Erlent

Kastró hefur ekki sést í hálft ár

Fídel Kastró, forseti Kúbu, hefur ekki sést opinberlega í hálft ár. Kastró lagðist undir hnífinn í júlí á síðasta ári vegna blæðinga í meltingarvegi og hefur síðan þá verið undir höndum lækna.

Erlent

Bush vill fá sjö hundruð milljarða til uppbyggingu hermála í Afganistan

Bandaríkjamenn ætla að auka fjármagn sitt til öryggis- og uppbyggingarmála í Afganistan til muna. Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru staddir í Brussel þar sem Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar í dag að tilkynna um þessa ákvörðun Bandaríkjamanna. Hún ætlar jafnframt að fara fram á það við ríki Atlantshafsbandalagsins að þau geri slíkt hið sama.

Erlent

Kristallar koma úr stórutá

Samkvæmt fjölmiðlum í Malasíu síðastliðna daga er margt furðulegt að gerast þar. Kraftaverkalæknar eru á ferð og dularfullar risa-górillur láta glitta í sig. En það nýjasta er ung kona og tærnar á henni. Hvers vegna? Jú, það koma gimsteinar út úr þeim. Fjölmiðlar skýrðu fyrst frá þessu á þriðjudaginn var en fyrsti steininn leit dagsins ljós í október í fyrra.

Erlent

Hermönnum fjölgað í Afganistan

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, tilkynnir á fundi Norðuratlantshafsbandalagsins (NATO) á morgun að Bandaríkjamenn ætli sér að fjölga hermönnum í Afganistan og auka við fjárhagsaðstoð til þess að gera út af við Talibana. Hún ætlast einnig til þess að bandamenn Bandaríkjanna í NATO geri slíkt hið sama en Evrópulöndin virðast hafa takmarkaðan áhuga á slíkum aðgerðum.

Erlent

Ólöglegir innflytjendur sendir til síns heima

Mikill ótti hefur gripið um sig í samfélögum spænskra innflytjenda í Kaliforníu í Bandaríkjunum að undanförnu eftir að lögregla þar hóf að flytja af landi brott ólöglega innflytjendur. Lögreglan hóf átakið á þriðjudaginn var og segist einbeita sér að þeim ólöglegu innflytjendum sem eru glæpamenn.

Erlent

Fox stefnir Google

Kvikmyndasamsteypan 20th Century Fox stefndi í gær Google, eigendum YouTube heimasíðunnar eftir að heilu þættirnir úr seríunni frægu „24“ birtust á YouTube. Fox krefst þess að Google láti af hendi upplýsingar um notandann sem setti þættina á heimasíðuna.

Erlent

Yfirborð sjávar mun hækka næstu 1000 árin

Yfirborð sjávar mun halda áfram að hækka næstu þúsund árin þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda í heiminum til þess að koma í veg fyrir það. Ástæðan fyrir hækkun yfirborðs sjávar er talin vera aukið magn gróðurhúsaloftteguna.

Erlent

Myrtar til að vera giftar

Þrír menn í Kínva voru handteknir fyrir að hafa myrt tvær konur og selt líkin sem „Líkbrúðir" Samkvæmt gömlum kínverskum hefðum boðar það ekki gott ef ungir menn deyja án þess að hafa gift sig og þess vegna hefur það verið stundað að grafa látnar konur við hliðina á þeim til þess að þeir fái notið þeirra í framhaldslífinu.

Erlent

Dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir morð í Írak

Bandaríski hermaðurinn Corey Clagett var í dag dæmdur í fangelsi til 18 ára fyrir þátttöku sína í morði á þremur íröskum föngum. Hann er þriðji hermaðurinn sem er dæmdur í tenglsum fyrir morðin. Þau áttu sér stað nærri borginni Tíkrít í norðurhluta Írak 9. maí 2006.

Erlent

34 létust og 64 slösuðust

Að minnsta kosti 26 manns létu lífið og 64 slösuðust þegar bílsprengja sprakk í Karrada verslunarhverfinu í Bagdad í dag. Fyrr um daginn voru gerðar tvær árásir á markaði í Bagdad og létust átta manns í þeim. Heildartala látinna í dag er því komin upp í 34.

Erlent

Bandaríkin styrkja Afganistan um 740 milljarða

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í dag að stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, myndi biðja þingið um að heimila 10,6 milljarða dollara fjárveitingu til Afganistan. Þetta jafngildir 740 milljörðum íslenskra króna.

Erlent

Fer holu í höggi

Bandaríski skrautpáfagaukurinn Al hefur að undanförnu leikið listir sínar fyrir sjónvarpsáhorfendur í Flórída. Gauksi er fjölhæfur í meira lagi því á meðal íþróttagreina sem hann hefur lagt fyrir sig eru körfubolti, fimleikar og meira að segja golf.

Erlent

Skíðamenn í Evrópu kætast

Skíðamenn í Evrópu hafa tekið gleði sína eftir snjókomu og frosthörkur undanfarinna daga. Í Bæjaralandi í Þýskalandi voru skíðasvæðin opnuð í morgun í fyrsta sinn í vetur og voru brekkurnar fljótar að fyllast af fólki á skíðum, snjóbrettum og jafnvel sleðum.

Erlent

Lenti í árekstri við farþegaþotu

Franskur vörubílstjóri lét lífið þegar hann lenti í árekstri við farþegaþotu á fleygiferð nærri bænum Pau í Frakklandi í dag . Þotan, sem var af gerðinni Fokker 100 og í eigu Air France, virðist hafa runnið út af flugbrautinni í þann mund sem hún var að hefja sig til flugs.

Erlent

Egypskur bloggari fyrir dómstólum

Lögfræðingar egypsks bloggara, sem hefur verið ákærður fyrir niðrandi skrif um íslam og að móðga forseta Egyptalands, segja að líklegt sé að hann verði dæmdur fyrir annað brota sinna. Abdel Karim Suleiman, sem er 22 ára fyrrum laganemi, er frjálslyndur múslimi. Hann gæti fengið allt að níu ára fangelsisdóm.

Erlent

Köld eru kvenna ráð

Belgíska lögreglan rannsakar um þessar mundir reyfarakennt ástríðumorð sem framið var í þrettán þúsund feta hæð. Svo virðist sem kona hafi komið viðhaldi unnusta síns fyrir kattarnef með því að eyðileggja fallhlíf hennar.

Erlent

Útgöngubanni lýst yfir í Beirút

Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar.

Erlent

ElBaradei hvetur til viðræðna

Aðalritari Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, Mohamed ElBaradei, sagði í dag að eina leiðin til þess að leysa deiluna við Írani væri að hefja viðræður við þá. Þetta kom fram á hringborðsumræðum um útbreiðslu kjarnavopna hjá Efnahagsstofnun heimsins.

Erlent

Hillary með 19% forskot á Obama

Hillary Clinton, eiginkona Bill Clinton fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, varð langefst í skoðanakönnun bandaríska tímaritsins Time um það hver myndi verða forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í forsetakosningunum árið 2006. Hún fékk alls 40% atkvæða en Barack Obama, sem margir telja að verði hennar helsti andstæðingur, hlaut aðeins 19%.

Erlent

Ungur drengur stunginn til bana í Svíþjóð

Sjö ára drengur var stunginn til bana við skóla í Norrahammar suður af Jönköping í Suðurhluta landsins. Maður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um morðið, en hann mun hafa stungið drenginn margsinnis með hníf.

Erlent

Breska kirkjan andvíg ættleiðingum samkynhneigðra

Tilfinningaþrungin deila hefur sprottið upp í Bretlandi á milli ensku Biskupakirkjunnar og Kaþólsku kirkjunnar annars vegar og ríkisins hins vegar. Ný lög um jafnrétti sem taka gildi í apríl munu enda þá mismunun sem samkynhneigð pör sem vilja ættleiða barn hafa orðið fyrir. Kirkjunnar menn eru alfarið á móti því að nýju login nái yfir ættleiðingaskrifstofur kirkjunnar.

Erlent

Líbanir styrktir um 7.6 milljarða dala

Erlendir stjórnmálamenn hafa lofað yfirvöldum í Líbanon 7.6 milljarða dala fjárhagsaðstoð, sem veitt verður bæði í formi lána og beinnar aðstoðar. Þetta tilkynnti Jacques Chirac Frakklandsforseti í dag á alþjóðlegri ráðstefnu í París sem efnt var til vegna efnahagsástandsins í Líbanon. Fjármagnið er veitt til enduruppbyggingar landsins eftir stríðið milli Hisbolla og Ísrael síðastliðið sumar. Líbanir höfðu vonast til að fá 9 milljarða dala í aðstoð. Bandaríkin Frakkland, Evrópusambandið og Saudi Arabía eru meðal meðal þeirra landa sem leggja til fjármagn. Fouad Siniora forsætisráðherra Líbanons sagði fjármagnið nauðsynlegt til að stuðla að pólitísku og samfélagslegu jafnvægi. Hann sagði að Líbanon væri á barmi kreppu og Chirac sagði að nú þyrfti að byggja upp frá grunni með hjálp alþjóðasamfélagsins.

Erlent

Flugvél flaug á flutningabíl

Ökumaður lítils flutningabíls lést þegar farþegaflugvél í innanlandsflugi í suðurhluta Frakklands flaug inn í bílinn. Flugvélin, sem er gerðinni Fokker 100 og með rúmlega 50 farþega, var að taka á loft frá flugvelli nærri Pýrenafjöllunum þegar fugl flaug inn í annan hreyfil vélarinnar.

Erlent

Bandarísk hersveit verður áfram til að berjast við talibana

Yfir þrjú þúsund manna bandarískt herlið í Afganistan, sem halda átti heim á leið í næsta mánuði, verður áfram í landinu. Frá þessu greindi varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Reiknað er með að hersveitin verði í allt að fjóra mánuði til viðbótar.

Erlent

Fjórir látnir í átökum í Beirút

Stúdentar fylgjandi Líbanonstjórn annars vegar og stjórnarandstöðu hins vegar lentu í átökum í dag við Beirut Arab háskólann og breiddust átökin út á nærliggjandi götur. Sjónvarpsstöð Hezbolla í Líbanon segir fjóra hafa látið lífið, en embættismenn öryggismála hafa aðeins staðfest að einn hafi verið skotinn til bana. Öryggissveitir segja að minnsta kosti 17 manns slasaða, en óstaðfestar tölur segja 35 hafa slasast.

Erlent

Nam merki úr neyðarsendi flugvélar sem fórst

Bandarískt herskip hefur numið merki frá neyðarsendi flugvélarinnar sem fórst með 102 manns innborðs í Indónesíu á nýársdag. Bandaríska sendiráðið í Jakarta í Indónesíu greindi frá því að merkin væru úr flugrita og frá kassa með upptökum af samtölum í flugstjórnarklefa.

Erlent

Katsav fær tímabundið leyfi frá störfum

Ísraelska þingið samþykkti naumlega í dag að veita Moshe Katsav, forseta landsins, launalaust leyfi vegna ásakana um nauðgun og önnur kynferðisbrot. Greint var frá því fyrr í vikunni að saksóknarnir hygðist ákæra forsetann fyrir brotin en hann hefur alla tíð neitað sök.

Erlent

Hóta áframhaldandi árásum

Grísku öfgasamtökin Byltingarbaráttan hótuðu í morgun að standa fyrir fleiri árásum í landinu, bæði á ráðamenn og byggingar. Í yfirlýsingu sinni lýsa samtökin ábyrgð á flugskeytaárás á bandaríska sendiráðið í Aþenu fyrr í mánuðinum en enginn slasaðist í henni.

Erlent

Herinn kynnir nýtt vopn

Bandaríkjaher hefur kynnt nýtt vopn sem talsmenn hans segja að valdi brunatilfinningu en skaði ekki þá sem fyrir verða. Um er að ræða sérstaka hitabyssu sem skýtur örbylgjum að fólki af allt að 450 metra færi.

Erlent