Erlent

Hefur hryggbrotið meira en 150 menn

Serbnesk kona hefur hryggbrotið meira en 150 menn, af því að hún hefur ekki enn fundið draumaprinsinn. Milunka Dabovic er 38 ára. Hún býr hjá móður sinni í bænum Maskova í miðhluta Serbíu. Milunka fékk fyrsta bónorðið þegar hún var 14 ára gömul og síðan þá hafa þau streymt til hennar.

Erlent

Aðgerðin vel heppnuð

Læknar á Indlandi hafa framkvæmd umfangsmikla aðgerð á tveggja ára stúlku sem fæddist með fjórar hendur og jafn marga fætur. Afgangslimir voru fjarlægðir. Aðgerðin mun hafa gengið vonum framar.

Erlent

Mótmæli ef neyðarlög ekki afnumin

Stjórnarandstæðingar í Pakistan köstuðu í morgun niður stríðshanskanum og skoruð á Musharraf forseta landsins að afnema neyðarlög sem hann setti um síðustu helgi. Umfangsmikil mótmæli verða boðuð á næsta þriðjudag gangi hann ekki að kröfunni.

Erlent

Þjóðarsorg í Afganistan

3 daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Afganistan eftir að 41 hið minnsta týndi lífi í sjálfsvígssprengjuárás norður af höfuðborginni Kabúl í gær. Árásin eru sú mannskæðasta í landinu síðan fjölþjóðlegt herlið - undir forystu Bandaríkjamanna - gerði innrás 2001 og steypti stjórn Talíbana. Þeir segjast ekki bera ábyrgð á ódæðinu.

Erlent

Mótmælt í Georgíu

Óeirðalögreglumenn notuðu táragas, vatnsþrýstidælur og kylfur til að dreifa mótmælendum í Tíblisi, höfuðborg Georgíu í morgun. Mótmælt var þar í morgun - sjötta daginn í röð. Afsagnar Mikhaíls Saakashvilis forseta, er krafist vegna ásakan um spillingu og einræðistilburði.

Erlent

Danir tóku þátt í tilraunum nasista í Buchenwald

Samstarf Dana við Þjóðverja á tímum nasista og seinni heimstryjaldarinnar var umtalsvert meira en Danir hafa hingað til viljað viðurkenna. Ný bók afhjúpar meðal annars þátttöku Dana í lyfjatilraunum á sígaunum í Buchenwald útrýmingarbúðunum.

Erlent

Ný pláneta fundin sem líkist jörðinni

Stjörnmufræðingar hafa uppgvötvað nýja plánetu sem er í aðeins fjörutíu og eins ljósárs fjarlægð frá jörðunni. Það sem athygli vekur er að sólkerfið sem plánetan tilheyrir, líkist mjög okkar sólkerfi.

Erlent

Mamma morðingi

Bandarísk kona sem sagði að bílþjófur hefði myrt sjö ára gamlan son sinn hefur sjálf verið handtekin fyrir verknaðinn.

Erlent

Flokkur Khaders gæti skipt sköpum í Danmörku

Einn umtalaðasti stjórnmálamaður Danmerkur hefur verið í fylgd lífvarða á vegum dönsku leyniþjónustunnar í tvö ár, eftir aðkomu sína að Múhameðsdeilunni. Í dag er hann formaður nýs stjórnmálaflokks sem gæti skipt sköpum í þingkosningunum þrettánda nóvember næstkomandi. Sighvatur Jónsson hitti Naser Khader í Danmörku.

Erlent

Herforingja hunsa Sameinuðu þjóðirnar

Herforingjastjórnin í Burma hefur hafnað beiðni sérlegs sendiherra Sameinuðu þjóðanna um þríhliða viðræður við Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu.

Erlent

Kenýska lögreglan ásökuð um fjöldamorð

Kenýska lögreglan hefur verið ásökuð um tengingu við morð sem líktust aftökum á næstum 500 manns í Nairobi á síðustu fimm mánuðum. Þarlend mannréttindasamtök settu ásökunina fram eftir rannsókn á hvarfi hundruð manna úr Mungiki klíkunni.

Erlent

Sprengja grandar meira en 90 í Afghanistan

Meira en 90 manns eru látnir eða slasaðir eftir sjálfsmorðssprengingu í norðurhluta Afghanistan í dag. Að minnsta kosti fimm meðlimir afghanska þingsins létust í tilræðinu sem varð í bænum Baghlan. Fleiri þingmenn munu hafa slasast.

Erlent

Mega skoða berar stelpur

Kristnir þrýstihópar í Bandaríkjunum eru æfir yfir því að varnarmálaráðuneytið hefur ákveðið að leyfa að tímarit eins og Playboy og Penthouse verði seld í herstöðvum sínum.

Erlent