Erlent

Gekk út vegna hljóðnemavandræða

Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, gekk út af fundi sem haldinn var vegna yfirlýsingar fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Benjamins Netanyahus, um að Sharon hefði svikið flokk sinn, Likud-flokkinn, og Ísraelsmenn alla þegar hann ákvað að rýma Gasasvæðið fyrir Palestínumenn. Ástæða þess að forsætisráðherrann núverandi gekk út af fundinum þar sem yfir þrjú þúsund manns voru mættir var ekki vegna orðaskipta hans og Netanyahus heldur vegna tæknilegrar bilunar en hljóðnemi Sharons virkaði ekki og gekk Sharon því út. Ekki er vitað hvort Sharon muni svara Netanyahu síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×