Erlent Leiðtogi al-Kaída í Írak slasaður Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Ayyub al-Masri, hefur slasast í bardögum í norðurhluta Bagdad. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu í dag og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak. Aðstoðarmaður al-Masri mun hafa látist í árásunum en engar frekari upplýsingar hafa fengist. Talsmaður Bandaríkjahers í Bagdad sagðist ekkert vita um atvikið. Erlent 15.2.2007 22:59 Verða að kunna skil á bandarískum gildum Nýtt próf verður nú lagt fyrir fólk sem ætlar sér að verða bandarískir ríkisborgarar. Það þarf að svara spurningum um bandarísk gildi og hugtök. Spurt verður um lýðræði, trúfrelsi, réttindi minnihlutahópa og af hverju ríkisvaldið í Bandaríkjunum er þrískipt. Gamla prófið sem innflytjendur áttu að taka snerist meira um dagsetningar og nöfn, einfaldar staðreyndir sem auðvelt var að leggja á minnið. Erlent 15.2.2007 22:53 Bandaríkin hafa sóað 10 milljörðum í Írak Sjálfstæðir endurskoðendur sem fengnir voru til þess að fylgjast með útgjöldum vegna stríðsins í Írak segja að Bandaríkin hafi sóað meira en 10 milljörðum dollara frá því það hófst. Þeir búast jafnframt við því talan eigi eftir að hækka enn meira. Erlent 15.2.2007 22:10 Fordæmdi árásirnar í Madríd Einn af þeim sem sakaður er um að skipuleggja sprengjuárásirnar í Madríd fordæmdi þær þegar hann var yfirheyrður í dag. 191 manns létu lífið í árásunum sem voru á meðal mannskæðustu hryðjuverka í sögu Spánar. Erlent 15.2.2007 21:43 Chavez ætlar að þjóðnýta matvöruverslanir Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði við stuðningsmenn sína í dag að hann ætlaði sér að þjóðnýta matvörumarkaði sem seldu kjöt á hærra verði en stjórnvöld samþykkja. Erlent 15.2.2007 21:00 Munu ekki styðja við uppreisnarhópa Viðræðum á milli stjórnvalda í Súdan, Tsjad og Mið-Afríkulýðveldinu lauk í dag með þeirri niðurstöðu að þau myndu ekki styðja við bakið á uppreisnarhópum sem ráðast inn á landsvæði þeirra. Utanríkisráðherra Súdans, Lam Akol, sagði frá þessu á fréttamannafundi eftir að viðræðunum lauk. Erlent 15.2.2007 20:30 Einn handtekinn vegna flugráns Spænsk yfirvöld sögðu frá því rétt í þessu að einn maður hefði verið handtekin eftir að flugvél sem var rænt lenti á flugvellinum á Kanaríueyjum. Lögregla á Kanaríeyjum hefur nú náð vélinni á sitt vald. Áður hafði verið sagt frá því að skothríð hefði átt sér stað í flugvélinni. Einhverjir slösuðust í henni en ekki var vitað hversu margir. Erlent 15.2.2007 20:17 Pútin styrkir tök sín í Téteníu Vladimir Pútín, forseti Rússlands, setti ríkisstjóra Téteníu, Alu Alkhanov, í nýtt starf. Búist er við því að Ramzan Kadyrov, fyrrum uppresinarmaður sem er dyggilega studdur af Kremlverjum, eigi eftir að taka við sem ríkisstjóri. Samkvæmt fréttum þá bað Alkhanov um að verða leystur undan störfum og var hann skipaður aðstoðardómsmálaráðherra Rússlands. Erlent 15.2.2007 20:15 Abbas veitir Haniyeh umboð til stjórnarmyndunar Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, bað í dag Ismail Haniyeh, fyrrum forsætisráðherra Palestínu, um að mynda þjóðstjórn. Haniyeh hafði áður sagt af sér en það var fyrsta skrefið sem þurfti að taka svo hægt væri að mynda þjóðstjórnina. Abbas veitti Haniyeh umboðið á fréttamannafundi í Gaza í dag. Erlent 15.2.2007 20:00 Reyndu ákaft að komast til Bandaríkjanna Vera má að gyðingastúlkan Anna Frank væri enn á lífi ef bandarísk stjórnvöld hefðu veitt fjölskyldu hennar hæli á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Erlent 15.2.2007 19:45 Niðurlægðu vistmennina Starfsfólk, á stofnun fyrir andlega fatlað fólk í bænum Nyborg á Fjóni, hefur verið kært til lögreglu fyrir illa meðferð á skjólstæðingum sínum. Fréttamaður, á sjónvarpsstöðinni TV-2, fletti ofan af framkomu starfsfólksins. Erlent 15.2.2007 19:15 Flugrán framið í Máritaníu Máritanískri farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 var rænt í dag. Henni var flogið til Kanaríeyjanna og var að lenda þar rétt í þessu. Vélinni var áður flogið til Vestur-Sahara til þess að taka eldsneyti. Ekki er vitað hversu margir eru um borð í vélinni eða hvað flugræningjunum gengur til. Erlent 15.2.2007 19:14 Sigldi á varðskipið Danska varðskipið Hvítabjörninn hefur undanfarna tvo sólarhringa staðið í stappi við franska togarann Bruix sem grunaður er um ólöglegar skötuselsveiðar við miðlínuna á milli Færeyja og Bretlands. Hvítabjörninn hafði fyrst afskipti af togaranum í fyrradag. Erlent 15.2.2007 18:45 Vill engum spurningum svara Réttarhöld hófust í morgun yfir 29 mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem kostuðu 191 mannslíf. Einn sakborninganna neitaði að svara spurningum réttarins í dag. Erlent 15.2.2007 18:30 Venesúela bætir eftirlit við olíustöðvar Varnarmálaráðherra Venesúela sagði í dag að varnir landsins yrðu styrktar vegna yfirlýsinga hryðjuverkahóps um að ráðast ætti á olíustöðvar þeirra landa sem sjá Bandaríkjunum fyrir olíu. 11 prósent af olíu sem flutt er inn til Bandaríkjanna kemur frá Venesúela. Erlent 15.2.2007 18:14 Putin býr í haginn Vladimir Putin, forseti Rússlands tilkynnti í dag að Sergei Ivanov, aðstoðar forsætisráðherra hefði verið hækkaður í tign upp í fyrsti aðstoðar forsætisráðherra. Ivanov er talinn manna líklegastur til þess að taka við af Putin, sem forseti, á næsta ári. Erlent 15.2.2007 16:50 Búa sig undir stórsókn talibana George Bush mun í dag tilkynna um fjölgun bandarískra og NATO hermanna í Afganistan, að sögn háttsetts embættismanns í Washington. Fjölgunin er til þess að mæta yfirvofandi stórsókn talibana sem búist er við að hefjist um leið og snjóa leysir í fjöllunum og vegir og vegaslóðar verða greiðfærir. Erlent 15.2.2007 16:26 Tyrkir dæma um fornleifauppgröft í Jerúsalem Erlent 15.2.2007 14:53 Kathleen meiddi sig Kviðdómur í Austin í Texas hafði mikla samúð með Kathleen Robertsson sem hafði mátt þola bæði kvalir og vinnutap þegar hún braut á sér öklann. Húsgagnaverslunin sem átti sök á öklabrotinu harðneitaði að greiða henni nokkrar bætur. Erlent 15.2.2007 14:26 Vetrarríkið veldur usla Mikið vetrarríki hefur sett samgöngur í norðaustanverðum Bandaríkjunum algerlega úr skorðum undanfarna daga. Snjó hefur kyngt niður en einnig hefur blásið hressilega. Hundruðum flugferða hefur verið aflýst og skólar og ýmsar stofnanir hafa að mestu verið lokaðar. Erlent 15.2.2007 13:15 Vilja taka við flóttamönnum Írösk stjórnvöld hafa lokað landamærunum að Sýrlandi og Íran til að stöðva vopnaflutninga og ferðir vígamanna til landsins. Þá greindu bandarísk stjórnvöld frá því í gær að þau væru reiðubúin til að taka við sjö þúsund íröskum flóttamönnum á næstunni. Erlent 15.2.2007 12:45 Réttarhöld hafin vegna Madrídarárásanna Réttarhöld hófust í Madríd í morgun yfir 29 manns sem ákærðir eru fyrir að hafa staðið fyrir hryðjuverkum í borginni í mars 2004. 191 týndi lífi í árásunum sem gerðar voru á járnbrautarlestar borgarinnar. Erlent 15.2.2007 12:15 Ástandið versnar í Tsjad Svo virðist sem átökin í Darfur-héraði í Súdan séu að breiðast til nágrannalandsins Tsjad og liggur við neyðarástandi í landinu vegna ofbeldis og hungursneyðar. Utanríkisráðherra landsins segir neyðarfund sem halda á í dag með fulltrúum Tsjad, Súdan og Miðafríkulýðveldisins algjörlega gagnslausan. Erlent 15.2.2007 11:54 Írak lokar landamærum Írak hefur lokað landamærum sínum að Íran og Sýrlandi en það er liður í herferð gegn uppresinarmönnum í landinu og ætlað til þess að hamla flæði vopna inn í landið. Landamærin verða lokuð í minnst þrjá sólarhringa. Erlent 15.2.2007 10:07 Lögreglumaður laminn illa Lögreglumaður á leið heim af vakt var sleginn í götuna og barinn sundur og saman af hópi ungmenna í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í nótt. Maðurinn var að hjóla niður Rantzausgade þegar tveir bílar óku fyrir hann, út úr honum stigu nokkur ungmenni og hófu barsmíðarnar. Erlent 15.2.2007 08:32 Abbas frestar ræðu Mahmoud Abbas forseti Palestínu hefur frestað ræðu sem hann ætlaði að halda í dag um nýja þjóðstjórn Palestínumanna sem samið var um í Mekka í síðustu viku. Ástæðan fyrir þessari frestun er sú að enn eiga Hamas og Fatah eftir að koma sér saman um skipan í nokkur lykilembætti. Þrátt fyrir að ræðuhöldunum hafi verið frestað mun Abbas í dag funda með Ismail Haniya forsætisráðherra og Hamas-liða þar sem þær ræða frekari útfærslur á fyrirkomulagi þjóðstjórnarinnar. Erlent 15.2.2007 08:12 Franskur landhelgisbrjótur í færeyskri lögsögu Danska varðskipið Hvítabjörninn sem oft hefur viðkomu í Reykjavíkurhöfn er nú að elta franskt fiskiskip sem er grunað um að hafa verið að ólöglegum veiðum innan færeysku lögsögunnar. Að sögn Færeyska útvarpsins í morgun ætlaði áhöfn varðskipsins að snúa franska skipinu til hafnar í Þórshöfn en þá slökktu skipverjar öll siglingaljós og settu á fulla ferð út úr lögsögunni. Erlent 15.2.2007 07:52 Hryðjuverkaréttarhöld hefjast í Madrid í dag Í dag hefjast réttarhöld yfir 29 mönnum sem eru grunaðir um að hafa staðið að hryðjuverkaárásum á lestar í Madrid í mars 2004. 191 fórst í árásinni. Sjö hinna grunuðu eru ákærðir fyrir morð og fyrir að tilheyra hryðjuverkahópi en flestir hinna fyrir að starfa með hryðjuverkahóp og meðhöndla sprengiefni. Erlent 15.2.2007 07:32 Stórhríð í Bandaríkjunum Stórhríð geysar enn í norðausturríkjum Bandaríkjanna og Kanada. Minnst 12 hafa látist af völdum veðursins, flestir í umferðarslysum á flughálum vegum. Flugfélög aflýstu hundruðum ferða í gær frá New York, Washington, Chicago og fleiri borgum. Veðurfræðingar vestra segja að áfram megi búast við slæmu veðri næstu daga. Erlent 15.2.2007 07:25 Eldur í japönsku hvalveiðiskipi Eldur braust út í gær í flaggskipi japanska hvalveiðiflotans, sem verið hefur á veiðum í Suður-Íshafi. Nýsjálensk yfirvöld hafa áhyggjur af því að olía um borð í skipinu geti valdið umhverfisslysi. Erlent 15.2.2007 07:15 « ‹ ›
Leiðtogi al-Kaída í Írak slasaður Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Ayyub al-Masri, hefur slasast í bardögum í norðurhluta Bagdad. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu í dag og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak. Aðstoðarmaður al-Masri mun hafa látist í árásunum en engar frekari upplýsingar hafa fengist. Talsmaður Bandaríkjahers í Bagdad sagðist ekkert vita um atvikið. Erlent 15.2.2007 22:59
Verða að kunna skil á bandarískum gildum Nýtt próf verður nú lagt fyrir fólk sem ætlar sér að verða bandarískir ríkisborgarar. Það þarf að svara spurningum um bandarísk gildi og hugtök. Spurt verður um lýðræði, trúfrelsi, réttindi minnihlutahópa og af hverju ríkisvaldið í Bandaríkjunum er þrískipt. Gamla prófið sem innflytjendur áttu að taka snerist meira um dagsetningar og nöfn, einfaldar staðreyndir sem auðvelt var að leggja á minnið. Erlent 15.2.2007 22:53
Bandaríkin hafa sóað 10 milljörðum í Írak Sjálfstæðir endurskoðendur sem fengnir voru til þess að fylgjast með útgjöldum vegna stríðsins í Írak segja að Bandaríkin hafi sóað meira en 10 milljörðum dollara frá því það hófst. Þeir búast jafnframt við því talan eigi eftir að hækka enn meira. Erlent 15.2.2007 22:10
Fordæmdi árásirnar í Madríd Einn af þeim sem sakaður er um að skipuleggja sprengjuárásirnar í Madríd fordæmdi þær þegar hann var yfirheyrður í dag. 191 manns létu lífið í árásunum sem voru á meðal mannskæðustu hryðjuverka í sögu Spánar. Erlent 15.2.2007 21:43
Chavez ætlar að þjóðnýta matvöruverslanir Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði við stuðningsmenn sína í dag að hann ætlaði sér að þjóðnýta matvörumarkaði sem seldu kjöt á hærra verði en stjórnvöld samþykkja. Erlent 15.2.2007 21:00
Munu ekki styðja við uppreisnarhópa Viðræðum á milli stjórnvalda í Súdan, Tsjad og Mið-Afríkulýðveldinu lauk í dag með þeirri niðurstöðu að þau myndu ekki styðja við bakið á uppreisnarhópum sem ráðast inn á landsvæði þeirra. Utanríkisráðherra Súdans, Lam Akol, sagði frá þessu á fréttamannafundi eftir að viðræðunum lauk. Erlent 15.2.2007 20:30
Einn handtekinn vegna flugráns Spænsk yfirvöld sögðu frá því rétt í þessu að einn maður hefði verið handtekin eftir að flugvél sem var rænt lenti á flugvellinum á Kanaríueyjum. Lögregla á Kanaríeyjum hefur nú náð vélinni á sitt vald. Áður hafði verið sagt frá því að skothríð hefði átt sér stað í flugvélinni. Einhverjir slösuðust í henni en ekki var vitað hversu margir. Erlent 15.2.2007 20:17
Pútin styrkir tök sín í Téteníu Vladimir Pútín, forseti Rússlands, setti ríkisstjóra Téteníu, Alu Alkhanov, í nýtt starf. Búist er við því að Ramzan Kadyrov, fyrrum uppresinarmaður sem er dyggilega studdur af Kremlverjum, eigi eftir að taka við sem ríkisstjóri. Samkvæmt fréttum þá bað Alkhanov um að verða leystur undan störfum og var hann skipaður aðstoðardómsmálaráðherra Rússlands. Erlent 15.2.2007 20:15
Abbas veitir Haniyeh umboð til stjórnarmyndunar Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, bað í dag Ismail Haniyeh, fyrrum forsætisráðherra Palestínu, um að mynda þjóðstjórn. Haniyeh hafði áður sagt af sér en það var fyrsta skrefið sem þurfti að taka svo hægt væri að mynda þjóðstjórnina. Abbas veitti Haniyeh umboðið á fréttamannafundi í Gaza í dag. Erlent 15.2.2007 20:00
Reyndu ákaft að komast til Bandaríkjanna Vera má að gyðingastúlkan Anna Frank væri enn á lífi ef bandarísk stjórnvöld hefðu veitt fjölskyldu hennar hæli á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Erlent 15.2.2007 19:45
Niðurlægðu vistmennina Starfsfólk, á stofnun fyrir andlega fatlað fólk í bænum Nyborg á Fjóni, hefur verið kært til lögreglu fyrir illa meðferð á skjólstæðingum sínum. Fréttamaður, á sjónvarpsstöðinni TV-2, fletti ofan af framkomu starfsfólksins. Erlent 15.2.2007 19:15
Flugrán framið í Máritaníu Máritanískri farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 var rænt í dag. Henni var flogið til Kanaríeyjanna og var að lenda þar rétt í þessu. Vélinni var áður flogið til Vestur-Sahara til þess að taka eldsneyti. Ekki er vitað hversu margir eru um borð í vélinni eða hvað flugræningjunum gengur til. Erlent 15.2.2007 19:14
Sigldi á varðskipið Danska varðskipið Hvítabjörninn hefur undanfarna tvo sólarhringa staðið í stappi við franska togarann Bruix sem grunaður er um ólöglegar skötuselsveiðar við miðlínuna á milli Færeyja og Bretlands. Hvítabjörninn hafði fyrst afskipti af togaranum í fyrradag. Erlent 15.2.2007 18:45
Vill engum spurningum svara Réttarhöld hófust í morgun yfir 29 mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem kostuðu 191 mannslíf. Einn sakborninganna neitaði að svara spurningum réttarins í dag. Erlent 15.2.2007 18:30
Venesúela bætir eftirlit við olíustöðvar Varnarmálaráðherra Venesúela sagði í dag að varnir landsins yrðu styrktar vegna yfirlýsinga hryðjuverkahóps um að ráðast ætti á olíustöðvar þeirra landa sem sjá Bandaríkjunum fyrir olíu. 11 prósent af olíu sem flutt er inn til Bandaríkjanna kemur frá Venesúela. Erlent 15.2.2007 18:14
Putin býr í haginn Vladimir Putin, forseti Rússlands tilkynnti í dag að Sergei Ivanov, aðstoðar forsætisráðherra hefði verið hækkaður í tign upp í fyrsti aðstoðar forsætisráðherra. Ivanov er talinn manna líklegastur til þess að taka við af Putin, sem forseti, á næsta ári. Erlent 15.2.2007 16:50
Búa sig undir stórsókn talibana George Bush mun í dag tilkynna um fjölgun bandarískra og NATO hermanna í Afganistan, að sögn háttsetts embættismanns í Washington. Fjölgunin er til þess að mæta yfirvofandi stórsókn talibana sem búist er við að hefjist um leið og snjóa leysir í fjöllunum og vegir og vegaslóðar verða greiðfærir. Erlent 15.2.2007 16:26
Kathleen meiddi sig Kviðdómur í Austin í Texas hafði mikla samúð með Kathleen Robertsson sem hafði mátt þola bæði kvalir og vinnutap þegar hún braut á sér öklann. Húsgagnaverslunin sem átti sök á öklabrotinu harðneitaði að greiða henni nokkrar bætur. Erlent 15.2.2007 14:26
Vetrarríkið veldur usla Mikið vetrarríki hefur sett samgöngur í norðaustanverðum Bandaríkjunum algerlega úr skorðum undanfarna daga. Snjó hefur kyngt niður en einnig hefur blásið hressilega. Hundruðum flugferða hefur verið aflýst og skólar og ýmsar stofnanir hafa að mestu verið lokaðar. Erlent 15.2.2007 13:15
Vilja taka við flóttamönnum Írösk stjórnvöld hafa lokað landamærunum að Sýrlandi og Íran til að stöðva vopnaflutninga og ferðir vígamanna til landsins. Þá greindu bandarísk stjórnvöld frá því í gær að þau væru reiðubúin til að taka við sjö þúsund íröskum flóttamönnum á næstunni. Erlent 15.2.2007 12:45
Réttarhöld hafin vegna Madrídarárásanna Réttarhöld hófust í Madríd í morgun yfir 29 manns sem ákærðir eru fyrir að hafa staðið fyrir hryðjuverkum í borginni í mars 2004. 191 týndi lífi í árásunum sem gerðar voru á járnbrautarlestar borgarinnar. Erlent 15.2.2007 12:15
Ástandið versnar í Tsjad Svo virðist sem átökin í Darfur-héraði í Súdan séu að breiðast til nágrannalandsins Tsjad og liggur við neyðarástandi í landinu vegna ofbeldis og hungursneyðar. Utanríkisráðherra landsins segir neyðarfund sem halda á í dag með fulltrúum Tsjad, Súdan og Miðafríkulýðveldisins algjörlega gagnslausan. Erlent 15.2.2007 11:54
Írak lokar landamærum Írak hefur lokað landamærum sínum að Íran og Sýrlandi en það er liður í herferð gegn uppresinarmönnum í landinu og ætlað til þess að hamla flæði vopna inn í landið. Landamærin verða lokuð í minnst þrjá sólarhringa. Erlent 15.2.2007 10:07
Lögreglumaður laminn illa Lögreglumaður á leið heim af vakt var sleginn í götuna og barinn sundur og saman af hópi ungmenna í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í nótt. Maðurinn var að hjóla niður Rantzausgade þegar tveir bílar óku fyrir hann, út úr honum stigu nokkur ungmenni og hófu barsmíðarnar. Erlent 15.2.2007 08:32
Abbas frestar ræðu Mahmoud Abbas forseti Palestínu hefur frestað ræðu sem hann ætlaði að halda í dag um nýja þjóðstjórn Palestínumanna sem samið var um í Mekka í síðustu viku. Ástæðan fyrir þessari frestun er sú að enn eiga Hamas og Fatah eftir að koma sér saman um skipan í nokkur lykilembætti. Þrátt fyrir að ræðuhöldunum hafi verið frestað mun Abbas í dag funda með Ismail Haniya forsætisráðherra og Hamas-liða þar sem þær ræða frekari útfærslur á fyrirkomulagi þjóðstjórnarinnar. Erlent 15.2.2007 08:12
Franskur landhelgisbrjótur í færeyskri lögsögu Danska varðskipið Hvítabjörninn sem oft hefur viðkomu í Reykjavíkurhöfn er nú að elta franskt fiskiskip sem er grunað um að hafa verið að ólöglegum veiðum innan færeysku lögsögunnar. Að sögn Færeyska útvarpsins í morgun ætlaði áhöfn varðskipsins að snúa franska skipinu til hafnar í Þórshöfn en þá slökktu skipverjar öll siglingaljós og settu á fulla ferð út úr lögsögunni. Erlent 15.2.2007 07:52
Hryðjuverkaréttarhöld hefjast í Madrid í dag Í dag hefjast réttarhöld yfir 29 mönnum sem eru grunaðir um að hafa staðið að hryðjuverkaárásum á lestar í Madrid í mars 2004. 191 fórst í árásinni. Sjö hinna grunuðu eru ákærðir fyrir morð og fyrir að tilheyra hryðjuverkahópi en flestir hinna fyrir að starfa með hryðjuverkahóp og meðhöndla sprengiefni. Erlent 15.2.2007 07:32
Stórhríð í Bandaríkjunum Stórhríð geysar enn í norðausturríkjum Bandaríkjanna og Kanada. Minnst 12 hafa látist af völdum veðursins, flestir í umferðarslysum á flughálum vegum. Flugfélög aflýstu hundruðum ferða í gær frá New York, Washington, Chicago og fleiri borgum. Veðurfræðingar vestra segja að áfram megi búast við slæmu veðri næstu daga. Erlent 15.2.2007 07:25
Eldur í japönsku hvalveiðiskipi Eldur braust út í gær í flaggskipi japanska hvalveiðiflotans, sem verið hefur á veiðum í Suður-Íshafi. Nýsjálensk yfirvöld hafa áhyggjur af því að olía um borð í skipinu geti valdið umhverfisslysi. Erlent 15.2.2007 07:15