Erlent

Þrýsta á afsögn Berlusconi

Silvio Berlusconi stendur nú frammi fyrir meiri háttar þrýstingi um að hann láti af völdum, eftir að afrit af símtölum hans voru birt á Ítalíu um helgina. Í einu símtali stærir hann sig af því að hafa sofið hjá átta stelpum meðan fleiri biðu í röð við herbergisdyr hans. Í öðru segist vera "forsætisráðherra í frítíma sínum".

Erlent

Skotið á mótmælendur í Jemen

15 manns létu lífið og minnst 100 særðust þegar skotið var á mótmælendur í Jemen í dag. Sveitir hliðhollar Ali Abdullah Saleh, forseta landsins, skutu af húsþökum á mótmælendur sem kröfðust afsagnar Saleh.

Erlent

Jarðskjálfti á Indlandi

Jarðskjálfti varð í norðaustur-Indlandi í dag. Hann var 6,8 á richter. Enn sem komið er hafa ekki borist neinar tilkynningar af manntjóni, en skjálftinn olli miklum ótta í landinu.

Erlent

Tvö flugslys á 24 tímum

Flugmaður missti stjórn á rellu sinni á flugsýningu í Bandaríkjunum í gær, hrapaði til jarðar og lét lífið. Flugvélin lenti blessunarlega langt frá áhorfendum á sýningunni og enginn skaðaðist annar en flugmaðurinn. Yfirvöld hafa ekki opinberað nafn eða auðkenni flugmannsins.

Erlent

Ísrael: umsókn Palestínu verður ekki samþykkt

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, telur að umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum muni ekki bera árangur. Hann segir að viðurkenning á ríki Palestínumanna og varanlegur friður náist eingöngu með beinum samningaviðræðum.

Erlent

Rannsaka orsakir flugslyssins

Bandarísk samgönguyfirvöld hafa skipað rannsóknarteymi til að kanna orsakir flugslyssins í Nevada á föstudaginn þar sem gömul herflugvél hrapaði til jarðar á áhorfendur flugsýningar. Tala látinna hefur hækkað í níu og tugir eru særðir. Enginn virðist þó hafa hugmynd um hvað kom fyrir. Flugvélin hafði staðist allar vélar- og tímaskoðanir og flugmaðurinn þaulreyndur. Í samtali við fréttastofu CBS segir Mark Rosenker, formaður öryggideildar samgöngustjórnar bandaríkjanna, ekkert verða útilokað í rannsókninni.

Erlent

Fyrirætlanir um frelsun „njósnara“ tefjast

Óvænt hindrun tefur fyrirætlanir um að frelsa bandarísku strákana tvo sem dæmdir voru á 8 ára fangelsi í Íran í síðasta mánuði. Undirskrift dómara nokkurs er nauðsynleg svo samningurinn komist í gegnum stjórnkerfi landsins. Sá dómari er hins vegar í fríi þar til á þriðjudag. Þar með bresta vonir strákanna um að losna í hvelli.

Erlent

Vill leggja auknar byrðar á hátekjufólk

Barack Obama, bandaríkjaforseti, stefnir að því að hækka skattlagningu á ríkustu samlanda sína. Reglurnar eru svör við ákalli um að auðmenn axli auknar byrðar við lausn á skuldavanda landsins.

Erlent

Siemens rýfur tengsl við kjarorkuiðnað

Þýski tæknirisinn Siemens hyggst hætta allri þróun og framleiðslu á tækjum fyrir kjarnorkuver. Formælendur fyrirtækisins segja ákvörðunina rétta eftir slysið í Fukushima í Japan í marsmánuði. Í samtali við þýska tímaritið Spiegel segi Peter Loescher, forstjóri Siemens, ákvörðunina endurspegla afstöðu þýsku þjóðarinnar og stjórnmálamanna hennar að rjúfa eigi öll tengsl við kjarnorkuframleiðslu í heiminum. Hann segir þann kafla í sögu Siemens lokið og tók sérstaklega fram að allar vörur sem nýttar eru í kjarnorkuver verði teknar strax af markaði.

Erlent

Strauss-Kahn í viðtal

Dominique Strauss-Kahn mun koma fram í sjónvarpsviðtali í kvöld - í fyrsta sinn eftir að fallið var frá ákæru á hendur honum fyrir að nauðga herbergisþernu á hóteli í NewYork. Strauss-Kahn, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun verða gestur í fréttaskýringaþætti á frönsku sjónvarpsstöðinni TF1 þar sem Claire Chazal, vinkona eiginkonu Strauss-Kahn, mun taka við hann viðtal. Lögmaður herbergisþernunnar í New York, segja Strauss-Kahn þurfa að svara ágengnum spurningum fréttamannsins, annars sé ljóst að um skipulagða upphafningu á mannorði hans sé að ræða.

Erlent

Sekta þá sem klára ekki matinn sinn

Veitingastaður í Saudi-Arabíu hefur tekið upp á því að sekta viðskiptavini sína ef þeir klára ekki matinn sem þeir panta. Eigendur staðarins segja þessa nýstárlegu viðskiptahætti hugsaða til að hvetja fólk til að eyða ekki of miklu í mat og gerast ekki of djarfir í pöntunum.

Erlent

Þýskur ráðherra vill sniðganga facebook

Þýski ráðherra neytendaverndar hvetur ráðuneyti sitt til að sniðganga samskiptamiðilinn facebook. Ráðherran telur að vegna lagalegra ágreiningsefna um persónuvernd ættu yfirvöld landsins ekki að setja facebook-hnapp á allar opinberar internet síður og því síður stofna fan-page um ráðuneyti landsins.

Erlent

Sprengja nærri Taj Mahal

Lítil sprengja sprakk í dag nálægt Taj Mahal, aðalferðamannastað Indlands. Sex manns meiddust. Lögregluyfirvöld landsins segja að um heimagerða sprengju hafi verið að ræða. Of snemmt væri að segja til um hvort hryðjuverkasamtök stæðu á bak við árásina.

Erlent

Berlusconi montar sig af kynlífi

Glaumgosinn Silvio Berlusconi varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar fjölmiðlar á Ítalíu birtu afrit af símtölum hans þar sem hann montar sig af því að 11 stúlkur bíði í röð fyrir utan dyrnar hjá honum eftir því að fá að hafa við hann kynmök.

Erlent

Myndband af flugslysinu

Fréttastofa greindi frá því í morgun að þrír hefðu látist eftir að flugmaður missti stjórn á flugvél sinni á flugsýningu. Áhorfendur á sýningunni náðu myndum af atburðinum. Myndirnar eru fremur óskýrar enda ekki teknar af fagfólki.

Erlent

Októberfest sett í Munchen

Borgarstjórinn í Munchen opnaði fyrsta bjórkútinn og setti þar með 178. Októberfest-hátíðina í morgun. Búist er við því að yfir 6 milljón gestir frá öllum heimshornum ferðist til Þýskalands til að taka þátt í gleðinni sem stendur næstu 17 daga.

Erlent

Loftárásir Nató á Sirte í nótt

Talsmaður Muammar Gaddafi segir loftárásir Nató á Sirte í nótt hafa drepið 354 manns. Lofárásirnar lentu á íbúðarhúsi og hóteli. Þetta fullyrti hann í viðtali við Reuters, en fullyrðingar hans hafa ekki verið staðfestar, enda hefur verið lokað á mest öll samskipti frá bænum síðan Tripoli féll.

Erlent

Uppreisnarmenn ráðast inn í Sirte

Uppreisnarmenn í Líbíu réðust inn í fæðingarbæ Gaddafí, Sirte, í morgun. Alla vega 100 bílar sáust keyra inn í bæinn, sem er eitt síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafí. Uppreisnarmenn reyna nú að leggja hann undir sig.

Erlent

Þrír látnir eftir flugsýningu

Þrír létust og tugir slösuðust þegar flugvél á flugsýningu í Nevada hlekktist á í lofti og hrapaði til jarðar á áhorfendur. Formælendur sýningarinnar telja að vél flugvélarinnar, sem var af gerðinni Mustang, hafi bilað. Flugvélin hafi þó haft öll tilskilin leyfi og staðist allar skoðanir athugasemdalaust. Þá var flugmaðurinn, Jimmy Leeward, einn sá þekktasti og reyndasti á sínu sviði.

Erlent

Rússum spáð kosningasigri

„Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag.

Erlent

Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn

„Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna.

Erlent

Ráðherralistinn ekki tilbúinn um helgina

Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna í Danmörku, segir að hún verði ekki tilbúin með ráðherralista áður en helgin er á enda. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllands Posten.

Erlent

Viðskiptabannið enn framlengt

Bandaríkjaforseti framlengdi í vikunni viðskiptabann við Kúbu sem hefur verið í gildi í einhverju formi frá upphafi sjöunda áratugarins, þegar Kastró tók völdin á eyjunni.

Erlent

Thorning hyllt af flokksfélögum

Helle Thorning-Schmidt var hyllt þegar að hún mætti á kosningavöku sósíaldemókrata í Kaupmannahöfn í nótt. Þar fagna flokksmenn því að hún verður væntanlega næsti forsætisráðherra landsins. Sósíaldemókratar og stuðningsflokkar þeirra unnu nauman sigur á Venstre og stuðningsmönnum þeirra í kosningunum í dag.

Erlent

Sykursjúkir hugsanlega sviptir ökuréttindum

Hátt í milljón breskra ökumanna eiga á hættu að missa ökuréttindin vegna þess að þeir eru sykursjúkir. Um er að ræða löggjöf frá Evrópusambandinu sem nýlega var innleidd. Umferðastofa Breta hefur hinsvegar túlkað löggjöfina mun þrengra en önnur Evrópuríki hafa gert. Þannig þurfa þeir ökumenn, sem hafa lent í skyndilegu blóðsykursfalli á síðustu 12 mánuðum, að skila inn ökuskírteinum sínum.

Erlent

Ríkisstjórn Danmerkur fallin

Ríkisstjórn Danmerkur er fallin samkvæmt fyrstu útgönguspám í Danmörku og danska ríkisútvarpið greindi frá um klukkan sex. Þannig fá vinstri flokkarnir 90 þingsæti sem er meirihluti en tæpur þó. Ef úrslitin fara eins og könnunin gefur til kynna verður Helle Thorning-Schmidt fyrsta konan til þess að verða forsætisráðherra Danmerkur.

Erlent