2005 00:01
Danir styðja afnám hvalveiðibanns Eina leiðin til að vernda hvali er að afnema hið algera bann við veiðum í atvinnuskyni sem verið hefur í gildi frá því árið 1986. Þetta hefur danska blaðið Politiken eftir Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur. Erlent 16.6.2005 00:01
Kosningabaráttu lokið í Íran Líflegri forsetakosningabaráttu lauk í nótt í Íran. Ungt fólk var áberandi á kosningasamkundum þrátt fyrir lítinn stjórnmálaáhuga en margir sögðust þar einungis til að skemmta sér. Erlent 16.6.2005 00:01
Deep Throat gerir útgáfusamning Mark Felt, maðurinn sem nýverið gekkst við því að vera hinn svokallaði "Depp Throat" í Watergatemálinu, hefur nú selt Public Affairs útgáfufyrirtækinu réttinn á bæði ævisögu sinni og því að gera kvikmynd um líf sitt. Erlent 16.6.2005 00:01
Afboðar líklega þjóðaratkvæði Danir munu að öllum líkindum afboða þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarsáttmála Evrópusambandsins, en hún átti að fara fram 27. september næstkomandi. Heimildarmaður <em>Reuters </em>segir Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hafa miklar efasemdir um að samkomulag náist innan Evrópusambandsins um hvernig haga beri framhaldinu eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarsáttmálanum fyrir skemmstu. Erlent 16.6.2005 00:01
Leystu upp eiturlyfjahring Lögregluyfirvöld á Ítalíu, Spáni og í Suður-Ameríku hafa leyst upp alþjóðlegan eiturlyfjahring og handtekið fjórtán menn og lagt hald á hálft tonn af kókaíni. Að sögn lögreglunnar á Ítalíu hafði hringurinn um nokkurt skeið séð um flutning eiturlyfja frá Suður-Ameríku til Evrópu. Erlent 16.6.2005 00:01
Kasparov gagnrýnir lögreglu Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur gagnrýnt rússnesku lögregluna harðlega fyrir að hafa ráðist að mótmælendum með ofbeldi við réttarhöldin yfir Mikhail Khodorkovsky. Erlent 16.6.2005 00:01
Vill neyðarfund um framtíð ESB Jacques Chirac Frakklandsforseti fór fram á það í dag að haldinn yrði sérstakur neyðarfundur um framtíð Evrópusambandsins í ljósi þess vanda sem upp er kominn vegna þess að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrársáttmála sambandsins. Á fundi með öðrum leiðtogum ESB í Brussel í dag sagði Chirac að nauðsynlegt væri að ræða hvernig brúa mætti bilið milli sambandsins og almennings í álfunni. Erlent 16.6.2005 00:01
Dóu í aurskriðu í Gvatemala Að minnsta kosti nítján manns létust þegar aurskriða æddi yfir bæinn San Antonio Senahu í fjallahéruðum Gvatemala í dag. Rigningar og flóð eru talin hafa komið aurskriðunni af stað og er fjöldi húsa og bíla í bænum á kafi í aurnum. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka en björgunarstörf standa enn yfir. Erlent 16.6.2005 00:01
Gagnrýna ESB fyrir Hamas-tengsl Ísraelsk stjórnvöld sögðust í gær hafa lagt inn formleg mótmæli hjá Evrópusambandinu gegn auknum samskiptum þeirra við hin herskáu Hamas-samtök Palestínumanna. Talsmenn Hamas staðfestu að tengsl við erindreka ESB færust í aukana. Erlent 16.6.2005 00:01
Arftaki Concorde Frakkar og Japanir hafa hafið samstarf um þróun á nýrri háhraðaþotu sem gæti tekið við hlutverki Concorde-þotanna sem lagt var fyrir fullt og allt í fyrra. Fyrirtæki frá báðum löndum hafa skuldbundið sig til að verja samtals 1,84 milljónum Bandaríkjadala árlega næstu þrjú ár til að þróa hugmyndina. Erlent 16.6.2005 00:01
Snyrtileg höfuðföt á Ascot Það er höfuðmál að vera glæsilegur til höfuðsins á konunglegu Ascot-veðreiðunum í Bretlandi en þær standa nú sem hæst. Það þykir að vísu reginhneyksli að aðallinn sem sækir þessar veðreiðar heim þurfi nú að fara alla leið til York til að vera við þær og hattatískan virðist ekki hafa batnað við flutningana. Hattarnir gætu þó komið að góðum notum því að í gær var veðrið heldur nöturlegt: rok og rigning. Erlent 16.6.2005 00:01
Eigi ekki í viðræðum við Mladic Serbnesk yfirvöld neita því með öllu að þau reyni nú að semja við fyrrverandi hershöfðinga Bosníu-Serba, Ratko Mladic, um að hann gefi sig fram við yfirvöld og verði í kjölfarið framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Erlent 16.6.2005 00:01
Sprengjutilræði í Sofíu Sex slösuðust þegar sprengja sprakk undir bíl í úthverfi Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, í dag. Talsmaður innanríkisráðuneytis Búlgaríu sagði í samtali við <em>Reuters</em>-fréttastofuna að ekki væri ljóst hver stæði á bak við tilræðið en hann taldi ólíklegt að um hryðjuverkaárás væri að ræða. Deilur milli glæpaklíkna, sem eru atkvæðamiklar í landinu, eru sagðar hafa kostað fjölda fólks lífið undanfarið ár en tilræðum sem þessum hefur verið beitt í átökunum. Erlent 16.6.2005 00:01
Héldu börnum í gíslingu Eitt barn og tveir byssumenn létu lífið þegar lögregla réðst til atlögu og yfirbugaði mannræningja í Kambódíu sem höfðu haldið tæplega þrjátíu leikskólabörnum í gíslingu í morgun. Sex menn vopnaðir byssum ruddust inn í leikskólann í morgun og tóku um fjörutíu börn í gíslingu en ellefu þeirra var sleppt fljótlega. Erlent 16.6.2005 00:01
Svartsýni á árangur Við upphaf tveggja daga leiðtogafundar Evrópusambandsins í Brussel í gær kallaði Jacques Chirac Frakklandsforseti eftir því að efnt verði til sérstaks leiðtogafundar aðildarríkjanna 25 um framtíð sambandsins. "Þetta er einn erfiðasti leiðtogafundur sem við höfum nokkru sinni haldið," sagði Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar. Erlent 16.6.2005 00:01
Vill stofna OPEC-samtök fiskveiða Færeyingurinn Högni Hoydal lagði til á fiskveiðiráðstefnu vestnorræna ráðsins, sem haldin er í Þórshöfn í Færeyjum, að stofnuð yrðu í samstarfi við Noreg ný fiskveiðisamtök, nokkurs konar OPEC-samtök fiskveiðanna, eins og hann orðaði það með skírskotun til samtaka olíuframleiðsluríkja. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Erlent 16.6.2005 00:01
Bjóða upp áritaða Mein Kampf Áhugasamir geta nú boðið í eintak af Mein Kampf, áritað af sjálfum Adolf Hitler. Bókin fannst í einni af skrifstofum Hitlers skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Eintakið verður boðið upp hjá Bloomsbury í Bretlandi og búist er við að til að hreppa hnossið þurfi að reiða fram um það bil þrjár milljónir íslenskra króna. Erlent 15.6.2005 00:01
Mannskæð árás í Bagdad Sjálfsmorðssprengjumaður myrti nú rétt áðan sextán manns þegar hann sprengdi sig í loft upp á veitingastað í Bagdad. Veitingastaðurinn er mikið sóttur af írökskum hermönnum. Frengir af árásinni eru enn óljósar en þó er vitað að sextán biðu bana í henni. Erlent 15.6.2005 00:01
UNICEF aftur til starfa í Sómalíu Starfsmenn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sneru aftur til starfa í norðausturhluta Sómalíu í dag, þremur vikum eftir að þeir höfðu fengið líflátshótanir. Í tilkynningu frá barnahjálpinni segir hún hafi leyst deilur við yfirvöld í Puntland-héraði og að unnið verði sameiginlega að velferð barna í héraðinu. Barnhjálpin lokaði í síðasta mánuði skrifstofum sínum í héraðinu eftir að starfsmenn hennar höfðu fengið nokkrar líflátshótanir, en róstusamt hefur verið í landinu í 14 ár. Erlent 15.6.2005 00:01
Ástralskur gísl frelsaður Íraskir og bandarískir hermenn frelsuðu í gær ástralskan gísl sem hafði verið í haldi mannræningja í 47 daga. Þá fórust tugir Íraka í sjálfsmorðssprengjutilræðum. Erlent 15.6.2005 00:01
Lítil áhrif aukinnar framleiðslu Olíuframleiðsla verður aukin til að slá á verðið á olíufatinu en talið er ólíklegt að það hafi nokkur áhrif. Erlent 15.6.2005 00:01
Segir bin Laden á lífi Akthar Usmani, háttsettur foringi talebana, sagði í viðtali sem birt var á pakistönsku einkasjónvarpsstöðinni Geo í gær að Osama bin Laden og talebanaleiðtoginn Mullah Omar væru báðir á lífi og við góða heilsu. Erlent 15.6.2005 00:01
Frakkar sakna frankans Þrír af hverjum fimm Frökkum sakna frankans, gjaldmiðilsins sem evran leysti af hólmi fyrir þremur árum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem gerð var fyrir franska tímaritið <em>Valeurs Actuelles</em> og undirstrikar frekar afstöðu margra Frakka til samstarfs innan Evrópusambandsins, en eins og kunnugt er felldu Frakkar stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu á dögunum. Erlent 15.6.2005 00:01
Voru ekki að hafna ESB Franskir og hollenskir kjósendur voru ekki að hafna Evrópusambandinu er þeir greiddu atkvæði gegn stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunum um síðustu mánaðamót. Að þessari niðurstöðu var komist í skoðanakönnun sem gerð var í löndunum tveimur. Erlent 15.6.2005 00:01
Ólæknandi heilaskaði staðfestur Krufning á Terri Schiavo hefur leitt í ljós að heilaskaði hennar var það mikill að bati var útilokaður. Erlent 15.6.2005 00:01