Erlent Árás við olíumálaráðuneyti Íraks Að minnsta kosti sjö manns féllu og um 30 særðust þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við olíumálaráðuneyti Íraks í morgun. Maður keyrði bíl sínum inn í strætisvagn með fyrrgreindum afleiðingum en í vagninum voru aðallega starfsmenn ráðuneytisins á leið til vinnu sinnar. Talið er að al-Qaida hafi verið að verki en samtökin lýstu í gær ábyrgð á sjálfsmorðsárás í Bagdad sem varð að minnsta kosti níu manns að bana. Erlent 26.9.2005 00:01 Lynndie England sek um misnotkun Kviðdómur í herrétti í Texas úrskurðaði í gærkvöldi Lynndie England seka um illa meðferð á föngum, ófyrirleitna framkomu og samsæri. Kæran var í sjö liðum og var hún sek af sex þeirra. Erlent 26.9.2005 00:01 Fellibylur veldur usla við Kína Tveir eru látnir af völdum fellibylsins Damrey sem farið hefur eftir strönd kínversku eyjarinnar Hainan undanfarinn sólarhring. Þetta er öflugasti stormur sem gengið hefur yfir eyjuna í þrjá áratugi, en hún er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir suðurströnd Kína. Erlent 26.9.2005 00:01 Aron Pálmi handtekinn í nótt Lögreglan í Texas handtók Aron Pálma Ágústsson þar sem hann var staddur í neyðarskýli Rauða krossins í nótt. Að sögn Arons sögðust lögreglumennirnir ekki vera að taka hann formlega fastan en þeir námu hann á brott úr búðunum og fluttu hann í fangelsi í smábæ fyrir utan Dallas. Erlent 26.9.2005 00:01 Tekur heimildamynd hér á landi Fjölmennt kvikmyndagerðarlið verður í för með sópransöngkonuninni og Íslandsvininum Kiri Te Kanawa, þegar hún kemur hingað til lands til að syngja á tónleikum í Háskólabíói 5. otkóber. Tilefnið er að svissneski úraframleiðandinn Rolex er að gera heimildamynd um hana, sem eina af mörgum sendiherrum Rolex í listaheiminum, en í þeim hópi er meðal annars Placido Domingo. Erlent 26.9.2005 00:01 Flestir búa sig undir að snúa heim Flestir þeirra þriggja milljóna manna sem flúðu heimili sín í Texas og Louisiana vegna fellibylsins Rítu á laugardag búa sig nú undir að snúa aftur til síns heima. Tvö dauðsföll eru rakin til fellibylsins, en hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns á svæðunum. Erlent 26.9.2005 00:01 Réttarhöldin sögð vafasöm Þrír sakborningar í dómsmáli vegna uppþotanna í Úsbekistan í maí viðurkenndu í gær að hafa fengið þjálfun í búðum herskárra múslima í nágrannaríkinu Kirgistan. Þá segja vitni að Bandaríkjamenn hafi styrkt uppreisnarmennina. Erlent 26.9.2005 00:01 Ríkisstjórn Póllands kolfallin Ríkisstjórn Mareks Belka, forsætisráðherra Póllands, kolféll í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Miðflokkur og hægriflokkur, sem hafa boðað samstarf eftir kosningarnar, fengu meirihluta atkvæða. Erlent 26.9.2005 00:01 Engar fregnir af manntjóni Hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns eftir að fellibylurinn Ríta gekk yfir Texas og Louisiana í Bandaríkjunum á laugardaginn. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni vegna veðurofsans. Erlent 26.9.2005 00:01 Gekk út vegna hljóðnemavandræða Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, gekk út af fundi sem haldinn var vegna yfirlýsingar fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Benjamins Netanyahus, um að Sharon hefði svikið flokk sinn, Likud-flokkinn, og Ísraelsmenn alla þegar hann ákvað að rýma Gasasvæðið fyrir Palestínumenn. Erlent 26.9.2005 00:01 Sheehan handtekin Cindy Sheehan, móðir bandarísks hermanns sem féll í átökum í Írak á síðasta ári, var handtekin í gær fyrir utan Hvíta húsið í Washington þar sem hún stóð fyrir mótmælum. Erlent 26.9.2005 00:01 Genabanki býður prinsessubaun Ef Margréti Danadrottingu skyldi vanta baun undir krónprinsessuna dönsku, Mary Donaldson, þá getur hún snúið sér til framkvæmdastjóra Norræna genabankans. Hann býður fram þessa aðstoð sína í grein í dagblaðinu <em>Jyllands Posten</em> í dag. Erlent 26.9.2005 00:01 Þrjú flugslys um helgina Þrír fórust í þremur flugslysum um helgina en flugslys hafa verið tíð að undanförnu í heiminum. Tvö af flugslysunum áttu sér stað í Slóvakíu en það þriðja í Ungverjalandi. Ekki er vitað um ástæður slysanna en verið er að rannsaka tildrög þeirra. Eins og fyrr segir hafa flugslys verið tíð að undanförnu en á síðustu þremur mánuðum hafa sex farþegavélar farist. Erlent 26.9.2005 00:01 Stjórnin líklega fallin í Póllandi Allt bendir til þess að ríkisstjórn Mareks Belka, forsætisráðherra Póllands, sé fallin og tveir mið- og hægriflokkar, sem hafa boðað samstarf eftir kosningarnar í gær, hafi fengið meirihluta atkvæða. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi flokksins Laga og réttlætis, hefur þegar lýst yfir sigri. Erlent 26.9.2005 00:01 ETA grunuð um bílsprengingu Bílsprengja sprakk á iðnarsvæði í Avila-héraði á Norður-Spáni í gærkvöld. Enginn særðist í sprengingunni en viðvörun barst tveimur dagblöðum um hálftíma áður en sprengingin átti sér stað. Talið er að ETA, hin herskáu aðskilnaðarsamtök Baska, hafi staðið fyrir ódæðinu. Erlent 25.9.2005 00:01 Engin tímatafla um brottflutning Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að setja tímatöflu um brottflutning breskra hermanna frá Írak. Vaxandi mannfall í breskum hersveitum í Írak hefur vakið upp nýja mótmælaöldu í Bretlandi. Erlent 25.9.2005 00:01 Cheney heim úr skurðaðgerð Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, haltraði út af sjúkrahúsi í Washington í gær, daginn eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð þar sem æðagúlpar voru fjarlægðir úr hnésbótum hans. Erlent 25.9.2005 00:01 Bölvun fyrir Palestínumenn Óformlegt vopnahlé Ísraela og Hamas-samtakanna er í hættu eftir að samtökin skutu eldflaugum á Ísrael og þeim árásum var svarað af mikilli hörku. Varaforsætisráðherra Ísraels, Shimon Peres, segir Hamas-samtökin bölvun fyrir Palestínumenn, ógnun við friðinn og vandamál fyrir Ísraelsmenn. Erlent 25.9.2005 00:01 Björgunarsveitir aðstoða fólk Björgunarsveitir eru nú að aðstoða hundruð manna sem þurftu að leita skjóls á þökum húsa sinna í suðurhluta Louisiana vegna flóða sem fylgdu fellibylnum Rítu. Veðrið er nú gengið niður en yfirvöld í Texas og Louisiana hvetja flóttafólk til þess að vera ekkert að flýta sér heim meðan verið er að gera við flóðgarða sem rofnuðu í óveðrinu. Erlent 25.9.2005 00:01 Vilja þrjú börn í stað tveggja Franska ríkisstjórnin hvetur landa sína til að eignast þriðja barnið, en láta ekki staðar numið eftir tvö eins og flestar franskar fjölskyldur gera nú, og hefur ákveðið að bjóða aukna fjárhagslega aðstoð fyrir fjölskyldufólk. Erlent 25.9.2005 00:01 Prinsinn á von á barni í lausaleik Louis prins í Lúxemborg og kærastan hans eiga von á barni. Prinsinn, sem er aðeins nítján ára gamall, kynntist kærustunni í herþjónustu í Kosovo á síðasta ári. Erlent 25.9.2005 00:01 Milljónir sem flúðu Ritu snúa heim Ríkisstjórar Texas og Louisiana flugu í gær hvor fyrir sig yfir svæðin sem verst urðu úti af völdum fellibylsins Ritu um helgina. Björgunarsveitarmenn í Suður-Louisiana leituðu hundruða íbúa á svæðinu sem talið var að væru innlyksa í kaffærðum húsum. Allt að þrjár milljónir manna, sem flúið höfðu undan fellibylnum, streymdu til síns heima í gær. Erlent 25.9.2005 00:01 Íþróttamót múslimakvenna í Íran Alþjóðlegt íþróttamót múslimakvenna hófst í Íran um helgina. Íþróttakonur frá Bandaríkjunum taka nú þátt í fyrsta sinn og eru snyrtilega klæddar, eins og stallsystur þeirra. Erlent 25.9.2005 00:01 Gekk nakinn um göturnar Stjórnmálamaðurinn Keith Locke gaf kjósendum það vafasama kosningaloforð að hann myndi afklæðast og ganga nakinn um götur Auckland á Nýja-Sjálandi ef hann tapaði fyrir stjórnmálaandstæðingi sínum, Rodney Hide. Locke stóð við loforð sitt og brá á það ráð að klæðast eingöngu nærbuxum og láta mála líkama sinn eins og hann væri klæddur jakkafötum. </font /> Erlent 25.9.2005 00:01 Ríta: 500 milljarða tjón Talið er að fellibylurinn Ríta hafi valdið um fimm hundruð milljarða króna tjóni í suðurríkjum Bandaríkjanna. En þótt tjónið sé mikið létti mönnum við það að ekki urðu miklar skemmdir á olíuhreinsunarstöðvum og öðrum tengdum mannvirkjum. Erlent 25.9.2005 00:01 Skotbardagi við herskáa sjíta Byssumenn hollir herskáa sjíaklerknum Muqtada al-Sadr veittu íröskum hermönnum á eftirlitsferð fyrirsát í austurhluta Bagdad í gærmorgun. Bandarískir hermenn komu til liðs við þá írösku í skotbardaga sem stóð í einn og hálfan tíma. Um átta árásarmannanna voru felldir. Erlent 25.9.2005 00:01 Vopnahléinu lokið? Vopnahlé Ísraelsmanna og Palestínumanna, sem staðið hefur frá því snemma á þessu ári, virðist endalega vera að líða undir lok. Tveir Palestínumenn létust nú síðdegis í loftárás ísraelska hersins á bifreið sem þeir voru í. Fjórir eru sárir að sögn vitna. Erlent 25.9.2005 00:01 Líbönsk sjónvarpskona særðist Líbönsk sjónvarpskona særðist mjög alvarlega þegar sprengja sprakk í bifreið hennar skammt norður af Beirút í dag. Konan var flutt í skyndi á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort hún sé í lífshættu. Erlent 25.9.2005 00:01 Herinn má beita stórskotaliði Ríkisstjórn Ísraels hefur gefið hernum heimild til þess að beita stórskotaliði til þess að stöðva eldflaugaárásir Palestínumanna frá Gaza-svæðinu. Þess eru varla fordæmi að ríkisstjórn hafi gefið leyfi til þess að beita stórskotaliði nánast innan eigin landamæra. Erlent 25.9.2005 00:01 Hægriflokkar sigra í Póllandi Fyrstu tölur í þingkosningunum sem fram fóru í Póllandi í gær bentu til að spár gengju eftir um afgerandi sigur tveggja hægriflokka, sem hafa boðað stjórnarsamstarf. Vinstriflokkarnir, sem sigruðu stórt í síðustu þingkosningum fyrir fjórum árum, biðu afhroð. Erlent 25.9.2005 00:01 « ‹ ›
Árás við olíumálaráðuneyti Íraks Að minnsta kosti sjö manns féllu og um 30 særðust þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við olíumálaráðuneyti Íraks í morgun. Maður keyrði bíl sínum inn í strætisvagn með fyrrgreindum afleiðingum en í vagninum voru aðallega starfsmenn ráðuneytisins á leið til vinnu sinnar. Talið er að al-Qaida hafi verið að verki en samtökin lýstu í gær ábyrgð á sjálfsmorðsárás í Bagdad sem varð að minnsta kosti níu manns að bana. Erlent 26.9.2005 00:01
Lynndie England sek um misnotkun Kviðdómur í herrétti í Texas úrskurðaði í gærkvöldi Lynndie England seka um illa meðferð á föngum, ófyrirleitna framkomu og samsæri. Kæran var í sjö liðum og var hún sek af sex þeirra. Erlent 26.9.2005 00:01
Fellibylur veldur usla við Kína Tveir eru látnir af völdum fellibylsins Damrey sem farið hefur eftir strönd kínversku eyjarinnar Hainan undanfarinn sólarhring. Þetta er öflugasti stormur sem gengið hefur yfir eyjuna í þrjá áratugi, en hún er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir suðurströnd Kína. Erlent 26.9.2005 00:01
Aron Pálmi handtekinn í nótt Lögreglan í Texas handtók Aron Pálma Ágústsson þar sem hann var staddur í neyðarskýli Rauða krossins í nótt. Að sögn Arons sögðust lögreglumennirnir ekki vera að taka hann formlega fastan en þeir námu hann á brott úr búðunum og fluttu hann í fangelsi í smábæ fyrir utan Dallas. Erlent 26.9.2005 00:01
Tekur heimildamynd hér á landi Fjölmennt kvikmyndagerðarlið verður í för með sópransöngkonuninni og Íslandsvininum Kiri Te Kanawa, þegar hún kemur hingað til lands til að syngja á tónleikum í Háskólabíói 5. otkóber. Tilefnið er að svissneski úraframleiðandinn Rolex er að gera heimildamynd um hana, sem eina af mörgum sendiherrum Rolex í listaheiminum, en í þeim hópi er meðal annars Placido Domingo. Erlent 26.9.2005 00:01
Flestir búa sig undir að snúa heim Flestir þeirra þriggja milljóna manna sem flúðu heimili sín í Texas og Louisiana vegna fellibylsins Rítu á laugardag búa sig nú undir að snúa aftur til síns heima. Tvö dauðsföll eru rakin til fellibylsins, en hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns á svæðunum. Erlent 26.9.2005 00:01
Réttarhöldin sögð vafasöm Þrír sakborningar í dómsmáli vegna uppþotanna í Úsbekistan í maí viðurkenndu í gær að hafa fengið þjálfun í búðum herskárra múslima í nágrannaríkinu Kirgistan. Þá segja vitni að Bandaríkjamenn hafi styrkt uppreisnarmennina. Erlent 26.9.2005 00:01
Ríkisstjórn Póllands kolfallin Ríkisstjórn Mareks Belka, forsætisráðherra Póllands, kolféll í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Miðflokkur og hægriflokkur, sem hafa boðað samstarf eftir kosningarnar, fengu meirihluta atkvæða. Erlent 26.9.2005 00:01
Engar fregnir af manntjóni Hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns eftir að fellibylurinn Ríta gekk yfir Texas og Louisiana í Bandaríkjunum á laugardaginn. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni vegna veðurofsans. Erlent 26.9.2005 00:01
Gekk út vegna hljóðnemavandræða Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, gekk út af fundi sem haldinn var vegna yfirlýsingar fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Benjamins Netanyahus, um að Sharon hefði svikið flokk sinn, Likud-flokkinn, og Ísraelsmenn alla þegar hann ákvað að rýma Gasasvæðið fyrir Palestínumenn. Erlent 26.9.2005 00:01
Sheehan handtekin Cindy Sheehan, móðir bandarísks hermanns sem féll í átökum í Írak á síðasta ári, var handtekin í gær fyrir utan Hvíta húsið í Washington þar sem hún stóð fyrir mótmælum. Erlent 26.9.2005 00:01
Genabanki býður prinsessubaun Ef Margréti Danadrottingu skyldi vanta baun undir krónprinsessuna dönsku, Mary Donaldson, þá getur hún snúið sér til framkvæmdastjóra Norræna genabankans. Hann býður fram þessa aðstoð sína í grein í dagblaðinu <em>Jyllands Posten</em> í dag. Erlent 26.9.2005 00:01
Þrjú flugslys um helgina Þrír fórust í þremur flugslysum um helgina en flugslys hafa verið tíð að undanförnu í heiminum. Tvö af flugslysunum áttu sér stað í Slóvakíu en það þriðja í Ungverjalandi. Ekki er vitað um ástæður slysanna en verið er að rannsaka tildrög þeirra. Eins og fyrr segir hafa flugslys verið tíð að undanförnu en á síðustu þremur mánuðum hafa sex farþegavélar farist. Erlent 26.9.2005 00:01
Stjórnin líklega fallin í Póllandi Allt bendir til þess að ríkisstjórn Mareks Belka, forsætisráðherra Póllands, sé fallin og tveir mið- og hægriflokkar, sem hafa boðað samstarf eftir kosningarnar í gær, hafi fengið meirihluta atkvæða. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi flokksins Laga og réttlætis, hefur þegar lýst yfir sigri. Erlent 26.9.2005 00:01
ETA grunuð um bílsprengingu Bílsprengja sprakk á iðnarsvæði í Avila-héraði á Norður-Spáni í gærkvöld. Enginn særðist í sprengingunni en viðvörun barst tveimur dagblöðum um hálftíma áður en sprengingin átti sér stað. Talið er að ETA, hin herskáu aðskilnaðarsamtök Baska, hafi staðið fyrir ódæðinu. Erlent 25.9.2005 00:01
Engin tímatafla um brottflutning Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að setja tímatöflu um brottflutning breskra hermanna frá Írak. Vaxandi mannfall í breskum hersveitum í Írak hefur vakið upp nýja mótmælaöldu í Bretlandi. Erlent 25.9.2005 00:01
Cheney heim úr skurðaðgerð Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, haltraði út af sjúkrahúsi í Washington í gær, daginn eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð þar sem æðagúlpar voru fjarlægðir úr hnésbótum hans. Erlent 25.9.2005 00:01
Bölvun fyrir Palestínumenn Óformlegt vopnahlé Ísraela og Hamas-samtakanna er í hættu eftir að samtökin skutu eldflaugum á Ísrael og þeim árásum var svarað af mikilli hörku. Varaforsætisráðherra Ísraels, Shimon Peres, segir Hamas-samtökin bölvun fyrir Palestínumenn, ógnun við friðinn og vandamál fyrir Ísraelsmenn. Erlent 25.9.2005 00:01
Björgunarsveitir aðstoða fólk Björgunarsveitir eru nú að aðstoða hundruð manna sem þurftu að leita skjóls á þökum húsa sinna í suðurhluta Louisiana vegna flóða sem fylgdu fellibylnum Rítu. Veðrið er nú gengið niður en yfirvöld í Texas og Louisiana hvetja flóttafólk til þess að vera ekkert að flýta sér heim meðan verið er að gera við flóðgarða sem rofnuðu í óveðrinu. Erlent 25.9.2005 00:01
Vilja þrjú börn í stað tveggja Franska ríkisstjórnin hvetur landa sína til að eignast þriðja barnið, en láta ekki staðar numið eftir tvö eins og flestar franskar fjölskyldur gera nú, og hefur ákveðið að bjóða aukna fjárhagslega aðstoð fyrir fjölskyldufólk. Erlent 25.9.2005 00:01
Prinsinn á von á barni í lausaleik Louis prins í Lúxemborg og kærastan hans eiga von á barni. Prinsinn, sem er aðeins nítján ára gamall, kynntist kærustunni í herþjónustu í Kosovo á síðasta ári. Erlent 25.9.2005 00:01
Milljónir sem flúðu Ritu snúa heim Ríkisstjórar Texas og Louisiana flugu í gær hvor fyrir sig yfir svæðin sem verst urðu úti af völdum fellibylsins Ritu um helgina. Björgunarsveitarmenn í Suður-Louisiana leituðu hundruða íbúa á svæðinu sem talið var að væru innlyksa í kaffærðum húsum. Allt að þrjár milljónir manna, sem flúið höfðu undan fellibylnum, streymdu til síns heima í gær. Erlent 25.9.2005 00:01
Íþróttamót múslimakvenna í Íran Alþjóðlegt íþróttamót múslimakvenna hófst í Íran um helgina. Íþróttakonur frá Bandaríkjunum taka nú þátt í fyrsta sinn og eru snyrtilega klæddar, eins og stallsystur þeirra. Erlent 25.9.2005 00:01
Gekk nakinn um göturnar Stjórnmálamaðurinn Keith Locke gaf kjósendum það vafasama kosningaloforð að hann myndi afklæðast og ganga nakinn um götur Auckland á Nýja-Sjálandi ef hann tapaði fyrir stjórnmálaandstæðingi sínum, Rodney Hide. Locke stóð við loforð sitt og brá á það ráð að klæðast eingöngu nærbuxum og láta mála líkama sinn eins og hann væri klæddur jakkafötum. </font /> Erlent 25.9.2005 00:01
Ríta: 500 milljarða tjón Talið er að fellibylurinn Ríta hafi valdið um fimm hundruð milljarða króna tjóni í suðurríkjum Bandaríkjanna. En þótt tjónið sé mikið létti mönnum við það að ekki urðu miklar skemmdir á olíuhreinsunarstöðvum og öðrum tengdum mannvirkjum. Erlent 25.9.2005 00:01
Skotbardagi við herskáa sjíta Byssumenn hollir herskáa sjíaklerknum Muqtada al-Sadr veittu íröskum hermönnum á eftirlitsferð fyrirsát í austurhluta Bagdad í gærmorgun. Bandarískir hermenn komu til liðs við þá írösku í skotbardaga sem stóð í einn og hálfan tíma. Um átta árásarmannanna voru felldir. Erlent 25.9.2005 00:01
Vopnahléinu lokið? Vopnahlé Ísraelsmanna og Palestínumanna, sem staðið hefur frá því snemma á þessu ári, virðist endalega vera að líða undir lok. Tveir Palestínumenn létust nú síðdegis í loftárás ísraelska hersins á bifreið sem þeir voru í. Fjórir eru sárir að sögn vitna. Erlent 25.9.2005 00:01
Líbönsk sjónvarpskona særðist Líbönsk sjónvarpskona særðist mjög alvarlega þegar sprengja sprakk í bifreið hennar skammt norður af Beirút í dag. Konan var flutt í skyndi á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort hún sé í lífshættu. Erlent 25.9.2005 00:01
Herinn má beita stórskotaliði Ríkisstjórn Ísraels hefur gefið hernum heimild til þess að beita stórskotaliði til þess að stöðva eldflaugaárásir Palestínumanna frá Gaza-svæðinu. Þess eru varla fordæmi að ríkisstjórn hafi gefið leyfi til þess að beita stórskotaliði nánast innan eigin landamæra. Erlent 25.9.2005 00:01
Hægriflokkar sigra í Póllandi Fyrstu tölur í þingkosningunum sem fram fóru í Póllandi í gær bentu til að spár gengju eftir um afgerandi sigur tveggja hægriflokka, sem hafa boðað stjórnarsamstarf. Vinstriflokkarnir, sem sigruðu stórt í síðustu þingkosningum fyrir fjórum árum, biðu afhroð. Erlent 25.9.2005 00:01