Erlent Gaf forsætisráðherranum fingurinn Lögreglan í Japan handtók í morgun mann eftir að hann sagaði af sér litla fingur og sendi hann í pósti til Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins. Erlent 23.8.2007 07:04 Vara við aukinni hættu á heimsfaraldri Varað er við aukinni hættu á heimsfaraldri í yfirlýsingu sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin sendi frá sér í gær. Stofnunin hvetur ríki heims til meiri samstarfs á sviði heilbrigðismála. Erlent 23.8.2007 07:01 Sakaður um þjóðarmorð Náfrændi Lennarts Meri, hins vinsæla fyrrverandi forseta Eistlands sem nú er látinn, þarf að svara til saka fyrir þátt sinn í að senda landa sína til þrælkunarbúðavistar í Síberíu fyrir nærri 60 árum. Saksóknarar saka hann um aðild að þjóðarmorði. Erlent 23.8.2007 04:45 Lögregla beitti skotvopnum Maður, sem átti að bera út úr leiguíbúð við Noregsgötu á Amager í Kaupmannahöfn í gær, varðist af heift og lagði með hnífi að lögregluþjónum sem brutust inn í íbúðina til að fylgja útburðarúrskurðinum eftir. Erlent 23.8.2007 04:00 Rússar spá í skilaboð Pútín Ekkert lát er á vangaveltum í Rússlandi um ástæður þess að Vladimír Pútín lét birta myndir af sér berum að ofan. Er hann að búa þjóðina undir brotthvarf sitt eða vill hann sitja lengur á forsetastól? Erlent 23.8.2007 03:45 Gerir Musharraf tilboð Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur gert Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tilboð um að deila með honum völdum. Erlent 23.8.2007 03:30 Mótsagnir í málflutningi Steven Jordan, undirofursti í Bandaríkjaher, hefur lent í mótsögnum í málsvörn sinni fyrir bandarískum herdómstól, þar sem fjallað er um hlut hans í misþyrmingum á föngum í hinu illræmda Abu Ghraib-fangelsi í Írak. Erlent 23.8.2007 02:30 Dönskum sjómönnum sleppt Sómalskir sjóræningjar létu í gær lausa áhöfn dansks flutningaskips, sem var rænt er það var á siglingu á alþjóðlegu hafsvæði utan við lögsögu Sómalíu í júní. Erlent 23.8.2007 01:30 Bush segist enn stefna að sigri „Meðan ég er æðsti yfirmaður hersins munum við berjast til sigurs,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti á fundi hjá fyrrverandi hermönnum, sem barist hafa í styrjöldum erlendis. Erlent 23.8.2007 00:15 Verðbólga úr öllum böndum í Zimbabwe Verðbólga í Zimbabwe hefur náð áður óþekktum hæðum og var hún 7,638 prósent í júlí. Þetta er samkvæmt fyrstu opinberu tölum sem stjórnvöld birta í þrjá mánuði. Hagstofa landsins segir verðbólgu hafa tvöfaldast frá því í maí, og er hún hvergi meiri. Erlent 22.8.2007 19:20 Vilja stórar og æsandi geirvörtur Brjóstastækkanir hafa lengi verið gerðar. Raunar eru fáir líkamshlutar eftir sem læknar hafa ekki verið fengnir til þess að krukka í. Til þess að stækka eða fegra. Og nú eru stórar geirvötur að komast í tísku. Lýtalæknirinn Bruce Nadler í New York hefur sérhæft sig í að stækka geirvörtur. Hann segir að konurnar sem í slíkar aðgerðir komi vilji fá "ögrandi" útlit fyrir barm sinn. Erlent 22.8.2007 16:21 T-rex myndi hlaupa uppi fótboltamann Skaðræðis risaeðlan Tyrannosaurus rex mun hafa hlaupið hraðar en knattspyrnumaður á sínum tíma. Þetta kemur fram nýrri rannsókn sem styðst við tölvulíkan. Erlent 22.8.2007 14:36 Umhverfisskaðlegt efni í tveimur tegundum Colgate-tannkrems Komið hefur í ljós að tvær tegundir Colgate-tannkrems hafa að geyma umhverfisskaðlegt efni sem yfirvöld í mörgum evrópskum löndum, þar á meðal Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi, hafa ráðið fólki frá að neyta. Erlent 22.8.2007 14:13 Legg ég svo á og mæli um Þýskur maður skilaði egypska sendiráðinu í Berlín útskurðarmynd af egypskum faraó sem fósturfaðir hans stal meðan hann var í heimsókn í Egyptalandi árið 2004. Maðurinn taldi að bölvun faraós hefði fylgt fósturföðurnum til Þýskalands. Þegar þangað kom þjáðist hann af ógleði, lömun, hitasóttum og krabbameini. Hann lést fyrir skömmu. Erlent 22.8.2007 13:30 Vill selja forsetagallana á netinu Fyrrverandi forseti Lettlands Vaira Vike-Freiberga er að hugsa um að selja forsetafötin sín á netinu til þess að endurheimta eitthvað af þeim peningum sem hún varði til þess að líta forsetalega út meðan hún gegndi embættinu. Í viðtali við lettneska útvarpsstöð sagði hún að hún hefði varið öllum launum sínum í föt til þess að vera landi sínu til sóma við opinberar athafnir. Erlent 22.8.2007 13:15 Slapp lítið slasaður úr flugslysi Tvítugur Kanadamaður vann frækilegt afrek þegar hann bjargaði Íslendingi og kanadískri konu úr flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Kanada á laugardaginn. Faðir Íslendingsins segir hann hafa sloppið vel. Annar Íslendingur fórst í slysinu en hann flaug flugvélinni. Erlent 22.8.2007 12:20 Þingmenn vilja ekki í fíkniefnapróf Þingmenn á serbneska þinginu deila nú hart um tillögu þessa efnis að þingmönnum verði framvegis gert skylt að fara í fíkniefnapróf. Stjórnarandstaðan segir tillöguna vera móðgandi. Erlent 22.8.2007 12:00 Lögreglan í Kaupmannhöfn ræðst gegn fíkniefnasölum í Kristjaníu Fjölmenn liðsveit frá lögreglunni í Kaupmannahöfn kom sér fyrir á götum Kristjaníu í morgun. Aðgerðir lögreglu beinast fyrst og fremst að sölu ólöglegra fíkniefna á svæðinu. Erlent 22.8.2007 11:19 Hörð átök milli stúdenta og lögreglu í Bangladesh Einn maður lét lífið og yfir þrjú hundruð særðust í átökum sem brutust út milli lögreglu og stúdenta í borginni Dhaka í Bangladesh í morgun. Mótmælin hófust á mánudaginn þegar hermenn réðust á stúdenta sem voru að mótmæla veru þeirra á háskólalóðinni. Erlent 22.8.2007 10:47 Konur hafa bleik gen Ný rannsókn hefur leitt í ljós að ást á bleika litnum er í genum kvenna. Anya Hurlbert sem er prófessor við háskólann í Newcastle telur að það megi rekja til aftur til steinaldar þegar mannskepnan lifði á veiðum og tínslu. Karlmennirnir veiddu dýr en konurnar tíndu ávexti og annan jarðargróður í matinn. Erlent 22.8.2007 10:30 Kona deyr af völdum fuglaflensu í Indónesíu Heilbrigðisyfirvöld í Indónesíu hafa staðfest að kona sem lést á spítala á eyjunni Bali í gærmorgun hafi látist af völdum H5N1 veirunnar sem veldur fuglaflensu. Konan, sem verslaði með fuglakjöt, var aðeins 28 ára gömul. Erlent 22.8.2007 10:08 Þrír menn særast í átökum í Kaupmannahöfn Þrír menn særðust þegar til átaka kom á Norgesgade í Amager í Kaupmannahöfn í morgun. Átökin brutust út eftir að maður neitaði að yfirgefa íbúð á svæðinu. Erlent 22.8.2007 09:33 Um 20 láta lífið í sjálfsmorðsárás í Írak Að minnsta kosti 20 létu lífið og 40 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Írak í morgun. Árásarmaðurinn ók tankbíl hlöðnum eldsneyti beint á lögreglustöð. Erlent 22.8.2007 08:54 Fjórtán bandarískir hermenn láta lífið í þyrluslysi Fjórtán bandarískir hermenn létu lífð þegar herþyrla hrapaði í norðurhluta Íraks í morgun. Þetta er eitt mannskæðasta flugslys hjá bandaríska hernum frá því innrásin í Írak hófst fyrir fjórum árum. Erlent 22.8.2007 08:31 Fellibylurinn Dean ógnar Mexíkó á ný Allir starfsmenn á olíuborpöllum á Mexíkóflóa hafa verið fluttir í burtu og lokað fyrir olíuvinnslu vegna komu fellibylsins Dean. Bylurinn gengur yfir Mexíkóflóa í dag og nær aftur ströndum Mexíkó um klukkan fjögur að íslenskum tíma síðdegis í dag. Erlent 22.8.2007 08:09 Bandaríska leyniþjónustan gagnrýnd í nýbirtri skýrslu Starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, eru gagnrýndir harðlega í nýbirtri skýrslu fyrir að taka ekki nægjanlegt mark á hryðjuverkaógnum al-kaída fyrir árásirnar á tvíburaturnana í september árið 2001. Leyniþjónustan brást ekki við upplýsingum rúmu ári fyrir árásirnar um að tveir þekktir hryðjuverkamenn væru á leið til Bandaríkjanna. Erlent 22.8.2007 08:05 Ólíklegt að 180 námuverkamönnum verði bjargað Björgunarmenn við kolanámu í Shandong-héraði í Austur-Kína eru úrkular vonar um að hægt verði að bjarga um 180 námuverkamönnum sem þar eru innlyksa. Erlent 22.8.2007 08:01 Klám-Barbie ekki vel liðin af Mattel Leikfangarisinn Mattel ákvað í dag að lögsækja fyrirtækið Global China Networks fyrir að nota “Barbie” vörumerkið í dónalegum tilgangi. Nafn þessarar frægu dúkku er nefnilega áberandi á klámsíðunni www.chinabarbie.com, sem er í eigu fyrirtækisins. Erlent 21.8.2007 23:06 Dregur úr styrk Deans Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. Erlent 21.8.2007 19:00 Gæti verið elsta þekkta fótsporið Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið mennskt fótspor sem gæti verið það elsta sem fundist hefur. Sporið fannst á steini í Siwa eyðimerkurvininni í vestari eyðimörk landsins. Það hefur verið stigið í leðju sem síðan hefur orðið að steini. Erlent 21.8.2007 17:20 « ‹ ›
Gaf forsætisráðherranum fingurinn Lögreglan í Japan handtók í morgun mann eftir að hann sagaði af sér litla fingur og sendi hann í pósti til Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins. Erlent 23.8.2007 07:04
Vara við aukinni hættu á heimsfaraldri Varað er við aukinni hættu á heimsfaraldri í yfirlýsingu sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin sendi frá sér í gær. Stofnunin hvetur ríki heims til meiri samstarfs á sviði heilbrigðismála. Erlent 23.8.2007 07:01
Sakaður um þjóðarmorð Náfrændi Lennarts Meri, hins vinsæla fyrrverandi forseta Eistlands sem nú er látinn, þarf að svara til saka fyrir þátt sinn í að senda landa sína til þrælkunarbúðavistar í Síberíu fyrir nærri 60 árum. Saksóknarar saka hann um aðild að þjóðarmorði. Erlent 23.8.2007 04:45
Lögregla beitti skotvopnum Maður, sem átti að bera út úr leiguíbúð við Noregsgötu á Amager í Kaupmannahöfn í gær, varðist af heift og lagði með hnífi að lögregluþjónum sem brutust inn í íbúðina til að fylgja útburðarúrskurðinum eftir. Erlent 23.8.2007 04:00
Rússar spá í skilaboð Pútín Ekkert lát er á vangaveltum í Rússlandi um ástæður þess að Vladimír Pútín lét birta myndir af sér berum að ofan. Er hann að búa þjóðina undir brotthvarf sitt eða vill hann sitja lengur á forsetastól? Erlent 23.8.2007 03:45
Gerir Musharraf tilboð Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur gert Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tilboð um að deila með honum völdum. Erlent 23.8.2007 03:30
Mótsagnir í málflutningi Steven Jordan, undirofursti í Bandaríkjaher, hefur lent í mótsögnum í málsvörn sinni fyrir bandarískum herdómstól, þar sem fjallað er um hlut hans í misþyrmingum á föngum í hinu illræmda Abu Ghraib-fangelsi í Írak. Erlent 23.8.2007 02:30
Dönskum sjómönnum sleppt Sómalskir sjóræningjar létu í gær lausa áhöfn dansks flutningaskips, sem var rænt er það var á siglingu á alþjóðlegu hafsvæði utan við lögsögu Sómalíu í júní. Erlent 23.8.2007 01:30
Bush segist enn stefna að sigri „Meðan ég er æðsti yfirmaður hersins munum við berjast til sigurs,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti á fundi hjá fyrrverandi hermönnum, sem barist hafa í styrjöldum erlendis. Erlent 23.8.2007 00:15
Verðbólga úr öllum böndum í Zimbabwe Verðbólga í Zimbabwe hefur náð áður óþekktum hæðum og var hún 7,638 prósent í júlí. Þetta er samkvæmt fyrstu opinberu tölum sem stjórnvöld birta í þrjá mánuði. Hagstofa landsins segir verðbólgu hafa tvöfaldast frá því í maí, og er hún hvergi meiri. Erlent 22.8.2007 19:20
Vilja stórar og æsandi geirvörtur Brjóstastækkanir hafa lengi verið gerðar. Raunar eru fáir líkamshlutar eftir sem læknar hafa ekki verið fengnir til þess að krukka í. Til þess að stækka eða fegra. Og nú eru stórar geirvötur að komast í tísku. Lýtalæknirinn Bruce Nadler í New York hefur sérhæft sig í að stækka geirvörtur. Hann segir að konurnar sem í slíkar aðgerðir komi vilji fá "ögrandi" útlit fyrir barm sinn. Erlent 22.8.2007 16:21
T-rex myndi hlaupa uppi fótboltamann Skaðræðis risaeðlan Tyrannosaurus rex mun hafa hlaupið hraðar en knattspyrnumaður á sínum tíma. Þetta kemur fram nýrri rannsókn sem styðst við tölvulíkan. Erlent 22.8.2007 14:36
Umhverfisskaðlegt efni í tveimur tegundum Colgate-tannkrems Komið hefur í ljós að tvær tegundir Colgate-tannkrems hafa að geyma umhverfisskaðlegt efni sem yfirvöld í mörgum evrópskum löndum, þar á meðal Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi, hafa ráðið fólki frá að neyta. Erlent 22.8.2007 14:13
Legg ég svo á og mæli um Þýskur maður skilaði egypska sendiráðinu í Berlín útskurðarmynd af egypskum faraó sem fósturfaðir hans stal meðan hann var í heimsókn í Egyptalandi árið 2004. Maðurinn taldi að bölvun faraós hefði fylgt fósturföðurnum til Þýskalands. Þegar þangað kom þjáðist hann af ógleði, lömun, hitasóttum og krabbameini. Hann lést fyrir skömmu. Erlent 22.8.2007 13:30
Vill selja forsetagallana á netinu Fyrrverandi forseti Lettlands Vaira Vike-Freiberga er að hugsa um að selja forsetafötin sín á netinu til þess að endurheimta eitthvað af þeim peningum sem hún varði til þess að líta forsetalega út meðan hún gegndi embættinu. Í viðtali við lettneska útvarpsstöð sagði hún að hún hefði varið öllum launum sínum í föt til þess að vera landi sínu til sóma við opinberar athafnir. Erlent 22.8.2007 13:15
Slapp lítið slasaður úr flugslysi Tvítugur Kanadamaður vann frækilegt afrek þegar hann bjargaði Íslendingi og kanadískri konu úr flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Kanada á laugardaginn. Faðir Íslendingsins segir hann hafa sloppið vel. Annar Íslendingur fórst í slysinu en hann flaug flugvélinni. Erlent 22.8.2007 12:20
Þingmenn vilja ekki í fíkniefnapróf Þingmenn á serbneska þinginu deila nú hart um tillögu þessa efnis að þingmönnum verði framvegis gert skylt að fara í fíkniefnapróf. Stjórnarandstaðan segir tillöguna vera móðgandi. Erlent 22.8.2007 12:00
Lögreglan í Kaupmannhöfn ræðst gegn fíkniefnasölum í Kristjaníu Fjölmenn liðsveit frá lögreglunni í Kaupmannahöfn kom sér fyrir á götum Kristjaníu í morgun. Aðgerðir lögreglu beinast fyrst og fremst að sölu ólöglegra fíkniefna á svæðinu. Erlent 22.8.2007 11:19
Hörð átök milli stúdenta og lögreglu í Bangladesh Einn maður lét lífið og yfir þrjú hundruð særðust í átökum sem brutust út milli lögreglu og stúdenta í borginni Dhaka í Bangladesh í morgun. Mótmælin hófust á mánudaginn þegar hermenn réðust á stúdenta sem voru að mótmæla veru þeirra á háskólalóðinni. Erlent 22.8.2007 10:47
Konur hafa bleik gen Ný rannsókn hefur leitt í ljós að ást á bleika litnum er í genum kvenna. Anya Hurlbert sem er prófessor við háskólann í Newcastle telur að það megi rekja til aftur til steinaldar þegar mannskepnan lifði á veiðum og tínslu. Karlmennirnir veiddu dýr en konurnar tíndu ávexti og annan jarðargróður í matinn. Erlent 22.8.2007 10:30
Kona deyr af völdum fuglaflensu í Indónesíu Heilbrigðisyfirvöld í Indónesíu hafa staðfest að kona sem lést á spítala á eyjunni Bali í gærmorgun hafi látist af völdum H5N1 veirunnar sem veldur fuglaflensu. Konan, sem verslaði með fuglakjöt, var aðeins 28 ára gömul. Erlent 22.8.2007 10:08
Þrír menn særast í átökum í Kaupmannahöfn Þrír menn særðust þegar til átaka kom á Norgesgade í Amager í Kaupmannahöfn í morgun. Átökin brutust út eftir að maður neitaði að yfirgefa íbúð á svæðinu. Erlent 22.8.2007 09:33
Um 20 láta lífið í sjálfsmorðsárás í Írak Að minnsta kosti 20 létu lífið og 40 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Írak í morgun. Árásarmaðurinn ók tankbíl hlöðnum eldsneyti beint á lögreglustöð. Erlent 22.8.2007 08:54
Fjórtán bandarískir hermenn láta lífið í þyrluslysi Fjórtán bandarískir hermenn létu lífð þegar herþyrla hrapaði í norðurhluta Íraks í morgun. Þetta er eitt mannskæðasta flugslys hjá bandaríska hernum frá því innrásin í Írak hófst fyrir fjórum árum. Erlent 22.8.2007 08:31
Fellibylurinn Dean ógnar Mexíkó á ný Allir starfsmenn á olíuborpöllum á Mexíkóflóa hafa verið fluttir í burtu og lokað fyrir olíuvinnslu vegna komu fellibylsins Dean. Bylurinn gengur yfir Mexíkóflóa í dag og nær aftur ströndum Mexíkó um klukkan fjögur að íslenskum tíma síðdegis í dag. Erlent 22.8.2007 08:09
Bandaríska leyniþjónustan gagnrýnd í nýbirtri skýrslu Starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, eru gagnrýndir harðlega í nýbirtri skýrslu fyrir að taka ekki nægjanlegt mark á hryðjuverkaógnum al-kaída fyrir árásirnar á tvíburaturnana í september árið 2001. Leyniþjónustan brást ekki við upplýsingum rúmu ári fyrir árásirnar um að tveir þekktir hryðjuverkamenn væru á leið til Bandaríkjanna. Erlent 22.8.2007 08:05
Ólíklegt að 180 námuverkamönnum verði bjargað Björgunarmenn við kolanámu í Shandong-héraði í Austur-Kína eru úrkular vonar um að hægt verði að bjarga um 180 námuverkamönnum sem þar eru innlyksa. Erlent 22.8.2007 08:01
Klám-Barbie ekki vel liðin af Mattel Leikfangarisinn Mattel ákvað í dag að lögsækja fyrirtækið Global China Networks fyrir að nota “Barbie” vörumerkið í dónalegum tilgangi. Nafn þessarar frægu dúkku er nefnilega áberandi á klámsíðunni www.chinabarbie.com, sem er í eigu fyrirtækisins. Erlent 21.8.2007 23:06
Dregur úr styrk Deans Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. Erlent 21.8.2007 19:00
Gæti verið elsta þekkta fótsporið Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið mennskt fótspor sem gæti verið það elsta sem fundist hefur. Sporið fannst á steini í Siwa eyðimerkurvininni í vestari eyðimörk landsins. Það hefur verið stigið í leðju sem síðan hefur orðið að steini. Erlent 21.8.2007 17:20