Erlent

Meintir morðingjar neita sök

Mennirnir tveir sem eru í haldi vegna hvarfs Sigridar Sjetne, norsku stúlkunnar sem fannst látin á mánudag eftir að hafa verið saknað í rúman mánuð, neita báðir sök og segjast báðir hafa fjarvistasannanir.

Erlent

FBI sakað um að njósna um viðskiptavini Apple

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum þvertekur fyrir að hafa njósnað um viðskiptavini Apple. Tölvuþrjótar birtu í gær notendanöfn og persónuupplýsingar rúmlega milljón Apple-notenda. Hópurinn heldur því fram að upplýsingarnar hafi verið teknar af fartölvu sem útsendari FBI notaði til að fylgjast með viðskiptavinum fyrirtækisins.

Erlent

Múslímskir harðlínumenn rústuðu bar í Túnis

Hópur múslímska harðlínumanna, sem kallast Salafistar, réðist í fyrrinótt inn á hótel í bænum Sidi Bouzid í Túnis og lagði bar hótelsins í rúst. Ástæðan fyrir þessari árás var að áfengi var selt á barnum.

Erlent

Barinn opinn öllum nemendum

Læknafélag Danmerkur vill að unglingum undir lögaldri verði meinað að kaupa áfengi á barnum á skólaböllum. Samkvæmt könnun danska blaðsins Politiken leyfa sjö af hverjum tíu menntastofnunum fyrir unglinga á framhaldsskólaaldri öllum nemendunum að kaupa áfengi á skólaskemmtunum.

Erlent

Fannst látin í skógarlundi

Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð.

Erlent

Áhöfn skútunnar bjargað

10 manna áhöfn pólskrar skútu sem komst í hann krappan undan ströndum Færeyja hefur verið bjargað um borð í danska varðskipið Brimil.

Erlent

Staðfest að Sigrid er látin

Stúlkan sem fannst látin í úthverfi Oslóar í Noregi í gærkvöld er Sigrid Schjetne. Lögreglan í Oslo staðfesti þetta á blaðamannafundi sem hófst nú klukkan fjögur.

Erlent

Harmleikur í Marokkó

Að minnsta kosti fjörutíu og tveir létust þegar rúta rann niður í gil í Atlasfjöllum í Marokkó í nótt.

Erlent

Norska lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna líkfundar

Norska lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar vegna líkfundar í úthverfi Oslóar í gærkvöld. Nú eftir hádegið í dag var ekki orðið ljóst hvort umrætt lík er af Sigrid Schjetne sem saknað hefur verið frá því í byrjun ágúst. Jørn Kristian Jørgensen, hjá samskiptamiðstöð norsku lögreglunnar, segir að í dag muni fara fram vinna við að bera kennsl á líkið.

Erlent

Vírus sem drepur krabbamein - Lækning sett á ís

Ódýr og fljótvirk meðferð við krabbameini er nú geymd í frystikistu sænska erfðafræðingsins Magnus Essand í háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Tilraunir á músum hafa gengið vonum framar. Því miður er ólíklegt að rannsóknir á mönnum hefjist á næstu árum.

Erlent

Hugsanlegt að lík sem fannst sé af Sigrid

Ekki er útilokað að lík sem fundist hefur í Noregi sé af hinni sextán ára gömlu Sigrid Schjetne, sem leitað hefur verið að í um mánuð. Líkið fannst á bak í skógi á bakvið bensínstöð við Kolbotn. Lögreglan segir að á þessari stundu sé ekkert hægt að segja um kyn eða aldur þess sem líkið er af.

Erlent

Telur verkið nánast ómögulegt

Sýrlenski herinn varpaði í gær sprengjum á bæinn al Bab, sem er skammt frá tyrknesku landamærunum. Árásirnar kostuðu að minnsta kosti 19 manns lífið. Átökin í landinu hafa kostað meira en 23 þúsund manns lífið frá því þau hófust snemma á síðasta ári.

Erlent

Harry grínast með sundlaugarpartíið

Harry Bretaprins tekur sjálfan sig augljóslega ekki of hátíðlega því þegar hann kom í dag fram opinberlega í fyrsta sinn síðan myndir af honum berum í sundlaugarpartíi í Las Vegas fóru eins og eldur í sinu um fjölmiðla heimsins gerði hann grín að uppátækinu.

Erlent

Skógareldar við Los Angeles

Slökkviliðsmenn í Los Angeles í Bandaríkjunum berjast nú við mikla skógarelda sem blossuðu upp í gær. Rúmlega 1.600 hektara svæði hefur orðið eldi að bráð en slökkviliðsmönnum hefur aðeins tekist að hemja um fimm prósent eldanna.

Erlent

Facebook-morðingi í ársfangelsi

Fimmtán ára gamall piltur í Hollandi hefur verið dæmdur til eins árs betrunarvistar fyrir að hafa orðið 14 ára stúlku að bana. Aðdraganda morðsins má rekja til rifrildis á samskiptamiðlinum Facebook.

Erlent

Klettamyndanir á botni Eystrasaltsins - ekki geimskip

Fyrirbærið sem hafrannsóknarmenn fundu á botni Eystrasaltsins í maí árið 2011 hefur heillað marga. Sumir halda því fram að aldagamalt geimskip liggi þar á hafsbotni meðan aðrir telja hlutinn vera leynivopn nasista frá seinni heimsstyrjöld. Hluturinn, sem er disklaga, er á stærð við Boeing 747 breiðþotu.

Erlent

Lést í sjóslysi á leið frá Íslandi

Tæplega sjötugur karlmaður lést eftir að hann féll af skútu sinni vestur af strönd Nýfundnalands á laugardag. Maðurinn, sem var skurðlæknir og prófessor við Harvard háskóla, var á siglingu frá Íslandi til Bandaríkjanna þegar slysið varð, að því er fram kemur á vef CBC fréttastofunnar. Stormur og mikill öldugangur var þegar slysið varð. Fjölskylda mannsins, sem hét Ned Cabot, segir að hann hafi verið vanur siglingamaður og hafi oft ferðast milli Norður Ameríku og Evrópu og hafi þekkt strendur Nýfundnalands og Labrador mjög vel.

Erlent