Erlent Árásum linnir ekki í Bagdad Sprengja sprakk við herstöð á bökkum Tígrisár í Bagdad nú í morgun. Að sögn lögreglu eru fjölmargir slsaðir, en uppýsingar eru af skornum skammti enn þá. Ljóst er þó að um sjálfsmorðsárás er að ræða. Önnur sprengja sprakk í höfuðborginni fyrr í morgun og þá féllu að minnsta kosti sjö manns í valinn og meira en fjörutíu særðust. Erlent 10.5.2005 00:01 Samið um nánara samstarf Rússland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag um nánara samstarf á ýmsum sviðum, þar á meðal í efnahags- og öryggismálum. Samkipti Rússlands og sambandsins hafa verið stirð um nokkurt skeið, m.a. vegna málefna Tsjetsjeníu og stækkunar ESB í austur en auk þess hafa nokkur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna viljað nánari samskiptið Vestur-Evrópu. Erlent 10.5.2005 00:01 Rafsanjani í forsetaframboð Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, mun bjóða sig fram til embættisins aftur. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir nánum aðstoðarmönnum hans í dag. Þeir segja að von sé á yfirlýsingu frá forsetanum fyrrverandi innan nokkurra stunda. Rafsanjani, sem er sjötugur, var við völd í landinu á árunum 1989-1997 en hann er hófsamur íhaldsmaður sem þykir hallur undir Vesturlönd. Erlent 10.5.2005 00:01 Hitti aðalandstæðing Pútíns Það þykir táknrænt og segja meira en mörg orð um minnkandi velvild í garð Pútíns Rússlandsforseta að Bush Bandaríkjaforseti fór beint frá hátíðarhöldunum á Rauða torginu í gær til Georgíu að heimsækja einn höfuðandstæðing Pútíns. Erlent 10.5.2005 00:01 Grikkir noti aðeins nafnið fetaost Lögfræðilegur ráðgjafi við Evrópudómstólinn hefur lagt það til að Grikkir fái einir að kalla fetaost því nafni og hvetur dómstólinn til þess að vísa frá málum Dana og Þjóðverja sem einnig vilja nota heitið á sína framleiðslu. Erlent 10.5.2005 00:01 Ruglað saman af ásettu ráði Vera má að Abu Faraj al-Libbi sem handtekinn var í síðustu viku í Pakistan sé ekki eins hátt settur innan al-Kaída eins og stjórnvöld halda fram. Erlent 10.5.2005 00:01 Noregur sæki um árið 2007 Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, segir að árið 2007, þegar gera megi ráð fyrir að stjórnarskrársáttmáli Evrópusambandsins verði genginn í gildi, verði Norðmenn að gera aftur upp hug sinn til aðildar að sambandinu. Erlent 10.5.2005 00:01 Stjórnarfar stöðugast á Íslandi Hvergi í heiminum er stjórnarfarslegur stöðugleiki jafn mikill og á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Alþjóðabankans sem birtist í dag. Fyrir utan Ísland er stöðugleikinn mestur í Lúxemborg og Finnlandi. Stórveldi eins og Frakkland og Bandaríkin eru hins vegar neðarlega á listanum, eða í 79. og 82. sæti. Erlent 10.5.2005 00:01 Héraðsstjóra rænt í Írak Byssumenn hafa rænt héraðsstjóranum í hinu róstusama Anbar-héraði í Írak ásamt fjórum lífvörðum hans. Frá þessu greindi bróðir hans í dag. Raja Nawaf hafði nýverið tekið við héraðsstjórn í Anbar en honum var rænt á veginum frá bænum Qaim nærri landamærunum að Sýrlandi og segir bróðir hans, Hamed, í samtali við <em>Reuters-fréttastofuna</em> að farið hafi verið með hann til Ramadi sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. Erlent 10.5.2005 00:01 Helfararminnismerki vígt í Berlín Nýtt minnismerki um helför nasista gegn gyðingum var vígt í Berlín í gær. Tilkoma þessa risastóra minnismerkis, sem er samsett úr yfir 2.700 misstórum steypublokkum, hefur átt sér langan aðdraganda en það var nú loks opnað almenningi við hátíðlega athöfn. Erlent 10.5.2005 00:01 Gætti þess að styggja ekki Rússa George Bush, Bandaríkjaforseti, sýndi af sér kæti og dansaði fyrir gestgjafa sína í opinberri heimsókn til Georgíu. Hann hældi þarlendum stjórnvöldum á hvert reipi en passaði sig þó á því, að reita ekki Rússa til reiði. Erlent 10.5.2005 00:01 Hungursneyð vofir yfir Eþíópíu 300 þúsund börn kunna að látast úr vannæringu í Eþíópíu á þessu ári einu saman ef ekki berast matargjafir og peningar til landsins. Þetta segir yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í landinu. Að hans sögn þurfa nauðsynlega að berast 13 milljónir Bandaríkjadala á næstu tveimur mánuðum til þess að það verði hægt að kaupa mat fyrir 170 þúsund börn sem nú þegar eru í lífshættu vegna hungurs. Erlent 10.5.2005 00:01 Tekinn af lífi fyrir fíkniefnabrot Tamílskur karlmaður verður tekinn af lífi í Singapúr fyrir að hafa eitt kíló af hassi í fórum sínum. Börn hans, fjórtán ára tvíburar, hafa barist ötullega gegn aftökunni en án árangurs. Maðurinn var handtekinn við landamæri Singapúrs og Malasíu í ágúst 2003 og lýsti forseti Singapúrs því yfir í síðasta mánuði að engin miskunn yrði sýnd. Erlent 10.5.2005 00:01 Ekki slakað á áritanareglum Ekki náðist samkomulag um að Evrópusambandið slakaði á reglum um vegabréfsáritanir fyrir rússneska ríkisborgara á leiðtogafundi Rússlands og ESB í Moskvu í gær. En endurnýjuðum samstarfs- og viðskiptasamningi Rússa og sambandsins var þó fagnað sem stórum áfanga að bættum tengslum. Erlent 10.5.2005 00:01 Í vandræðum vegna gíslamála Uppreisnarmenn í Írak hafa nú bæði gísla frá Japan og Ástralíu í haldi sínu en það eru þau tvö lönd sem hvað staðfastlegast hafa staðið við bakið á Bandaríkjastjórn í Írak. Ríkisstjórnir beggja landa eiga í töluverðum pólitískum vandræðum heima fyrir vegna þessa. Erlent 10.5.2005 00:01 Vinnuvikan styst í Noregi Norðmenn vinna manna minnst í Evrópu, samkvæmt nýrri vinnumarkaðskönnun Evrópusambandsins. Lettar vinna hins vegar mest allra. Íslendingar voru ekki með í könnuninni en væru í þriðja sæti miðað við tölu Hagstofunnar fyrir síðasta ár. Erlent 10.5.2005 00:01 Vilja hindra vitnisburð Bandarískur alríkisdómari samþykkti í gær kröfu lögmanna Sameinuðu þjóðanna um tímabundið bann við því að maður sem átti þátt í að rannsaka svonefnda olíu-fyrir-mat-áætlun samtakanna mætti leggja fram trúnaðargögn úr rannsókninni fyrir bandarískar þingnefndir. Erlent 10.5.2005 00:01 Verjast bráðnun með jöklaábreiðu Forsvarsmenn skíðasvæðis í Svissnesku-Ölpunum hafa gripið til óhefðbundins ráðs til þess að reyna að koma í veg fyrir mikla bráðnun jöklanna á svæðinu í sumarhitunum. Þeir hafa hulið hluta þeirra með risastórri plastábreiðu sem endurkastar sólargeislunum og kemur þannig í veg fyrir bráðnun. Erlent 10.5.2005 00:01 Semja ekki við hryðjuverkamenn Japanar semja ekki við hryðjuverkamenn. Þetta eru skilaboð japanskra stjórnvalda til herskárra samtaka í Írak sem segjast hafa rænt japönskum verktaka þar í gær. Á heimasíðu samtakanna segir að setið hafi verið fyrir fimm erlendum verktökum og fjórir þeirra hafi verið drepnir. Einn hafi komist lífs af við illan leik og hann sé nú í haldi samtakanna, sem krefjast þess að erlendir herir fari burt frá Írak. Erlent 10.5.2005 00:01 Eystrasaltslandamenn þroskist Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að engar líkur væru á því að rússnesk stjórnvöld myndu senda frá sér nýja yfirlýsingu um iðrun vegna leynisamnings Hitlers og Stalíns frá árinu 1939, sem leiddi til innlimunar Eystrasaltslandanna í Sovétríkin. Erlent 10.5.2005 00:01 Hreyfing vinni gegn krabbameini Gildi þess að hreyfa sig reglulega verður víst seint ofmetið. Enn ein rannsóknin hefur nú leitt í ljós að hressilegar og reglulegar líkamsæfingar hægja á og draga úr hættunni á blöðruhálskrabbameini í körlum. Þetta eru niðurstöður úr mjög viðamikilli rannsókn á tæplega 50 þúsund karlmönnum yfir fjórtán ára tímabíl. Erlent 10.5.2005 00:01 Bush lofar stjórnvöld í Georgíu George Bush Bandaríkjaforseti tók dansspor af gleði og hældi stjórnvöldum í Georgíu á hvert reipi í opinberri heimsókn sinni þangað. Bush var þó varkár og tók ekki afstöðu í hatrammri deilu georgískra stjórnvalda við rússnesk um framtíð tveggja rússneskra herstöðva í Georgíu. Bush sagði þó að Georgíumenn ættu sér sterkan bakhjarl í Bandaríkjunum og lét í það skína að Bandaríkjastjórn myndi styðja dyggilega við bakið á þeim. Erlent 10.5.2005 00:01 Bush fagnað í Georgíu Fagnað af tugþúsundum heimamanna hvatti George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðu í Tíflis, höfuðborg fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu, í gær til útbreiðslu lýðræðis um öll þau lönd sem á dögum kalda stríðsins lutu stjórn kommúnista. Lýsti hann því yfir að kúgaðar þjóðir krefðust frelsis, og það skyldu þær fá. Erlent 10.5.2005 00:01 Verstu timburmenn í sögu Danmerkur Hátíðarhöldin vegna 200 ára fæðingarafmælis H.C. Andersen í Kaupmannahöfn á dögunum, eru á góðri leið með að verða eitt mesta menningarhneyksli Danmerkur fyrr og síðar. Erlent 10.5.2005 00:01 Sellafield-mengun mælist hér Óhappið í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield sem skýrt var frá í vikunni sýnir hversu lítið má út af bera til að hættuástand skapist. Stöðin skaðar ímynd íslenskra sjávarafurða og þá gildir einu hvort geislavirkni frá henni sé mikil eða lítil. Erlent 10.5.2005 00:01 Þjóðverjar draga notkun kjarnorku Þjóðverjar ætla enn að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni, en á morgun verður annar ofn í kjarnorkuverinu við Baden Wurtemberg tekinn úr notkun. Þetta er í samræmi við stefnu stjórnvalda að draga úr notkun slíkra orkugjafa, en kjarnorkuverið við Baden Wurtemberg er eitt hið elsta í Þýskalandi. Erlent 10.5.2005 00:01 Margir vilja ættleiða útburð Fréttir af nýfæddu stúlkubarni sem fannst á víðavangi í útjaðri Naíróbí í Kenía í gær hafa heldur betur hreyft við Keníabúum því samkvæmt talsmönnum sjúkrahússins sem barnið dvelur á hafa fjölmargir hringt þangað og óskað eftir að ættleiða það. Stúlkan, sem nefnd var Engill, virðist hafa verið borin út en það var flækingstík sem bjargaði henni og kom henni fyrir hjá hvolpunum sínum. Erlent 10.5.2005 00:01 Tekinn með nektarmyndir af piltum Lögregla í Taílandi greindi frá því í dag að hún hefði handtekið bandarískan kennara á sextugsaldri eftir að fimm hundruð myndir af nöktum unglingspiltum fundust við leit í íbúð hans í höfuðborginni Bangkok. Lögregla segir manninn hafa kennt og búið í Taílandi í sex ár en í áhlaupi sínu á íbúðina fann hún einnig tvo unglingspilta sem sögðust hafa haft munnmök við kennarann. Erlent 10.5.2005 00:01 Eltu uppi uppreisnarmenn Lögreglumenn í Sádí-Arabíu særðu í gærkvöldi tvo uppreisnarmenn eftir að til átaka kom í kjölfar þess að mennirnir reyndu að aka fram hjá eftirlitsstöð nærri höfuðborginni Ryadh. Þrír menn voru í bílnum og tveir þeirra voru teknir til fanga en einn slapp. Lögreglu höfðu borist upplýsingar um að í bílnum væru sprengiefni en þegar þeir ætluðu að leita í honum óku mennirnir í burtu. Erlent 10.5.2005 00:01 Geislavirkur leki í Sellafield Í ljós hefur komið að um 20 tonn af stórhættulegri blöndu geislavirkra efna hafa lekið úr hriplekum pípum í Sellafield, kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Bretlandi. Erlent 9.5.2005 00:01 « ‹ ›
Árásum linnir ekki í Bagdad Sprengja sprakk við herstöð á bökkum Tígrisár í Bagdad nú í morgun. Að sögn lögreglu eru fjölmargir slsaðir, en uppýsingar eru af skornum skammti enn þá. Ljóst er þó að um sjálfsmorðsárás er að ræða. Önnur sprengja sprakk í höfuðborginni fyrr í morgun og þá féllu að minnsta kosti sjö manns í valinn og meira en fjörutíu særðust. Erlent 10.5.2005 00:01
Samið um nánara samstarf Rússland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag um nánara samstarf á ýmsum sviðum, þar á meðal í efnahags- og öryggismálum. Samkipti Rússlands og sambandsins hafa verið stirð um nokkurt skeið, m.a. vegna málefna Tsjetsjeníu og stækkunar ESB í austur en auk þess hafa nokkur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna viljað nánari samskiptið Vestur-Evrópu. Erlent 10.5.2005 00:01
Rafsanjani í forsetaframboð Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, mun bjóða sig fram til embættisins aftur. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir nánum aðstoðarmönnum hans í dag. Þeir segja að von sé á yfirlýsingu frá forsetanum fyrrverandi innan nokkurra stunda. Rafsanjani, sem er sjötugur, var við völd í landinu á árunum 1989-1997 en hann er hófsamur íhaldsmaður sem þykir hallur undir Vesturlönd. Erlent 10.5.2005 00:01
Hitti aðalandstæðing Pútíns Það þykir táknrænt og segja meira en mörg orð um minnkandi velvild í garð Pútíns Rússlandsforseta að Bush Bandaríkjaforseti fór beint frá hátíðarhöldunum á Rauða torginu í gær til Georgíu að heimsækja einn höfuðandstæðing Pútíns. Erlent 10.5.2005 00:01
Grikkir noti aðeins nafnið fetaost Lögfræðilegur ráðgjafi við Evrópudómstólinn hefur lagt það til að Grikkir fái einir að kalla fetaost því nafni og hvetur dómstólinn til þess að vísa frá málum Dana og Þjóðverja sem einnig vilja nota heitið á sína framleiðslu. Erlent 10.5.2005 00:01
Ruglað saman af ásettu ráði Vera má að Abu Faraj al-Libbi sem handtekinn var í síðustu viku í Pakistan sé ekki eins hátt settur innan al-Kaída eins og stjórnvöld halda fram. Erlent 10.5.2005 00:01
Noregur sæki um árið 2007 Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, segir að árið 2007, þegar gera megi ráð fyrir að stjórnarskrársáttmáli Evrópusambandsins verði genginn í gildi, verði Norðmenn að gera aftur upp hug sinn til aðildar að sambandinu. Erlent 10.5.2005 00:01
Stjórnarfar stöðugast á Íslandi Hvergi í heiminum er stjórnarfarslegur stöðugleiki jafn mikill og á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Alþjóðabankans sem birtist í dag. Fyrir utan Ísland er stöðugleikinn mestur í Lúxemborg og Finnlandi. Stórveldi eins og Frakkland og Bandaríkin eru hins vegar neðarlega á listanum, eða í 79. og 82. sæti. Erlent 10.5.2005 00:01
Héraðsstjóra rænt í Írak Byssumenn hafa rænt héraðsstjóranum í hinu róstusama Anbar-héraði í Írak ásamt fjórum lífvörðum hans. Frá þessu greindi bróðir hans í dag. Raja Nawaf hafði nýverið tekið við héraðsstjórn í Anbar en honum var rænt á veginum frá bænum Qaim nærri landamærunum að Sýrlandi og segir bróðir hans, Hamed, í samtali við <em>Reuters-fréttastofuna</em> að farið hafi verið með hann til Ramadi sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. Erlent 10.5.2005 00:01
Helfararminnismerki vígt í Berlín Nýtt minnismerki um helför nasista gegn gyðingum var vígt í Berlín í gær. Tilkoma þessa risastóra minnismerkis, sem er samsett úr yfir 2.700 misstórum steypublokkum, hefur átt sér langan aðdraganda en það var nú loks opnað almenningi við hátíðlega athöfn. Erlent 10.5.2005 00:01
Gætti þess að styggja ekki Rússa George Bush, Bandaríkjaforseti, sýndi af sér kæti og dansaði fyrir gestgjafa sína í opinberri heimsókn til Georgíu. Hann hældi þarlendum stjórnvöldum á hvert reipi en passaði sig þó á því, að reita ekki Rússa til reiði. Erlent 10.5.2005 00:01
Hungursneyð vofir yfir Eþíópíu 300 þúsund börn kunna að látast úr vannæringu í Eþíópíu á þessu ári einu saman ef ekki berast matargjafir og peningar til landsins. Þetta segir yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í landinu. Að hans sögn þurfa nauðsynlega að berast 13 milljónir Bandaríkjadala á næstu tveimur mánuðum til þess að það verði hægt að kaupa mat fyrir 170 þúsund börn sem nú þegar eru í lífshættu vegna hungurs. Erlent 10.5.2005 00:01
Tekinn af lífi fyrir fíkniefnabrot Tamílskur karlmaður verður tekinn af lífi í Singapúr fyrir að hafa eitt kíló af hassi í fórum sínum. Börn hans, fjórtán ára tvíburar, hafa barist ötullega gegn aftökunni en án árangurs. Maðurinn var handtekinn við landamæri Singapúrs og Malasíu í ágúst 2003 og lýsti forseti Singapúrs því yfir í síðasta mánuði að engin miskunn yrði sýnd. Erlent 10.5.2005 00:01
Ekki slakað á áritanareglum Ekki náðist samkomulag um að Evrópusambandið slakaði á reglum um vegabréfsáritanir fyrir rússneska ríkisborgara á leiðtogafundi Rússlands og ESB í Moskvu í gær. En endurnýjuðum samstarfs- og viðskiptasamningi Rússa og sambandsins var þó fagnað sem stórum áfanga að bættum tengslum. Erlent 10.5.2005 00:01
Í vandræðum vegna gíslamála Uppreisnarmenn í Írak hafa nú bæði gísla frá Japan og Ástralíu í haldi sínu en það eru þau tvö lönd sem hvað staðfastlegast hafa staðið við bakið á Bandaríkjastjórn í Írak. Ríkisstjórnir beggja landa eiga í töluverðum pólitískum vandræðum heima fyrir vegna þessa. Erlent 10.5.2005 00:01
Vinnuvikan styst í Noregi Norðmenn vinna manna minnst í Evrópu, samkvæmt nýrri vinnumarkaðskönnun Evrópusambandsins. Lettar vinna hins vegar mest allra. Íslendingar voru ekki með í könnuninni en væru í þriðja sæti miðað við tölu Hagstofunnar fyrir síðasta ár. Erlent 10.5.2005 00:01
Vilja hindra vitnisburð Bandarískur alríkisdómari samþykkti í gær kröfu lögmanna Sameinuðu þjóðanna um tímabundið bann við því að maður sem átti þátt í að rannsaka svonefnda olíu-fyrir-mat-áætlun samtakanna mætti leggja fram trúnaðargögn úr rannsókninni fyrir bandarískar þingnefndir. Erlent 10.5.2005 00:01
Verjast bráðnun með jöklaábreiðu Forsvarsmenn skíðasvæðis í Svissnesku-Ölpunum hafa gripið til óhefðbundins ráðs til þess að reyna að koma í veg fyrir mikla bráðnun jöklanna á svæðinu í sumarhitunum. Þeir hafa hulið hluta þeirra með risastórri plastábreiðu sem endurkastar sólargeislunum og kemur þannig í veg fyrir bráðnun. Erlent 10.5.2005 00:01
Semja ekki við hryðjuverkamenn Japanar semja ekki við hryðjuverkamenn. Þetta eru skilaboð japanskra stjórnvalda til herskárra samtaka í Írak sem segjast hafa rænt japönskum verktaka þar í gær. Á heimasíðu samtakanna segir að setið hafi verið fyrir fimm erlendum verktökum og fjórir þeirra hafi verið drepnir. Einn hafi komist lífs af við illan leik og hann sé nú í haldi samtakanna, sem krefjast þess að erlendir herir fari burt frá Írak. Erlent 10.5.2005 00:01
Eystrasaltslandamenn þroskist Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að engar líkur væru á því að rússnesk stjórnvöld myndu senda frá sér nýja yfirlýsingu um iðrun vegna leynisamnings Hitlers og Stalíns frá árinu 1939, sem leiddi til innlimunar Eystrasaltslandanna í Sovétríkin. Erlent 10.5.2005 00:01
Hreyfing vinni gegn krabbameini Gildi þess að hreyfa sig reglulega verður víst seint ofmetið. Enn ein rannsóknin hefur nú leitt í ljós að hressilegar og reglulegar líkamsæfingar hægja á og draga úr hættunni á blöðruhálskrabbameini í körlum. Þetta eru niðurstöður úr mjög viðamikilli rannsókn á tæplega 50 þúsund karlmönnum yfir fjórtán ára tímabíl. Erlent 10.5.2005 00:01
Bush lofar stjórnvöld í Georgíu George Bush Bandaríkjaforseti tók dansspor af gleði og hældi stjórnvöldum í Georgíu á hvert reipi í opinberri heimsókn sinni þangað. Bush var þó varkár og tók ekki afstöðu í hatrammri deilu georgískra stjórnvalda við rússnesk um framtíð tveggja rússneskra herstöðva í Georgíu. Bush sagði þó að Georgíumenn ættu sér sterkan bakhjarl í Bandaríkjunum og lét í það skína að Bandaríkjastjórn myndi styðja dyggilega við bakið á þeim. Erlent 10.5.2005 00:01
Bush fagnað í Georgíu Fagnað af tugþúsundum heimamanna hvatti George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðu í Tíflis, höfuðborg fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu, í gær til útbreiðslu lýðræðis um öll þau lönd sem á dögum kalda stríðsins lutu stjórn kommúnista. Lýsti hann því yfir að kúgaðar þjóðir krefðust frelsis, og það skyldu þær fá. Erlent 10.5.2005 00:01
Verstu timburmenn í sögu Danmerkur Hátíðarhöldin vegna 200 ára fæðingarafmælis H.C. Andersen í Kaupmannahöfn á dögunum, eru á góðri leið með að verða eitt mesta menningarhneyksli Danmerkur fyrr og síðar. Erlent 10.5.2005 00:01
Sellafield-mengun mælist hér Óhappið í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield sem skýrt var frá í vikunni sýnir hversu lítið má út af bera til að hættuástand skapist. Stöðin skaðar ímynd íslenskra sjávarafurða og þá gildir einu hvort geislavirkni frá henni sé mikil eða lítil. Erlent 10.5.2005 00:01
Þjóðverjar draga notkun kjarnorku Þjóðverjar ætla enn að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni, en á morgun verður annar ofn í kjarnorkuverinu við Baden Wurtemberg tekinn úr notkun. Þetta er í samræmi við stefnu stjórnvalda að draga úr notkun slíkra orkugjafa, en kjarnorkuverið við Baden Wurtemberg er eitt hið elsta í Þýskalandi. Erlent 10.5.2005 00:01
Margir vilja ættleiða útburð Fréttir af nýfæddu stúlkubarni sem fannst á víðavangi í útjaðri Naíróbí í Kenía í gær hafa heldur betur hreyft við Keníabúum því samkvæmt talsmönnum sjúkrahússins sem barnið dvelur á hafa fjölmargir hringt þangað og óskað eftir að ættleiða það. Stúlkan, sem nefnd var Engill, virðist hafa verið borin út en það var flækingstík sem bjargaði henni og kom henni fyrir hjá hvolpunum sínum. Erlent 10.5.2005 00:01
Tekinn með nektarmyndir af piltum Lögregla í Taílandi greindi frá því í dag að hún hefði handtekið bandarískan kennara á sextugsaldri eftir að fimm hundruð myndir af nöktum unglingspiltum fundust við leit í íbúð hans í höfuðborginni Bangkok. Lögregla segir manninn hafa kennt og búið í Taílandi í sex ár en í áhlaupi sínu á íbúðina fann hún einnig tvo unglingspilta sem sögðust hafa haft munnmök við kennarann. Erlent 10.5.2005 00:01
Eltu uppi uppreisnarmenn Lögreglumenn í Sádí-Arabíu særðu í gærkvöldi tvo uppreisnarmenn eftir að til átaka kom í kjölfar þess að mennirnir reyndu að aka fram hjá eftirlitsstöð nærri höfuðborginni Ryadh. Þrír menn voru í bílnum og tveir þeirra voru teknir til fanga en einn slapp. Lögreglu höfðu borist upplýsingar um að í bílnum væru sprengiefni en þegar þeir ætluðu að leita í honum óku mennirnir í burtu. Erlent 10.5.2005 00:01
Geislavirkur leki í Sellafield Í ljós hefur komið að um 20 tonn af stórhættulegri blöndu geislavirkra efna hafa lekið úr hriplekum pípum í Sellafield, kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Bretlandi. Erlent 9.5.2005 00:01