Erlent Ban Ki-moon endurkjörinn framkvæmdastjóri Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var í gærkvöldi endurkjörinn í embættið til fimm ára. Þetta var ákveðið á aðalþingi stofnunarinnar en áður hafði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkt endurkjörið. Enginn hafði boðið sig fram á móti honum og nýtur hann almenns stuðnings. Erlent 22.6.2011 09:54 Elsta kona heims látin Maria Gomes Valentim, sem talin hefur verið elsta kona í heimi, lést í heimabæ sínum í Brasilíu í gær 114 ára og 347 daga gömul. Heimsmetabók Guinnes hafði sannreynt nýverið að fæðingarvottorð hennar væri ófalsað og skráði hana í sínar bækur í síðasta mánuði. María átti aðeins nokkrar vikur í að ná 115 ára aldri en hún var fædd árið 1896. Erlent 22.6.2011 08:57 „Apinn“ handtekinn í Mexíkó Lögreglan í Mexíkó hefur handtekið Jose Mendes Vargar, sem gengur undir nafninu "apinn" í undirheimum Mexíkó. Apinn er leiðtogi einnar valdamestu eiturlyfjaklíku landsins, Fjölskyldunni, eða "La Familia". Forseti Mexíkó óskaði lögreglunni til hamingju með árangurinn í gærkvöldi og sagði að handtakan væri þungt högg fyrir skipulagða glæpastarfsemi í landinu. Tvær og hálf milljón bandaríkjadala höfðu verið settar til höfuðs Apanum. Erlent 22.6.2011 08:53 Gríska stjórnin hélt velli Gríska ríkisstjórnin hélt velli í nótt þegar þingið greiddi atkvæði um traust til hennar. 155 þingmenn greiddu atkvæði með ríkisstjórninni en 143 voru á móti. Tveir þingmenn sátu hjá. Næsta mál á dagskrá er að koma umdeildum niðurskurðartillögum í gegnum þingið en líklegt er talið að það takist í ljósi úrslita atkvæðagreiðslunnar í nótt. Ráðherrar evruríkjanna hafa sagt að niðurskurðurinn sé forsenda þess að Grikkir fái frekari lán frá ríkjunum en þúsundir Grikkja hafa hinsvegar mótmælt tillögunum síðustu vikur. Erlent 22.6.2011 08:43 Stórsókn í vændum Talsmenn norska olíurisans Statoil blása á bölspár þrátt fyrir að framleiðsla hafi dregist saman jafnt og þétt síðustu átta ár og segja stórsókn í vændum. Erlent 22.6.2011 07:00 Verður vísað úr landi Öllum erlendum borgurum í Danmörku sem gerast sekir um glæpi verður vísað úr landi, verði frumvarp stjórnarflokkanna samþykkt á föstudag. Erlent 22.6.2011 01:00 Þingið samþykkti nýju ríkisstjórnina Hin nýja ríkisstjórn Grikklands hlaut stuðning gríska þingsins nú seint í kvöld. Erlent 21.6.2011 23:09 Ókeypis bjór á hamfarasvæðinu í Japan Eitt stærsta brugghúsið í Japan hefur nú í hyggju að senda svokallaðan bjórvagn á hamfarasvæðin á austurströnd landsins og gefa þar fórnalömbum og hjálparstarfsmönnum ískaldan bjór, án endurgjalds. Erlent 21.6.2011 22:45 Elsta kona í heiminum látin Rúmlega mánuður er síðan að Guiness World Records staðfesti að hin brasilíska Maria Gomes Valentim væri elsta kona í heiminum þá 114 ára. En nú er hún látin rétt fyrir 115 ára afmælið sitt. Erlent 21.6.2011 22:35 Vildi að gjaldkerinn myndi afhenta sér einn dollara James Verone fimmtíu og níu ára gamall maður frá Norður-Karólínu, gekk inn í banka á dögunum og afhenti gjaldkeranum miða þar sem stóð á: Þetta er bankarán. Vinsamlegast afhentu mér einn dollara. Erlent 21.6.2011 22:14 Sumarsólstöðuhátíð við Stonehenge Um átján þúsund manns söfnuðust í morgun saman við Stonehenge mannvirkið heimsfræga í Suður-Englandi til þess að fylgjast með sólinni rísa á þessum lengsta degi ársins. Erlent 21.6.2011 22:00 Spilakassinn var bilaður - vann 3 milljónir í stað 1400 króna Hann var heldur heppinn fjárhættuspilarinn sem vann 12 dollara í spilakassa í Pittsburgh í Bandaríkjunum á dögunum. Því spilakassinn prentaði út miða þar sem stóð á að hann hafi unnið 25 þúsund dollara. Erlent 21.6.2011 21:45 Lítur nýi Iphone-síminn svona út? Margir bíða spenntir eftir nýjustu útgáfunni af Iphone-símanum sem hefur verið mjög vinsæll síðustu ár. Apple, fyrirtækið sem framleiðir símann, segir ekki orð og hefur ekkert gefið út um það hvort að ný sími sé væntanlegur á markað bráðlega og hvað þá hvernig nýi síminn muni líta út. Erlent 21.6.2011 21:08 Spyr Twitter og Facebook um hjónaband samkynhneigðra Óákveðinn öldungadeildarþingmaður í New York hefur leitað til Twitter og Facebook til að fá svar við því hvort hann eigi að kjósa með eða á móti lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra í fylkinu, en líklegt þykir að atkvæði hans ákvarði niðurlög frumvarpsins. Erlent 21.6.2011 21:00 Keisaramörgæs á villigötum Nýsjálendingar fengu óvenjulegan gest á dögunum þegar ung keisaramörgæs sást á strönd einni í landinu. Keisaramörgæsir eyða ævinni jafnan á Suðurskautinu og 44 ár eru liðin frá því villt mörgæs sást síðast við strendur Nýja-Sjálands. Erlent 21.6.2011 16:00 Grímuklæddir menn rændu tveimur stúlkubörnum í Noregi Tveimur ungum stúlkum var í dag rænt af frístundaheimili í Hadeland í Noregi. Tveir grímuklæddir menn ruddust inn vopnaðir táragasi og rafmagnsbyssum og hrifsuðu börnin frá írakskri móður þeirra. Gríðarleg leit hefur verið gerð að börnunum í Noregi í dag og fyrir stundu voru tveir menn handteknir í bíl sem lýst hafði verið eftir. Stúlkurnar voru þó ekki í bílnum og er þeirra enn leitað. Þær eru eins árs og þriggja ára gamlar. Erlent 21.6.2011 12:29 Sprauta vatni á smábátana svo ferjan komist áfram Sannkallað ferjuæði hefur skapast í Noregi vegna sjónvarpsútsendingar frá Hurtigruten, siglingu ferjunnar Nordnorge. Útsendingin slær áhorfsmet og hvarvetna sem ferjan kemur mætir henni mannhaf á bryggjunum til að fagna henni. Erlent 21.6.2011 10:59 Reyna að ná í glæpón með því að lýsa eftir kærustunni Bandaríska alríkislögreglan hefur ákveðið að beita óhefðbundum aðferðum til þess að freista þess að hafa hendur í hári James "Whitey" Bulger, sem er efstur á lista stofnunarinnar yfir eftirlýsta glæpamenn. Erlent 21.6.2011 09:44 Mannskæð árás í Írak Að minnsta kosti tuttugu og tveir eru látnir eftir sprengjuárás í miðhluta Íraks í nótt. Árásin var gerð fyrir utan hús ríkisstjórans í Diwaniya en héraðið er rúmlega 100 kílómetra suður af Bagdad. Talið er líklegt að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða og að tilræðismennirnir hafi verið tveir. Mjög hefur dregið úr ofbeldi í landinu síðustu misserin en þrátt fyrir það eru árásir af þessari tegund enn tíðar. Erlent 21.6.2011 09:16 Fyrrverandi forseti dæmdur í 35 ára fangelsi Dómstóll í Túnis hefur dæmt forsetann fyrrverandi, Zine Ben Ali og eiginkonu hans Leilu í 35 ára fangelsi fyrir fjárdrátt og misnotkun á almannafé. Hjónin sem flúðu land til Sádí Arabíu í Janúar eftir að almenningur hafði mótmælt ástandinu í landinu, voru einnig sektuð um 66 milljónir dollara. Erlent 21.6.2011 09:14 Öskuský enn til vandræða í Ástralíu Öskuskýið frá eldfjallinu í Chile sem gosið hefur síðustu daga hefur á ný sett flug úr skorðum í Ástralíu. Í síðustu viku þurfti að aflýsa þúsundum ferða og nú er skýið komið aftur inn í ástralska lofthelgi eftir að hafa borist hringinn í kringum jörðina með háloftavindum að því er fram kemur hjá BBC. Erlent 21.6.2011 09:12 Fjörutíu og fjórir fórust í flugslysi - átta komust af Fjörutíu og fjórir fórust þegar farþegaflugvél hrapaði í Norð-Vestur Rússlandi í nótt. Átta liggja slasaðir á sjúkrahúsi. Vélin, sem er af gerðinni Tupolev 134 frá flugfélaginu RusAir, átti um einn kílómeter ófarinn að flugvellinum þegar eitthvað fór úrskeiðis. Erlent 21.6.2011 08:59 Meira fjármagn lagt í neyðarsjóð ESB Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambandsins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Erlent 21.6.2011 03:00 Vilja sakhæfisaldur í 15 ár á ný Stjórnarandstaðan í Danmörku krefst þess að sakhæfisaldur verði aftur hækkaður upp í 15 ár, en frá júlímánuði í fyrra hefur hann miðast við 14 ár. Samkvæmt úttekt dönsku tölfræðistofnunarinnar komu upp 200 mál frá júlí að áramótum þar sem 14 ára unglingar voru kallaðir fyrir dóm. Erlent 21.6.2011 02:45 Forsetahjón í 35 ára fangelsi Dómstóll í Túnis dæmdi í gær fyrrverandi forsetahjón landsins, Zine al-Abidine Ben Ali og Leilu Trabelsi, í 35 ára fangelsi. Erlent 21.6.2011 02:00 Segir mótmæli skemmdarverk Bashar Assad Sýrlandsforseti segist geta hugsað sér lýðræðislegar umbætur í landinu, sem jafnvel fælust í að Baath-flokkur hans afsalaði sér einveldi sínu í stjórnmálum. Hins vegar sakar hann skemmdarverkamenn um að notfæra sér ástandið og segist ekki til viðræðu við þá sem beri vopn og drepi fólk. Erlent 21.6.2011 01:30 Fannst látin í fangaklefanum Tvítug kona fannst látin í fangaklefa lögreglunnar í Bergen í Noregi í gærmorgun. Hún hafði verið handtekin um miðnætti kvöldið áður eftir að hafa sést í annarlegu ástandi í borginni. Erlent 21.6.2011 01:00 Chirac fyrir rétt í september Jacques Chirac, fyrrverandi Frakklandsforseti, verður leiddur fyrir rétt í september. Forsetinn fyrrverandi er ákærður fyrir spillingu í embætti borgarstjóra Parísar á tíunda áratug síðustu aldar. Erlent 21.6.2011 00:30 80 prósent flóttamanna í þróunarríkjum Áttatíu prósent allra flóttamanna í heiminum eru í þróunarríkjum. Þetta kemur fram í skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í gær á alþjóðadegi flóttamanna. Gríðarlegur fjöldi flóttamanna er í mörgum fátækustu ríkjum heims. 1,9 milljónir eru í Pakistan, 1,1 milljón í Íran og ein milljón í Sýrlandi. Tölurnar eru fyrir árið 2010 og ná því ekki til flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum löndum þar sem mótmæli hafa verið barin niður á þessu ári. Erlent 21.6.2011 00:00 Bretar varaðir við falli evrunnar Það var Jack Straw fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands sem varaði breska fjármálaráðuneytið við. Hann sagði að úr þessu væri skjótur endir hins sameiginlega myntbandalags skárri kostur en hægfara dauði. Erlent 21.6.2011 00:00 « ‹ ›
Ban Ki-moon endurkjörinn framkvæmdastjóri Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var í gærkvöldi endurkjörinn í embættið til fimm ára. Þetta var ákveðið á aðalþingi stofnunarinnar en áður hafði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkt endurkjörið. Enginn hafði boðið sig fram á móti honum og nýtur hann almenns stuðnings. Erlent 22.6.2011 09:54
Elsta kona heims látin Maria Gomes Valentim, sem talin hefur verið elsta kona í heimi, lést í heimabæ sínum í Brasilíu í gær 114 ára og 347 daga gömul. Heimsmetabók Guinnes hafði sannreynt nýverið að fæðingarvottorð hennar væri ófalsað og skráði hana í sínar bækur í síðasta mánuði. María átti aðeins nokkrar vikur í að ná 115 ára aldri en hún var fædd árið 1896. Erlent 22.6.2011 08:57
„Apinn“ handtekinn í Mexíkó Lögreglan í Mexíkó hefur handtekið Jose Mendes Vargar, sem gengur undir nafninu "apinn" í undirheimum Mexíkó. Apinn er leiðtogi einnar valdamestu eiturlyfjaklíku landsins, Fjölskyldunni, eða "La Familia". Forseti Mexíkó óskaði lögreglunni til hamingju með árangurinn í gærkvöldi og sagði að handtakan væri þungt högg fyrir skipulagða glæpastarfsemi í landinu. Tvær og hálf milljón bandaríkjadala höfðu verið settar til höfuðs Apanum. Erlent 22.6.2011 08:53
Gríska stjórnin hélt velli Gríska ríkisstjórnin hélt velli í nótt þegar þingið greiddi atkvæði um traust til hennar. 155 þingmenn greiddu atkvæði með ríkisstjórninni en 143 voru á móti. Tveir þingmenn sátu hjá. Næsta mál á dagskrá er að koma umdeildum niðurskurðartillögum í gegnum þingið en líklegt er talið að það takist í ljósi úrslita atkvæðagreiðslunnar í nótt. Ráðherrar evruríkjanna hafa sagt að niðurskurðurinn sé forsenda þess að Grikkir fái frekari lán frá ríkjunum en þúsundir Grikkja hafa hinsvegar mótmælt tillögunum síðustu vikur. Erlent 22.6.2011 08:43
Stórsókn í vændum Talsmenn norska olíurisans Statoil blása á bölspár þrátt fyrir að framleiðsla hafi dregist saman jafnt og þétt síðustu átta ár og segja stórsókn í vændum. Erlent 22.6.2011 07:00
Verður vísað úr landi Öllum erlendum borgurum í Danmörku sem gerast sekir um glæpi verður vísað úr landi, verði frumvarp stjórnarflokkanna samþykkt á föstudag. Erlent 22.6.2011 01:00
Þingið samþykkti nýju ríkisstjórnina Hin nýja ríkisstjórn Grikklands hlaut stuðning gríska þingsins nú seint í kvöld. Erlent 21.6.2011 23:09
Ókeypis bjór á hamfarasvæðinu í Japan Eitt stærsta brugghúsið í Japan hefur nú í hyggju að senda svokallaðan bjórvagn á hamfarasvæðin á austurströnd landsins og gefa þar fórnalömbum og hjálparstarfsmönnum ískaldan bjór, án endurgjalds. Erlent 21.6.2011 22:45
Elsta kona í heiminum látin Rúmlega mánuður er síðan að Guiness World Records staðfesti að hin brasilíska Maria Gomes Valentim væri elsta kona í heiminum þá 114 ára. En nú er hún látin rétt fyrir 115 ára afmælið sitt. Erlent 21.6.2011 22:35
Vildi að gjaldkerinn myndi afhenta sér einn dollara James Verone fimmtíu og níu ára gamall maður frá Norður-Karólínu, gekk inn í banka á dögunum og afhenti gjaldkeranum miða þar sem stóð á: Þetta er bankarán. Vinsamlegast afhentu mér einn dollara. Erlent 21.6.2011 22:14
Sumarsólstöðuhátíð við Stonehenge Um átján þúsund manns söfnuðust í morgun saman við Stonehenge mannvirkið heimsfræga í Suður-Englandi til þess að fylgjast með sólinni rísa á þessum lengsta degi ársins. Erlent 21.6.2011 22:00
Spilakassinn var bilaður - vann 3 milljónir í stað 1400 króna Hann var heldur heppinn fjárhættuspilarinn sem vann 12 dollara í spilakassa í Pittsburgh í Bandaríkjunum á dögunum. Því spilakassinn prentaði út miða þar sem stóð á að hann hafi unnið 25 þúsund dollara. Erlent 21.6.2011 21:45
Lítur nýi Iphone-síminn svona út? Margir bíða spenntir eftir nýjustu útgáfunni af Iphone-símanum sem hefur verið mjög vinsæll síðustu ár. Apple, fyrirtækið sem framleiðir símann, segir ekki orð og hefur ekkert gefið út um það hvort að ný sími sé væntanlegur á markað bráðlega og hvað þá hvernig nýi síminn muni líta út. Erlent 21.6.2011 21:08
Spyr Twitter og Facebook um hjónaband samkynhneigðra Óákveðinn öldungadeildarþingmaður í New York hefur leitað til Twitter og Facebook til að fá svar við því hvort hann eigi að kjósa með eða á móti lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra í fylkinu, en líklegt þykir að atkvæði hans ákvarði niðurlög frumvarpsins. Erlent 21.6.2011 21:00
Keisaramörgæs á villigötum Nýsjálendingar fengu óvenjulegan gest á dögunum þegar ung keisaramörgæs sást á strönd einni í landinu. Keisaramörgæsir eyða ævinni jafnan á Suðurskautinu og 44 ár eru liðin frá því villt mörgæs sást síðast við strendur Nýja-Sjálands. Erlent 21.6.2011 16:00
Grímuklæddir menn rændu tveimur stúlkubörnum í Noregi Tveimur ungum stúlkum var í dag rænt af frístundaheimili í Hadeland í Noregi. Tveir grímuklæddir menn ruddust inn vopnaðir táragasi og rafmagnsbyssum og hrifsuðu börnin frá írakskri móður þeirra. Gríðarleg leit hefur verið gerð að börnunum í Noregi í dag og fyrir stundu voru tveir menn handteknir í bíl sem lýst hafði verið eftir. Stúlkurnar voru þó ekki í bílnum og er þeirra enn leitað. Þær eru eins árs og þriggja ára gamlar. Erlent 21.6.2011 12:29
Sprauta vatni á smábátana svo ferjan komist áfram Sannkallað ferjuæði hefur skapast í Noregi vegna sjónvarpsútsendingar frá Hurtigruten, siglingu ferjunnar Nordnorge. Útsendingin slær áhorfsmet og hvarvetna sem ferjan kemur mætir henni mannhaf á bryggjunum til að fagna henni. Erlent 21.6.2011 10:59
Reyna að ná í glæpón með því að lýsa eftir kærustunni Bandaríska alríkislögreglan hefur ákveðið að beita óhefðbundum aðferðum til þess að freista þess að hafa hendur í hári James "Whitey" Bulger, sem er efstur á lista stofnunarinnar yfir eftirlýsta glæpamenn. Erlent 21.6.2011 09:44
Mannskæð árás í Írak Að minnsta kosti tuttugu og tveir eru látnir eftir sprengjuárás í miðhluta Íraks í nótt. Árásin var gerð fyrir utan hús ríkisstjórans í Diwaniya en héraðið er rúmlega 100 kílómetra suður af Bagdad. Talið er líklegt að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða og að tilræðismennirnir hafi verið tveir. Mjög hefur dregið úr ofbeldi í landinu síðustu misserin en þrátt fyrir það eru árásir af þessari tegund enn tíðar. Erlent 21.6.2011 09:16
Fyrrverandi forseti dæmdur í 35 ára fangelsi Dómstóll í Túnis hefur dæmt forsetann fyrrverandi, Zine Ben Ali og eiginkonu hans Leilu í 35 ára fangelsi fyrir fjárdrátt og misnotkun á almannafé. Hjónin sem flúðu land til Sádí Arabíu í Janúar eftir að almenningur hafði mótmælt ástandinu í landinu, voru einnig sektuð um 66 milljónir dollara. Erlent 21.6.2011 09:14
Öskuský enn til vandræða í Ástralíu Öskuskýið frá eldfjallinu í Chile sem gosið hefur síðustu daga hefur á ný sett flug úr skorðum í Ástralíu. Í síðustu viku þurfti að aflýsa þúsundum ferða og nú er skýið komið aftur inn í ástralska lofthelgi eftir að hafa borist hringinn í kringum jörðina með háloftavindum að því er fram kemur hjá BBC. Erlent 21.6.2011 09:12
Fjörutíu og fjórir fórust í flugslysi - átta komust af Fjörutíu og fjórir fórust þegar farþegaflugvél hrapaði í Norð-Vestur Rússlandi í nótt. Átta liggja slasaðir á sjúkrahúsi. Vélin, sem er af gerðinni Tupolev 134 frá flugfélaginu RusAir, átti um einn kílómeter ófarinn að flugvellinum þegar eitthvað fór úrskeiðis. Erlent 21.6.2011 08:59
Meira fjármagn lagt í neyðarsjóð ESB Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambandsins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Erlent 21.6.2011 03:00
Vilja sakhæfisaldur í 15 ár á ný Stjórnarandstaðan í Danmörku krefst þess að sakhæfisaldur verði aftur hækkaður upp í 15 ár, en frá júlímánuði í fyrra hefur hann miðast við 14 ár. Samkvæmt úttekt dönsku tölfræðistofnunarinnar komu upp 200 mál frá júlí að áramótum þar sem 14 ára unglingar voru kallaðir fyrir dóm. Erlent 21.6.2011 02:45
Forsetahjón í 35 ára fangelsi Dómstóll í Túnis dæmdi í gær fyrrverandi forsetahjón landsins, Zine al-Abidine Ben Ali og Leilu Trabelsi, í 35 ára fangelsi. Erlent 21.6.2011 02:00
Segir mótmæli skemmdarverk Bashar Assad Sýrlandsforseti segist geta hugsað sér lýðræðislegar umbætur í landinu, sem jafnvel fælust í að Baath-flokkur hans afsalaði sér einveldi sínu í stjórnmálum. Hins vegar sakar hann skemmdarverkamenn um að notfæra sér ástandið og segist ekki til viðræðu við þá sem beri vopn og drepi fólk. Erlent 21.6.2011 01:30
Fannst látin í fangaklefanum Tvítug kona fannst látin í fangaklefa lögreglunnar í Bergen í Noregi í gærmorgun. Hún hafði verið handtekin um miðnætti kvöldið áður eftir að hafa sést í annarlegu ástandi í borginni. Erlent 21.6.2011 01:00
Chirac fyrir rétt í september Jacques Chirac, fyrrverandi Frakklandsforseti, verður leiddur fyrir rétt í september. Forsetinn fyrrverandi er ákærður fyrir spillingu í embætti borgarstjóra Parísar á tíunda áratug síðustu aldar. Erlent 21.6.2011 00:30
80 prósent flóttamanna í þróunarríkjum Áttatíu prósent allra flóttamanna í heiminum eru í þróunarríkjum. Þetta kemur fram í skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í gær á alþjóðadegi flóttamanna. Gríðarlegur fjöldi flóttamanna er í mörgum fátækustu ríkjum heims. 1,9 milljónir eru í Pakistan, 1,1 milljón í Íran og ein milljón í Sýrlandi. Tölurnar eru fyrir árið 2010 og ná því ekki til flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum löndum þar sem mótmæli hafa verið barin niður á þessu ári. Erlent 21.6.2011 00:00
Bretar varaðir við falli evrunnar Það var Jack Straw fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands sem varaði breska fjármálaráðuneytið við. Hann sagði að úr þessu væri skjótur endir hins sameiginlega myntbandalags skárri kostur en hægfara dauði. Erlent 21.6.2011 00:00