Erlent Ný frímerki með myndum af Bretadrottningu Breska póstþjónustan gaf í morgun út átta ný frímerki með myndum af Elísabetu II Bretlandsdrottningu. Frímerkin eru gefin út í tilefni af áttatíu ára afmæli hennar næsta föstudag. Erlent 18.4.2006 11:45 Flóðin í Dóná virðast í rénun Flóðin í Dóná virðast í rénun en þau hafa valdið miklum skemmdum á heimilum og ræktarlandi í Búlgaríu, Rúmeníu og Serbíu. Þar hefur áin flætt yfir bakka sína síðustu viku og er yfirborð Dónár enn hátt, en um helgina mældist yfirborð hennar það hæsta í hundrað og ellefu ár. Erlent 18.4.2006 11:30 Aukið eftirlit í New York Lögreglan í New York í Bandaríkjunum hefur enn aukið eftirlit til að herða á baráttunni gegn glæpum og hryðjuverkum í borginni. Búið er að koma fyrir eftirlitsmyndavélum með aðdráttarlinsum á fjölmörgum ljósastaurum. Lögregla í borginni segir að hægt verði að koma fyrir mörg hundruð vélum til viðbótar ef aukafjárveiting að jafnvirði rúmra sex milljarða íslenskra króna fáist frá ríkinu. Erlent 18.4.2006 10:15 Fjölmargra saknað eftir að ferja sökk Fjölmargra er saknað eftir að farþegaferja með allt að hundrað farþega sökk undan austurströnd Indónesíu í gærkvöld. Slæmt var í sjóinn á svæðinu. Í febrúar fórust 40 manns þegar ferja sökk á þeim stað þar sem slysið varð í gær. Erlent 18.4.2006 10:00 Stuðningmenn forseta Tsjad láta í sér heyra Stuðningsmenn Idriss Deby, forseta Tsjad, söfnuðust saman á götum höfuðborgar landsins í gær en rétt um hálfur mánuður eru í kosningar þar í landi. Uppreisnarmenn reyndu í síðustu viku að velta forsetanum úr sessi en hann hefur verið við völd í 16 ár. Erlent 18.4.2006 09:15 57 létust í rútuslysi í Mexíkó 57 manns biðu bana þegar rúta ók út af fjallvegi í Mexíkó í gær. 60 farþegar voru í rútunni sem var aðeins með sæti fyrir 46 manns. Allir hinna látnu voru mexíkóskir ríkisborgarar á leið heim úr páskafríi í vesturhluta landsins. Erlent 18.4.2006 08:30 Hamas-liðar varaðir við að verja hryðjuverk Bandarísk stjórnvöld hafa varað Hamas-hreyfinguna við því að verja hryðjuverk. Formælandi samtakanna sagði í gær að sjálfsvígsárás í Tel Aviv í Ísrael í gær hefði verið lögmæt sjálfsvörn. Erlent 18.4.2006 08:25 15 lík finnast í úthverfum Bagdad 15 lík fundust á tveimur stöðum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. 12 líkanna fundust í í suður hluta borgarinnar og þrjú í hverfi sjía-múslima. Að sögn lögreglu var fólkið handjárnað og síðan skotið til bana. Mörg hundruð múslimar hafa fallið eða særst í átökum í Írak síðustu vikur en upp úr sauð þegar einn mesti helgidómur sjía var sprengdur í loft upp í Samarra-borg í febrúar. Erlent 18.4.2006 08:15 Olíuverð í sögulegu hámarki Heimsmarkaðsverð á olíu náði sögulegu hámarki í gær og var rúmir 70 dalir á tunnu. Ástæðan er sögð meðal annars kjarnorkudeila vesturveldanna við Írana. Erlent 18.4.2006 08:00 Flugskeytaárás á Gaza-borg 17 ára Palestínumaður beið bana þegar Ísraelsher gerði flugskeytaárás á bæinn Beit Lahiya í gærkvöldi. Herinn gerði einnig árás á meintar bækistöðvar palestínskra vígamanna í Gaza-borg, en að sögn talsmanns palestínskra yfirvalda féll enginn í þeirri árás. Erlent 18.4.2006 07:39 Flóðin hvergi í rénun Vatnsborð Dónár hélt áfram að hækka í dag, íbúum á vatnasvæði hennar til enn frekara angurs og ama. Þá varð að rýma fjölda húsa í Georgíu vegna flóða. Erlent 17.4.2006 21:00 Hvalveiðisinnar í meirihluta? Ríki sem eru hlynnt hvalveiðum hafa náð undirtökunum í Alþjóðahvalveiðiráðinu að mati breska blaðsins Independent. Sjávarútvegsráðherra segist fagna tíðindunum en kveðst þó vonlítill um að Íslendingar muni sækja gull í greipar ráðsins á ársfundi þess í sumar. Erlent 17.4.2006 20:00 Mannskæðasta sjálfsmorðsárásin í rúmt ár Sextán ára gamall liðsmaður palestínsku samtakanna Heilagt stríð varð í dag níu manns að bana í Tel Aviv í Ísrael. Formælandi Hamas-hreyfingarinnar segir árásina, sem er sú mannskæðasta í rúmt ár, lögmæta sjálfsvörn. Erlent 17.4.2006 19:01 Sex látnir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Tel Aviv Í það minnsta sex manns létust og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsprengjuárás í Tel Aviv í Ísrael í morgun. Að því er Reuters-fréttastofan hermir sprengdi meðlimur í palenstínsku Al-Aksa-herdeildunum sprengjuna við skyndibitastað nærri fjölfarinni umferðarmiðstöð. Erlent 17.4.2006 12:45 Heimsmarkaðsverð á olíu komið upp í 70 dali Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er komið upp í sjötíu dali og hefur ekki verið hærra í átta mánuði. Ófriðurinn í Írak og óvissan um framleiðslu í Íran vegna kjarnorkuáætlunar klerkastjórnarinnar eru á meðal ástæðna fyrir hækkuninni. Erlent 17.4.2006 11:45 30 særðust í sprengingu í Istanbúl Þrjátíu manns særðust, þar af tveir alvarlega, í sprengingu í úthverfi Istanbúl í Tyrklandi í gær. Lögregla telur að öflugri handsprengju hafi verið komið fyrir í ruslafötu og hún sprungið með þessum afleiðingum. Erlent 17.4.2006 11:00 Hafa órækar sannanir fyrir fjöldamorðum Saddams Írakskir saksóknarar segjast hafa órækar sannanir fyrir því að Saddam Hussein hafi undirritað skjöl sem tengjast fjöldamorðum á sjíum. Réttarhöld yfir einræðisherranum fyrrverandi hófust á ný í morgun. Erlent 17.4.2006 10:00 Íranar styðja heimastjórnina Stjórnvöld í Íran hafa ákveðið að styrkja heimastjórn Palestínu um tæpa fjóra milljarða króna. Íranar feta þar með í fótspor Rússa, sem tilkynntu í gær að þeir myndu veita heimastjórninni rekstrarfé. Erlent 16.4.2006 19:30 Blóðbað í Írak Tugir létust og enn fleiri slösuðust í fjölmörgum árásum í Írak á páskadag. Hinn kristni minnihluti íröksku þjóðarinnar gerði þó sitt besta til að halda daginn hátíðlegan. Erlent 16.4.2006 18:45 30 slösuðust í sprengjuárás í Istanbúl Þrjátíu slösuðust í sprengjuárás í úthverfi Istanbúl í Tyrklandi í dag. Sprengju hafð verið komið fyrir í ruslatunnu fyrir framan verslunarhverfi nærri alþjóðaflugvellinum. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Erlent 16.4.2006 18:06 Stærsta stökk mannkynssögunnar Upprisa krists er stærsta stökk mannkynssögunnnar, sagði Benedikt Páfi í miðnæturmessu í Basilíku heilags Péturs í Róm. Erlent 16.4.2006 11:30 Enn eykst þrýstingurinn Wesley Clark, fyrverandi yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins, hefur bæst í hóp þeirra sem telja að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ætti að segja af sér. Erlent 16.4.2006 11:00 Munu ekki styðja hernaðaraðgerðir Tony Blair hefur tilkynnt George Bush Bandaríkjaforseta að Bretar geti ekki stutt innrás inn í Íran, jafnvel þó að alþjóðasamfélagið veiti sinn stuðning. Þetta hefur dagblaðið Skotsman eftir embættismönnum úr utanríkisráðuneyti Bretlands. Erlent 16.4.2006 10:15 Bökuðu kjarnorkuköku Háskólastúdentar í Íran fögnuðu fæðingardegi Múhameðs spámanns í dag með því að baka gula kjarnorkuköku. Með bakstrinum vilja nemendurnir sýna í verki stuðning sinn við stjórnvöld í Íran. Erlent 15.4.2006 18:45 Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. Erlent 15.4.2006 18:00 Neitar að játa ósigur Romano Prodi krafðist í dag afsökunarbeiðni frá Silvio Berlusconi, fyrir að hafa haldið því fram að brögð hefðu verið í tafli í nýafstöðnum þingkosningum á Ítalíu. Erlent 15.4.2006 16:57 Rússar styrkja Palestínumenn Rússar hafa ákveðið að hlaupa undir bagga með heimastjórn Palestínumanna og veita henni rekstrarfé. Evrópusambandið og Bandaríkin ákváðu fyrir skemmstu að hætta öllum styrkveitingum til heimastjórnarinnar á meðan hún viðurkenndi ekki Ísraelsríki. Erlent 15.4.2006 13:00 Bush treystir Rumsfeld Bush Bandaríkjaforseti segist treysta Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra fullkomlega og að ásakanir um að hann hafi enga stjórn á málum herliðsins í Írak séu úr lausu lofti gripnar. Sex fyrrverandi hershöfðingjar í Bandaríkjaher hafa undanfarið gagnrýnt Rumsfeld opinberlega og sagt réttast að hann segði af sér vegna alls þess sem hefur klúðrast hjá herliðinu í Írak. Bush telur þessar ásakanir fráleitar og sagði í gærkvöldi að stjórnunarhæfileikar Rumsfeld væru einmitt það sem þjóðin þyrfti á þessum hættulegu tímum. Erlent 15.4.2006 12:30 Harðir bardagar milli öryggissveita og uppreisnarsveita talibana Nærri fimmtíu féllu í hörðum bardögum milli öryggissveita og uppreisnarmanna úr röðum Talibana í suðurhluta Afghanistan í gær. Afghanskir og bandarískir hermenn gerðu áhlaup á vígi uppreisnarmannanna, með þeim afleiðingum að fjörutíu og einn féll í valinn. Erlent 15.4.2006 12:00 Göngugarpur rekinn frá Rússlandi Breskur göngugarpur og bandarískur ferðafélagi hans voru gerðir burtrækir frá Rússlandi í dag eftir að hafa gengið og synt yfir Beringssundið milli Alaska og Síberíu. Erlent 14.4.2006 19:06 « ‹ ›
Ný frímerki með myndum af Bretadrottningu Breska póstþjónustan gaf í morgun út átta ný frímerki með myndum af Elísabetu II Bretlandsdrottningu. Frímerkin eru gefin út í tilefni af áttatíu ára afmæli hennar næsta föstudag. Erlent 18.4.2006 11:45
Flóðin í Dóná virðast í rénun Flóðin í Dóná virðast í rénun en þau hafa valdið miklum skemmdum á heimilum og ræktarlandi í Búlgaríu, Rúmeníu og Serbíu. Þar hefur áin flætt yfir bakka sína síðustu viku og er yfirborð Dónár enn hátt, en um helgina mældist yfirborð hennar það hæsta í hundrað og ellefu ár. Erlent 18.4.2006 11:30
Aukið eftirlit í New York Lögreglan í New York í Bandaríkjunum hefur enn aukið eftirlit til að herða á baráttunni gegn glæpum og hryðjuverkum í borginni. Búið er að koma fyrir eftirlitsmyndavélum með aðdráttarlinsum á fjölmörgum ljósastaurum. Lögregla í borginni segir að hægt verði að koma fyrir mörg hundruð vélum til viðbótar ef aukafjárveiting að jafnvirði rúmra sex milljarða íslenskra króna fáist frá ríkinu. Erlent 18.4.2006 10:15
Fjölmargra saknað eftir að ferja sökk Fjölmargra er saknað eftir að farþegaferja með allt að hundrað farþega sökk undan austurströnd Indónesíu í gærkvöld. Slæmt var í sjóinn á svæðinu. Í febrúar fórust 40 manns þegar ferja sökk á þeim stað þar sem slysið varð í gær. Erlent 18.4.2006 10:00
Stuðningmenn forseta Tsjad láta í sér heyra Stuðningsmenn Idriss Deby, forseta Tsjad, söfnuðust saman á götum höfuðborgar landsins í gær en rétt um hálfur mánuður eru í kosningar þar í landi. Uppreisnarmenn reyndu í síðustu viku að velta forsetanum úr sessi en hann hefur verið við völd í 16 ár. Erlent 18.4.2006 09:15
57 létust í rútuslysi í Mexíkó 57 manns biðu bana þegar rúta ók út af fjallvegi í Mexíkó í gær. 60 farþegar voru í rútunni sem var aðeins með sæti fyrir 46 manns. Allir hinna látnu voru mexíkóskir ríkisborgarar á leið heim úr páskafríi í vesturhluta landsins. Erlent 18.4.2006 08:30
Hamas-liðar varaðir við að verja hryðjuverk Bandarísk stjórnvöld hafa varað Hamas-hreyfinguna við því að verja hryðjuverk. Formælandi samtakanna sagði í gær að sjálfsvígsárás í Tel Aviv í Ísrael í gær hefði verið lögmæt sjálfsvörn. Erlent 18.4.2006 08:25
15 lík finnast í úthverfum Bagdad 15 lík fundust á tveimur stöðum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. 12 líkanna fundust í í suður hluta borgarinnar og þrjú í hverfi sjía-múslima. Að sögn lögreglu var fólkið handjárnað og síðan skotið til bana. Mörg hundruð múslimar hafa fallið eða særst í átökum í Írak síðustu vikur en upp úr sauð þegar einn mesti helgidómur sjía var sprengdur í loft upp í Samarra-borg í febrúar. Erlent 18.4.2006 08:15
Olíuverð í sögulegu hámarki Heimsmarkaðsverð á olíu náði sögulegu hámarki í gær og var rúmir 70 dalir á tunnu. Ástæðan er sögð meðal annars kjarnorkudeila vesturveldanna við Írana. Erlent 18.4.2006 08:00
Flugskeytaárás á Gaza-borg 17 ára Palestínumaður beið bana þegar Ísraelsher gerði flugskeytaárás á bæinn Beit Lahiya í gærkvöldi. Herinn gerði einnig árás á meintar bækistöðvar palestínskra vígamanna í Gaza-borg, en að sögn talsmanns palestínskra yfirvalda féll enginn í þeirri árás. Erlent 18.4.2006 07:39
Flóðin hvergi í rénun Vatnsborð Dónár hélt áfram að hækka í dag, íbúum á vatnasvæði hennar til enn frekara angurs og ama. Þá varð að rýma fjölda húsa í Georgíu vegna flóða. Erlent 17.4.2006 21:00
Hvalveiðisinnar í meirihluta? Ríki sem eru hlynnt hvalveiðum hafa náð undirtökunum í Alþjóðahvalveiðiráðinu að mati breska blaðsins Independent. Sjávarútvegsráðherra segist fagna tíðindunum en kveðst þó vonlítill um að Íslendingar muni sækja gull í greipar ráðsins á ársfundi þess í sumar. Erlent 17.4.2006 20:00
Mannskæðasta sjálfsmorðsárásin í rúmt ár Sextán ára gamall liðsmaður palestínsku samtakanna Heilagt stríð varð í dag níu manns að bana í Tel Aviv í Ísrael. Formælandi Hamas-hreyfingarinnar segir árásina, sem er sú mannskæðasta í rúmt ár, lögmæta sjálfsvörn. Erlent 17.4.2006 19:01
Sex látnir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Tel Aviv Í það minnsta sex manns létust og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsprengjuárás í Tel Aviv í Ísrael í morgun. Að því er Reuters-fréttastofan hermir sprengdi meðlimur í palenstínsku Al-Aksa-herdeildunum sprengjuna við skyndibitastað nærri fjölfarinni umferðarmiðstöð. Erlent 17.4.2006 12:45
Heimsmarkaðsverð á olíu komið upp í 70 dali Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er komið upp í sjötíu dali og hefur ekki verið hærra í átta mánuði. Ófriðurinn í Írak og óvissan um framleiðslu í Íran vegna kjarnorkuáætlunar klerkastjórnarinnar eru á meðal ástæðna fyrir hækkuninni. Erlent 17.4.2006 11:45
30 særðust í sprengingu í Istanbúl Þrjátíu manns særðust, þar af tveir alvarlega, í sprengingu í úthverfi Istanbúl í Tyrklandi í gær. Lögregla telur að öflugri handsprengju hafi verið komið fyrir í ruslafötu og hún sprungið með þessum afleiðingum. Erlent 17.4.2006 11:00
Hafa órækar sannanir fyrir fjöldamorðum Saddams Írakskir saksóknarar segjast hafa órækar sannanir fyrir því að Saddam Hussein hafi undirritað skjöl sem tengjast fjöldamorðum á sjíum. Réttarhöld yfir einræðisherranum fyrrverandi hófust á ný í morgun. Erlent 17.4.2006 10:00
Íranar styðja heimastjórnina Stjórnvöld í Íran hafa ákveðið að styrkja heimastjórn Palestínu um tæpa fjóra milljarða króna. Íranar feta þar með í fótspor Rússa, sem tilkynntu í gær að þeir myndu veita heimastjórninni rekstrarfé. Erlent 16.4.2006 19:30
Blóðbað í Írak Tugir létust og enn fleiri slösuðust í fjölmörgum árásum í Írak á páskadag. Hinn kristni minnihluti íröksku þjóðarinnar gerði þó sitt besta til að halda daginn hátíðlegan. Erlent 16.4.2006 18:45
30 slösuðust í sprengjuárás í Istanbúl Þrjátíu slösuðust í sprengjuárás í úthverfi Istanbúl í Tyrklandi í dag. Sprengju hafð verið komið fyrir í ruslatunnu fyrir framan verslunarhverfi nærri alþjóðaflugvellinum. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Erlent 16.4.2006 18:06
Stærsta stökk mannkynssögunnar Upprisa krists er stærsta stökk mannkynssögunnnar, sagði Benedikt Páfi í miðnæturmessu í Basilíku heilags Péturs í Róm. Erlent 16.4.2006 11:30
Enn eykst þrýstingurinn Wesley Clark, fyrverandi yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins, hefur bæst í hóp þeirra sem telja að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ætti að segja af sér. Erlent 16.4.2006 11:00
Munu ekki styðja hernaðaraðgerðir Tony Blair hefur tilkynnt George Bush Bandaríkjaforseta að Bretar geti ekki stutt innrás inn í Íran, jafnvel þó að alþjóðasamfélagið veiti sinn stuðning. Þetta hefur dagblaðið Skotsman eftir embættismönnum úr utanríkisráðuneyti Bretlands. Erlent 16.4.2006 10:15
Bökuðu kjarnorkuköku Háskólastúdentar í Íran fögnuðu fæðingardegi Múhameðs spámanns í dag með því að baka gula kjarnorkuköku. Með bakstrinum vilja nemendurnir sýna í verki stuðning sinn við stjórnvöld í Íran. Erlent 15.4.2006 18:45
Kínverji fékk nýtt andlit Önnur andlitságræðsla sögunnar fór fram í Kína í gær. Aðgerðin, sem tók meira en hálfan sólarhring, heppnaðist með ágætum. Aðgerðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Kína. Erlent 15.4.2006 18:00
Neitar að játa ósigur Romano Prodi krafðist í dag afsökunarbeiðni frá Silvio Berlusconi, fyrir að hafa haldið því fram að brögð hefðu verið í tafli í nýafstöðnum þingkosningum á Ítalíu. Erlent 15.4.2006 16:57
Rússar styrkja Palestínumenn Rússar hafa ákveðið að hlaupa undir bagga með heimastjórn Palestínumanna og veita henni rekstrarfé. Evrópusambandið og Bandaríkin ákváðu fyrir skemmstu að hætta öllum styrkveitingum til heimastjórnarinnar á meðan hún viðurkenndi ekki Ísraelsríki. Erlent 15.4.2006 13:00
Bush treystir Rumsfeld Bush Bandaríkjaforseti segist treysta Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra fullkomlega og að ásakanir um að hann hafi enga stjórn á málum herliðsins í Írak séu úr lausu lofti gripnar. Sex fyrrverandi hershöfðingjar í Bandaríkjaher hafa undanfarið gagnrýnt Rumsfeld opinberlega og sagt réttast að hann segði af sér vegna alls þess sem hefur klúðrast hjá herliðinu í Írak. Bush telur þessar ásakanir fráleitar og sagði í gærkvöldi að stjórnunarhæfileikar Rumsfeld væru einmitt það sem þjóðin þyrfti á þessum hættulegu tímum. Erlent 15.4.2006 12:30
Harðir bardagar milli öryggissveita og uppreisnarsveita talibana Nærri fimmtíu féllu í hörðum bardögum milli öryggissveita og uppreisnarmanna úr röðum Talibana í suðurhluta Afghanistan í gær. Afghanskir og bandarískir hermenn gerðu áhlaup á vígi uppreisnarmannanna, með þeim afleiðingum að fjörutíu og einn féll í valinn. Erlent 15.4.2006 12:00
Göngugarpur rekinn frá Rússlandi Breskur göngugarpur og bandarískur ferðafélagi hans voru gerðir burtrækir frá Rússlandi í dag eftir að hafa gengið og synt yfir Beringssundið milli Alaska og Síberíu. Erlent 14.4.2006 19:06