Erlent

Sautján látnir í slysi í S-Afríku

Sautján Simbabvemenn léstust þegar yfirfull smárúta steyptist fram af klettum og ofan í fljót í Suður-Afríku í dag. Bílstjóri rútunnar hafði brugðið sér út úr henni til að létta á sér þegar rútan rann af stað með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er ljóst hvers vegna rútan rann af stað en hugsanlegt er að bremsur hennar hafi bilað.

Erlent

Gamla fólkið hjálparlaust

Fellibylurinn Katrín hitti sennilega þá verst sem veikastir voru fyrir: sjúklinga, aldraða og fátæka. Raunir þessa fólks hafa verið ótrúlegar síðustu daga.

Erlent

Leyfði sjö ára syni að aka og dó

Fimmtugur maður lést í bílslysi í Bretlandi eftir að hafa leyft sjö ára syni sínum að aka á meira en hundrað kílómetra hraða á hraðbraut. Tveir aðrir synir hans voru einnig í bílnum en þeir sluppu ómeiddir eins og hinn sjö ára gamli bílstjóri. Synirnir tveir sem voru í aftursætinu segjast hafa mótmælt þegar pabbi þeirra hleypti guttanum undir stýrið en allt kom fyrir ekki.

Erlent

Vilja að einhver sæti ábyrgð

Ár er liðið frá einhverjum skelfilegustu atburðum rússneskrar nútímasögu, þegar hundruð barna voru drepin í árás hryðjuverkamanna á skóla í Beslan. Fulltrúar mæðra sem þar misstu börn sín hittu Pútín Rússlandsforseta í dag.

Erlent

Bush lofar bót og betrun

Björgunaraðgerðir eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna eru óviðunandi. Þetta sagði George Bush Bandaríkjaforseti í dag skömmu áður en hann hélt á hamfarasvæðin. Forsetinn sagði fjölmargt fólk hafa lagt hart að sér við störfin en það hefði ekki dugað.

Erlent

Íslendings saknað í Missisippi

Talið er að allt að tíu þúsund hafi látist í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar. Utanríkisráðuneytið hefur grenslast fyrir um tvo Íslendinga sem búa í Missisippi. Annar þeirra fannst síðdegis í gær heill á húfi.

Erlent

Björgunaraðgerðir eru þjóðarskömm

Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín vegna hamfaranna í kjölfar fellibyljarins Katrínu og vegna lélegra forvarna. Yfirmaður björgunaraðgerðanna segir þær þjóðarskömm. </font /></b />

Erlent

Ketill sprakk í baðhúsi í S-Kóreu

Að minnsta kosti fjórir létust og 40 slösuðust þegar ketill sprakk í baðhúsi í Suður-Kóreu í dag. Sprengingin var svo öflug að rúður sprungu og glerbrot þeyttust í allar áttir auk þess sem eldur og sjóðandi heitt vatn æddi um allt svo baðgestir þurftu að flýja fáklæddir út á götu.

Erlent

Réttarhöld hefjast eftir kosningu

Réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, hefjast síðari hluta októbermánaðar eftir því sem breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni írakskra stjórnvalda. Írakar kjósa um uppkast að stjórnarskrá landsins 15. október næstkomandi og er búist við að réttarhöldinn hefjist í kjölfarið.

Erlent

Sprengjutilræði í Dagestan

Þrír létust og ellefu særðust í sprengingu nærri hermannabröggum í Dagestan í Rússlandi í dag. Í fyrstu var talið að herflutningabíll hefði sprungið en Reuters-fréttastofan hefur eftir vitnum að engin ummerki hafi verið um farartæki á vettvangi. Þá segja hermenn að sprengjan hafi sprungið við venjubundna leit að sprengjum á götunni þar sem braggarnir standa.

Erlent

ESB sendir olíu til Bandaríkjanna

Evrópusambandið mun senda hluta af olíuneyðarbirgðum sínum til Bandaríkjanna til þess að hjálpa þeim að takast á við erfitt ástand í orkumálum eftir yfirreið fellibylsins Katrínar. Stór hluti olíuborpalla og olíuhreinsistöðva í og við Mexíkóflóa er óstarfhæfur eftir hamfarirnar og hefur framleiðsla á olíu dregist saman um milljón tunnur á dag af þeim sökum.

Erlent

Fats er fundinn

Ryþmablússöngvarinn Fats Domino er kominn í leitirnar en hans hafði verið saknað eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir sunnanverð Bandaríkin.

Erlent

Stjórnleysi og óöld í miklum hita

Algert stjórnleysi og óöld virðist ríkja í New Orleans fimm dögum eftir að fellibylurinn Katrín lagði borgina í rúst. Glæpalýður myrðir, stelur og nauðgar og íbúar híma enn á húsþökum matar- og vatnslausir, í meira en 30 stiga hita.

Erlent

Nauðstöddum berst loks aðstoð

Fjórum dögum eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurríki Bandaríkjanna barst nauðstöddum á hamfarasvæðunum loks aðstoð í gær, þegar þúsundir liðsmanna bandaríska þjóðvarðliðsins, hlaðnir vopnum, búnaði og vistum, komust þangað. Aðalverkefni hermannanna var að koma á lögum og reglu, auk þess að aðstoða nauðstadda.

Erlent

Örvæntingin eykst í New Orleans

Örvæntingin vex hjá fólkinu sem enn er eftir í New Orleans. Um 20 þúsund manns bíða enn eftir að komast burt og það lá við óeirðum í gærkvöldi, þegar fólk barðist um sæti í rútunum sem komu til að flytja það burt til Houston. Margir eru aðframkomnir af hungri og þorsta og tugþúsundir manna þurfa vatn og matvæli strax ef ekki á illa að fara.

Erlent

Þjóðir heims aðstoði Bandaríkin

Kofi Annan hvatti í dag þjóðir heims til að veita Bandaríkjamönnum aðstoð í kjölfar þess að fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd landsins með skelfilegum afleiðingum. Minnti Annan á að Bandaríkjamenn hefðu iðulega brugðist vel við hjálparbeiðnum í kjölfar hamfara annars staðar í heiminum, þar á með í kjölfar flóðbylgjunnar í Suðaustur-Asíu annan dag jóla í fyrra.

Erlent

Helvíti á jörðu

Ástandið í New Orleans er skelfilegt. Ribbaldar ráða þar ríkjum, ráðaleysi þeirra sem ekki komust frá borginni er algjört og herlið hefur verið kvatt á staðinn til að koma reglu á borgina.

Erlent

Mikil reiði vegna bágrar aðstoðar

Árangur björgunaraðgerða vegna fellibylsins er óviðunandi, sagði Bush Bandaríkjaforseti í dag áður en hann hélt suður á bóginn til að skoða hamfarasvæðin með eigin augum. Forsetinn lofaði allri mögulegri aðstoð en fyrir marga er það einfaldlega orðið of seint.

Erlent

Beslan-mæður hitta Pútín

Fulltrúar mæðra sem misstu börn sín í umsátrinu um barnaskólann í Beslan í Norður-Ossetíu í suðurhluta Rússlands fyrir réttu ári eiga að hitta Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í dag. 331 lét lífið í umsátrinu, helmingurinn börn.

Erlent

Aðstoð kemur víða að

Yfir fjörutíu lönd hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð sína, meðal annars þau ríki sem verst urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni á öðrum degi jóla og önnur sem hingað til hafa ekki verið mjög elsk að ríkisstjórninni í Washington.

Erlent

Fuglaflensa í rénun í Rússlandi

Fuglaflensufaraldurinn sem borist hefur um Rússland og Kasakstan undanfarin einn og hálfan mánuð virðist í rénun, að sögn yfirvalda í löndunum. Þau segja að tekist hafi að hefta útbreiðslu veirunnar, m.a. með því að setja fjölmarga bæi og býli í sóttkví. Auk þess sé farið að kólna og þá sé veiran ekki eins skæð.

Erlent

Tyrkland hafi uppfyllt kröfur ESB

„Tyrkland hefur komið til móts við allar kröfur Evrópusambandsins, nú verður ekki meira að gert.“ Þetta sagði Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands í dag, en samningaviðræður um inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið eiga að hefjast 3. október. Ekki eru allir meðlimir sambandsins sammála honum.

Erlent

Lýsa ábyrgð á Lundúnaárásum

Í myndbandsupptöku sem birt var í gær lýsti Ayman al-Zawahri, sem talinn er vera næstæðsti maður al-Kaída, yfir ábyrgð hryðjuverkanetsins á sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn.

Erlent

Verstu hamfarir í sögu BNA

Nú er talið að þúsundir hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Uppbyggingarstarf gæti tekið áratugi. Þjófar láta greipar sópa á hamfarasvæðunum og ástandið einkennist af glundroða.Áhrifin af völdum fellibylsins Katrínar koma æ betur í ljós. Hamfarirnar eru einhverjar þær verstu í sögu Bandaríkjanna, bæði hvað varðar mannfall og eignatjón.

Erlent

Leiðtogar heims fagna Samstöðu

Fjöldi þjóðarleiðtoga komu saman í Gdansk í Póllandi á þriðjudag til að minnast þess að aldarfjórðungur er liðinn frá því að pólskir verkamenn stofnuðu hreyfinguna Samstöðu, undir forystu Lech Walesa.

Erlent

al-Qaeda lýsa yfir ábyrgð

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á spengjuárásunum á London í júlí. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greindi rétt í þessu frá myndbandi, þar sem samtökin lýsa ábyrgð á árásunum og hóta frekari árásum á Evrópu.

Erlent

Algjör rýming yfirvofandi

New Orleans mun líkjast draugaborg innan nokkurra daga ef björgunarstarf gengur að óskum, því öllum sem eftir eru í borginni hefur verið skipað burt. Borgarstjórinn, Ray Nagin, vonast til að borgin verði orðin mannlaus innan tveggja daga.

Erlent

Skýringa frá stjórnvöldum krafist

Tugþúsundir Íraka mættu við útfarir þeirra sem dóu í öngþveitinu í Bagdad í fyrradag. Gagnrýni fer nú vaxandi á ríkisstjórnina fyrir að hafa mistekist að koma í veg fyrir harmleikinn.

Erlent

Uppreisnarmenn skotnir í Pakistan

Indverskir hermenn skutu í morgun níu uppreisnarmenn til bana við landamæri Pakistans. Uppreisnarmennirnir, sem höfðu mikið af vopnum í fórum sínum, voru að reyna að smygla sér yfir landamærin, þegar til skotbardaganna kom.

Erlent