Erlent Flugskeyti skotið að herþyrlu? Tveir bandarískir hermenn féllu þegar bandarísk herþyrla brotlenti norður af Baghdad, höfuðborg Íraks í morgun. Vitni segja að flugskeyti hafi verið skotið að vélinni, en það hefur ekki fengist staðfest. Tvímenningarnir voru einir um borð í vélinni.</font /> Erlent 27.6.2005 00:01 Hefja plútóníumframleiðslu á ný Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefið grænt ljós á plútóníumframleiðslu í fyrsta sinn síðan kalda stríðinu lauk. Dagblaðið <em>New York Times</em> greinir frá því að fyrir dyrum standi að framleiða um hundrað og fimmtíu kíló ef efninu á næstu þrjátíu árum. Erlent 27.6.2005 00:01 Herþyrla brotlenti nærri Bagdad Bandarísk herþyrla brotlenti norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Aðeins tveir voru um borð í þyrlunni en ekki er enn vitað um afdrif þeirra. Erlent 27.6.2005 00:01 Breytt stefna í innflytjendamálum Hægriflokkurinn Venstre í Danmörku hefur breytt stefnu sinni í innflytjendamálum dálítið. Hann vill ekki fleiri flóttamenn en vill hins vegar að duglegu, vel menntuðu fólki verði gert kleift að koma til landsins. Erlent 27.6.2005 00:01 Milljarðar í fangelsisbyggingar Fangelsi fyrir rúma þrjá milljarða króna eru að rísa í Írak. Bandaríkjamenn fjármagna gerð fangelsanna sem ætlað er að hýsa þær þúsundir uppreisnarmanna sem búið er að handtaka í landinu. Erlent 27.6.2005 00:01 Forsetinn viðurkennir mistök Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, viðurkenndi í dag að hún hefði gert mistök með því að hringja í kjörstjórnarmeðlim fyrir forsetakosningarnar og segjast óska þess að hún ynni með milljón atkvæða mun. Hún ætlar samt ekki að segja af sér. Erlent 27.6.2005 00:01 Fangelsum fjölgað í Írak Bandaríkjamenn áforma að byggja ný fangelsi í Írak og stækka þau sem fyrir eru þannig að halda megi allt að 16.000 manns í einu. Erlent 27.6.2005 00:01 Yfir 50 tonn af eiturlyfjum brennd Lögreglan í Íran brenndi yfir fimmtíu tonn af eiturlyfjum í gær á degi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst sem alþjóðlegan dag gegn eiturlyfjum. Aðallega var um að ræða heróín og ópíum en þó er ekki nákvæmlega vitað hvernig lögreglunni tókst að komast yfir svo mikið af efnum. Erlent 27.6.2005 00:01 Sjónvarpið í farsímann Farsímaeigendum í Kína gefst nú kostur á að horfa á sjónvarpsþátt sem er gerður fyrir farsíma. Þátturinn heitir Stefnumót og fjallar um tvo mótorhjólakappa sem reyna að vinna hylli sömu konunnar. Hver þáttur er fimm mínútur á lengd og er hægt að horfa á hann í sérstökum farsímum gegn vægu gjaldi. Erlent 27.6.2005 00:01 Íraksstríðið í 10-12 ár enn? Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir 10 til 12 ár geta liðið áður en ró komist á í Írak. Hann staðfesti þó í gær að bandarískir embættismenn í Írak hefðu átt viðræður við leiðtoga uppreisnarmanna í landinu. Erlent 27.6.2005 00:01 Áfrýjar dómi í hópnauðgunarmáli Mukhtaran Mai, pakistanska konan sem var nauðgað af hópi karlmanna árið 2002 eftir skipun öldungaráðs í þorpinu hennar, áfrýjaði í dag máli sínu til hæstaréttar. Hún segist vonast til að hæstiréttur staðfesti upphaflegan dauðadóm yfir sex mannanna. Erlent 27.6.2005 00:01 Þrílitað áróðursstríð Ólga fer nú vaxandi í Ísrael vegna brottflutnings landnema frá Gaza-ströndinni sem hefjast á í ágúst. Enn sem komið er eru mótmælin þó að mestu friðsamleg. Erlent 27.6.2005 00:01 Forseti Filippseyja segist saklaus Mikil mótmæli hafa verið á Filippseyjum að undanförnu gegn Gloriu Arroyo, forseta landsins, en hún er sökuð um að hafa staðið að kosningasvindli. Erlent 27.6.2005 00:01 Klæðskiptingar í Indónesíu Tíu íslamskir öfgamenn reyndu að stöðva fegurðarsamkeppni indónesískra klæðskiptinga. Fegurðarsamkeppnin var haldin í næturklúbbi í Djakarta og var hún rétt hafin þegar tímenningar ruddust inn og létu illum látum. Erlent 27.6.2005 00:01 Bann við boðorðunum tíu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað um að dómshús skuli héðan af ekki hafa boðorðin tíu til sýnis. Dómshúsin sem um ræddi voru í fylkinu Kentucky og taldi dómurinn að trúarleg merking boðorðanna þar væri svo mikil að hún gengi gegn stjórnarskrárreglu um aðskilnað ríkis og kirkju. Erlent 27.6.2005 00:01 Hitabylgja á Ítalíu Enn ein hitabylgjan gengur nú yfir Ítalíu. Heilbrigðisráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til eldri borgara að halda sig heima við og mælist til þess að yfirvöld fylgist vel með eldra fólki sem býr eitt. Erlent 27.6.2005 00:01 Olían hefur aldrei verið dýrari Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu er farið að hafa veruleg áhrif á hagkerfi ýmissa þjóða en undanfarið hefur verð á tunnu af olíu farið yfir 60 dollara og margir spá enn frekari hækkunum framundan. Erlent 27.6.2005 00:01 STASI-aðferðir í Svíþjóð Sænsk skattayfirvöld hafa verið sökuð um að beita STASI-aðferðum við að koma höndum yfir þá sem stunda svarta vinnu. Þau ætla að reiða sig á uppljóstrara. Erlent 26.6.2005 00:01 Grunur um fuglaflensu í Japan Grunur leikur á að fuglaflensa hafi valdið því að hundruð hænsna í austurhluta Japans drápust fyrr á þessu ári. Nokkur hundruð hænsn drápust á kjúklingabúi þar sem eru að jafnaði á þriðja tug þúsunda hænsna og telja embættismenn á svæðinu nú að hugsanlega megi rekja þetta til fuglaflensu. Erlent 26.6.2005 00:01 Saumuðu varir fangans saman Sjö lögreglumönnum hefur verið sagt upp í Pakistan eftir að upp komst að þeir hafi saumað saman varir á fanga sem var í þeirra vörslu. Skýringin sem gefin var á athæfinu var sú að fanginn hafi mótmælt pyntingum sem lögreglumennirnir hafi verið að beita hann. Erlent 26.6.2005 00:01 Tala látinna tvöfaldast Fjörutíu og tveir hafa látist af völdum eitrunar í áfengum drykk í Kenía um helgina. Talið er að miklu magni af metanóli hafi verið blandað í drykkinn til að auka alkóhólmagn hans. Fólkið mun hafa fengið bruggið á krá í þorpi skammt frá Naíróbí, höfuðborg Kenía, og veiktist í kjölfarið heiftarlega. Erlent 26.6.2005 00:01 Hagsmunir Írana á oddinum Íranar munu halda áfram kjarnorkuviðræðum við Evrópusambandið með hagsmuni sína að leiðarljósi. Þetta sagði nýkjörinn forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, á blaðamannafundi í dag. Aðspurður sagði forsetinn einnig að hann sæi enga þörf á sérstökum viðræðum við Bandaríkjamenn um kjarnorkuframleiðslu þjóðar sinnar. Erlent 26.6.2005 00:01 178 talíbanar felldir Hundrað sjötíu og átta bardagamenn úr röðum talíbana í Afganistan hafa verið drepnir á undanförnum þremur dögum og fimmtíu og sex hafa verið handsamaðir. Þetta segir talsmaður varnarmálaráðuneytisins í Kabúl. Þetta er eitthvert mesta mannfall í röðum talíbana síðan þeir voru hraktir frá völdum í stríðinu 2001. Erlent 26.6.2005 00:01 Á fjórða tug liggur í valnum Á fjórða tug manna liggur í valnum eftir röð hryðjuverkaárása í bænum Mósúl í Írak í morgun. Maður sprengdi sig í loft upp við varðstöð við sjúkrahús, annar við aðalstöðvar lögreglunnar og sá þriðji við herbækistöð í borginni. Erlent 26.6.2005 00:01 Engar samningaviðræður í gangi Talsmenn bandarískra og írakskra hersveita segja að þeir eigi í viðræðum við leiðtoga uppreisnarmanna í Írak, klerka og hópa sem tengdir eru súnní-aröbum til að fá fleiri að pólitískri uppbyggingu landsins. Aðspurðir neituðu talsmennirnir hins vegar að þetta séu samningaviðræður hvers konar eins og haldið er fram í <em>Sunday Times</em> í dag. Erlent 26.6.2005 00:01 Sósíalistar lýsa yfir sigri Sósíalistar hafa lýst yfir sigri í kjölfar þingkosninga í Búlgaríu. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin var Sósíalistaflokkurinn með ríflega 31% atkvæða sem er þó langt undir því sem kannanir gáfu til kynna. Þetta þýðir að erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Erlent 26.6.2005 00:01 Óbreytt kjarnorkuáætlun Mahmoud Ahmadinejad, nýkjörinn forseti Írans, lýsti því yfir á blaðamannafundi í gær að hann hygðist beita sér fyrir því að kjarnorkuáætlun landsins yrði haldið áfram. Erlent 26.6.2005 00:01 Fuglaflensa í Japan Meira en 800 hænsn hafa drepist úr fuglaflensu í Japan síðan í apríl. Flensan kom einnig upp í landinu í fyrra en þá drápust meira en 300 þúsund fuglar. Smit fannst í manni í Japan í fyrra en enginn hefur látist þar. Erlent 26.6.2005 00:01 Sextán látnir í Mósúl Sextán hið minnsta fórust í sjálfsmorðsárás í borginni Mósúl í Írak í morgun. Þá ók maður bíl fylltum sprengiefni á höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni og sprengdi sig í loft upp. Hluti byggingarinnar hrundi og fimm lögreglumenn fórust. Fjórtán eru sárir. Erlent 26.6.2005 00:01 Enn hörmungarástand á svæðunum Hörmungarástand er ennþá á hamfarasvæðunum í Asíu þar sem flóðbylgjan annan dag jóla olli gjöreyðileggingu. Uppbygging gengur afar hægt og fórnarlömbin þarfnast enn mikillar hjálpar, hálfu ári síðar. Erlent 26.6.2005 00:01 « ‹ ›
Flugskeyti skotið að herþyrlu? Tveir bandarískir hermenn féllu þegar bandarísk herþyrla brotlenti norður af Baghdad, höfuðborg Íraks í morgun. Vitni segja að flugskeyti hafi verið skotið að vélinni, en það hefur ekki fengist staðfest. Tvímenningarnir voru einir um borð í vélinni.</font /> Erlent 27.6.2005 00:01
Hefja plútóníumframleiðslu á ný Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefið grænt ljós á plútóníumframleiðslu í fyrsta sinn síðan kalda stríðinu lauk. Dagblaðið <em>New York Times</em> greinir frá því að fyrir dyrum standi að framleiða um hundrað og fimmtíu kíló ef efninu á næstu þrjátíu árum. Erlent 27.6.2005 00:01
Herþyrla brotlenti nærri Bagdad Bandarísk herþyrla brotlenti norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Aðeins tveir voru um borð í þyrlunni en ekki er enn vitað um afdrif þeirra. Erlent 27.6.2005 00:01
Breytt stefna í innflytjendamálum Hægriflokkurinn Venstre í Danmörku hefur breytt stefnu sinni í innflytjendamálum dálítið. Hann vill ekki fleiri flóttamenn en vill hins vegar að duglegu, vel menntuðu fólki verði gert kleift að koma til landsins. Erlent 27.6.2005 00:01
Milljarðar í fangelsisbyggingar Fangelsi fyrir rúma þrjá milljarða króna eru að rísa í Írak. Bandaríkjamenn fjármagna gerð fangelsanna sem ætlað er að hýsa þær þúsundir uppreisnarmanna sem búið er að handtaka í landinu. Erlent 27.6.2005 00:01
Forsetinn viðurkennir mistök Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, viðurkenndi í dag að hún hefði gert mistök með því að hringja í kjörstjórnarmeðlim fyrir forsetakosningarnar og segjast óska þess að hún ynni með milljón atkvæða mun. Hún ætlar samt ekki að segja af sér. Erlent 27.6.2005 00:01
Fangelsum fjölgað í Írak Bandaríkjamenn áforma að byggja ný fangelsi í Írak og stækka þau sem fyrir eru þannig að halda megi allt að 16.000 manns í einu. Erlent 27.6.2005 00:01
Yfir 50 tonn af eiturlyfjum brennd Lögreglan í Íran brenndi yfir fimmtíu tonn af eiturlyfjum í gær á degi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst sem alþjóðlegan dag gegn eiturlyfjum. Aðallega var um að ræða heróín og ópíum en þó er ekki nákvæmlega vitað hvernig lögreglunni tókst að komast yfir svo mikið af efnum. Erlent 27.6.2005 00:01
Sjónvarpið í farsímann Farsímaeigendum í Kína gefst nú kostur á að horfa á sjónvarpsþátt sem er gerður fyrir farsíma. Þátturinn heitir Stefnumót og fjallar um tvo mótorhjólakappa sem reyna að vinna hylli sömu konunnar. Hver þáttur er fimm mínútur á lengd og er hægt að horfa á hann í sérstökum farsímum gegn vægu gjaldi. Erlent 27.6.2005 00:01
Íraksstríðið í 10-12 ár enn? Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir 10 til 12 ár geta liðið áður en ró komist á í Írak. Hann staðfesti þó í gær að bandarískir embættismenn í Írak hefðu átt viðræður við leiðtoga uppreisnarmanna í landinu. Erlent 27.6.2005 00:01
Áfrýjar dómi í hópnauðgunarmáli Mukhtaran Mai, pakistanska konan sem var nauðgað af hópi karlmanna árið 2002 eftir skipun öldungaráðs í þorpinu hennar, áfrýjaði í dag máli sínu til hæstaréttar. Hún segist vonast til að hæstiréttur staðfesti upphaflegan dauðadóm yfir sex mannanna. Erlent 27.6.2005 00:01
Þrílitað áróðursstríð Ólga fer nú vaxandi í Ísrael vegna brottflutnings landnema frá Gaza-ströndinni sem hefjast á í ágúst. Enn sem komið er eru mótmælin þó að mestu friðsamleg. Erlent 27.6.2005 00:01
Forseti Filippseyja segist saklaus Mikil mótmæli hafa verið á Filippseyjum að undanförnu gegn Gloriu Arroyo, forseta landsins, en hún er sökuð um að hafa staðið að kosningasvindli. Erlent 27.6.2005 00:01
Klæðskiptingar í Indónesíu Tíu íslamskir öfgamenn reyndu að stöðva fegurðarsamkeppni indónesískra klæðskiptinga. Fegurðarsamkeppnin var haldin í næturklúbbi í Djakarta og var hún rétt hafin þegar tímenningar ruddust inn og létu illum látum. Erlent 27.6.2005 00:01
Bann við boðorðunum tíu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað um að dómshús skuli héðan af ekki hafa boðorðin tíu til sýnis. Dómshúsin sem um ræddi voru í fylkinu Kentucky og taldi dómurinn að trúarleg merking boðorðanna þar væri svo mikil að hún gengi gegn stjórnarskrárreglu um aðskilnað ríkis og kirkju. Erlent 27.6.2005 00:01
Hitabylgja á Ítalíu Enn ein hitabylgjan gengur nú yfir Ítalíu. Heilbrigðisráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til eldri borgara að halda sig heima við og mælist til þess að yfirvöld fylgist vel með eldra fólki sem býr eitt. Erlent 27.6.2005 00:01
Olían hefur aldrei verið dýrari Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu er farið að hafa veruleg áhrif á hagkerfi ýmissa þjóða en undanfarið hefur verð á tunnu af olíu farið yfir 60 dollara og margir spá enn frekari hækkunum framundan. Erlent 27.6.2005 00:01
STASI-aðferðir í Svíþjóð Sænsk skattayfirvöld hafa verið sökuð um að beita STASI-aðferðum við að koma höndum yfir þá sem stunda svarta vinnu. Þau ætla að reiða sig á uppljóstrara. Erlent 26.6.2005 00:01
Grunur um fuglaflensu í Japan Grunur leikur á að fuglaflensa hafi valdið því að hundruð hænsna í austurhluta Japans drápust fyrr á þessu ári. Nokkur hundruð hænsn drápust á kjúklingabúi þar sem eru að jafnaði á þriðja tug þúsunda hænsna og telja embættismenn á svæðinu nú að hugsanlega megi rekja þetta til fuglaflensu. Erlent 26.6.2005 00:01
Saumuðu varir fangans saman Sjö lögreglumönnum hefur verið sagt upp í Pakistan eftir að upp komst að þeir hafi saumað saman varir á fanga sem var í þeirra vörslu. Skýringin sem gefin var á athæfinu var sú að fanginn hafi mótmælt pyntingum sem lögreglumennirnir hafi verið að beita hann. Erlent 26.6.2005 00:01
Tala látinna tvöfaldast Fjörutíu og tveir hafa látist af völdum eitrunar í áfengum drykk í Kenía um helgina. Talið er að miklu magni af metanóli hafi verið blandað í drykkinn til að auka alkóhólmagn hans. Fólkið mun hafa fengið bruggið á krá í þorpi skammt frá Naíróbí, höfuðborg Kenía, og veiktist í kjölfarið heiftarlega. Erlent 26.6.2005 00:01
Hagsmunir Írana á oddinum Íranar munu halda áfram kjarnorkuviðræðum við Evrópusambandið með hagsmuni sína að leiðarljósi. Þetta sagði nýkjörinn forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, á blaðamannafundi í dag. Aðspurður sagði forsetinn einnig að hann sæi enga þörf á sérstökum viðræðum við Bandaríkjamenn um kjarnorkuframleiðslu þjóðar sinnar. Erlent 26.6.2005 00:01
178 talíbanar felldir Hundrað sjötíu og átta bardagamenn úr röðum talíbana í Afganistan hafa verið drepnir á undanförnum þremur dögum og fimmtíu og sex hafa verið handsamaðir. Þetta segir talsmaður varnarmálaráðuneytisins í Kabúl. Þetta er eitthvert mesta mannfall í röðum talíbana síðan þeir voru hraktir frá völdum í stríðinu 2001. Erlent 26.6.2005 00:01
Á fjórða tug liggur í valnum Á fjórða tug manna liggur í valnum eftir röð hryðjuverkaárása í bænum Mósúl í Írak í morgun. Maður sprengdi sig í loft upp við varðstöð við sjúkrahús, annar við aðalstöðvar lögreglunnar og sá þriðji við herbækistöð í borginni. Erlent 26.6.2005 00:01
Engar samningaviðræður í gangi Talsmenn bandarískra og írakskra hersveita segja að þeir eigi í viðræðum við leiðtoga uppreisnarmanna í Írak, klerka og hópa sem tengdir eru súnní-aröbum til að fá fleiri að pólitískri uppbyggingu landsins. Aðspurðir neituðu talsmennirnir hins vegar að þetta séu samningaviðræður hvers konar eins og haldið er fram í <em>Sunday Times</em> í dag. Erlent 26.6.2005 00:01
Sósíalistar lýsa yfir sigri Sósíalistar hafa lýst yfir sigri í kjölfar þingkosninga í Búlgaríu. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin var Sósíalistaflokkurinn með ríflega 31% atkvæða sem er þó langt undir því sem kannanir gáfu til kynna. Þetta þýðir að erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Erlent 26.6.2005 00:01
Óbreytt kjarnorkuáætlun Mahmoud Ahmadinejad, nýkjörinn forseti Írans, lýsti því yfir á blaðamannafundi í gær að hann hygðist beita sér fyrir því að kjarnorkuáætlun landsins yrði haldið áfram. Erlent 26.6.2005 00:01
Fuglaflensa í Japan Meira en 800 hænsn hafa drepist úr fuglaflensu í Japan síðan í apríl. Flensan kom einnig upp í landinu í fyrra en þá drápust meira en 300 þúsund fuglar. Smit fannst í manni í Japan í fyrra en enginn hefur látist þar. Erlent 26.6.2005 00:01
Sextán látnir í Mósúl Sextán hið minnsta fórust í sjálfsmorðsárás í borginni Mósúl í Írak í morgun. Þá ók maður bíl fylltum sprengiefni á höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni og sprengdi sig í loft upp. Hluti byggingarinnar hrundi og fimm lögreglumenn fórust. Fjórtán eru sárir. Erlent 26.6.2005 00:01
Enn hörmungarástand á svæðunum Hörmungarástand er ennþá á hamfarasvæðunum í Asíu þar sem flóðbylgjan annan dag jóla olli gjöreyðileggingu. Uppbygging gengur afar hægt og fórnarlömbin þarfnast enn mikillar hjálpar, hálfu ári síðar. Erlent 26.6.2005 00:01