Erlent

Danir verða að sleppa sjóræningjum

Danskir sjóliðar um borð í herskipinu Esbern Snare eru sárir og gramir yfir því að þurfa að hætta lífi sínu í baráttu við sjóræningja undan ströndum Sómalíu og sjá þá svo ganga frjálsa frá borði vegna þess að enginn fæst til að draga þá fyrir dóm.

Erlent

Bændur fái E.coli bætur

Evrópskir bændur sem orðið hafa fyrir búsifjum vegna E.coli-bakteríunnar munu fá samtals 150 milljónir evra í styrki frá Evrópusambandinu, samkvæmt tillögu frá framkvæmdastjórn sambandsins.

Erlent

Kvartanir óánægðs viðskiptavinar spilaðar fyrir bíógesti

Kvikmyndahús í Texas nýtti sér símsvaraskilaboð frá afar reiðum viðskiptavini og eru þau nú spiluð fyrir bíógesti við góðar undirtektir en stúlkan sem las inn skilaboðin hafði verið rekin úr kvikmyndahúsinu fyrir að senda sms á meðan sýning var í gangi.

Erlent

Hættir internetið á morgun, þann 8. júní?

Sökum skorts á svokölluðum IP tölum, sem eru nauðsynlegar til að gera internettengingu mögulega, mun Google ásamt fleiri internetfyrirtækjum kveikja á nýju kerfi á morgun en það gæti leitt til þess að þeir sem eiga gamlar tölvur nái hreinlega ekki að tengjast netinu.

Erlent

Thriller jakkinn á uppboð

Heimsfrægi jakkinn rauði og svarti, sem poppgoðið Michael Jackson klæddist í tónlistarmyndbandinu við lagið "Thriller", verður boðinn upp á svokallaðri tónlistargoðasýningu í Beverly Hills þann 25. og 26. júní næstkomandi. Auk jakkans verða boðnir upp minjagripir frá Bítlunum, Madonnu, Lady Gaga, Frank Sinatra, Elvis og Justin Bieber svo dæmi séu nefnd.

Erlent

Gúrkur í geimnum sem ekki má borða

Gúrkur verða ræktaðar um borð í geimfari sem leggur af stað á sporbraut um jörðina á morgun, miðvikudaginn 8. júní, en geimförunum verður hinsvegar stranglega bannað að leggja þær sér til munns sökum e-coli veirunnar sem sýkt hefur grænmeti í Evrópu undanfarið.

Erlent

Ók á konu sem slasaðist lítið - drap hana til að komast hjá skaðabótum

Kínverskur námsmaður hefur verið tekinn af lífi fyrir morð á ungri konu. Ungi maðurinn ók á konu á hjóli í október síðastliðinn og slasaðist hún lítillega. Hann óttaðist hinsvegar að hún myndi fara fram á skaðabætur fyrir óhappið þannig að hann brá á það ráð að stinga hana margsinnis með hnífi og flýja síðan af vettvangi.

Erlent

Hélt´ann væri Gillzenegger

Grátklökkur þingmaður demokrataflokksins í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa sjálfur sent myndir af sér fáklæddum til annarra kvenna en eiginkonu sinnar. Í rúma viku hafði Anthony Weiner logið því til að einhver hefði hakkað sig inn á twitter síðu hans og gert það að sér forspurðum.

Erlent

Börn og fjölskyldur á vergangi í Abidjan

Börn og fjölskyldur eru á vergangi í Abidjan, stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, í kjölfar þeirra átaka sem urðu í kringum forsetakosningar þar í landi og geta foreldrar enn ekki tryggt börnum sínum næringu, jafnvel nú þegar sex mánuðir eru liðnir frá kosningum. Í tilkynningu frá Barnaheill - Save the Children á Íslandi segir að þörfin fyrir hjálp á svæðinu sé brýn en fjármagn samtakanna sé nú að þrotum komið.

Erlent

Allir æfir út í alla

Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins koma saman til neyðarfundar í Lúxemborg í dag til þess að reyna að finna lausn á þeim vanda sem hrjáir grænmetisframleiðendur -og neytendur. Tuttugu og tveir hafa látist og yfir 2000 veikst alvarlega síðan nýtt afbrigði af E-Coli bakteríu fannst í grænmeti.

Erlent

Norður-Kórea næstbest í heiminum

Kína er heimsins besta land að búa í og Norður-Kórea er númer tvö. Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar sem sjónvarpsstöð í Norður-Kóreu gerði. Rannsóknin tók til eitthundrað og tveggja landa sem gátu fengið stig frá núll upp í eitthundrað.

Erlent

Fátækum Dönum fjölgar stórlega

Dönum sem lifa undir fátækramörkum OECD hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Í nýjum upplýsingum frá Atvinnuráði dönsku verkalýðshreyfingarinnar segir að árið 2009 hafi 234 þúsund manns lifað undir fátækramörkum. Þeim hafði fjölgað um 55 prósent á sjö árum.

Erlent

ESB heldur neyðarfund um kóligerilsmitið

Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins munu halda neyðarfund í dag vegna kóligerilsmitfaraldursins sem geysað hefur í norðanverði Evrópu undanfarna daga og þegar kostað 22 lífið.

Erlent

Þrumuveður kveikti í fjórum húsum í Danmörku

Þrumuveðrið sem gekk yfir Danmörku í gærkvöldi olli því að eldur varð laus í fjórum húsum á Sjálandi eftir að eldingum laust niður í þau. Í Haslev kviknaði í tveimur húsum, þar á meðal íbúðarhúsi prestsins í bænum.

Erlent

Líkin höfðu verið flutt úr einni gröf í aðra

Samtímis því sem réttað verður yfir stríðsherranum Ratko Mladic fyrir alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi halda sérfræðingar áfram að reyna að bera kennsl á lík þeirra sem létust í blóðbaðinu í Srebrenica í Bosníu árið 1995. Þá tók herflokkur undir stjórn Mladic, sem var hershöfðingi Bosníu-Serba, af lífi allt að átta þúsund múslíma.

Erlent

Baktería sem smitast frá nautgripum í menn

Breskir vísindamenn hafa uppgötvað nýjan stofn fjölónæmrar bakteríu, MRSA, sem virðist smitast í menn frá nautgripum og getur valdið lífshættulegum veikindum. Frá þessu var greint á fréttavef The Guardian en þetta er í fyrsta sinn sem fjölónæm baktería finnst á breskum bændabýlum.

Erlent

Skógareldar ógna byggð í Arizona-ríki

Skógareldar sem hafa geisað í austanverðu Arizona-ríki í vikutíma færast í aukana þrátt fyrir umfangsmiklar tilraunir slökkviliðs til að hemja eldinn. Á annað þúsund íbúar bæja á svæðinu hafa flúið heimili sín. Eldarnir hafa þegar gleypt um 800 ferkílómetra lands.

Erlent

Útópískt alræðisríki strumpanna

Aðdáendur strumpanna reyna þessa dagana að verja litlu bláu vini sína gegn ásökunum um gyðingahatur, kynþáttahatur og kommúnisma í kjölfar útgáfu fyrirlesarans og rithöfundarins Antoine Buéno á nýjustu bók sinni, þar sem hann leggst í greiningu á samfélagi strumpanna.

Erlent

Titanic II sekkur í jómfrúarferð sinni

Smábátaeigandinn Mark Wilkinson hefði mátt hugsa sig tvisvar um áður en hann skírði nýja bátinn sinn Titanic II en báturinn virðist hafa tekið nafngiftina alvarlega og sökk skömmu áður en Wilkinson náði í land að fyrstu siglingunni lokinni.

Erlent

Bannað að flúra ferðamenn?

Menningamálaráðuneytið í Tælandi vinnur nú að því að stöðva húðflúrun heilagra tákna á erlenda ferðamenn en mikill fjöldi aðkomumanna virðist sækja í að fá heilagar myndir og munstur flúruð á sig og það oft í fagurfræðilegum tilgangi frekar en trúarlegum.

Erlent