Erlent

Sótt að síðasta vígi skæruliða

Síðasta vígi skæruliða íslamista var við það að falla eftir umsátur hermanna sómölsku bráðabirgðastjórnarinnar og Eþíópíuhers, að því er sómalski varnarmálaráðherrann greindi frá í gær.

Erlent

Áin of menguð til að baða sig í

Þúsundir Hindúa hótuðu í gær að sniðganga hátíðlegar athafnir þar sem pílagrímar þvo burt syndir sínar í ánni Ganges í Indlandi vegna þess hve hin heilaga á er orðin menguð vegna úrgangs frá verksmiðjum og skolps frá borgum meðal annars.

Erlent

Áfengislykt af flugáhöfninni

Flugmaður, aðstoðarflugmaður og fimm aðrir úr áhöfn úkraínskrar flugvélar voru kyrrsettir á norskum flugvelli í gær vegna gruns um að þeir væru ölvaðir á leið í flug.

Erlent

Vísbending um horfnu þotuna

Talið er að málmur sem fannst á hafsbotninum við Sulawesi-eyjar geti verið úr indónesísku farþegaþotunni sem hvarf á nýársdag með 102 manns innanborðs. Er þetta fyrsta vísbendingin um afdrif vélarinnar sem sendi ekkert neyðarkall áður en hún hvarf af ratsjám.

Erlent

Ný ríkisstjórn í Austurríki

Tveim stærstu stjórnmálaflokkum Austurríkis, Jafnaðarmannaflokknum og Þjóðarflokknum, hefur tekist að ná samkomulagi í stjórnarmyndunarviðræðum sem hófust fyrir þremur mánuðum.

Erlent

Miklar efasemdir um Monu Sahlin

Félagar í sænska Jafnaðarmannaflokknum eru mjög klofnir í afstöðu sinni til þess hvort þeir kæri sig um að Mona Sahlin verði næsti leiðtogi flokksins. Flokkurinn leitar nú að arftaka Görans Persson, sem farið hefur fyrir flokknum síðan árið 1996, en hann ákvað að draga sig í hlé eftir tapið í þingkosningunum í haust.

Erlent

Fimmtán á reki í níu daga

Fimmtán manns var bjargað í gær skammt frá eyjunni Jövu eftir að hafa dvalið í björgunarbát í níu daga frá því að indónesísk ferja sem fólkið var á sökk með meira en 600 manns innanborðs. Einn þeirra lést stuttu eftir björgun um borð í flutningaskipið.

Erlent

20 þúsund hermenn í viðbót til Íraks

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fjölga í herliði Bandaríkjanna um 20 þúsund hermenn en þetta fullyrti öldungardeildarþingmaður sem hitti forsetann í kvöld. Bush sagði þingmanninum að áætlunin um að auka fjölda hermanna væri væri komin frá forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki.

Erlent

3,7 milljónir flóttamanna flúið heimili sín í Írak

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að allt að 3,7 milljónir manna hefðu flúið heimili sín í Írak vegna ástandsins sem þar ríkir. Talið er að um 50 þúsund bætist í hópinn á hverjum mánuði. Konur hafa einnig neyðst út í vændi og frásagnir af þrælkunarvinnu barna verða háværari.

Erlent

Ekki fjölgað í breska herliðinu í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar sér ekki að auka við fjölda breskra hermanna í Írak en búist er við því að George W. Bush, Bandaríkjaforseti, muni tilkynna mikla fjölgun í bandaríska herliðinu í Írak í nótt. Talið er að Bush ætli að auka um allt að 20 þúsund hermenn.

Erlent

Hryðjuverkamenn vara fólk í Alsír við

Leiðtogi hryðjuverkahóps í Alsír gaf í dag út viðvörun og sagði að Frakkar í Alsír væru í hættu vegna yfirvofandi sprengjuárása. Sagði hann ennfremur að þeir væru komnir með vopn og sprengiefni og biðu aðeins fyrirmæla frá Osama Bin Laden, leiðtoga al-Kaída samtakanna.

Erlent

Nektarpartý í bandarískum háskólum

Bandarískir nemendur í bestu háskólum landsins hafa tekið sig til, gert uppreisn gegn kreddum og hefðum í skólunum og ákveðið að kasta af sér byrðum þjóðfélagsins, sem og fötum sínum, og halda nektarpartý.

Erlent

Orðið „fáviti“ fjarlægt úr stjórnarskrá

Í New Jersey gæti orðið „fáviti“ bráðlega verið fjarlægt úr stjórnarskrá ríkisins til þess að fólk sem er andlega fatlað geti nýtt sér atkvæðisrétt sinn og kosið. Lögin sem banna að „fávitar“ kjósi voru sett fyrir meira en 150 árum síðan til þess að koma í veg fyrir að þeir sem væru andlega fatlaðir gætu kosið.

Erlent

Áhersla á samkomulag í Doha

Að ná góðum árangri í Doha-viðræðum Alþjóðaviðskiptasambandsins er forgangsatriði bæði Evrópusambandsins og Bandaríkjanna en frá þessu skýrði Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Erlent

Þjóðvæðing fyrirtækja hafin í Venesúela

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, biðlaði í kvöld til þingsins í landinu og bað það um að veita honum sérstök völd til þess að geta þjóðvætt ýmis fyrirtæki. Meðal þeirra sem þjóðvæða á er fjölmiðlafyrirtækið CANTV sem og einhverjir hlutar olíuverkefna á Orinoco svæðinu.

Erlent

Sjö á bráðamóttöku vegna gaseitrunnar

Gasið sem angraði íbúa New York borgar í dag varð til þess að sjö manns voru flutt á bráðadeild með einkenni sem hlutust af gasinu. Ekki er vitað um uppruna gassins en það hefur verið talið harmlaust hingað til.

Erlent

Gullæði í Brasilíu

Þúsundir fátækra Brasilíumanna streyma nú, vopnaðir skóflum og vélsögum, á nýfundið gullsvæði djúpt í Amazon frumskóginum og óttast yfirvöld umhverfisslys. Einnig eru áhyggjur af því að heilsu fólks verði stefnt í hættu þar sem aðbúnaður á svæðinu er nær enginn. Fyrir aðeins nokkrum vikum fundust gullæðar á yfirborðinu á svæðinu og þegar fréttir fóru að berast af gullfundinum streymdu vongóðir á staðinn.

Erlent

Sprengjusveit í Miami kölluð út

Sprengjusveit lögreglunnar í Miami í Bandaríkjunum var kölluð út í dag til þess að rannsaka grunsamlegan hlut sem fannst á hafnarsvæði borgarinnar. Verið var að afferma hlutinn úr vörubíl á svæðinu þegar leitartæki hafnarvarða fundu eitthvað óeðlilegt.

Erlent

SÞ ætla að auka þátt friðargæslu

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) verða að styrkja sig til þess að geta tekist á við þær fjölmörgu ógnir sem steðja að friði á komandi ári en þetta sagði Ban Ki-moon á fundi öryggisráðsins í dag.

Erlent

David Bowie sextugur í dag

Hann kom til jarðar sem Ziggy Stardust, fór í ýmis gervi eftir það og söng meðal annars um Starman og Major Tom. Söngferillinn spannar rúma fjóra áratugi. Hann heitir David Bowie og er sextugur í dag.

Erlent

Telja ekkert styðja sögu landgönguliða

Bandarískir rannsóknarmenn telja ekkert styðja frásögn bandarískra landgönguliða af aðdraganda fjöldamorða í bænum Haditha í Írak fyrir rúmu ári. Ákærur í málinu voru birtar skömmu fyrir jól og er óttast að málið muni auka enn á ófriðinn í Írak eftir því sem meira kemur fram í dagsljósið.

Erlent

Kínverska lögreglan í átökum við hryðjuverkamenn

Kínverska lögreglan varð 18 manns að bana í dag þegar hún gerði árásir á búðir hryðjuverkamanna í Xinjiang, sem er sjálfstjórnarhérað í vesturhluta Kína. Árásin átti sér stað á föstudaginn og var fyrst sagt frá henni í dag. Hryðjuverkamennirnir eru af tyrkneskum uppruna og kínversk yfirvöld segja vera aðskilnaðarsinna.

Erlent

Einstakt afrek

Bandarísk kona synti tæpa tvo kílómetra í jökulköldu hafinu við Suðurheimskautið. Þetta þykir einstakt afrek og er aðeins vitað um einn annan mann þolir slíkan kulda. Það er Guðlaugur Friðþórsson sem synti um fimm kílómetra að landi eftir skipskaða austur af Heimaey fyrir meira en tuttugu og tveimur árum. Og enn standa vísindamenn á gati yfir þessu afreki.

Erlent

Bush kynnir Íraksáætlun sína á miðvikudag

George Bush Bandaríkjaforseti ávarpar bandarísku þjóðina klukkan níu að austurstrandartíma á miðvikudag, eða klukkan tvö að nóttu að íslenskum tíma, þar sem hann kynnir nýja áætlun sína í Írak og í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Erlent

Miðborg Austin í Texas lokað vegna mikils fugladauða

Miðborg Austin í Texas var lokað í morgun vegna þess að þar hafa fundist tugir dauðra fugla. Þúsundir manna komust ekki til vinnu sinnar af þessum sökum. Embættismenn segja að þetta sé gert í varúðarskyni, en enginn hefur hugmynd um hversvegna fuglarnir drápust.

Erlent

Innfluttir þriðjungur Hollendinga 2050

Um það bil þriðjungur hollensku þjóðarinnar verður af erlendu bergi brotinn árið 2050, en í dag er einn af hverjum fimm íbúum innflytjandi eða af innflytjendum kominn. Hollenska hagstofan býst við því að á þessu tímabili fjölgi landsmönnum um 400 þúsund, upp í 16,8 milljónir, mest vegna innflytjenda frá löndum eins og Tyrklandi, Marokkó og Surinam.

Erlent

Enn er allt á huldu með gaslekann á Manhattan

Engar skýringar hafa enn fengist á dularfullri og megnri gaslykt sem hefur funist víða á Manhattan í New York.. Fram kom á FOXNews-sjónvarpsstöðinni að ekki væri grunur um hryðjuverkaárás í borginni og New York lögreglan segir enga hættu á ferðum.

Erlent

Ég mun drepa þá alla með efnavopnum

Saddam Hussein og frændi hans "Efnavopna Ali" heyrðust tala um að drepa þúsundir kúrda með efnavopnum, þegar upptaka frá fundi þeirra var spiluð við réttarhöldin í Bagdad, í dag. Þetta var nokkru áður en efnavopnum var beitt gegn bænum Halabja, þar sem um fimm þúsund manns létu lífið.

Erlent