Erlent

Norskir kjósendur snúast til hægri

Niðurstöður nýrra fylgiskannana í Noregi benda til þess að borgaraflokkarnir haldi meirihluta á norska þinginu. Mestu munar um að Vinstriflokkurinn, lítill frjálslyndur hægriflokkur, nær fjögurra prósenta markinu í tveimur nýjum könnunum og fengi allt að tíu þingsæti í stað tveggja.

Erlent

Schröder og Pútín semja um gas

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín Rússlandsforseti handsöluðu í gær samning um að lögð verði jarðgasleiðsla beint frá Rússlandi til Þýskalands, frá Viborg við botn Finnska flóa, 1.200 km eftir botni Eystrasalts til norður-þýsku borgarinnar Greifswald.

Erlent

Spilling í Úkraínu

Tveir hátt settir menn innan ríkisstjórnar Úkraínu hafa sagt störfum sínum lausum. Yfirmaður öryggismála í Úkraínu bauðst í gærkvöldi til að hætta, í kjölfar ásakana um spillingu.

Erlent

i-Pod með farsíma

Hlutabréf í Apple-fyrirtækinu tóku góðan kipp upp á við í dag, eftir að forstjóri fyrirtækisins kynnti til sögunnar iPod-farsíma og nýjan og enn minni spilara. Með I-pod spilaranum er hægt að hlaða niður tónlist af tölvu. Nýji síminn hefur alla þá tæknimöguleika sem i-pod spilarinn hefur, getur geymt og spilað 100 lög, er með litaskjá og innbyggðri myndavél.

Erlent

Þögn í erlendum miðlum

Þegar meira en sólarhringur var liðinn eftir að Davíð Oddsson tilkynnti formlega um að hann myndi draga sig í hlé frá stjórnmálum þann 27. september næstkomandi var enn engar fréttir um þessi tímamót í íslenskum stjórnmálum að finna í erlendum fréttamiðlum. Að færeyskum miðlum undanskildum.

Erlent

Umferðarmiðstöð í stað turna

Víglsuathöfn fyrir nýja lestar- og rútustöð sem mun rísa þar sem tvíburaturnarnir stóðu var haldin í New York í gær. Samgöngumiðstöðina, sem verður um leið eins konar minnisvarði, á að opna síðari hluta ársins 2009. Gert er ráð fyrir að um 80 þúsund manns, sem ferðast á milli Manhattan og New Jersey, muni koma í miðstöðina á hverjum degi.

Erlent

Taldir hafa smitast af taugaveiki

Óttast er að hátt í 400 manns hafi veikst af taugaveiki í bænum Delmas vestur af Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Talið er að fólkið hafi drukkið mengað vatn og hafa yfirvöld sent hundrað heilbrigðisstarfsmenn til bæjarins til þess að takast á við vandann. Staðfest er að 18 manns séu með taugaveiki í bænum, en veikina má rekja til salmonellubakteríu sem veldur m.a. niðurgangi og hita og getur leitt til dauða ef ekki brugðist við honum með sýklalyfjagjöf.

Erlent

Réttindi verði skert vegna varna

Þegnar ríkja Evrópusambandsins kunna að þurfa að sætta sig við afnám einhverra borgaralegra réttinda ef á að vera hægt að verja þá fyrir hryðjuverkamönnum og skipulagðri glæpastarfsemi.

Erlent

Talabani til Washington

George Bush Bandaríkjaforseti tekur í næstu viku á móti Jalal Talabani, forseta Íraks, í Washington þar sem þeir munu ræða stöðu nýrrar stjórnarskrár í Írak og stríðið gegn hryðjuverkum. Nokkur styrr hefur staðið um íröksku stjórnarskrána sem samþykkt var á írakska þinginu síðasta mánuði og hafa súnnítar heitið því að vinna gegn því að hún verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 15. október.

Erlent

Bilið milli fylkinga minnkar

Heldur hefur dregið saman með kristilegum demókrötum og jafnaðarmönnum í Þýskalandi eftir sjónvarpskappræður leiðtoga flokkanna á sunnudagskvöld. Gerhard Schröder, núverandi kanslari, var almennt talinn hafa staðið sig heldur betur í kappræðunum en á móti kemur að Angela Merkel stóð sig samt betur en flestir höfðu átt von á.

Erlent

Ætti að vera líflátinn

Saddam Hussein hefur játað að hafa framið morð og aðra glæpi á valdatíma sínum, að því er forseti Íraks, Jalal Talabani, skýrir frá. Meðal þeirra glæpa sem Saddam hefur játað á sig eru fjöldamorð á Kúrdum á síðari hluta níunda áratugarins.

Erlent

Heimilar brottflutning með valdi

Enn eru um tíu þúsund manns í New Orleans og allt kapp er lagt á að koma þeim burt úr borginni. Her- og lögreglumenn gengu hús úr húsi í gærkvöldi og í nótt til að hafa uppi á fólki og hvetja það til að fara burt. Borgarstjóri New Orleans, Ray Nagin, hefur nú heimilað brottflutning með valdi, en hann segir það algera fásinnu að fólki sem ekki yfirgefi borgina sé meinað um mat og vatn, eins og haldið var fram í gær.

Erlent

Flutt með valdi frá New Orleans

Bandarísk yfirvöld hafa nú misst þolinmæðina við þá sem neita að yfirgefa New Orleans, og eru að byrja að flytja þá á brott með valdi. Mikil hætta er talin á farsóttum í borginni.

Erlent

Fordæmi stuðning við hryðjuverk

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að hvetja leiðtoga ríkja Sameinuðu þjóðanna, á fundi sem fyrirhugaður er í næstu viku, til þess að fordæma harðlega alla þá sem hvetja til hryðjuverka. Hann segir löngu tímabært að það verði gert.

Erlent

Saddam hafi gengist við morðum

Saddam Hussein hefur gengist við því að hafa líflátið fólk að sögn Jalals Talabanis, núverandi forseta Íraks. Í viðtali á írakskri sjónvarpsstöð í nótt sagðist Talabani hafa þetta eftir saksóknurum sem hefðu yfirheyrt Saddam. Í kjölfarið sagði Talabani að Saddam ætti skilið að vera hengdur tuttugu sinnum fyrir voðaverk sín sem gæfu hundrað ástæður til að dæma hann til dauða.

Erlent

Hagvöxtur minnkar ekki barnadauða

Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi aukist verulega í Kína og Indlandi er barnadauði enn hár meðal fátækra Kínverja og indverskra stúlkna, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum.

Erlent

Moussa Arafat skotinn til bana

Moussa Arafat, fyrrverandi yfirmaður öryggismála í Palestínu, var myrtur í morgun. Tugir byssumanna skutu úr sprengjuvörpum á heimili Arafats og réðust síðan inn og skutu hann til bana að sögn vitna. Ekki er ljóst hvort sonur hans, sem einnig var heima, náði að flýja eða hvort honum var rænt.

Erlent

Forsetakosningar í Egyptalandi

Í morgun opnuðu kjörstaðir í Egyptalandi, en þar fara í dag fram fyrstu lýðræðislegu forsetakosningarnar. Mjög fáir hafa nýtt atkvæðisrétt sinn á fyrstu klukkutímunum, en fastlega er búist við að Hosni Mubarak nái kjöri og hefji í kjölfarið sitt fimmta kjörtímabil.

Erlent

Fimm látnir af völdum sýkinga

Fimm manns eru taldir hafa látist af völdum sýkinga sem rekja má til mengaðs vatns í kjölfar yfirreiðar fellibylsins Katrínar yfir suðurríki Bandaríkjanna. Frá þessu greindu sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum í dag. Svo virðist sem fólkið hafi sýkst af bakteríu sem skyldi er kólerubakteríunni og er algeng í sjó í Mexíkóflóa.

Erlent

Þrettán látnir af völdum Nabi

Þrettán eru látnir og annarra þrettán er saknað eftir að fellibylurinn Nabi reið yfir suðurhluta Japans. 300.000 manns flúðu heimili sín, en fellibylnum fylgdi eitt þúsund millímetra úrkoma. Nabi er óðum að missa mátt og er nú flokkaður sem hitabeltisstormur.

Erlent

Herði aðgerðir gegn hryðjuverkum

Búist er við því að Bretar þrýsti á aðrar Evrópusambandsþjóðir um að taka til athugunar að herða aðgerðir gegn hryðjuverkum, en Bretar ætla meðal annars að setja lög sem leyfa að vísa fólki úr landi verði það uppvíst að því að hvetja til hryðjuverka.

Erlent

Tómar rútur sendar til baka

Tíu rútur sem sendar voru frá höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, til að flytja flóttamenn frá New Orleans sneru aftur tómar því aðeins fannst ein hræða sem var tilbúin til að yfirgefa borgina og fara til Washington. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú ákveðið að beita hörku til þess að fjarlægja þá sem enn þrjóskast við að yfirgefa borgina en fram að þessu hefur verið reynt að tala fólk til.

Erlent

Menn vissu hvað gæti gærst

Menn vissu nokkurn veginn fyrir hvað myndi gerast þegar fellibylur á borð við Katrínu gengi yfir suðurströnd Bandaríkjanna, segir Jónas Elíasson, verkfræðiprófessor við Háskóla Íslands, en málstofa um hamfarirnar verður haldin í dag.

Erlent

Khodorkovskí vill á þing

Rússneski olíujöfurinn Míkhaíl Khodorkovskí hefur í hyggju að bjóða sig fram til þings í aukakosningum í Moskvu sem fram fara í desember næstkomandi þrátt fyrir að vera í fangelsi. <em>Interfax</em>-fréttastofan hefur eftir lögfræðingi hans að hann hafi sent kjörstjórn viðeigandi skjöl, en kosningar um sæti í Dúmunni fara fram 4. desember.

Erlent

Fórnarlömg flugslyss jörðuð

Hundruð syrgjenda komu saman þegar fórnarlömb flugslyssins í Indónesíu voru borin til grafar í gær. Alls létust 148 manns í slysinu, um 101 farþegi í vélinni og 47 á jörðu niðri, en þotan, sem var af gerðinni Boeing 737-200 brotlenti í íbúðabyggð í borginni Medan.

Erlent

Líklegri til að missa sjónina

Það er helmingi líklegra að reykingamenn missi sjónina en þeir sem ekki reykja. Nokkrar nýlegar rannsóknir benda til þess að tengsl reykinga við ótímabæra sjóndepru séu jafnsterk og við lungnakrabbamein. Stofnun blindra í Bretlandi ætlar að fara þess á leit að viðvörunum vegna þessa verði bætt við aðrar viðvaranir á sígarettupökkum.

Erlent

Beita hörku í New Orleans

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú ákveðið að beita hörku til þess að fjarlægja þá sem enn þrjóskast við að yfirgefa New Orleans.

Erlent

Geymslu skotvopna ábótavant

Tæplega tvær milljónir bandarískra barna búa á heimilum þar sem hlaðin skotvopn eru geymd á ótryggum stöðum, samkvæmt könnun á geymslu skotvopna á bandarískum heimilum.

Erlent

Skæruliði hótar Norðmönnum

Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár.

Erlent