Erlent Höfðu Nóbelsverðlaunin áhrif á Saleh? Kunnugir menn telja þá staðreynd að friðarverðlaun Nóbels féllu í skaut aðgerðarkonunnar Tawakkul Karman frá Jemen vera eina orsök þess að forseti landsins lofaði í dag að segja af sér. Erlent 8.10.2011 16:42 Hvetur til ritfrelsis í Búrma Yfirmaður ríkisstofnunar sem sér um ritskoðun fréttamiðla í Búrma hvetur nú til þess að ritskoðun þar verði afnumin. Miðlar í Búrma hafa hingað til verið meðal þeirra sem mest eru ritskoðaðir í öllum heiminum. Erlent 8.10.2011 15:27 Forseti Jemen hyggst segja af sér Forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, hefur tilkynnt að hann muni láta af völdum á næstu dögum. Afsögn sína tilkynnti hann á ríkissjónvarpsstöð Jemen fyrr í dag. Tawakul Karman, baráttukona sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrr í vikunni, tekur þessum yfirlýsingum með miklum fyrirvörum. "Satt að segja trúum við honum ekki," sagði hún í viðtali við fréttamiðilinn Al Jazeera og hét því að láta ekki af friðsamlegum mótmælum þar til forsetinn gefur völdin eftir. Erlent 8.10.2011 14:33 Sprengingar í dönsku vöruhúsi Danskir reykkafarar kljást nú við eldsvoða eftir að miklar sprengingar urðu í vöruhúsi í þorpi í Danmörku. Orsök sprenginganna er enn á huldu, en talsmaður lögreglu telur að vöruhúsið hafi verið fullt af flugeldum. Erlent 8.10.2011 14:10 Rick Perry glatar helmingi fylgis síns Eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna virðist Rick Perry, ríkisstjóri Texas, nú vera að upplifa stjörnuhrap. Hann hefur glatað um helmingi fylgis síns síðasta mánuðinn samkvæmt nýrri könnun Washington Post og ABC News. Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, hefur hins vegar aftur bætt við fylgi sitt og hefur tekið forystu í kapphlaupinu. Hástökkvarinn í könnuninni er aftur á móti hinn þeldökki kaupsýslumaður Herman Cain, sem nú mælist með næstmest fylgi frambjóðenda flokksins. Könnunin bendir í öllu falli til þess að Barack Obama, sitjandi forseti, eigi verulega á brattann að sækja í forsetakosningunum á næsta ári, en 55 prósent kjósenda segjast telja að Repúblikanar nái hvíta húsinu, en 37 prósent telja að Obama haldi því. Erlent 8.10.2011 13:00 Mótmæli á Ítalíu Námsmenn á Ítalíu mótmæltu í gær niðurskurði ítalskra stjórnvalda á menntakerfinu. Skólar landsins voru lokaðir og hundruðir þúsunda námsmanna flykktust út á götur landsins með kyndla og skilti og hrópuðu gífuryrði um stjórnmálamenn landsins. Erlent 8.10.2011 12:18 Árekstur í Kína 35 manns týndu lífinu í rútuslysi á hraðbraut í Kína í gær. 18 manns til viðbótar meiddust. Erlent 8.10.2011 11:51 Enn mótmælt í Bandaríkjunum Mótmælin gegn fjármálakerfinu í Bandaríkjunum héldu áfram í gær. Mótmælendur flykktust fram á götur í fjölmörgum borgum þar í landi. Jafnframt því að mótmæla umsvifum fjármálakerfisins var innrásinni í Afghanistan mótmælt. Hún hefur nú staðið í 10 ár. Erlent 8.10.2011 11:41 Rússar snúast gegn stjórn Sýrlands Forseti Rússlands, Dimitry Medvedev, hefur mælst til þess að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, komi að umbótum í landinu hið fyrsta eða segi af sér. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar setja opinberlega fram gagnrýni á stjórn Sýrlands síðan uppreisnin þar í landi hófst fyrir sex mánuðum. Erlent 8.10.2011 10:57 Andlát Jobs vekur sterk viðbrögð „Hugsanlega sýnir ekkert betur árangur Steves en sú staðreynd að stór hluti fólks í heiminum frétti af andláti hans með tækjabúnaði sem hann fann upp,“ skrifaði Barack Obama Bandaríkjaforseti á Twitter-síðu sína eftir að hann frétti af fráfalli Steves Jobs, meðstofnanda Apple-fyrirtækisins. Erlent 8.10.2011 09:00 Með minnihluta í skoðanakönnun Stjórnarflokkarnir í Danmörku myndu ekki ná meirihluta á þingi ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir Politiken. Erlent 8.10.2011 08:45 Samstarfið ekki gegn Pakistan „Þessu viðskiptabandalagi er ekki ætlað að beinast gegn neinu landi,“ sagði Hamid Karzai, forseti Afganistans, í heimsókn sinni á Indlandi á miðvikudag. Erlent 8.10.2011 03:15 Erfðamengi Færeyinga kortlagt Færeyjar munu á komandi mánuðum bjóða íbúum sínum að láta kortleggja erfðamengi sitt. Með þessu er vonast til að bæta heilbrigðisþjónustu eyjanna. Færeyingar hafa lengi þurft að kljást við sjaldgæfan erfðaskipta sjúkdóm sem hefur skaðleg áhrif á efnaskipti líkamans. Fræðilegt heiti sjúkdómsins er Carnitine Transporter Deficiency (CTD). Talið er að þriðjungur Færeyinga beri genið sem veldur sjúkdómnum. Erlent 8.10.2011 00:01 Borgarstjórinn gagnrýnir mótmælendur í New York Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, sagði í kvöld að mótmælendur í New York vilji örkumla efnahag borgarinnar. Hann sagði aðgerðasinna vilja taka störf þeirra sem vinna á Wall Street. Ummæli Bloombergs eru þau hörðustu í garð mótmælanna sem fallið hafa hingað til. Erlent 7.10.2011 23:45 Hart barist í Sirte Orrustan um Sirte hefur nú staðið í nokkra daga. Hermenn byltingarhersins í Lýbíu hafa nú sótt að miðju borgarinnar sem er eitt af síðustu vígjum stuðningsmanna Gaddafi, fyrrum leiðtoga landsins. Erlent 7.10.2011 23:30 Eftirsóttur hryðuverkamaður var uppáhald CIA Jalaluddin Haqqani er nú efstur á lista Bandaríkjamanna yfir eftirlýsta hryðuverkamenn. Komið hefur í ljós að Haqqani var á sínum tíma styrktur af Bandaríkjunum. Erlent 7.10.2011 22:00 Ræða Jobs vekur hrifningu Síðan fréttir bárust af fráfalli Steve Jobs síðasta miðvikudag hefur gríðarlegur fjöldi horft á ræðu sem fyrrum forstjórinn hélt í Stanford háskólanum. Erlent 7.10.2011 21:45 Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. Erlent 7.10.2011 21:15 Ósonlag á Venus Vísindamenn telja að ósonlag sé að finna á Venus. Áður var talið að Jörðin og Mars væru einu plánetur sólkerfisins sem hefðu ósónlag. Erlent 7.10.2011 21:05 Vilja forðast frekari lekamál Yfirvöld Bandaríkjanna kynntu í dag aðgerðaráætlun sem á að koma í veg fyrir viðvarandi leka í opinberum stofnunum. Er þetta gert til að forðast annað Wikileaks mál þar sem hernaðargögn og diplómatísk skeyti voru gerð opinber. Erlent 7.10.2011 20:24 Fjöldi líka fundust í Mexíkó Þrjátíu og tvö lík fundust í gær í Mexíkósku borginni Veracruz þar sem eiturlyfjaklíkur hafa barist á banaspjót. Erlent 7.10.2011 12:20 Föst á milli rúms og veggjar í fjóra daga Áttræð kona í Kalíforníu var hætt komin á dögunum þegar hún datt úr rúmi sínu og skorðaðist á milli rúms og veggjar. Hún gat sig hvergi hreyft og varð auk þess fyrir áverkum á höfði við fallið. Konan býr ein og liðu heilir fjórir dagar frá því hún festist og uns henni var bjargað af starfsmanni félagsþjónustunnar í bænum sem kom að gá að henni. Hún er nú á batavegi á sjúkrahúsi. Erlent 7.10.2011 12:17 Hélt að Júpíter væri neyðarblys Allt tiltækt björgunarlið var sent af stað í breska strandbænum Tynemouth í vikunni þegar áhyggjufullur íbúi sagðist hafa séð neyðarblys log á himninum undan strönd bæjarins. Erlent 7.10.2011 12:15 Sirleaf deilir friðarverðlaunum Nóbels með tveimur öðrum konum Ellen Johnson Sirleaf forseti Líberíu er handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár en verðlaununum deilir hún með tveimur öðrum konum sem barist hafa fyrir friði. Þær eru Leymah Gbowee sem leiddi baráttuna fyrir friði í Líberíu þegar borgarastyrjöldin í landinu stóð sem hæst og Tawakul Karman, stjórnmálamaður frá Jemen sem lengi hefur barist fyrir auknum mannréttindum þar í landi. Erlent 7.10.2011 09:03 Tíu ár liðin frá innrásinni í Afganistan Tíu ár eru nú liðin frá því Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan og sér ekki fyrir endan á átökunum í landinu. Erlent 7.10.2011 08:43 Hver fær friðarverðlaunin? Tilkynnt verður í dag klukkan níu í Osló hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Eins og venjulega reyna menn að giska á hver hljóti hnossið og eru margir á því að kona verði fyrir valinu í þetta skiptið. Þorbjörn Jagland formaður nefndarinnar sagði við norska ríkissjónvarpið í gær að hann telji að vinningshafanum í ár verði vel tekið um allan heim. Erlent 7.10.2011 07:00 Wikipedia mótmælir frumvarpi Berlusconi Frjálsa alfræðiritið Wikipedia hefur lokað ítölsku síðunni sinni. Var þetta gert í mótmælaskyni gegn áætluðum lögum sem myndu neyða útgáfur til að birta breytingar á greinum innan 48 klukkutíma frá birtingu. Erlent 6.10.2011 23:54 Fornleifauppgröftur Pútíns sviðsettur Fyrir stuttu var greint frá því að Vladimir Pútín hafi uppgötvað skipsflak á botni Svartahafs. Í skipinu fannst mikið af menjum. Tökuvélar voru á staðnum og mynduðu forsetann kafa eftir gripunum. Í myndbandinu sást til Pútíns draga ævaforn ker og krukkur af hafsbotni. Erlent 6.10.2011 23:22 Filippseyingur umbreytist í Súperman Flestum langar á einhverjum tímapunkti að vera Súperman. Sumir, hins vegar, ganga skrefinu lengra. Herbert Chavez, 35 ára gamall Filippseyingur, tók það skref. Erlent 6.10.2011 22:54 Dráp bin Laden dregur dilk á eftir sér Niðurstaða nefndar sem skipuð var af yfirvöldum í Pakistan mælir með því að Dr Shakeel Afridi verði saksóttur fyrir landráð. Læknirinn er sakaður um að hafa aðstoðað leyniþjónustu Bandaríkjanna við að hafa hendur í hári Osama bin-Laden. Erlent 6.10.2011 22:32 « ‹ ›
Höfðu Nóbelsverðlaunin áhrif á Saleh? Kunnugir menn telja þá staðreynd að friðarverðlaun Nóbels féllu í skaut aðgerðarkonunnar Tawakkul Karman frá Jemen vera eina orsök þess að forseti landsins lofaði í dag að segja af sér. Erlent 8.10.2011 16:42
Hvetur til ritfrelsis í Búrma Yfirmaður ríkisstofnunar sem sér um ritskoðun fréttamiðla í Búrma hvetur nú til þess að ritskoðun þar verði afnumin. Miðlar í Búrma hafa hingað til verið meðal þeirra sem mest eru ritskoðaðir í öllum heiminum. Erlent 8.10.2011 15:27
Forseti Jemen hyggst segja af sér Forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, hefur tilkynnt að hann muni láta af völdum á næstu dögum. Afsögn sína tilkynnti hann á ríkissjónvarpsstöð Jemen fyrr í dag. Tawakul Karman, baráttukona sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrr í vikunni, tekur þessum yfirlýsingum með miklum fyrirvörum. "Satt að segja trúum við honum ekki," sagði hún í viðtali við fréttamiðilinn Al Jazeera og hét því að láta ekki af friðsamlegum mótmælum þar til forsetinn gefur völdin eftir. Erlent 8.10.2011 14:33
Sprengingar í dönsku vöruhúsi Danskir reykkafarar kljást nú við eldsvoða eftir að miklar sprengingar urðu í vöruhúsi í þorpi í Danmörku. Orsök sprenginganna er enn á huldu, en talsmaður lögreglu telur að vöruhúsið hafi verið fullt af flugeldum. Erlent 8.10.2011 14:10
Rick Perry glatar helmingi fylgis síns Eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna virðist Rick Perry, ríkisstjóri Texas, nú vera að upplifa stjörnuhrap. Hann hefur glatað um helmingi fylgis síns síðasta mánuðinn samkvæmt nýrri könnun Washington Post og ABC News. Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, hefur hins vegar aftur bætt við fylgi sitt og hefur tekið forystu í kapphlaupinu. Hástökkvarinn í könnuninni er aftur á móti hinn þeldökki kaupsýslumaður Herman Cain, sem nú mælist með næstmest fylgi frambjóðenda flokksins. Könnunin bendir í öllu falli til þess að Barack Obama, sitjandi forseti, eigi verulega á brattann að sækja í forsetakosningunum á næsta ári, en 55 prósent kjósenda segjast telja að Repúblikanar nái hvíta húsinu, en 37 prósent telja að Obama haldi því. Erlent 8.10.2011 13:00
Mótmæli á Ítalíu Námsmenn á Ítalíu mótmæltu í gær niðurskurði ítalskra stjórnvalda á menntakerfinu. Skólar landsins voru lokaðir og hundruðir þúsunda námsmanna flykktust út á götur landsins með kyndla og skilti og hrópuðu gífuryrði um stjórnmálamenn landsins. Erlent 8.10.2011 12:18
Árekstur í Kína 35 manns týndu lífinu í rútuslysi á hraðbraut í Kína í gær. 18 manns til viðbótar meiddust. Erlent 8.10.2011 11:51
Enn mótmælt í Bandaríkjunum Mótmælin gegn fjármálakerfinu í Bandaríkjunum héldu áfram í gær. Mótmælendur flykktust fram á götur í fjölmörgum borgum þar í landi. Jafnframt því að mótmæla umsvifum fjármálakerfisins var innrásinni í Afghanistan mótmælt. Hún hefur nú staðið í 10 ár. Erlent 8.10.2011 11:41
Rússar snúast gegn stjórn Sýrlands Forseti Rússlands, Dimitry Medvedev, hefur mælst til þess að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, komi að umbótum í landinu hið fyrsta eða segi af sér. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar setja opinberlega fram gagnrýni á stjórn Sýrlands síðan uppreisnin þar í landi hófst fyrir sex mánuðum. Erlent 8.10.2011 10:57
Andlát Jobs vekur sterk viðbrögð „Hugsanlega sýnir ekkert betur árangur Steves en sú staðreynd að stór hluti fólks í heiminum frétti af andláti hans með tækjabúnaði sem hann fann upp,“ skrifaði Barack Obama Bandaríkjaforseti á Twitter-síðu sína eftir að hann frétti af fráfalli Steves Jobs, meðstofnanda Apple-fyrirtækisins. Erlent 8.10.2011 09:00
Með minnihluta í skoðanakönnun Stjórnarflokkarnir í Danmörku myndu ekki ná meirihluta á þingi ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir Politiken. Erlent 8.10.2011 08:45
Samstarfið ekki gegn Pakistan „Þessu viðskiptabandalagi er ekki ætlað að beinast gegn neinu landi,“ sagði Hamid Karzai, forseti Afganistans, í heimsókn sinni á Indlandi á miðvikudag. Erlent 8.10.2011 03:15
Erfðamengi Færeyinga kortlagt Færeyjar munu á komandi mánuðum bjóða íbúum sínum að láta kortleggja erfðamengi sitt. Með þessu er vonast til að bæta heilbrigðisþjónustu eyjanna. Færeyingar hafa lengi þurft að kljást við sjaldgæfan erfðaskipta sjúkdóm sem hefur skaðleg áhrif á efnaskipti líkamans. Fræðilegt heiti sjúkdómsins er Carnitine Transporter Deficiency (CTD). Talið er að þriðjungur Færeyinga beri genið sem veldur sjúkdómnum. Erlent 8.10.2011 00:01
Borgarstjórinn gagnrýnir mótmælendur í New York Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, sagði í kvöld að mótmælendur í New York vilji örkumla efnahag borgarinnar. Hann sagði aðgerðasinna vilja taka störf þeirra sem vinna á Wall Street. Ummæli Bloombergs eru þau hörðustu í garð mótmælanna sem fallið hafa hingað til. Erlent 7.10.2011 23:45
Hart barist í Sirte Orrustan um Sirte hefur nú staðið í nokkra daga. Hermenn byltingarhersins í Lýbíu hafa nú sótt að miðju borgarinnar sem er eitt af síðustu vígjum stuðningsmanna Gaddafi, fyrrum leiðtoga landsins. Erlent 7.10.2011 23:30
Eftirsóttur hryðuverkamaður var uppáhald CIA Jalaluddin Haqqani er nú efstur á lista Bandaríkjamanna yfir eftirlýsta hryðuverkamenn. Komið hefur í ljós að Haqqani var á sínum tíma styrktur af Bandaríkjunum. Erlent 7.10.2011 22:00
Ræða Jobs vekur hrifningu Síðan fréttir bárust af fráfalli Steve Jobs síðasta miðvikudag hefur gríðarlegur fjöldi horft á ræðu sem fyrrum forstjórinn hélt í Stanford háskólanum. Erlent 7.10.2011 21:45
Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. Erlent 7.10.2011 21:15
Ósonlag á Venus Vísindamenn telja að ósonlag sé að finna á Venus. Áður var talið að Jörðin og Mars væru einu plánetur sólkerfisins sem hefðu ósónlag. Erlent 7.10.2011 21:05
Vilja forðast frekari lekamál Yfirvöld Bandaríkjanna kynntu í dag aðgerðaráætlun sem á að koma í veg fyrir viðvarandi leka í opinberum stofnunum. Er þetta gert til að forðast annað Wikileaks mál þar sem hernaðargögn og diplómatísk skeyti voru gerð opinber. Erlent 7.10.2011 20:24
Fjöldi líka fundust í Mexíkó Þrjátíu og tvö lík fundust í gær í Mexíkósku borginni Veracruz þar sem eiturlyfjaklíkur hafa barist á banaspjót. Erlent 7.10.2011 12:20
Föst á milli rúms og veggjar í fjóra daga Áttræð kona í Kalíforníu var hætt komin á dögunum þegar hún datt úr rúmi sínu og skorðaðist á milli rúms og veggjar. Hún gat sig hvergi hreyft og varð auk þess fyrir áverkum á höfði við fallið. Konan býr ein og liðu heilir fjórir dagar frá því hún festist og uns henni var bjargað af starfsmanni félagsþjónustunnar í bænum sem kom að gá að henni. Hún er nú á batavegi á sjúkrahúsi. Erlent 7.10.2011 12:17
Hélt að Júpíter væri neyðarblys Allt tiltækt björgunarlið var sent af stað í breska strandbænum Tynemouth í vikunni þegar áhyggjufullur íbúi sagðist hafa séð neyðarblys log á himninum undan strönd bæjarins. Erlent 7.10.2011 12:15
Sirleaf deilir friðarverðlaunum Nóbels með tveimur öðrum konum Ellen Johnson Sirleaf forseti Líberíu er handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár en verðlaununum deilir hún með tveimur öðrum konum sem barist hafa fyrir friði. Þær eru Leymah Gbowee sem leiddi baráttuna fyrir friði í Líberíu þegar borgarastyrjöldin í landinu stóð sem hæst og Tawakul Karman, stjórnmálamaður frá Jemen sem lengi hefur barist fyrir auknum mannréttindum þar í landi. Erlent 7.10.2011 09:03
Tíu ár liðin frá innrásinni í Afganistan Tíu ár eru nú liðin frá því Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan og sér ekki fyrir endan á átökunum í landinu. Erlent 7.10.2011 08:43
Hver fær friðarverðlaunin? Tilkynnt verður í dag klukkan níu í Osló hver hlýtur Friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Eins og venjulega reyna menn að giska á hver hljóti hnossið og eru margir á því að kona verði fyrir valinu í þetta skiptið. Þorbjörn Jagland formaður nefndarinnar sagði við norska ríkissjónvarpið í gær að hann telji að vinningshafanum í ár verði vel tekið um allan heim. Erlent 7.10.2011 07:00
Wikipedia mótmælir frumvarpi Berlusconi Frjálsa alfræðiritið Wikipedia hefur lokað ítölsku síðunni sinni. Var þetta gert í mótmælaskyni gegn áætluðum lögum sem myndu neyða útgáfur til að birta breytingar á greinum innan 48 klukkutíma frá birtingu. Erlent 6.10.2011 23:54
Fornleifauppgröftur Pútíns sviðsettur Fyrir stuttu var greint frá því að Vladimir Pútín hafi uppgötvað skipsflak á botni Svartahafs. Í skipinu fannst mikið af menjum. Tökuvélar voru á staðnum og mynduðu forsetann kafa eftir gripunum. Í myndbandinu sást til Pútíns draga ævaforn ker og krukkur af hafsbotni. Erlent 6.10.2011 23:22
Filippseyingur umbreytist í Súperman Flestum langar á einhverjum tímapunkti að vera Súperman. Sumir, hins vegar, ganga skrefinu lengra. Herbert Chavez, 35 ára gamall Filippseyingur, tók það skref. Erlent 6.10.2011 22:54
Dráp bin Laden dregur dilk á eftir sér Niðurstaða nefndar sem skipuð var af yfirvöldum í Pakistan mælir með því að Dr Shakeel Afridi verði saksóttur fyrir landráð. Læknirinn er sakaður um að hafa aðstoðað leyniþjónustu Bandaríkjanna við að hafa hendur í hári Osama bin-Laden. Erlent 6.10.2011 22:32