Erlent

Vilja upplýsingar um fangaflug

Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands, heimsótti franska kollega sinn Michele Alliot-Marie í París í dag, í fyrsta sinn síðan ný stjórn Þýskalands tók við völdum í síðustu viku.

Erlent

Ræður vopnaða verði til að gæta dýranna

Stjórnandi Dýragarðsins í Gaza hefur ákveðið að ráða vopnaða verði til að gæta dýranna. Þetta gerir hann eftir að gengi vopnaðra manna rændi ljónsunganum Sabrinu og tveimur talandi páfagaukum fyrir tveimur vikum.

Erlent

Skjálftinn sterkari en talið var

Tíu létust og sjötíu slösuðust í jarðskjálftanum sem reið yfir Qeshmeyju í Íran síðustu nótt. Nokkurra er enn saknað. Styrkur skjálftans mældist 6,1 á Richter-kvarða, talsvert meiri en í fyrstu var talið, og olli miklum skemmdum.

Erlent

Prófkjöri frestað vegna mótmæla

Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, frestaði fyrir skemmstu prófkjöri sínu á Gazaströndinni eftir að vopnaðir fylgismenn hreyfingarinnar þustu inn á kjörstaði og lokuðu þeim. Mennirnir sögðu að þúsundir nafna vantaði á kjörskrár og þannig væri komið í veg fyrir að fjöldi fólks gæti kosið.

Erlent

Réttarhöldunum frestað

Réttarhöldunum yfir Saddam Hússein hefur verið frestað til fimmta desember, þar sem einn sakborninganna hefur enn ekki orðið sér úti um lögfræðing.

Erlent

Réttarhöldin yfir Saddam halda áfram

Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö fyrrverandi samstarfsmönnum hans verður framhaldið í dag eftir sex vikna hlé. Öryggigæsla í tengslum við réttarhöldin hefur verið aukin stórlega eftir að tveir verjendur hinna ákærðu voru myrtir á dögunum.

Erlent

Tíu manns létust í jarðskjálfta í Íran

Minnst tíu manns létust og hundruðir húsa gjöreyðilögðust þegar jarðskjálfti upp á 5,9 á richter skók suðurhluta Írans í gær. Þá slösuðust sjötíu manns í skjálftanum og nokkrir eru enn í lífshættu.

Erlent

Enn mikil andstaða við inngöngu í Evrópusambandið í Noregi

Um helmingur Norðmanna myndi kjósa gegn inngöngu í Evrópusambandið ef gengið væri til kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum í nýafstaðinni könnun í Noregi. Alls sögðust 50,2% aðspurðra vera mótfallnir inngöngu í Evrópusambandið en 37,7% voru fylgjandi. 12% þátttakanda í könnuninni voru óákveðnir.

Erlent

Veldur örtröð

Norsk flugyfirvöld búast við miklum flugumferðarteppum þessi jólin vegna fjölda Breta í leit að jólasveininum, samkvæmt norska dagblaðinu Aftenposten. Búist er um 400.000 erlendum gestum í heimsókn til jólasveinsins í smiðju sinni í Rovaniemi í Finnlandi.

Erlent

Búist við miklu hvassviðri

Búist er við miklu hvassviðri af völdum hitabeltisstormsins Delta á Kanaríeyjum í dag. Delta var yfir miðju Atlantshafi í gær og var vindhraði hans síðdegis um 65 km/klst. og fór í 80 km/klst. í mestu byljunum. Veðurfræðingar eiga von á því að stormurinn nái yfir eyjarnar í dag.

Erlent

Kosningar án eftirlitsmanna

Rússneska ríkisstjórnin bindur miklar vonir við kosningarnar sem haldnar voru í Tsjetsjeníu í gær.Heimamenn líta á þær sem skrípaleik.

Erlent

Kjósa bannaða

Egypski stjórnmálaflokkurinn Bræðralag múslima, sem bannaður var fyrir 51 ári síðan, tilkynnti í gær að hann væri búinn að vinna 76 af 454 sætum í egypska þinginu. Annar áfangi egypsku þingkosninganna af þremur fór fram á laugardag og í þeim vann flokkurinn 29 sæti til viðbótar þeim sem hann hefur þegar unnið.

Erlent

Lögreglan beitti valdi

Lögreglan í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, þurfti að hafa hendur í hári fjölda mótmælenda sem söfnuðust saman til að krefjast þess að kosningar færu fram í landinu á ný. Þetta var í fyrsta sinn síðan kosningarnar fóru fram þann 6. nóvember sem lögreglan þurfti að beita mótmælendur valdi. Halda þeir því fram að brögð hafi verið í tafli við talningu atkvæðanna.

Erlent

Mengað vatn til Síberíu

Í gær var opnað fyrir drykkjarvatn úr kínversku ánni Songhua í norðausturhluta Kína, fimm dögum eftir að yfirvöld lokuðu fyrir neysluvatn 3,8 milljóna íbúa borgarinnar Harbin vegna mengunar.

Erlent

Mannréttindabrot færast í aukana

Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks segir ástand mannréttindabrota í Írak vera orðið jafn slæmt og það var á dögum Saddam Hussein og að allar líkur bendi til að þetta ófremdarástand versni.

Erlent

Áfengisvandinn fer vaxandi

Fjöldi kráa, kaffihúsa og veitingastaða með vínveitingaleyfi í Kaupmannahöfn hefur aukist um fimmtán prósent síðasta áratug. Borgaryfirvöld vilja nú stemma stigu við þessari þróun að því greint er frá í dagblaðinu Berlingske Tidende.

Erlent

Aðeins fimm prósent kæra

Rúmlega tuttugu og átta þúsund manneskjur voru handteknar á Spáni á síðasta ári vegna heimilisofbeldis. Alls bárust lögreglunni yfir 43.800 kvartanir vegna ofbeldis á konum í landinu.

Erlent

Miklir kuldar og snjóar

Mikil vetrarveður herjuðu á stóran hluta Evrópu um helgina. Rafmagn hefur sums staðar farið af, flugi verið aflýst og umferðaröngþveiti myndast á hálum þjóðvegum. Miklar rigningar skemmdu uppskeru á Ítalíu og ollu flóðum víðs vegar um landið.

Erlent

Auglýsendur ofsækja börn

Fimmti hver unglingur í Danmörku fær send óumbeðin smáskilaaboð í gegnum farsímann sinn frá auglýsendum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu danska Neytendaráðsins, sem kynnt var fyrir helgi. Í skýrslunni kemur einnig fram að fjöldi auglýsinga í kringum barna- og fjölskylduefni í sjónvarpi hafi aukist hlutfallslega mikið síðustu ár. Neytendamálaráðherra Danmerkur sagði í viðtali við dagblaðið Politiken á föstudag að ný lög sem vernduðu börn og unglinga fyrir auglýsingaáreiti væru í vinnslu.

Erlent

Sendi SMS undir stýri

Sautján ára bandarískur piltur missti stjórn á bílnum sínum er hann var að senda smáskilaboð úr farsíma sínum sem varð til þess aldraður hjólreiðamaður lét lífið. Pilturinn á yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi fyrir vítavert kæruleysi undir stýri. Þetta var í annað sinn sem ekið var á þennan sama aldraða hjólreiðamann. Fyrir tveimur árum var ekið á hann er hann hjólaði í mestu makindum á hjólreiðastíg. Að sögn eiginkonu hans hafði hann allar götur síðan verið sérlega varkár í umferðinni.

Erlent

Brotist inn í bíl Netanyahus

Brotist var inn í bíl Benjamins Netanyahus, fyrrum forsætisráðherra Ísraels, í gærkvöld og nöppuðu þjófarnir tveimur farsímum sem í bílnum voru. Þjófarnir brutu rúðu í bílnum, sem hafði verið lagt í bílastæði í borginni Tel Aviv en skammt frá var Nethanyahu á baráttufundi til að ná aftur formannssæti í Likudflokknum. Unnið er að því að rannsaka hvers vegna lífvörðum forsætisráðherrans fyrrverandi urðu ekki varir við þjófana.

Erlent

Bresk stjórnvöld rannsaka ofbeldi við þjálfun breskra hermanna

Bresk stjórnvöld eru að rannsaka ofbeldi við þjálfun breskra hermanna eftir að dagblað birti myndir úr heldur sérstökum þjálfunarbúðum hersins. Á myndunum sjást landgönguliðar naktir við æfingar. Þarna er líka maður í grænum sloppi sem skyndilega ræðst að einum hermanninum, slær hann og sparkar þannig í höfuð hans að maðurinn liggur kylliflatur.

Erlent

Heimilisofbeldi á Spáni

Yfir 28.000 menn hafa verið handteknir á Spáni fyrir heimilisofbeldi á árinu. Þá féllu 56 konur fyrir hendi maka sinna í landinu. Ofbeldi innan veggja heimila hefur sætt harðri gagnrýni á Spáni og hefur forsætisráðherra landsins, sett af stað átak gegn ofbeldi af þessu tagi.

Erlent

H5 tilfelli greinist í Rúmeníu

H5 fuglaflensutilfelli hefur greinst í kalkún í austurhluta Rúmaníu. Landbúnaðarráðuneyti Rúmeníu greindi frá þessu í gær. Öllu fiðurfé á svæðinu verður fargað í dag vegna þessa en ekki er vitað hvort um H5N1 tilfelli sé að ræða, en það getur smitast í menn og hefur orðið yfir sextíu manns að bana í heiminum á síðustu tveimur árum.

Erlent