Erlent

Bensínskortur í Írak

Stjórnvöld í Írak hafa ákveðið að takmarka umferð í Bagdad og nágrenni vegna skorts á bensíni. Þannig munu bifreiðar með númer, sem enda á sléttri tölu, fá að aka þar um annan hvern dag og hinir með oddatölu aðra daga. Írak er þriðja mesta olíuframleiðsluríki heims, en annar ekki eftirspurn á heimamarkaði meðal annars vegna þess að olíuhreinsunarstöðvar virka ekki sem skyldi.

Erlent

Nýr forseti hæstréttar BNA

George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt John Roberts sem nýjan forseta Hæstaréttar. Roberts tekur við af William H. Rehnquist sem lést fyrir skömmu.

Erlent

Skemmtiferðarskip til hjálpar

Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að Bandaríkjastjórn hefði samþykkt að send yrðu tvö skemmtiferðaskip til þess að hýsa fórnarlömb flóðanna í suðurríkjum Bandaríkjanna. Vonast er til þess að skipin geti hýst þúsundir manna í nokkra mánuði.

Erlent

Fyrirhuguð heimsókn vekur furðu

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, ætlar í opinbera heimsókn til Ísraels síðar á árinu. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir ísraelskum útvarpsstöðvum. Þetta þykir sæta miklum tíðindum, því samskipti Egyptalands og Ísraels hafa verið með stirðara móti undanfarin ár.

Erlent

Allir fórust í flugslysi á Súmötru

Nú er ljóst að allir um borð, eða hundrað og sautján manns, fórust þegar Boeing 737-200 farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í norðurhluta Súmötru á Indónesíu í morgun.

Erlent

Tveggja íslenskra kvenna saknað

Tveggja íslenskra kvenna er enn saknað eftir náttúruhamfarirnar í suðurhluta Bandaríkjanna. Lilja Ólafsdóttir Hansch, sem saknað var í Mississippi, kom í leitirnar í gærkvöldi.

Erlent

Forsetar safna fé

Tveir fyrrum forsetar Bandaríkjanna, George Bush eldri og Bill Clinton, hafa lagt lið sitt við fjársöfnun til handa fórnarlamba fellibyljarins Katrínar.

Erlent

Fimm tonn af kókaíni haldlögð

Lögreglan í Hollandi lagði hald á tæp fimm tonn af kókaíni sem fundust í skipi í Rotterdam í síðasta mánuði. Söluverðmæti efnisins er áætlað um 220 milljónir evra eða sem nemur um 18 milljörðum íslenskra króna.

Erlent

Samkomulag um innflutning á fötum

Kína og Evrópusambandið hafa loks náð tímabundnu samkomulagi um innflutning á fötum og öðrum vefnaðarvörum. Fatnaður saumaður í Kína hefur hlaðist upp í tonnatali í höfnum Evrópu, þar sem innflutningskvótar fyrir árið 2005 voru orðnir fullnýttir.

Erlent

Sextíu lík fundin

Búið er að finna 60 lík í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrín fór þar yfir á mánudag. Eru þetta fyrstu opinberu tölurnar um látna í borginni en talið er að aðeins sé um að ræða lítinn hluta þeirra sem létu lífið í náttúruhamförunum.

Erlent

Fyrrverandi forsetar í fjársöfnun

Forsetarnir fyrrverandi George Bush eldri og Bill Clinton hafa hafið formlega fjársöfnun fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna við Mexíkóflóa. Er þetta í annað skipti sem þeir félagar taka höndum saman og skipuleggja fjársöfnun og hjálparstarf en þeir stóðu einnig fyrir fjársöfnun fyrir fórnarlömb flóðbylgjunnar við Indlandshaf á síðasta ári.

Erlent

Senda lækna og hrísgrjón

Taílendingar munu senda að minnsta kosti 60 lækna og hjúkrunarfræðinga til hjálpar á flóðasvæðunum í suðurríkjum Bandaríkjanna. Auk þess verða birgðir af hrísgrjónum sendar til hörmungasvæðanna.

Erlent

Níu létust í kláfslysi

Að minnsta kosti níu manns létu lífið í dag þegar þyrla sem var að flytja steypu á skíðasvæðinu Sölden í Austurríki, missti hluta farmsins á kláf sem var að ferja skíðafólk upp í fjall. Þyrlan var um þrjú hundurð metra fyrir ofan kláfferjuna.

Erlent

Japanir senda olíu

Japanar íhuga að ganga á olíuforða sinn og senda hluta af neyðarbirgðum sínum til Bandaríkjanna vegna olíuskorts sem þar hefur myndast í kjölfar fellibylsins Katrínar sem reið yfir Mexíkóflóa.

Erlent

Rússar mótmæla

Rússar hafa mótmælt því að kjarnorkumál Írana fari fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þeir sjá enga ástæðu til þess að málefni Írana verði færð frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni sem sé með þau í réttum farvegi.

Erlent

Vill flytja fórnarlömb frá Texas

Ríkisstjórinn í Texas ætlar að kanna hvort hægt sé að fljúga með hluta fórnarlamba fellibyljarins, sem safnast hafa saman í Texas, til annarra ríkja sem hafa boðið fram hjálp sína svo hægt sé að ná betri stjórn á ástandinu.

Erlent

Nokkrir komust lífs af á Súmötru

Fyrir stundu kom í ljós að nokkrir komust lífs af þegar Boeing 737-200 farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í norðurhluta Súmötru á Indónesíu í morgun, en hundrað og tólf farþegar voru um borð í vélinni og fimm manna áhöfn. Enn er ekki vitað hvað olli flugslysinu.

Erlent

Haraldur konungur til Washington

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning munu fara í opinbera heimsókn til Washington í næstu viku. Mun konungurinn afhjúpa styttu af látinni móður sinni, Mörtu krónprinsessu.

Erlent

Tony Blair heimsækir Kína

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hitti Hu Jintao, forseta Kína í morgun en Blair er í fjögurra daga heimsókn í Kína til að styrkja viðskiptasamband Kína og Evrópusambandsins.

Erlent

Ákveða örlög Arroyo

Stjórnarandstaðan í Filippseyjum varaði við því á þinginu í gær að frávísun á máli Arroyo forseta myndi leiða til þess að ókyrrðin og upplausin sem ríkt hefur í þann mánuð sem mál hennar hefur staðið yfir myndi versna til muna.

Erlent

Aparáðstefna í Kongó

Alþjóðleg ráðstefna til bjargar mannöpum hófst í Kongó í gær. Vonast var til að hægt væri að komast að samkomulagi um alþjóðlega áætlun sem stuðlar að verndun þeirra.

Erlent

Nýr forseti hæstaréttar í BNA

George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í dag John Roberts sem forseta hæstaréttar Bandaríkjanna í stað Williams H. Rehnquists, sem lést síðastliðinn laugardag. Skýrði Bush frá tilefningunni í Hvíta húsinu áður en hann fór til hamfarasvæðanna í Mississippi og Louisiana og hvatti Bandaríkjaþing til að staðfesta tilnefninguna fljótt og vel en réttarhléi lýkur 3. október.

Erlent

Rútuslys í Ástralíu

Að minnsta kosti tveir létust og 25 slösuðust alvarlega þegar rúta með ferðamenn frá Asíu innanborðs fór út af veginum og hrapaði um 10 metra niður gil um 100 kílómetra suður af Sydney í Ástralíu í nótt. Um 40 farþegar voru í rútunni. 15 sjúkrabílar og 5 þyrlur unnu að björgunarstörfum og fluttu fólk á sjúkarhús. Ekki er vitað hvers vegna slysið varð.

Erlent

Hótanir á japönskum sjúkrahúsum

Fjölda háskólasjúkrahúsa í Tókýó í Japan hafa borist sprengjuhótanir frá tveimur mönnum sem krefjast þess að tvöfalt fleiri læknanemum verði hleypt í námsstöður við sjúkrahúsin. Að öðrum kosti verði þau fyrir sprengjuárás.

Erlent

Flóttamenn á gúmmíbátum

Spænska lögreglan handsamaði þrjú hundruð afríska flóttamenn sem höfðu gert tilraun til að komast til Spánar á gúmmíbátum um helgina.

Erlent

Schröder og Merkel mætast í kvöld

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands og leiðtogi jafnaðarmannaflokksins og Angela Merkel, kanslaraefni Kristilegra demókrata mætast í kvöld í kappræðum í sjónvarpi. Þetta verða þeirra einu kappræður fyrir kosningarnar sem fram fara 18. september og eru taldar geta haft þó nokkur áhrif á hvor flokkurinn beri sigur úr býtum.

Erlent

Fellibylur veldur usla í Kína

Að minnsta kosti 54 hafa látist í Kína í flóðum og aurskriðum af völdum fellibylsins Talim sem gekk á land á fimmtudaginn var. Fellibylurinn hefur valdið miklu tjóni Anhui-héraði og borginni Wenzhou en alls hafa hundrað þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna hans. Talim olli einnig usla á Taívan um miðja síðustu en þar létust að minnsta kosti tveir og tugir slösuðust.

Erlent

Pútín rekur yfirmann flotans

Vladímír Pútín, forseti Rússlans, rak í dag Vladímír Kúrojodov, yfirmann rússneska flotans, úr starfi. Forsetinn gaf ekki upp ástæðu fyrir brottvikningunni en rússneskir fjölmiðlar leiða að því líkur að hann hafi verið látinn fara vegna vandræðagangs innan sjóhersins.

Erlent

Bíða dauðans eða björgunar

Þótt nú hafi loks tekist að koma þeim tugþúsundum til hjálpar sem leitað höfðu skjóls í ráðstefnumiðstöð og íþróttahöll New Orleans-borgar er enn mikill fjöldi fólks innlyksa víða um borgina og annars staðar á hamfarasvæðunum við Mexíkóflóann. Sumir bíða eftir að að eitt af þessu tvennu berist: dauðinn eða björgun.

Erlent