Erlent Þjálfa hrægamm til þess að leita að líkum Hrægammurinn Sherlock hefur gengið til liðs við þýsku lögregluna. Að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins mun hann vera betri en nokkur hundur eða lögreglumaður í að finna lík á stórum opnum svæðum. Erlent 4.6.2011 13:02 Staðfesta að árásarþyrlur hafi verið notaðar í Líbíu NATÓ hefur staðfest að árásarþyrlur hafi verið notaðar í fyrsta sinn í aðgerðum sambandsins í Líbíu. Erlent 4.6.2011 10:18 Ratko Mladic neitar að svara ákærunum „Ég er Ratko Mladic og allur heimurinn veit hver ég er,“ sagði fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba og vildi engu svara ákærum, sem hann sagði viðbjóðslegar. Erlent 4.6.2011 04:30 Forsetinn og helstu ráðamenn illa særðir Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, særðist þegar hópur uppreisnarmanna skaut flugskeytum á forsetahöllina í Sanaa í gær. Að minnsta kosti sex verðir létu lífið og sjö háttsettir embættismenn særðust einnig, þar á meðal forsætisráðherra, varaforsætisráðherra, þingforseti landsins og ríkisstjórinn í Sanaa. Erlent 4.6.2011 04:00 Grænmetisóttinn heltekur Evrópu Víða í Evrópu hafa skólar tekið allt grænmeti af matseðli mötuneyta sinna. Gúrkur hrúgast upp óseldar í verslunum og bændur segjast verða fyrir fjárhagslegu stórtjóni. Erlent 4.6.2011 01:30 Alþjóðlegi kleinuhringjadagurinn haldinn hátíðlegur í dag Nú er Bandaríska þjóðin önnum kafin við að fagna kleinuhringadeginum, sem er haldinn hátíðlegur fyrsta föstudaginn í júní ár hvert. Erlent 3.6.2011 23:00 Leikrit byggt á ævi Julian Assange í Sydney, Ástralíu, hófust í vikunni æfingar á nýju leikriti sem byggt er á ævi Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Erlent 3.6.2011 22:00 Tíu daga fangelsi fyrir að nota klósettið hans Mugabe Lögreglumaður í Zimbabve hefur verið dæmdur í tíu daga fangelsi fyrir að nota klósett sem hafði verið frátekið fyrir forseta landsins, Róbert Mugabe. Lögreglumaðurinn var staddur á stórri viðskiptasýningu í landinu þegar hann þurfti mjög nauðsynlega að tefla við páfann. Erlent 3.6.2011 21:15 John Edwards ákærður Fyrrum öldungadeildarþingmaðurinn og varaforsetaefnið John Edwards var í dag ákærður fyrir samsæri og brot á lögum um fjárframlög til kosninga auk fjögurra ákæruliða til viðbótar. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist og greiðslu sektar sem gæti numið allt að 1,5 milljón bandaríkjadala. Erlent 3.6.2011 21:00 Telur breska kvótakerfið hafa brugðist Í Bretlandi er líkt og hér á landi hávær umræða um kvótakerfið. sjávarútvegsráðherra Breta segir kerfið hafa brugðist. Óþolandi sé að einstaklingar eða félög sem ekki komi nálægt sjávarútvegi fái kvóta sem þeir geti selt einsog hverja aðra vöru. Erlent 3.6.2011 18:46 Doktor Dauði dauður Jack Kevorkian, betur þekktur sem “Doktor Dauði”, gaf upp öndina í Bandaríkjunum í dag, 83 ára að aldri, en hann er sagður hafa veitt hjálparhönd í 130 sjálfsmorðum í gegnum tíðina. Erlent 3.6.2011 15:41 Hrottalegt dýraofbeldi í sjónvarpsauglýsingu Áströlsku grasrótarsamtökin GetUp! vinna nú hörðum höndum að því að koma átakanlegri auglýsingu í sjónvarpið þar sem sjá má hrottalega meðferð á dýrum sem flutt eru frá Ástralíu til Indónesíu. Rúmlega tvö hundruð þúsund Ástralir rituðu nafn sitt á undirskriftalista sem afhentur var á ástralska þinginu í gær en undirskriftunum var safnað á aðeins tveimur dögum. Erlent 3.6.2011 15:03 Enn sprengt í Trípólí Að minnsta kosti tíu sprengjuárásir voru gerðar í nótt og í morgun í Trípólí höfuðborg Líbíu en flugvélar NATO hafa undanfarið hert árásir sínar á borgina. Í nótt var ráðist á herstöð nálægt höfuðstöðvum Gaddafís einræðisherra í miðborginni og á lögreglustöð í nágrenninu. Ekki er ljóst hvort mannfall hefur orðið. Árásum á borgina var hætt fyrr í vikunni þegar Jakob Zuma forseti Suður Afríku ræddi við Gaddafí og reyndi að finna lausn á málinu, án árangurs. Erlent 3.6.2011 11:44 Níðingur dæmdur í 430 ára fangelsi Hjónin Philip og Nancy Garrido hafa verið dæmd í fangelsi fyrir ránið á Jaycee Lee Dugard árið 1991. Parið rændi stúlkunni þegar hún var aðeins ellefu ára gömul fyrir utan heimili sitt í Kalíforníu. Þau fóru með hana heim til sín og héldu nauðugri í tæpa tvo áratugi uns hún fannst fyrir tilviljun. Erlent 3.6.2011 11:43 Myrti fimm í Arizona Sjötíu og þriggja ára gamall maður í bænum Yuma í Arizona myrti í gær fimm manns og særði einn alvarlega, áður en hann tók sitt eigið líf. Lögregla segir enn óljóst hvað manninum gekk til en svo virðist vera sem hann hafi þekkt öll fórnarlömb sín. Á meðal hinna látnu voru fyrrverandi eiginkona hans og lögfræðingurinn sem sá um skilnað þeirra hjóna. Erlent 3.6.2011 10:18 Stríðið gegn fíkniefnum virkar ekki - vilja lögleiða maríjúana Baráttan gegn eiturlyfjum í heiminum hefur misheppnast að því er fram kemur í skýrslu alþjóðlegrar nefndar. Nefndin er skipuð heimsþekktum einstaklingum á borð við Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kaupsýslumanninum Richard Branson og Nóbelsverðlaunahafanum Mario Vargas Llosa. Þá sitja fyrrverandi forsetar Brasilíu, Kólombíu og Mexíkó í nefndinni. Erlent 3.6.2011 10:15 Messi kýldur í andlitið í Argentínu Þær voru ekki blíðar móttökurnar sem Lionel Messi, besti knattspyrnumaður í heimi, fékk þegar hann heimsótti heimabæ sinn í Argentínu í gær. Þegar knattspyrnumaðurinn var að gefa áhorfendum eiginhandaráritun fyrir utan veitingastað kom ungur maður upp að honum og kýldi hann í andlitið. Erlent 3.6.2011 09:37 Dregur úr HIV-smitum HIV smitum fækkaði um næstum 25 prósent frá árinu 2001 til 2009 samkvæmt nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 3.6.2011 09:12 Ratko fyrir rétt í Haag Ratko Mladic mætti fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í dag í fyrsta sinn, en hann var handtekinn í Serbíu á dögunum. Hershöfðinginn fyrrverandi er sakaður um þjóðarmorð í Bosníu stríðinu árið 1995, sérstaklega fyrir fjöldamorðin á um átta þúsund múslimskum körlum og drengjum í bænum Srebrenica. Lögfræðingur hans hefur sagt hann of veikan til þess að mæta fyrir réttinn en læknar hafa úrskurðað hann heilan heilsu. Á fyrsta degi réttarhaldanna verður Mladic beðinn um að segja til um sekt sína eða sakleysi. Erlent 3.6.2011 08:38 Spánverjar krefjast skaðabóta José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, gagnrýnir bæði Evrópusambandið og Þýskaland harðlega fyrir að nefna Spán sérstaklega sem líklegt upprunaland banvæns kólígerlafaraldurs í norðanverðri Evrópu. Erlent 3.6.2011 06:00 Óvæntur sigur auðkýfings Andris Berzin var í gær kosinn forseti Lettlands. Það er þing landsins sem kýs forseta, og þurfti að kjósa tvisvar í gær því enginn fékk meirihluta í fyrri umferð. Erlent 3.6.2011 05:00 Haldið upp á afmæli Ítalíu Ítalir efndu í gær til hátíðarhalda í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá því að Ítalía sameinaðist í eitt ríki og 50 ár frá því að núverandi lýðveldisfyrirkomulag var tekið upp. Erlent 3.6.2011 03:30 Skaut garðskraut - tvisvar Lögreglan í Kansas City fékk á dögunum útkall um að barn hefði komið auga á krókódíl í úthverfi borgarinnar. Lögreglan fór á vettvang og sá þá dýrið nærri tjörn. Erlent 2.6.2011 21:15 Stökkbreytt baktería - átján látnir Átján manns látist og yfir hundrað veikst alvarlega í Norður hluta Evrópu vegna kólígerlafaraldurs sem þar ríkir. Erlent 2.6.2011 17:32 Rússar óttast eitraðar gúrkur Rússar hafa lagt bann við innflutningi á fersku grænmeti frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kólígerlasýkingar sem rakin er til Þýskalands. Erlent 2.6.2011 10:09 Ratko leiddur fyrir dómara í dag Ratko Mladic, sem grunaður er um verstu stríðsglæpi seinni tíma í Evrópu, kemur fyrir almennings sjónir í dag í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn í Serbíu í síðustu viku. Erlent 2.6.2011 09:53 Gerði að engu sigurlikur sínar Valdis Zatler, forseti Lettlands, virðist hafa hrapað í vinsældum á lokasprettinum fyrir forsetakosningar, sem haldnar verða í dag. Erlent 2.6.2011 06:00 Spilltar löggur handteknar Tíu lögreglumenn, þar á meðal lögreglustjóri, eru í hópi 25 manna sem hafa verið handteknir í átaki gegn eiturlyfjaklíkunni Zetunum undanfarið. Yfirvöld í fylkinu Hidalgo í miðhluta landsins handtóku nokkra lágt setta meðlimi Zetanna, sem bentu þeim á lögreglumennina. Þeir höfðu veitt glæpamönnum vernd gegn greiðslu. Þúsundir manna hafa látið lífið í harðvítugri baráttu gegn eiturlyfjaklíkum um allt land síðustu misseri.- þj Erlent 2.6.2011 05:00 Konur lögðust í ferðir til forna Fyrir ríflega tveimur milljónum ára, þegar forfeður manna bjuggu í Afríku, voru það ekki karlarnir sem fóru út að kanna heiminn meðan konurnar biðu heima, heldur voru það konurnar sem lögðust í ferðalög til að finna sér maka. Þetta fullyrða vísindamenn, sem hafa gert ítarlegar rannsóknir á tönnum úr tveimur tegundum forfeðra okkar. Erlent 2.6.2011 05:00 Snarkólnaði á áttatíu árum Kólnandi veðurfar á Grænlandi gæti hafa orðið til þess að byggðir norrænna manna lögðust af, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna. Erlent 2.6.2011 05:00 « ‹ ›
Þjálfa hrægamm til þess að leita að líkum Hrægammurinn Sherlock hefur gengið til liðs við þýsku lögregluna. Að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins mun hann vera betri en nokkur hundur eða lögreglumaður í að finna lík á stórum opnum svæðum. Erlent 4.6.2011 13:02
Staðfesta að árásarþyrlur hafi verið notaðar í Líbíu NATÓ hefur staðfest að árásarþyrlur hafi verið notaðar í fyrsta sinn í aðgerðum sambandsins í Líbíu. Erlent 4.6.2011 10:18
Ratko Mladic neitar að svara ákærunum „Ég er Ratko Mladic og allur heimurinn veit hver ég er,“ sagði fyrrverandi yfirmaður herliðs Bosníu-Serba og vildi engu svara ákærum, sem hann sagði viðbjóðslegar. Erlent 4.6.2011 04:30
Forsetinn og helstu ráðamenn illa særðir Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, særðist þegar hópur uppreisnarmanna skaut flugskeytum á forsetahöllina í Sanaa í gær. Að minnsta kosti sex verðir létu lífið og sjö háttsettir embættismenn særðust einnig, þar á meðal forsætisráðherra, varaforsætisráðherra, þingforseti landsins og ríkisstjórinn í Sanaa. Erlent 4.6.2011 04:00
Grænmetisóttinn heltekur Evrópu Víða í Evrópu hafa skólar tekið allt grænmeti af matseðli mötuneyta sinna. Gúrkur hrúgast upp óseldar í verslunum og bændur segjast verða fyrir fjárhagslegu stórtjóni. Erlent 4.6.2011 01:30
Alþjóðlegi kleinuhringjadagurinn haldinn hátíðlegur í dag Nú er Bandaríska þjóðin önnum kafin við að fagna kleinuhringadeginum, sem er haldinn hátíðlegur fyrsta föstudaginn í júní ár hvert. Erlent 3.6.2011 23:00
Leikrit byggt á ævi Julian Assange í Sydney, Ástralíu, hófust í vikunni æfingar á nýju leikriti sem byggt er á ævi Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Erlent 3.6.2011 22:00
Tíu daga fangelsi fyrir að nota klósettið hans Mugabe Lögreglumaður í Zimbabve hefur verið dæmdur í tíu daga fangelsi fyrir að nota klósett sem hafði verið frátekið fyrir forseta landsins, Róbert Mugabe. Lögreglumaðurinn var staddur á stórri viðskiptasýningu í landinu þegar hann þurfti mjög nauðsynlega að tefla við páfann. Erlent 3.6.2011 21:15
John Edwards ákærður Fyrrum öldungadeildarþingmaðurinn og varaforsetaefnið John Edwards var í dag ákærður fyrir samsæri og brot á lögum um fjárframlög til kosninga auk fjögurra ákæruliða til viðbótar. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist og greiðslu sektar sem gæti numið allt að 1,5 milljón bandaríkjadala. Erlent 3.6.2011 21:00
Telur breska kvótakerfið hafa brugðist Í Bretlandi er líkt og hér á landi hávær umræða um kvótakerfið. sjávarútvegsráðherra Breta segir kerfið hafa brugðist. Óþolandi sé að einstaklingar eða félög sem ekki komi nálægt sjávarútvegi fái kvóta sem þeir geti selt einsog hverja aðra vöru. Erlent 3.6.2011 18:46
Doktor Dauði dauður Jack Kevorkian, betur þekktur sem “Doktor Dauði”, gaf upp öndina í Bandaríkjunum í dag, 83 ára að aldri, en hann er sagður hafa veitt hjálparhönd í 130 sjálfsmorðum í gegnum tíðina. Erlent 3.6.2011 15:41
Hrottalegt dýraofbeldi í sjónvarpsauglýsingu Áströlsku grasrótarsamtökin GetUp! vinna nú hörðum höndum að því að koma átakanlegri auglýsingu í sjónvarpið þar sem sjá má hrottalega meðferð á dýrum sem flutt eru frá Ástralíu til Indónesíu. Rúmlega tvö hundruð þúsund Ástralir rituðu nafn sitt á undirskriftalista sem afhentur var á ástralska þinginu í gær en undirskriftunum var safnað á aðeins tveimur dögum. Erlent 3.6.2011 15:03
Enn sprengt í Trípólí Að minnsta kosti tíu sprengjuárásir voru gerðar í nótt og í morgun í Trípólí höfuðborg Líbíu en flugvélar NATO hafa undanfarið hert árásir sínar á borgina. Í nótt var ráðist á herstöð nálægt höfuðstöðvum Gaddafís einræðisherra í miðborginni og á lögreglustöð í nágrenninu. Ekki er ljóst hvort mannfall hefur orðið. Árásum á borgina var hætt fyrr í vikunni þegar Jakob Zuma forseti Suður Afríku ræddi við Gaddafí og reyndi að finna lausn á málinu, án árangurs. Erlent 3.6.2011 11:44
Níðingur dæmdur í 430 ára fangelsi Hjónin Philip og Nancy Garrido hafa verið dæmd í fangelsi fyrir ránið á Jaycee Lee Dugard árið 1991. Parið rændi stúlkunni þegar hún var aðeins ellefu ára gömul fyrir utan heimili sitt í Kalíforníu. Þau fóru með hana heim til sín og héldu nauðugri í tæpa tvo áratugi uns hún fannst fyrir tilviljun. Erlent 3.6.2011 11:43
Myrti fimm í Arizona Sjötíu og þriggja ára gamall maður í bænum Yuma í Arizona myrti í gær fimm manns og særði einn alvarlega, áður en hann tók sitt eigið líf. Lögregla segir enn óljóst hvað manninum gekk til en svo virðist vera sem hann hafi þekkt öll fórnarlömb sín. Á meðal hinna látnu voru fyrrverandi eiginkona hans og lögfræðingurinn sem sá um skilnað þeirra hjóna. Erlent 3.6.2011 10:18
Stríðið gegn fíkniefnum virkar ekki - vilja lögleiða maríjúana Baráttan gegn eiturlyfjum í heiminum hefur misheppnast að því er fram kemur í skýrslu alþjóðlegrar nefndar. Nefndin er skipuð heimsþekktum einstaklingum á borð við Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kaupsýslumanninum Richard Branson og Nóbelsverðlaunahafanum Mario Vargas Llosa. Þá sitja fyrrverandi forsetar Brasilíu, Kólombíu og Mexíkó í nefndinni. Erlent 3.6.2011 10:15
Messi kýldur í andlitið í Argentínu Þær voru ekki blíðar móttökurnar sem Lionel Messi, besti knattspyrnumaður í heimi, fékk þegar hann heimsótti heimabæ sinn í Argentínu í gær. Þegar knattspyrnumaðurinn var að gefa áhorfendum eiginhandaráritun fyrir utan veitingastað kom ungur maður upp að honum og kýldi hann í andlitið. Erlent 3.6.2011 09:37
Dregur úr HIV-smitum HIV smitum fækkaði um næstum 25 prósent frá árinu 2001 til 2009 samkvæmt nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 3.6.2011 09:12
Ratko fyrir rétt í Haag Ratko Mladic mætti fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í dag í fyrsta sinn, en hann var handtekinn í Serbíu á dögunum. Hershöfðinginn fyrrverandi er sakaður um þjóðarmorð í Bosníu stríðinu árið 1995, sérstaklega fyrir fjöldamorðin á um átta þúsund múslimskum körlum og drengjum í bænum Srebrenica. Lögfræðingur hans hefur sagt hann of veikan til þess að mæta fyrir réttinn en læknar hafa úrskurðað hann heilan heilsu. Á fyrsta degi réttarhaldanna verður Mladic beðinn um að segja til um sekt sína eða sakleysi. Erlent 3.6.2011 08:38
Spánverjar krefjast skaðabóta José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, gagnrýnir bæði Evrópusambandið og Þýskaland harðlega fyrir að nefna Spán sérstaklega sem líklegt upprunaland banvæns kólígerlafaraldurs í norðanverðri Evrópu. Erlent 3.6.2011 06:00
Óvæntur sigur auðkýfings Andris Berzin var í gær kosinn forseti Lettlands. Það er þing landsins sem kýs forseta, og þurfti að kjósa tvisvar í gær því enginn fékk meirihluta í fyrri umferð. Erlent 3.6.2011 05:00
Haldið upp á afmæli Ítalíu Ítalir efndu í gær til hátíðarhalda í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá því að Ítalía sameinaðist í eitt ríki og 50 ár frá því að núverandi lýðveldisfyrirkomulag var tekið upp. Erlent 3.6.2011 03:30
Skaut garðskraut - tvisvar Lögreglan í Kansas City fékk á dögunum útkall um að barn hefði komið auga á krókódíl í úthverfi borgarinnar. Lögreglan fór á vettvang og sá þá dýrið nærri tjörn. Erlent 2.6.2011 21:15
Stökkbreytt baktería - átján látnir Átján manns látist og yfir hundrað veikst alvarlega í Norður hluta Evrópu vegna kólígerlafaraldurs sem þar ríkir. Erlent 2.6.2011 17:32
Rússar óttast eitraðar gúrkur Rússar hafa lagt bann við innflutningi á fersku grænmeti frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kólígerlasýkingar sem rakin er til Þýskalands. Erlent 2.6.2011 10:09
Ratko leiddur fyrir dómara í dag Ratko Mladic, sem grunaður er um verstu stríðsglæpi seinni tíma í Evrópu, kemur fyrir almennings sjónir í dag í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn í Serbíu í síðustu viku. Erlent 2.6.2011 09:53
Gerði að engu sigurlikur sínar Valdis Zatler, forseti Lettlands, virðist hafa hrapað í vinsældum á lokasprettinum fyrir forsetakosningar, sem haldnar verða í dag. Erlent 2.6.2011 06:00
Spilltar löggur handteknar Tíu lögreglumenn, þar á meðal lögreglustjóri, eru í hópi 25 manna sem hafa verið handteknir í átaki gegn eiturlyfjaklíkunni Zetunum undanfarið. Yfirvöld í fylkinu Hidalgo í miðhluta landsins handtóku nokkra lágt setta meðlimi Zetanna, sem bentu þeim á lögreglumennina. Þeir höfðu veitt glæpamönnum vernd gegn greiðslu. Þúsundir manna hafa látið lífið í harðvítugri baráttu gegn eiturlyfjaklíkum um allt land síðustu misseri.- þj Erlent 2.6.2011 05:00
Konur lögðust í ferðir til forna Fyrir ríflega tveimur milljónum ára, þegar forfeður manna bjuggu í Afríku, voru það ekki karlarnir sem fóru út að kanna heiminn meðan konurnar biðu heima, heldur voru það konurnar sem lögðust í ferðalög til að finna sér maka. Þetta fullyrða vísindamenn, sem hafa gert ítarlegar rannsóknir á tönnum úr tveimur tegundum forfeðra okkar. Erlent 2.6.2011 05:00
Snarkólnaði á áttatíu árum Kólnandi veðurfar á Grænlandi gæti hafa orðið til þess að byggðir norrænna manna lögðust af, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna. Erlent 2.6.2011 05:00