Erlent

Mútumál tengt Norsk Hydro

Stjórnendur orkufyrirtækisins Norsk Hydro eru grunaðir um að hafa borgað jafnvirði ríflega 400 milljóna íslenskra króna í mútur vegna verkefna í Líbíu.

Erlent

Fjórar reknar úr fegurðarsamkeppni vegna nektarmynda

Hvert hneykslið á fætur öðru angrar nú aðstandendur keppninnar "Ungfrú Noregur". Alls hafa fjórar stúlkur nú verið reknar úr keppninni sökum þess að nektarmyndir hafa birst af þeim. Sú síðasta sem rekin var í þessari viku birtist á Evu-klæðunum í Vi Menn fyrr á árinu og það tvisvar sinnum með skömmu millibili.

Erlent

Bonnie og Clyde boðin gifting

Lögreglustjóri í smábæ í Michigan hefur beðið flóttapar sem rændi banka bæjarins nýlega að gefa sig fram. Lögreglustjórinn sem líkir parinu við Bonnie og Clyde segir að hann muni sjálfur gefa þau saman í hjónaband í fangelsi bæjarins ef þau gefi sig fram en ránsfenginn notaði parið m.a. til að kaupa giftingarhringa.

Erlent

Þingmenn í flokki Bhutto ætla að segja af sér

Þingmenn í flokki Benazir Bhuttto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, ætla að segja af sér þingmennsku áður en þingmenn kjósa nýjan forseta landsins. Pervez Musharaf forseti sækist eftir endurkjöri en til þess að af því megi verða þarf hann stuðning þingsins.

Erlent

Ný risaeðla með 800 tennur

Vísindamenn hafa kynnt til sögunnar nýjan dínósaur, eða risaeðlu, sem fannst í Utah í Bandaríkjunum. Um er að ræða svokallaða "andarnefju" en þessi hafði um 800 tennur í kjálkunum og var grasbítur. Risaeðlunni hefur verið gefið nafnið Gryposaurus.

Erlent

Thaílensk chili-sósa skapar ótta um eiturefnaárás

Krydduð chili-sósa á thaílensku veitingahúsi í London skapaði ótta nærstaddra um að eiturefnaárás væri í gangi og leiddi til þess að lögreglan lokaði og rýmdi göturnar sem veitingahús stendur við. Samkvæmt frétt í The Times voru þrjár götur rýmdar og íbúar þeirra fluttir á brott eftir að dularfull lykt og reykur hékk yfir svæðinu í þrjá tíma.

Erlent

Olmert og Abbas funda í Jerúsalem

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, funda í Jerúsalem í dag. Leiðtogarnir munu meðal annars ræða fyrirhugaða ráðstefnu ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs um málefni Palestínu sem halda á í næsta mánuði.

Erlent

Jóakim prins aftur í hnapphelduna

Jóakim Danaprins hyggst ganga í það heilaga á ný og verður brúðkaup hans og hinnar frönsku Marie Cavallier í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku hirðinni.

Erlent

Árangursrík barátta gegn eiturlyfjum

John Walters, yfirmaður Bandaríska lyfjaeftirlitsins, segir að barátta gegn fíkniefnainnflutningi í Bandaríkjunum skili nú meiri árangri en hún hefur gert undanfarin 20 ár.

Erlent

Nýr stjórnarsáttmáli Evrópusambandsins

Lögspekingar frá tuttugu og sjö ríkjum Evrópusambandsins hafa samið drög að nýjum stjórnarsáttmála sambandsins. Sáttmálanum er ætlað að koma í stað þeirrar sem franskir og þýskir kjósendur höfnuðu fyrir tveimur árum.

Erlent

"Ekki feig í dag"

Eldri hjón í Ástralíu þykjast heppin að hafa komist lifandi af úr ótrúlegu slysi á umferðarbrú í Queensland. Bíllinn sem þau Brian og Roslyn Fields voru í hangir niður af umferðarbrúnni en hjólhýsið þeirra heldur honum uppi.

Erlent

Hu vill samvinnu um hita

Forseti Kína lýsti yfir eindregnum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag á fundi í Sjanghæ með forseta Íslands.

Erlent

Hóta að hætta að flytja gas til Úkraníu

Rússneska gasfyrirtækið Gazprom ætlar að hætta gasflutningum til Úkraníu nema yfirvöld þar í landi greiði fyrirtækinu skuld upp á tæpa 81 milljarð króna. Hætta er á að gasflutningar til Vestur-Evrópu raskist verulega komi til stöðvunar af hálfu Gazprom.

Erlent

Sjö láta lífið í eldsvoða í Rússlandi

Að minnsta kosti sjö létu lífið og 35 særðust þegar eldur kviknaði í stjórnarbyggingu suðaustur af Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Eldurinn kom upp á fjórðu hæð byggingarinnar.

Erlent

Segir að ræningjar Madeleine hafi gefið henni svefnlyf

Líklegt er að ræningjar Madeleine McCann hafi gefið henni svefnlyf eða róandi lyf þegar þeir rændu henni að mati ömmu Madeleine. Að sögn ömmunnar hefði Madeleine að öðrum kosti látið í sér heyra þegar henni var rænt af hótelherberginu.

Erlent

Fallið frá málsókn á hendur Benazir Bhutto

Yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að fella niður málsókn á hendur Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, vegna meintrar spillingar. Bhutto hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í London allt frá því að dómstóll í Pakistan dæmdi hana og eiginmann hennar í fangelsi árið 1999.

Erlent

Danska konungsfjölskyldan krefst Saddam-orðu

Dönsk riddarakrossorða sem var áður í eigu Saddam Hussein einræðisherra Íraks hefur valdið uppnámi innan dönsku konungsfjölskyldunnar. Orðan sem sett hefur verið á uppboð á fyrrum eigum Saddams var aldrei veitt einræðisherranum og því hefur konungsfjölsskyldan ályktað að einræðisherrann hafi útvegað sér hana með óheiðarlegum hætti.

Erlent

Skaut systur sína fyrir slysni

Breskur táningur játaði fyrir dómi í Manchester í morgun að hafa fyrir slysni skotið 12 ára gamla systur sína í höfuðið. Kasha Peniston, sem er 17 ára gamall, var upphaflega ákærður fyrir morð en ákærunni var síðar breytt í manndráp af gáleysi.

Erlent

Ísraelsmenn sleppa 29 Palestínumönnum úr fangelsi

Ísraelsmenn slepptu í morgun 29 palestínskum föngum úr fangelsi í því skyni að styrkja stöðu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Til átaka kom á landamærastöð þegar ísraelskur hermaður skaut að hópi manna sem hafði safnast saman til að fagna lausn fanganna.

Erlent

Ást og átök á þýsku elliheimili

Til átaka kom á elliheimili í Þýskalandi milli tveggja manna eftir að annar þeirra byrjaði með fyrrverandi kærustu hins. Kærastan, sem er brasilísk hjúkrunarkona, er á fertugsaldri en mennirnir tveir á sjötugs- og áttræðisaldri.

Erlent

Alræmdur mafíósi handtekinn á Sikiley

Ítalska lögreglan handtók í morgun hin alræmda mafíósa Enrico Scalavino en hann er ásakaður um að hafa beitt hótunum til að kúga fé út úr fyrirtækjum í borginni Palermo á Sikiley.

Erlent

Bretar handteknir fyrir að spila bingó

Sjö breskir ferðamenn voru nýlega handteknir í Tyrklandi fyrir að spila bingó. Vopnaðir lögreglumenn umkringdu Bretana þar sem þeir sátu á bar í bænum Altinkum og gerðu bingó-spjöld þeirra upptæk. Að sögn Daily Mirror var hópurinn yfirheyrður í fjóra tíma og síðan fékk hver um sig rúmlega 6.000 kr. sekt.

Erlent

Nýr yfirmaður pakistanska hersins

Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Pakistan, Ashfaq Pervez Kiani, mun taka við yfirstjórn pakistanska hersins verði Pervez Musharraf endurkjörinn forseti. Forsetakosningar verða haldnar í Pakistan á laugardaginn.

Erlent

Breskum hermönnum í Írak fækkað um 1000

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur ákveðið að fækka hermönnum í Basra héraði í Írak um 1000 fyrir árslok. Einnig ætlar hann að færa stjórn á öryggisstarfsemi í héraðinu yfir til Íraka á næstu tveimur mánuðum. Brown tilkynnti þetta á fundi með embættismönnum í Írak fyrir stundu. Forsætisráðherran kom til Bagdad í morgun. Við komu sína fagnaði hann hugrekki og fagmennsku breskra hermanna sem dvalið hafa í Írak.

Erlent

Dauði Mussolini til Alþjóðadómstólsins

Eitt af barnabörnum Benito Mussolini krefst þess að kringumstæðurnar í kringum dauða einræðisherrans verði teknar til meðferðar fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Þetta kemur í kjölfar þess að dómari í bænum Como hafnaði sömu beiðni frá barnabarninu Guido.

Erlent

Yfir 100 dýrum stolið úr dýraverslun í Danmörku

Þjófar létu greipar sópa í dýraverslun í Kollund í Danmörku í nótt eftir því sem segir á vef TV2. Munu þeir hafa stolið yfir hundrað dýrum, þar á meðal slöngum, skjaldbökum, afrískum villiköttum og einum þvottabirni eftir því sem eigandinn segir.

Erlent