Erlent

Sambandsleysi vegna brostinna sæstrengja

Brostnir sæstrengir eftir jarðskjálfta við Taívan á annan í jólum, hafa leitt til eins mesta sambandsleysis sem orðið hefur í fjarskiptum í heiminum á síðustu árum. Miklar truflanir hafa verið bæði á símasambandi og internetsambandi til og frá Suðaustur-Asíu, sérstaklega hefur Suður-Kórea liðið fyrir sambandsleysið.

Erlent

Sýna 170 tonn af ís

170 tonn af ís eru nú til sýnis í skautahöll í norðanverðu Þýskalandi í formi 13 ísskúlptúra undir þemanu ísöldin. Stytturnar sýna mjög mismunandi myndir, allt frá landslagsmyndum frá Japan, að vatnasleða og mörgæsum. Mörgæsirnar eru einmitt þema sýningarinnar í ár og tengjast flestar stytturnar fuglunum ófleygu á einhvern hátt.

Erlent

Varar við gasleysi í Evrópulöndum

Ósamkomulag um verð á jarðgasi til Hvítrússa gæti orðið til þess að hlutar af Evrópu verði gaslausir frá og með 1. janúar. Fulltrúar rússneska fyrirtækisins Gazprom vöruðu Evrópubúa sem treysta á gas frá fyrirtækinu, sérstaklega í Póllandi, LItháen og Þýskalandi, við því að truflanir gætu orðið á gasútflutningi til landanna.

Erlent

Lagt til að friða ísbirni

Bandaríska ríkisstjórnin hefur lagt til að ísbirnir verði settir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, þar eð heimkynni þeirra eru smátt og smátt að bráðna í hlýnandi loftslagi. Slík ákvörðun myndi hafa það í för með sér að allar ríkisstofnanir verða að taka tillit til dýranna við störf sín.

Erlent

Ætlar að bjarga ísbjörnum

George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði til í gær að ísbirnir yrðu settir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Gerði hann þetta undir þrýstingi frá þremur stórum umhverfisverndarsamtökum, segir í frétt Washington Post af málinu.

Erlent

Íslamistar draga sig frá Mogadishu

Sómölsku uppreisnarsamtökin Íslamska dómstólaráðið tilkynntu rétt upp úr sex í morgun að þau myndu draga allar bardagasveitir sínar frá höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, sem uppreisnarmennirnir hafa haft á valdi sínu frá því í júní.

Erlent

Sáttur við að fórna lífi sínu

Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, hvetur landa sína til að hata ekki erlenda hermenn sem staddir eru í landinu undir forystu Bandaríkjahers. Þetta kom fram í kveðjubréfi frá honum sem birt var á vefsíðu stuðningsmanna hans í gær.

Erlent

Samvinnan endurskoðuð

Íranska þingið samþykkti í gær að endurskoða tengsl sín við Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna, IAEA. Óttast stjórnmálaskýrendur að þetta þýði að írönsk stjórnvöld muni þá minnka til muna samvinnu við stofnunina.

Erlent

Handtekinn á Ítalíu

Ítalinn, sem hitti fyrrum KGB-njósnarann Alexander Litvinenko daginn sem hann veiktist af pólon-210 eitrun, var handtekinn í Napólí á Ítalíu á aðfangadag. Mario Scaramella hefur sætt yfirheyrslum í fangelsi í Róm síðan þá, en lögmaður hans leitar nú leiða til að fá hann leystan úr haldi. Ekki er talið að handtaka Sacramellos standi í beinum tengslum við lát Litvinenkos, heldur er hann sakaður um ærumeiðingar og rógburð.

Erlent

Stjórnarherinn nálgast Mogadishu

Stjórnarhermenn í Sómalíu, með liðsstyrk eþíópískra hermanna, segjast nú hafa náð aðalveginum til Mogadishu og búast við að hafa alla borgina á valdi sínu innan þriggja stunda. Uppreisnarsamtökin Íslömsku dómstólarnir tilkynntu í morgun að sveitir þeirra hefðu yfirgefið höfuðborgina.

Erlent

Uppreisnarmenn í Kólumbíu sleppa tveimur gíslum

Annar stærsti uppreisnarhópur í Kólumbíu, ELN, sleppti í dag tveimur lögreglumönnum sem þeir höfðu haft í haldi í rúman mánuð. Ástæðan virðist vera til þess að auka góðvild í garð sinn en þeir eru nú í viðræðum við forseta landsins, Alvaro Uribe.

Erlent

Bandaríkjamenn vilja friða ísbirni

Stjórn George W. Bush hefur lagt til að ísbirnir verði settir á lista yfir þær dýrategundir sem eru í hvað mestri útrýmingarhættu. Fjöldi þeirra hefur stöðugt minnkað undanfarin ár og gróðurhúsaáhrifin hafa valdið hlýnun sem hefur áhrif á heimkynni þeirra og hreinlega bræðir þau.

Erlent

Hvíta húsið varar við frekari ögrunum

Hvíta húsið sagði í dag að frekari óhlýðni af hálfu Írana í garð alþjóðasamfélagsins myndi aðeins gera stöðu þeirra verri og að þeir sem myndu líða væri almenningur. Yfirlýsingin eru viðbrögð við ályktun íranska þingsins í dag um að endurskoða tengsl Íran við Alþjóðakjarnorkustofnunina.

Erlent

Dani pyntaður í fangelsi í Jemen

23 ára dönskum ríkisborgara var haldið í fangelsi í tvo mánuði án ástæðu í Jemen. Hann var handtekinn vegna gruns um að hann væri hryðjuverkamaður og tengdur al-Kaída. Í fangelsinu var hann síðan laminn og pyntaður.

Erlent

5 létust í þyrluslysi í Englandi

Bresk þyrla með sjö manns innanborðs hrapaði í sjóinn 40 kílómetrum frá ströndinni við Morecamb flóa. Talið er að fólkið hafið verið starfsmenn á olíupalli í nágrenninu og ekki er vitað á þessari stundu hvort var um að ræða neyðarlendingu eða slys.

Erlent

Saddam kveður þjóð sína

Saddam Hússein sendi frá sér kveðjubréf til írösku þjóðarinnar nú í kvöld. Í því biður hann þjóðina um að hata ekki bandaríska innrásarherinn og þá sem tengjast honum.

Erlent

Harry prins á leiðinni til Íraks

Harry bretaprins er sagður vera á leiðinni til Írak með herdeild sinni en hún á að fara til Íraks í hálft ár næsta vor. Kærasta Harrys sagði vinum og fjölskyldu sinni frá þessu og tilkynnti um leið að hún myndi ferðast um heiminn á meðan hún biði hans.

Erlent

Hjónabönd samkynhneigðra leyfð áfram

Dómstóll í Massachusetts í Bandaríkjunum kvað upp úrskurð sinn í málsókn gegn þingmönnum í Massachusetts og sagði að þeir þyrftu ekki að greiða atkvæði um mál sem þeir vildu ekki greiða atkvæði um.

Erlent

Altalandi kaldhæðinn páfagaukur

Færni páfagauks eins til þess að tjá sig hefur gert vísindamennina sem rannsaka hann orðlausa. Páfagaukurinn, sem er af gerðinni Grár afrískur og heitir N'kisi, hefur um 950 orða orðaforða. Hann finnur upp ný orð ef hann þarf og hann býr að auki yfir skyggnigáfu.

Erlent

Bandaríkin segja Ísraela brjóta gegn Vegvísinum

Bandarísk yfirvöld segja að ný áætlun Ísraela um að byggja upp hverfi í fyrrum herstöð á Vesturbakka myndi brjóta gegn Vegvísinum svokallaða, en það er samkomulagið sem að bandarísk yfirvöld, Ísrael og Palestína sættust á.

Erlent

Pilla á dag kemur þyngdinni í lag

Vísindamenn hafa þróað pillu sem að hjálpar fólki að grennast. Eftir prófanir kom í ljós að fólk sem hafði tekið eina pillu á dag í 48 vikur missti um 12% af líkamsþyngd sinni. Þetta jafngildir því að 100 kílóa maður myndi fara niður 88 kíló bara með því að bryðja eina pillu á dag í eitt ár.

Erlent

Íranska þingið vill endurskoða samskipti við SÞ

Íranska þingið greiddi atkvæði um þá tillögu að endurskoða samband ríkisins við kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Tillagan var lögð fram vegna nýlegra refsiaðgerða SÞ gagnvart Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins.

Erlent

Biskup býður sig fram til forseta

Rómversk-kaþólskur biskup í Paragvæ, Fernando Lugo, hefur sagt af sér og ákveðið að bjóða sig fram til forseta landsins en kosið verður árið 2008. Lugo var biskup á einu fátækasta svæði landsins og talið er að hann njóti töluverð stuðnings meðal kjósenda þrátt fyrir að vera ekki í framboði fyrir stjórnmálaflokk.

Erlent

Í leit að nýjum plánetum

Franski gervihnötturinn COROT er nú á leið út í geiminn til að leita að reikistjörnum í myrkviðum himinhvolfanna. Hnettinum var skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan nú síðdegis með nýrri gerð af Soyuz-eldflaug og er skemmst frá því að segja að geimskotið gekk að óskum.

Erlent

Ætla að sitja um Mogadishu

Sómalski stjórnarherinn, með fulltingi eþíópískra hersveita, nálgast nú óðfluga höfuðborgina Mogadishu þar sem íslamskir uppreisnarmenn hafa bækistöðvar. Í morgun vann stjórnarherinn áfangasigur þegar hann lagði undir sig borgina Jowhar í suðurhluta landsins.

Erlent

Gerald Ford horfinn á vit feðra sinna

Gerald Ford, þrítugasti og áttundi forseti Bandaríkjanna, andaðist í gær, 93 ára að aldri. Ford gegndi þessu valdamesta embætti heims á erfiðum tímum fyrir bandarískt samfélag. Hans er helst minnst fyrir að hafa aldrei verið kosinn af þjóð sinni og gefið forvera sínum, Richard Nixon, upp sakir.

Erlent

SÞ sendir lið til Súdan

Súdan leyfði í dag takmörkuðum fjölda starfsmanna Sameinuðu þjóðanna að koma inn í landið og aðstoða hersveitir Afríkubandalagsins við friðargæslu í landinu. 38 munu fara fyrir áramót og 105 bætast við í hópinn í janúar. Auk þess var ákveðið að Sameinuðu þjóðirnar muni styrkja Afríkubandalagið um 21 milljón dollara, eða um einn og hálfan milljarð íslenskra króna.

Erlent

Leitað að plánetum svipuðum jörðinni

Evrópskir vísindamenn skutu í dag á loft könnunarfari sem á að leita að plánetum eins og jörðinni fyrir utan sólkerfi okkar. Verkefnið er franskt og gengur undir nafninu COROT en könnunarfarið á að taka myndir sem eiga að geta leitt í ljós minni og þéttari plánetur en áður hefur reynst mögulegt að greina.

Erlent

Internetsamband slitrótt í Asíu

Internet samband í Asíu og við Ástralíu liggur að stórum hluta niðri um þessar mundir vegna jarðskjálftans sem varð fyrir utan suðurströnd Taívan í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 á Richter, olli skemmdum á neðansjávarköplum sem tengdu svæðið við umheiminn.

Erlent