Erlent

Flóðbylgjuviðvörun á Hawaii

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á Hawaii eyjum eftir að jarðskjálfti sem mældist 7.3 á Richter varð á hafsbotni um 2000 kílómetra VSV af Anchorage í Alaska.

Erlent

Frækileg þyrlubjörgun

Þyrla frá norska flotanum bjargaði í gær 12 sjómönnum af rússnesku flutningaskipi sem hafði rekið upp í fjörugrjótið rétt fyrir utan Murmansk.

Erlent

Herforingjar í Argentínu dæmdir

Dómstóll í Argentínu hefur dæmt átta fyrrverandi yfirmenn hersins í 20 til 25 ára fangelsi fyrir aðkomu sína að skítuga stríðinu svokallaða, sem geisaði í landinu á árunum 1976 - 1983 þegar herforingjar voru við völd.

Erlent

Brasílískur jólasveinn í kúlnahríð

Bófaflokkur í fátækrahverfi í Ríó de Janeiró í Brasílíu hóf í gær skothríð úr vélbyssum á þyrlu sem sveimaði yfir hverfinu þar sem þeir ráða lögum og lofum. Þetta þykir varla fréttnæmt í borginni en það sem ribbaldarnir vissu ekki var að um borð í þyrlunni var sjálfur jólasveinninn sem var á leið með pakka til fátækra barna í öðru fátæktarhverfi.

Erlent

Spennan magnast fyrir forkosningarnar

Hálfur mánuður er í forkosningar í Bndaríkjunum þar sem menn berjast um að fá umboð síns flokks til að bjóða fram í forsetakosningum í nóvember á næsta ári. Það er Iowa ríki sem ríður á vaðið og nýjustu kannanir á meðal þeirra sem líklegir eru til að kjósa demókrata sýna að þau Hillary Clinton og Barack Obama mælast nánast jöfn.

Erlent

Rúmlega fimmtíu fórust í lestarslysi í Pakistan

Fleiri en fimmtíu fórust í suðurhluta Pakistans í gærkvöldi þegar járnbrautarlest með tólf vagna í eftirdragi fór út af teinunum. Hraðlestin var troðfull af farþegum sem voru á heimleið frá íslamskri hátíð sem haldin var í Lahore.

Erlent

Zuma sigraði Mbeki í Suður-Afríku

Jacob Zuma varð í dag leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, stærsta stjórnmálaflokks Suður-Afríku. Zuma sigraði forseta landsins og sitjandi leiðtoga, Thabo Mbeki. Eftir sigurinn í dag er talið næsta víst að Zuma verði forseti landins þegar kjörtímabili Mbeki lýkur árið 2009.

Erlent

Danir féllu fyrir hendi breskra hermanna

Danska varnarmálaráðuneytið birti í dag niðurstöður rannsóknar á tildrögum þess að tveir danskir hermenn létu lífið við skyldustörf í Helmand héraði í Afgansistan þann 26.september síðastliðinn.

Erlent

Neitaði að hitta Condi Rice

Forseti kúrdahéraðanna í Norður-Írak neitaði í dag að hitta Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag.

Erlent

Þrettán felldir á Gaza ströndinni

Ísraelar felldu 13 palestinska vígamenn í loftárásum á Gaza ströndina í dag. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur í marga mánði í átökum þessara aðila.

Erlent

Hjón í skotbardaga

Eiginkonan lá dauð eftir þegar hjón í New Hampshire í Bandaríkjunum lentu í skotbardaga eftir hávært rifrildi.

Erlent

Litla stúlkan með hnífinn

Tíu ára telpa var handtekin í Flórída í Bandaríkjunum fyrir að taka með sér hníf í skólann til þess að skera nestið sitt.

Erlent

Réðust inn í Kúrdahéruð

Um 300 tyrkneskir hermenn réðust inn í Kúrdahéruð í Norður-Írak snemma í morgun. Til átaka kom milli þeirra og skæruliða Kúrda. Ekki er vitað um mannfall. Þetta mun vera fyrsta áhlaup Tyrkja yfir landamærin frá því tyrkenska þingið veitti fyrr í vetur heimild til hernaðaraðgerða gegn skæruliðum.

Erlent

Sveinki hafnar bumbunni

Heilsuverndarsinnaður jólasveinn neitar að vera með púða á maganum þar sem hann telur að það ýti undir offitu barna. Bill Winton segir að börn líti á jólasveininn sem feitan og alist upp við að það sé í lagi að vera of þungur. Hinn áttræði Winton er Skoti segist hafa tekið ákvörðun þegar hann fór að taka eftir að börn sem settust á læri hans þyngdust ár frá ári.

Erlent

Barnungar brúðir

Ljósmynd af ellefu ára gamalli afganskri telpu sem var gefin fertugum karli vann fyrstu verðlaun í ljósmyndakeppni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Erlent

Jólabjórsþurrð í Danmörku

Það er útlit fyrir að margir Danir verði að væta kverkarnar um jólin með öðru en jólabjór því hann er að verða uppseldur í landinu.

Erlent

Risarottur uppgötvaðar í Indónesíu

Það er ekki á hverjum degi sem ný spendýr eru uppgötvuð en vísindamenn í frumskógi í Indónesíu hafa fundið nýja tegund rottu sem er risastór og nýja tegund pokarottu sem er agnarsmá.

Erlent

Þrælahaldarar á Manhattan sakfelldir

Hjón búsett á Manhattan í New York voru í gær sakfelld fyrir þrælahald en þau voru ákærð fyrir að fara með tvær Indónesískar vinnukonur eins og þræla. Réttarhöldin hafa vakið mikla athygli í borginni og þegar dómarinn kvað upp úrskurðinn í gær leið yfir eiginkonuna.

Erlent

Fangar flúðu í skjóli föngulegra kvenna

Tveir fangar í New Jersey í Bandaríkjunum flúðu úr fangelsi á laugardag og eru enn ófundnir. Flóttinn líktist helst atriði í bíómynd en þeir grófu gat á vegg fangaklefans og földu gatið með því að festa myndir af föngulegum konum yfir það á daginn svo verðina grunaði ekki neitt.

Erlent