Erlent Gasdeila Rússa og Hvít-Rússa enn óleyst Deilur Rússa og Hvít-Rússa um verð á gasi til Hvít-Rússlands hafa enn engan árangur borið og því útlit fyrir að flutningar á gasi frá Rússlandi til Evrópu um Hvíta-Rússland verði stöðvaðir eins og Hvít-Rússar hafa hótað. Erlent 31.12.2006 13:00 Gríðarleg íshella brotnaði frá Norðurskautinu Gríðarstór íshella hefur brotnað af eyju sunnan við Norðurpólinn, og kenna vísindamenn um hlýnandi loftslagi. Hellan er álíka stór og smáríkið Lichtenstein. Frekari bráðnun á heimskautasvæðinu gæti leitt til stóraukinna skipaferða framhjá Íslandi. Erlent 31.12.2006 12:15 Myndskeið af aftöku Saddams sett á Netið Saddam Hussein og böðlar hans skiptust á blótsyrðum og svívirðingum, fyrir aftökuna. Þetta má sjá og heyra á myndskeiði sem búið er að setja á Netið. Það virðist tekið á farsíma því myndirnar eru ekki mjög skýrar. Saddam var jarðsettur í heimabæ sínum í birtingu í morgun. Erlent 31.12.2006 12:08 Rúmenía og Búlgaría í ESB um áramótin Búast má við miklum hátíðahöldum í Rúmeníu og Búlgaríu á miðnætti en þá ganga löndin formlega í Evrópusambandið. Tónleikar verða í höfuðborgum landanna, Búkarest og Sofíu, og þá mun Jose Manuel Barroso, formaður framkvæmdastjórnar ESB, halda ræðu í Sofíu vegna tímamótanna. Erlent 31.12.2006 11:45 Castro segist á hægum batavegi Fidel Castro, hinn aldni leiðtogi Kúbu, segist á hægum batavegi eftir veikindi sín fyrr á árinu. Frá þessu greinir hann í nýárskveðju sem lesin var upp í ríkissjónvarpi Kúbu. „Ég hef alla tíð sagt að þetta yrði langt ferli en þetta er fjarri því að vera töpuð orrusta,“ segir Castro í tilkynningunni. Erlent 31.12.2006 11:10 Yfir 400 enn saknað eftir ferjuslys við Indónesíu Yfir 400 manna er enn saknað af ferju sem sökk í miklu óveðri undan ströndum Indónesíu, um miðnætti á föstudag. Ólíklegt er talið að fleiri finnist á lífi Erlent 31.12.2006 10:15 Saddam og böðlarnir skiptust á fúkyrðum Saddam Hussein og böðlar hans skiptust á blótsyrðum og svívirðingum, fyrir aftökuna. Þetta má sjá og heyra á myndskeiði sem búið er að setja á netið. Það virðist tekið á farsíma, því myndirnar eru ekki mjög skýrar. Erlent 31.12.2006 09:06 Sprengjumaður myrtur af múg Að minnsta kosti 46 Írakar létust í sprengingum í Írak í gær. Einni sprengju hafði verið komið fyrir í sendiferðabíl á fiskmarkaði í hverfi sjía-múslíma í bænum Kufa, suður af Bagdad. Erlent 31.12.2006 08:00 Skammdegisþunglyndi er mýta Skammdegisþunglyndi sem stafar af ljósskorti er bara mýta sem fundin var upp í Bandaríkjunum árið 1984, er niðurstaða tveggja vísindamanna frá Noregi og Ítalíu. Erlent 31.12.2006 07:30 Níu mánaða vopnahléi lokið 26 særðust og tveir eru ófundnir vegna kröftugrar sprengingar í bíl á alþjóðaflugvellinum í Madríd á Spáni í gær. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, eru talin ábyrg fyrir sprengingunni. Erlent 31.12.2006 06:30 Harmi slegnir yfir aftökunni „Palestína er arabaríki,“ voru seinustu orð Saddams Hussein áður en hann var tekinn af lífi í gærmorgun. Fjöldi Palestínumanna er harmi sleginn yfir andláti fyrrverandi Íraksforseta, en hann var einn þeirra helsti bandamaður í frelsisbaráttunni. Erlent 31.12.2006 05:30 Fjölda saknað eftir að skip fórst. Um 500 manns er enn saknað eftir að indónesísk ferja sökk við strendur eyjunnar Jövu á föstudag. Unnt var að bjarga 59 manns en mikið óveður hefur geysað og hamlað leit björgunarmanna. Erlent 31.12.2006 04:30 Fékk kiðlingshaus í jólagjöf Framkvæmdastjóri ítalska knattspyrnuliðsins Palermo, Rino Foschi, fékk óvænta jólagjöf í ár, en í pakkanum reyndist vera afskorið höfuð af ungri geit, alþakið blóði. Erlent 31.12.2006 03:30 Saddam hengdur fyrir sólarupprásrás Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, var tekinn af lífi fyrir sólarupprás í gærmorgun, 69 ára að aldri. Erlent 31.12.2006 03:15 Fánar í hálfa stöng í Líbýu Múammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna aftöku Saddams Hussein og afboðaði öll hátíðarhöld vegna helgihátíðar múslíma Eid al-Adha. Fánar landsins voru einnig dregnir í hálfa stöng. Erlent 31.12.2006 02:30 Saddam Hussein ríkti í aldarfjórðung Fyrrverandi einræðisherra Íraks hefur verið tekinn af lífi, þremur árum eftir að bandarískir hermenn fundu hann í felum í neðanjarðarskýli skammt frá Tikrit. Erlent 31.12.2006 02:15 Viðbrögð umheimsins við aftöku Saddams Hussein „Aftaka er alltaf sorgartíðindi, jafnvel þótt manneskjan sé sek um alvarlega glæpi.“ - Talsmaður páfa. Erlent 31.12.2006 01:30 Býður Hu Jintao gleðilegt nýtt ár Dagblað Kommúnistaflokks Kúbu sagði frá því í gær að Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, hefði hringt í sendiherra Kína í Havana til að biðja hann fyrir áramótakveðju til Hu Jintao, forseta Kína. Erlent 31.12.2006 00:30 Kóngurinn í Marokkó í hátíðarskapi Konungurinn í Marokkó fagnaði Eid al-Adha í dag með því að náða eða stytta dóm 585 fanga sem sátu í fangelsi fyrir hina ýmsu glæpi. Sjö þeirra sátu inni fyrir lífstíð en munu aðeins sitja inni í nokkur ár í viðbót eftir þetta hátíðabragð kóngsins. Erlent 30.12.2006 20:46 Lík Saddams afhent ættingjum hans Lögfræðingar Saddams Hússeins hafa skýrt frá því að ættbálkaleiðtogum í heimbæ hans, Tikrít, hafi verið afhent lík hans til greftrunar. Bandarísk herflugvél var notuð til flutninganna. Erlent 30.12.2006 19:49 Gas-stríðinu nánast lokið Hvíta-Rússland hefur samþykkt að greiða mun hærra verð fyrir gas frá olíu- og gasrisanum Gazprom, sem er í eigu rússneska ríkisins, en það gerði áður eða um 100 dollara fyrir þúsund rúmmetra í stað 46 áður. Erlent 30.12.2006 19:37 67 ára og nýbökuð móðir 67 ára gömul spænsk kona varð í dag elsta konan til þess að eignast börn í fyrsta sinn en hún eignaðist tvíbura. Konan varð ólétt eftir tæknifrjóvgun í Suður-Ameríku og voru tvíburarnir teknir með keisaraskurði. Bæði móður og börnum heilsaðist vel samkvæmt fregnum frá spítalanum sem þau eru á. Erlent 30.12.2006 17:01 Ögurstund nálgast í Sómalíu Yfirmaður íslamska dómstólaráðsins, Sheik Sharif Sheik Ahmed, sagði íbúum í hafnarborginni Kismayo, þar sem herafli þess er, að þeir hefðu ákveðið að berjast við óvininn. Stjórnarherinn, styrktur af eþíópískum hersveitum, streymir nú frá Mogadishu til Kismayo og er búist við lokabardaga á milli herjanna tveggja á næstu dögum. Erlent 30.12.2006 16:38 Sádi-Arabía gagnrýnir Íraka Stærsta ríki súnní múslima gagnrýndi í dag stjórnvöld í Írak fyrir að hafa tekið Saddam Hússein af lífi við upphaf helgustu hátíðar múslima, Eid al-Adha, en sjíar ráða ríkjum í Írak. „Við erum mjög hissa og vonsviknir yfir því að úrskurði dómstóla hafi verið framfylgt á þessum heilaga tíma, þessum fyrstu dögum Eid al-Adha,“ sagði kynnir á ríkissjónvarpsstöðinni í ríkinu þegar gert var hlé á dagskránni til þess að lesa upp tilkynninguna. Erlent 30.12.2006 15:37 Skotbardagar geisa enn í Rio de Janeiro Ofbeldi er enn útbreitt í Ríó de Janeiro í Brasilíu þrátt fyrir hertar aðgerðir lögreglu vegna stærsta áramótapartýs í heimi. Lögreglan drap fimm grunaða meðlimi eiturlyfjagengis í skotbardaga í gær og lenti síðan í skotbardaga við eiturlyfjasala sem réðust á lögreglustöð í morgun. Erlent 30.12.2006 14:45 Herinn á Sri Lanka gerir árásir á búðir Tamíltígra Herflugvélar stjórnarhers Sri Lanka gerðu í morgun sprengjuárásir á búðir Tamíltígra á austurhluta eyjunnar en árásin var gerð á einn síðasta griðastað þeirra á ströndinni. Önnur árás var síðan gerð á búðir sjóhers Tamíltígra. Erlent 30.12.2006 14:15 Mannfólkið getur víst flogið Mannskepnuna hefur frá örófi alda dreymt um að geta flogið um loftin blá og það er akkúrat það sem einum svissneskum manni hefur tekist að gera. Hann smíðaði sér vængi, setti á þá hreyfla og hoppar svo úr flugvélum og flýgur uns eldsneytið klárast. Lendir hann þá mjúklega með aðstoð fallhlífar. Erlent 30.12.2006 14:15 Kastró á batavegi Kúbverska ríkisstjórnin greindi frá því í dag að Fídel Kastró, hinn veiki leiðtogi þeirra, hefði hringt í sendiherra Kína á Kúbu í gær til þess að ræða samskipti ríkjanna tveggja. Kastró bað meðal annars fyrir nýárskveðjur til Hu Jintao, forseta Kína. Erlent 30.12.2006 14:00 Sprenging særir sex í Tyrklandi Sprenging varð á bar í austurhluta Tyrklands í dag og særðust sex manns í tilræðinu. Ekki var vitað hvað olli sprengingunni eða hverjir voru þar að verki en talið er að vitni hafi séð þá sem að henni stóðu. Erlent 30.12.2006 13:45 15 manns láta lífið í árásum í Írak Þrjár bílasprengjur sprungu með stuttu millibili í Hurriya hverfinu í Bagdad í morgun en meirihluti íbúa þar eru sjía múslimar. 15 manns létust og 25 til viðbótar særðust. Árásin á sér stuttu eftir að Saddam Hússein, sem var súnní múslimi og fyrrum einræðisherra í Írak, var hengdur og talið er að þetta séu hefndaraðgerðir súnní múslíma vegna aftökunnar. Erlent 30.12.2006 13:22 « ‹ ›
Gasdeila Rússa og Hvít-Rússa enn óleyst Deilur Rússa og Hvít-Rússa um verð á gasi til Hvít-Rússlands hafa enn engan árangur borið og því útlit fyrir að flutningar á gasi frá Rússlandi til Evrópu um Hvíta-Rússland verði stöðvaðir eins og Hvít-Rússar hafa hótað. Erlent 31.12.2006 13:00
Gríðarleg íshella brotnaði frá Norðurskautinu Gríðarstór íshella hefur brotnað af eyju sunnan við Norðurpólinn, og kenna vísindamenn um hlýnandi loftslagi. Hellan er álíka stór og smáríkið Lichtenstein. Frekari bráðnun á heimskautasvæðinu gæti leitt til stóraukinna skipaferða framhjá Íslandi. Erlent 31.12.2006 12:15
Myndskeið af aftöku Saddams sett á Netið Saddam Hussein og böðlar hans skiptust á blótsyrðum og svívirðingum, fyrir aftökuna. Þetta má sjá og heyra á myndskeiði sem búið er að setja á Netið. Það virðist tekið á farsíma því myndirnar eru ekki mjög skýrar. Saddam var jarðsettur í heimabæ sínum í birtingu í morgun. Erlent 31.12.2006 12:08
Rúmenía og Búlgaría í ESB um áramótin Búast má við miklum hátíðahöldum í Rúmeníu og Búlgaríu á miðnætti en þá ganga löndin formlega í Evrópusambandið. Tónleikar verða í höfuðborgum landanna, Búkarest og Sofíu, og þá mun Jose Manuel Barroso, formaður framkvæmdastjórnar ESB, halda ræðu í Sofíu vegna tímamótanna. Erlent 31.12.2006 11:45
Castro segist á hægum batavegi Fidel Castro, hinn aldni leiðtogi Kúbu, segist á hægum batavegi eftir veikindi sín fyrr á árinu. Frá þessu greinir hann í nýárskveðju sem lesin var upp í ríkissjónvarpi Kúbu. „Ég hef alla tíð sagt að þetta yrði langt ferli en þetta er fjarri því að vera töpuð orrusta,“ segir Castro í tilkynningunni. Erlent 31.12.2006 11:10
Yfir 400 enn saknað eftir ferjuslys við Indónesíu Yfir 400 manna er enn saknað af ferju sem sökk í miklu óveðri undan ströndum Indónesíu, um miðnætti á föstudag. Ólíklegt er talið að fleiri finnist á lífi Erlent 31.12.2006 10:15
Saddam og böðlarnir skiptust á fúkyrðum Saddam Hussein og böðlar hans skiptust á blótsyrðum og svívirðingum, fyrir aftökuna. Þetta má sjá og heyra á myndskeiði sem búið er að setja á netið. Það virðist tekið á farsíma, því myndirnar eru ekki mjög skýrar. Erlent 31.12.2006 09:06
Sprengjumaður myrtur af múg Að minnsta kosti 46 Írakar létust í sprengingum í Írak í gær. Einni sprengju hafði verið komið fyrir í sendiferðabíl á fiskmarkaði í hverfi sjía-múslíma í bænum Kufa, suður af Bagdad. Erlent 31.12.2006 08:00
Skammdegisþunglyndi er mýta Skammdegisþunglyndi sem stafar af ljósskorti er bara mýta sem fundin var upp í Bandaríkjunum árið 1984, er niðurstaða tveggja vísindamanna frá Noregi og Ítalíu. Erlent 31.12.2006 07:30
Níu mánaða vopnahléi lokið 26 særðust og tveir eru ófundnir vegna kröftugrar sprengingar í bíl á alþjóðaflugvellinum í Madríd á Spáni í gær. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, eru talin ábyrg fyrir sprengingunni. Erlent 31.12.2006 06:30
Harmi slegnir yfir aftökunni „Palestína er arabaríki,“ voru seinustu orð Saddams Hussein áður en hann var tekinn af lífi í gærmorgun. Fjöldi Palestínumanna er harmi sleginn yfir andláti fyrrverandi Íraksforseta, en hann var einn þeirra helsti bandamaður í frelsisbaráttunni. Erlent 31.12.2006 05:30
Fjölda saknað eftir að skip fórst. Um 500 manns er enn saknað eftir að indónesísk ferja sökk við strendur eyjunnar Jövu á föstudag. Unnt var að bjarga 59 manns en mikið óveður hefur geysað og hamlað leit björgunarmanna. Erlent 31.12.2006 04:30
Fékk kiðlingshaus í jólagjöf Framkvæmdastjóri ítalska knattspyrnuliðsins Palermo, Rino Foschi, fékk óvænta jólagjöf í ár, en í pakkanum reyndist vera afskorið höfuð af ungri geit, alþakið blóði. Erlent 31.12.2006 03:30
Saddam hengdur fyrir sólarupprásrás Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, var tekinn af lífi fyrir sólarupprás í gærmorgun, 69 ára að aldri. Erlent 31.12.2006 03:15
Fánar í hálfa stöng í Líbýu Múammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna aftöku Saddams Hussein og afboðaði öll hátíðarhöld vegna helgihátíðar múslíma Eid al-Adha. Fánar landsins voru einnig dregnir í hálfa stöng. Erlent 31.12.2006 02:30
Saddam Hussein ríkti í aldarfjórðung Fyrrverandi einræðisherra Íraks hefur verið tekinn af lífi, þremur árum eftir að bandarískir hermenn fundu hann í felum í neðanjarðarskýli skammt frá Tikrit. Erlent 31.12.2006 02:15
Viðbrögð umheimsins við aftöku Saddams Hussein „Aftaka er alltaf sorgartíðindi, jafnvel þótt manneskjan sé sek um alvarlega glæpi.“ - Talsmaður páfa. Erlent 31.12.2006 01:30
Býður Hu Jintao gleðilegt nýtt ár Dagblað Kommúnistaflokks Kúbu sagði frá því í gær að Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, hefði hringt í sendiherra Kína í Havana til að biðja hann fyrir áramótakveðju til Hu Jintao, forseta Kína. Erlent 31.12.2006 00:30
Kóngurinn í Marokkó í hátíðarskapi Konungurinn í Marokkó fagnaði Eid al-Adha í dag með því að náða eða stytta dóm 585 fanga sem sátu í fangelsi fyrir hina ýmsu glæpi. Sjö þeirra sátu inni fyrir lífstíð en munu aðeins sitja inni í nokkur ár í viðbót eftir þetta hátíðabragð kóngsins. Erlent 30.12.2006 20:46
Lík Saddams afhent ættingjum hans Lögfræðingar Saddams Hússeins hafa skýrt frá því að ættbálkaleiðtogum í heimbæ hans, Tikrít, hafi verið afhent lík hans til greftrunar. Bandarísk herflugvél var notuð til flutninganna. Erlent 30.12.2006 19:49
Gas-stríðinu nánast lokið Hvíta-Rússland hefur samþykkt að greiða mun hærra verð fyrir gas frá olíu- og gasrisanum Gazprom, sem er í eigu rússneska ríkisins, en það gerði áður eða um 100 dollara fyrir þúsund rúmmetra í stað 46 áður. Erlent 30.12.2006 19:37
67 ára og nýbökuð móðir 67 ára gömul spænsk kona varð í dag elsta konan til þess að eignast börn í fyrsta sinn en hún eignaðist tvíbura. Konan varð ólétt eftir tæknifrjóvgun í Suður-Ameríku og voru tvíburarnir teknir með keisaraskurði. Bæði móður og börnum heilsaðist vel samkvæmt fregnum frá spítalanum sem þau eru á. Erlent 30.12.2006 17:01
Ögurstund nálgast í Sómalíu Yfirmaður íslamska dómstólaráðsins, Sheik Sharif Sheik Ahmed, sagði íbúum í hafnarborginni Kismayo, þar sem herafli þess er, að þeir hefðu ákveðið að berjast við óvininn. Stjórnarherinn, styrktur af eþíópískum hersveitum, streymir nú frá Mogadishu til Kismayo og er búist við lokabardaga á milli herjanna tveggja á næstu dögum. Erlent 30.12.2006 16:38
Sádi-Arabía gagnrýnir Íraka Stærsta ríki súnní múslima gagnrýndi í dag stjórnvöld í Írak fyrir að hafa tekið Saddam Hússein af lífi við upphaf helgustu hátíðar múslima, Eid al-Adha, en sjíar ráða ríkjum í Írak. „Við erum mjög hissa og vonsviknir yfir því að úrskurði dómstóla hafi verið framfylgt á þessum heilaga tíma, þessum fyrstu dögum Eid al-Adha,“ sagði kynnir á ríkissjónvarpsstöðinni í ríkinu þegar gert var hlé á dagskránni til þess að lesa upp tilkynninguna. Erlent 30.12.2006 15:37
Skotbardagar geisa enn í Rio de Janeiro Ofbeldi er enn útbreitt í Ríó de Janeiro í Brasilíu þrátt fyrir hertar aðgerðir lögreglu vegna stærsta áramótapartýs í heimi. Lögreglan drap fimm grunaða meðlimi eiturlyfjagengis í skotbardaga í gær og lenti síðan í skotbardaga við eiturlyfjasala sem réðust á lögreglustöð í morgun. Erlent 30.12.2006 14:45
Herinn á Sri Lanka gerir árásir á búðir Tamíltígra Herflugvélar stjórnarhers Sri Lanka gerðu í morgun sprengjuárásir á búðir Tamíltígra á austurhluta eyjunnar en árásin var gerð á einn síðasta griðastað þeirra á ströndinni. Önnur árás var síðan gerð á búðir sjóhers Tamíltígra. Erlent 30.12.2006 14:15
Mannfólkið getur víst flogið Mannskepnuna hefur frá örófi alda dreymt um að geta flogið um loftin blá og það er akkúrat það sem einum svissneskum manni hefur tekist að gera. Hann smíðaði sér vængi, setti á þá hreyfla og hoppar svo úr flugvélum og flýgur uns eldsneytið klárast. Lendir hann þá mjúklega með aðstoð fallhlífar. Erlent 30.12.2006 14:15
Kastró á batavegi Kúbverska ríkisstjórnin greindi frá því í dag að Fídel Kastró, hinn veiki leiðtogi þeirra, hefði hringt í sendiherra Kína á Kúbu í gær til þess að ræða samskipti ríkjanna tveggja. Kastró bað meðal annars fyrir nýárskveðjur til Hu Jintao, forseta Kína. Erlent 30.12.2006 14:00
Sprenging særir sex í Tyrklandi Sprenging varð á bar í austurhluta Tyrklands í dag og særðust sex manns í tilræðinu. Ekki var vitað hvað olli sprengingunni eða hverjir voru þar að verki en talið er að vitni hafi séð þá sem að henni stóðu. Erlent 30.12.2006 13:45
15 manns láta lífið í árásum í Írak Þrjár bílasprengjur sprungu með stuttu millibili í Hurriya hverfinu í Bagdad í morgun en meirihluti íbúa þar eru sjía múslimar. 15 manns létust og 25 til viðbótar særðust. Árásin á sér stuttu eftir að Saddam Hússein, sem var súnní múslimi og fyrrum einræðisherra í Írak, var hengdur og talið er að þetta séu hefndaraðgerðir súnní múslíma vegna aftökunnar. Erlent 30.12.2006 13:22