Erlent Geimganga Discovery-áhafnar hafin Geimfarar um borð í Discovery eru nú í geimgöngu og búa sig undir að gera við skutluna. Hún varð fyrir skemmdum í flugtaki í vikunni, svipuðum þeim sem skutlan Columbia varð fyrir 2003. Sérfræðingar NASA segja allt í himnalagi. Erlent 30.7.2005 00:01 Búa sig undir geimgöngu Tveir geimfarar um borð í geimskutlunni Discovery búa sig nú undir geimgöngu síðar í dag. Þeir eiga að kanna hvort að þeir geti gert við einangrunarflísar sem skemmdust í flugtaki sem og hluta vængjar sem laskaðist. Þessir hlutar skutlunnar eiga að vernda hana þegar hún kemur aftur inn í lofthjúp jarðar. Erlent 30.7.2005 00:01 Frumburðir traustir en með ofnæmi Ertu frumburður? Þá er líklegt að þú sért traustur en með ofnæmi. Sé eldra systkini aumingi og yngra kvennabósi ert þú hippi. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar. Erlent 30.7.2005 00:01 Tíunda reikistjarnan fundin? Stjörnufræðingar í Kaliforníu í Bandaríkjunum segjast hugsanlega hafa fundið tíundu plánetuna í okkar sólkerfi. Reikistjarnan sem um ræðir er í meira en 14 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólu. Erlent 30.7.2005 00:01 Breskir öryggisverðir drepnir Fjörutíu voru drepnir í sjálfsmorðsárás hryðjuverkamanns í norðurhluta Íraks í gær. Þá var ráðist á bifreið frá bresku ræðismannsskrifstofunni í Basra í morgun og fórust þar tveir breskir öryggisverðir. Erlent 30.7.2005 00:01 Réðst á Saddam Óþekktur maður réðst á Saddam Hussein þegar hann mætti fyrir dómara í Bagdad í gær. Verjendur Saddams greindu frá þessu í morgun og sögðu að komið hefði til slagsmála milli mannanna. Hvorki var greint frá því hvort að Saddam slasaðist í átökunun né hvað manninum gekk til. Erlent 30.7.2005 00:01 Norræn innrás í danska háskóla Danir eiga erfiðara með að komast inn í háskóla í Danmörku vegna aukinnar eftirsóknar Norðmanna og Svía. Lægri inntökuskilyrði eru sögð skýring þessarar svokölluðu norrænu innrásar. Erlent 30.7.2005 00:01 850 taldir af á Indlandi Meira en 850 manns eru taldir af eftir flóðin í Bombay og nágrannahéruðum á Indlandi undanfarna daga. Rúmlega hundrað lík hafa fundist síðastliðinn sólarhring. Óttast er að tala látinna muni nálgast eitt þúsund áður en yfir lýkur. Erlent 30.7.2005 00:01 Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. Erlent 30.7.2005 00:01 Fjögur lík finnast á Mont Blanc Lík fjögurra fjallgöngumanna fundust á Mont Blanc í gær en mannanna hafði verið saknað í frönsku Ölpunum frá því á mánudag. Líkin fundust í um 3.900 metra hæð en mennirnir hugðust halda á fjallið fyrir viku. Erlent 29.7.2005 00:01 Lyf sem lætur fólk gleyma Hefðbundið blóðþrýstingslyf gæti nýst til að hjálpa fólki sem hefur lent í áföllum við að gleyma atburðum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar geðlækna við Cornell-háskólann geta svokallaðir „beta blokkerar“, sem alla jafna eru notaðir við of háum blóðþrýstingi, fengið fólk til að gleyma streituvaldandi atburðum. Erlent 29.7.2005 00:01 Rice áhrifamesta kona heims Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, er nú á toppi lista tímaritsins <em>Forbes </em>yfir eitt hundrað áhrifamestu konur heimsins. Næst á eftir henni kemur Wu Yi, heilbrigðisráðherra Kína, sem jafnframt hefur viðurnefnið „Járnfrúin“ líkt og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Erlent 29.7.2005 00:01 Tvær sprengingar á Spáni Tvær sprengjur sprungu við þjóðveg nærri Madríd á Spáni í dag. Enginn er sagður hafa slasast í sprengingunum. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, lýstu tilræðunum á hendur sér. Erlent 29.7.2005 00:01 Lík de Menezes komið til Brasilíu Komið var með líkkistu Jean Charles de Menezes til heimabæjar hans í Brasilíu í gær. Vika er í dag síðan lögreglan í Bretlandi skaut Menezes til bana á lestarstöð fyrir mistök. Erlent 29.7.2005 00:01 Hvirfilbylur í Bretlandi Hvirfilbylur fór um Birmingham, næststærstu borg Bretlands, í gær með þeim afleiðingum að nítján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega. Þá eyðilagðist fjöldi bygginga og rifnuðu tré upp með rótum. Erlent 29.7.2005 00:01 Bretar rífa varðturna sína Bretar byrjuðu í dag að rífa varðturna sína á Norður-Írlandi en þeir hafa í áratugi verið tákn um veru breskra hersveita í landinu. Ákveðið var að byrja þegar að rífa turnana eftir að Írski lýðveldisherinn. IRA, lýsti því yfir í gær að hann hefði lagt niður vopn og myndi hér eftir stunda pólitíska baráttu fyrir markmiðum sínum. Erlent 29.7.2005 00:01 Þúsundum fanga sleppt Þúsundir fanga byrjuðu í dag að streyma út úr fangelsum í Afríkuríkinu Rúanda eftir að yfirvöld ákváðu að sleppa þrjátíu og sex þúsund föngum. Níu af hverjum tíu þessara fanga hafa viðurkennt að hafa tekið þátt í morðunum á 800 þúsund mönnum af ættbálki Tútsa árið 1994. Erlent 29.7.2005 00:01 Svæði girt af í London Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli. Erlent 29.7.2005 00:01 ESB og Marokkó semja um fiskveiðar Fulltrúar Evrópusambandsins og Marokkó undirrituðu á fimmtudag samning um aðgang fiskiskipa ESB-landa að fiskveiðilögsögu Marokkó í Atlantshafi. Samkomulagið, sem gildir til næstu fjögurra ára, er einkar mikilvægt fyrir sjávarútveg á Spáni og í Portúgal. Erlent 29.7.2005 00:01 Lenti á væng Discovery Yfirmenn NASA segja að annar einangrunarfroðuklumpurinn sem datt af geimferjunni Discovery hafi lent á væng ferjunnar. Í gær var fullyrt að stykkin sem duttu af ferjunni hefðu ekki lent á vængjum hennar en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Erlent 29.7.2005 00:01 Víðtækustu aðgerðir í sögu London Alls hafa nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna misheppnuðu í London í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í borginni. Fjórmenningarnir sem gerðu árásirnar hafa allir verið handteknir. Erlent 29.7.2005 00:01 Lundúnasprengjumenn handteknir Allir mennirnir fjórir, sem voru eftirlýstir fyrir að hafa reynt að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí, eru nú í haldi lögreglu, að því er breskir fjölmiðlar fullyrtu í gær. Erlent 29.7.2005 00:01 Fuglaflensa greind í Rússlandi Rússnesk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensuveira, sem fannst nýlega í fuglum í Síberíu, væri af þeirri skæðu gerð sem getur borist í menn. Veirusýkingin drap hundruð far- og alifugla í Síberíu fyrr í þessum mánuði, en engar fréttir hafa borist af því að hún hafi borist í menn. Erlent 29.7.2005 00:01 Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. Erlent 29.7.2005 00:01 London: Allir fjórir handteknir Breska lögreglan hefur greinilega blásið til meiriháttar sóknar gegn hryðjuverkamönnum í dag og er nú, með aðstoð lögreglunnar á Ítalíu, búin að handtaka alla þá fjóra sem lýst var eftir vegna sprengjutilræðisins í Lundúnum hinn 21. júlí. Erlent 29.7.2005 00:01 Munch-rán: Látinn laus Þrjátíu og átta ára gamall maður í Noregi, sem var handtekinn í tengslum við þjófnað á tveimur málverkum eftir Edvard Munch, var látinn laus í dag eftir þriggja mánaða gæsluvarðhald. Tveimur af frægustu verkum málarans, „Ópinu“ og „Madonnu“, var stolið úr Munch-safninu í ágúst á síðasta ári og hefur ekkert til þeirra spurst síðan. Erlent 29.7.2005 00:01 Tveir handteknir í umsátrinu Breska lögreglan hefur nú handtekið þrjá af fjórum mönnum sem lýst var eftir vegna misheppnaðra sprengjuárása í Lundúnum þann 21. júlí. Tveir þeirra voru handteknir í dag eftir vopnað umsátur lögreglunnar um hús í vesturhluta borgarinnar. Erlent 29.7.2005 00:01 9 milljarðar í lottópottinum Margur verður af aurum api segir málshátturinn. Sá sem vinnur stóra vinninginn í Evrópulottóinu í kvöld verður þá væntanlega górilla því að nærri níu milljarðar eru í pottinum. Erlent 29.7.2005 00:01 Sprenging í lest á Indlandi Að minnsta kosti tíu manns fórust og fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í farþegalest í norðurhluta Indlands í gær. Sprengingin varð um 640 kílómetra frá Nýju-Delí en yfirvöld segja líklegt að tala látinna hækki á næstu dögum því að minnsta kosti átta hinna særðu eru í lífshættu. Erlent 29.7.2005 00:01 Londonárásir: Einn til handtekinn Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem talinn er hafa átt þátt í sprengjuárásunum í Bretlandi sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Maðurinn er breskur ríkisborgari en af indversku bergi brotinn. Hann verður væntanlega framseldur til Bretlands. Erlent 29.7.2005 00:01 « ‹ ›
Geimganga Discovery-áhafnar hafin Geimfarar um borð í Discovery eru nú í geimgöngu og búa sig undir að gera við skutluna. Hún varð fyrir skemmdum í flugtaki í vikunni, svipuðum þeim sem skutlan Columbia varð fyrir 2003. Sérfræðingar NASA segja allt í himnalagi. Erlent 30.7.2005 00:01
Búa sig undir geimgöngu Tveir geimfarar um borð í geimskutlunni Discovery búa sig nú undir geimgöngu síðar í dag. Þeir eiga að kanna hvort að þeir geti gert við einangrunarflísar sem skemmdust í flugtaki sem og hluta vængjar sem laskaðist. Þessir hlutar skutlunnar eiga að vernda hana þegar hún kemur aftur inn í lofthjúp jarðar. Erlent 30.7.2005 00:01
Frumburðir traustir en með ofnæmi Ertu frumburður? Þá er líklegt að þú sért traustur en með ofnæmi. Sé eldra systkini aumingi og yngra kvennabósi ert þú hippi. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar. Erlent 30.7.2005 00:01
Tíunda reikistjarnan fundin? Stjörnufræðingar í Kaliforníu í Bandaríkjunum segjast hugsanlega hafa fundið tíundu plánetuna í okkar sólkerfi. Reikistjarnan sem um ræðir er í meira en 14 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólu. Erlent 30.7.2005 00:01
Breskir öryggisverðir drepnir Fjörutíu voru drepnir í sjálfsmorðsárás hryðjuverkamanns í norðurhluta Íraks í gær. Þá var ráðist á bifreið frá bresku ræðismannsskrifstofunni í Basra í morgun og fórust þar tveir breskir öryggisverðir. Erlent 30.7.2005 00:01
Réðst á Saddam Óþekktur maður réðst á Saddam Hussein þegar hann mætti fyrir dómara í Bagdad í gær. Verjendur Saddams greindu frá þessu í morgun og sögðu að komið hefði til slagsmála milli mannanna. Hvorki var greint frá því hvort að Saddam slasaðist í átökunun né hvað manninum gekk til. Erlent 30.7.2005 00:01
Norræn innrás í danska háskóla Danir eiga erfiðara með að komast inn í háskóla í Danmörku vegna aukinnar eftirsóknar Norðmanna og Svía. Lægri inntökuskilyrði eru sögð skýring þessarar svokölluðu norrænu innrásar. Erlent 30.7.2005 00:01
850 taldir af á Indlandi Meira en 850 manns eru taldir af eftir flóðin í Bombay og nágrannahéruðum á Indlandi undanfarna daga. Rúmlega hundrað lík hafa fundist síðastliðinn sólarhring. Óttast er að tala látinna muni nálgast eitt þúsund áður en yfir lýkur. Erlent 30.7.2005 00:01
Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. Erlent 30.7.2005 00:01
Fjögur lík finnast á Mont Blanc Lík fjögurra fjallgöngumanna fundust á Mont Blanc í gær en mannanna hafði verið saknað í frönsku Ölpunum frá því á mánudag. Líkin fundust í um 3.900 metra hæð en mennirnir hugðust halda á fjallið fyrir viku. Erlent 29.7.2005 00:01
Lyf sem lætur fólk gleyma Hefðbundið blóðþrýstingslyf gæti nýst til að hjálpa fólki sem hefur lent í áföllum við að gleyma atburðum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar geðlækna við Cornell-háskólann geta svokallaðir „beta blokkerar“, sem alla jafna eru notaðir við of háum blóðþrýstingi, fengið fólk til að gleyma streituvaldandi atburðum. Erlent 29.7.2005 00:01
Rice áhrifamesta kona heims Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, er nú á toppi lista tímaritsins <em>Forbes </em>yfir eitt hundrað áhrifamestu konur heimsins. Næst á eftir henni kemur Wu Yi, heilbrigðisráðherra Kína, sem jafnframt hefur viðurnefnið „Járnfrúin“ líkt og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Erlent 29.7.2005 00:01
Tvær sprengingar á Spáni Tvær sprengjur sprungu við þjóðveg nærri Madríd á Spáni í dag. Enginn er sagður hafa slasast í sprengingunum. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, lýstu tilræðunum á hendur sér. Erlent 29.7.2005 00:01
Lík de Menezes komið til Brasilíu Komið var með líkkistu Jean Charles de Menezes til heimabæjar hans í Brasilíu í gær. Vika er í dag síðan lögreglan í Bretlandi skaut Menezes til bana á lestarstöð fyrir mistök. Erlent 29.7.2005 00:01
Hvirfilbylur í Bretlandi Hvirfilbylur fór um Birmingham, næststærstu borg Bretlands, í gær með þeim afleiðingum að nítján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega. Þá eyðilagðist fjöldi bygginga og rifnuðu tré upp með rótum. Erlent 29.7.2005 00:01
Bretar rífa varðturna sína Bretar byrjuðu í dag að rífa varðturna sína á Norður-Írlandi en þeir hafa í áratugi verið tákn um veru breskra hersveita í landinu. Ákveðið var að byrja þegar að rífa turnana eftir að Írski lýðveldisherinn. IRA, lýsti því yfir í gær að hann hefði lagt niður vopn og myndi hér eftir stunda pólitíska baráttu fyrir markmiðum sínum. Erlent 29.7.2005 00:01
Þúsundum fanga sleppt Þúsundir fanga byrjuðu í dag að streyma út úr fangelsum í Afríkuríkinu Rúanda eftir að yfirvöld ákváðu að sleppa þrjátíu og sex þúsund föngum. Níu af hverjum tíu þessara fanga hafa viðurkennt að hafa tekið þátt í morðunum á 800 þúsund mönnum af ættbálki Tútsa árið 1994. Erlent 29.7.2005 00:01
Svæði girt af í London Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli. Erlent 29.7.2005 00:01
ESB og Marokkó semja um fiskveiðar Fulltrúar Evrópusambandsins og Marokkó undirrituðu á fimmtudag samning um aðgang fiskiskipa ESB-landa að fiskveiðilögsögu Marokkó í Atlantshafi. Samkomulagið, sem gildir til næstu fjögurra ára, er einkar mikilvægt fyrir sjávarútveg á Spáni og í Portúgal. Erlent 29.7.2005 00:01
Lenti á væng Discovery Yfirmenn NASA segja að annar einangrunarfroðuklumpurinn sem datt af geimferjunni Discovery hafi lent á væng ferjunnar. Í gær var fullyrt að stykkin sem duttu af ferjunni hefðu ekki lent á vængjum hennar en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Erlent 29.7.2005 00:01
Víðtækustu aðgerðir í sögu London Alls hafa nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna misheppnuðu í London í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í borginni. Fjórmenningarnir sem gerðu árásirnar hafa allir verið handteknir. Erlent 29.7.2005 00:01
Lundúnasprengjumenn handteknir Allir mennirnir fjórir, sem voru eftirlýstir fyrir að hafa reynt að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí, eru nú í haldi lögreglu, að því er breskir fjölmiðlar fullyrtu í gær. Erlent 29.7.2005 00:01
Fuglaflensa greind í Rússlandi Rússnesk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensuveira, sem fannst nýlega í fuglum í Síberíu, væri af þeirri skæðu gerð sem getur borist í menn. Veirusýkingin drap hundruð far- og alifugla í Síberíu fyrr í þessum mánuði, en engar fréttir hafa borist af því að hún hafi borist í menn. Erlent 29.7.2005 00:01
Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. Erlent 29.7.2005 00:01
London: Allir fjórir handteknir Breska lögreglan hefur greinilega blásið til meiriháttar sóknar gegn hryðjuverkamönnum í dag og er nú, með aðstoð lögreglunnar á Ítalíu, búin að handtaka alla þá fjóra sem lýst var eftir vegna sprengjutilræðisins í Lundúnum hinn 21. júlí. Erlent 29.7.2005 00:01
Munch-rán: Látinn laus Þrjátíu og átta ára gamall maður í Noregi, sem var handtekinn í tengslum við þjófnað á tveimur málverkum eftir Edvard Munch, var látinn laus í dag eftir þriggja mánaða gæsluvarðhald. Tveimur af frægustu verkum málarans, „Ópinu“ og „Madonnu“, var stolið úr Munch-safninu í ágúst á síðasta ári og hefur ekkert til þeirra spurst síðan. Erlent 29.7.2005 00:01
Tveir handteknir í umsátrinu Breska lögreglan hefur nú handtekið þrjá af fjórum mönnum sem lýst var eftir vegna misheppnaðra sprengjuárása í Lundúnum þann 21. júlí. Tveir þeirra voru handteknir í dag eftir vopnað umsátur lögreglunnar um hús í vesturhluta borgarinnar. Erlent 29.7.2005 00:01
9 milljarðar í lottópottinum Margur verður af aurum api segir málshátturinn. Sá sem vinnur stóra vinninginn í Evrópulottóinu í kvöld verður þá væntanlega górilla því að nærri níu milljarðar eru í pottinum. Erlent 29.7.2005 00:01
Sprenging í lest á Indlandi Að minnsta kosti tíu manns fórust og fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í farþegalest í norðurhluta Indlands í gær. Sprengingin varð um 640 kílómetra frá Nýju-Delí en yfirvöld segja líklegt að tala látinna hækki á næstu dögum því að minnsta kosti átta hinna særðu eru í lífshættu. Erlent 29.7.2005 00:01
Londonárásir: Einn til handtekinn Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem talinn er hafa átt þátt í sprengjuárásunum í Bretlandi sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Maðurinn er breskur ríkisborgari en af indversku bergi brotinn. Hann verður væntanlega framseldur til Bretlands. Erlent 29.7.2005 00:01
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent