Erlent

Herra Trololo látinn, 77 ára að aldri

Rússneski söngvarinn Eduard Khil lést í Sankti Pétursborg í dag, 77 ára að aldri. Ferill Khils er rósum skreyttur, en það var túlkun hans á laginu I am so Happy til Finally be Back Home sem vakti hrifningu netverja — í kjölfarið varð Khil að stórstjörnu.

Erlent

Segja skilið við vopnahlé

Þjóðarráð Sýrlands, helstu samtök stjórnarandstæðinga í landinu, hefur sagt skilið við hið máttlausa vopnahlé sem ríkt hefur í landinu síðustu vikur.

Erlent

Dómari í Breivik málinu spilaði kapal í réttarsal

Dómari í Breivik málinu sást í dag leggja kapal í tölvunni sinni meðan á vitnaleiðslum stóð. Á mynd sem birtist í norskum fjölmiðlum sést Ernst Henning Eielsen, einn af fimm dómurum í málinu, leika sér í tölvukapalnum solitaire. "Fólk hefur mismunandi leiðir til að halda sér einbeittu," sagði talskona réttarins í fjölmiðlum í dag, en myndin hefur vakið töluverða athygli. "Dómararnir fylgjast gaumgæfilega með öllu því sem fram kemur fyrir réttinum."

Erlent

Eftirlýsti klámmyndaleikarinn sást í París

Kanadíski klámmyndaleikarinn sem grunaður er um hrottalegt morð er sagður hafa sést tvisvar sinnum í Frakklandi um helgina. Sömuleiðis hefur lögreglan numið merki úr farsíma hans og rakið þau til Parísar. Því bendir allt til þess að hann hafi flúið til Frakklands. Ekki er vitað hvort hann er enn staddur þar eða hvort hann hefur haldið áfram.

Erlent

Alþjóðaflugvöllur í Líbíu umkringdur

Vopnaður flokkur umkringdi í dag millilandaflugvöll Líbíu í Tripolí. Hópurinn hefur krafist lausnar eins af leiðtogum sínum sem hvarf fyrir tveimur dögum. Aðgerðirnar eru hugsaðar til að vekja athygli á kröfunum. Fyrir vikið hefur öllu flugi verið beint á herflugvöll landsins.

Erlent

Uppreisnarmenn fella 80 stjórnarliða

Um 80 stjórnarliðar létust í átökum í Sýrlandi um helgina. Það ku vera mesta mannfall sem stjórnarherinn hefur þolað í einu síðan uppreisnin hófst í mars árið 2011.

Erlent

Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar

Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina.

Erlent

Fjórir menn dæmdir fyrir að skipuleggja árás á JP

Dómstóll í Danmörku dæmdi í morgun fjóra menn seka um að hafa ætlað að gera hryðjuverkaárás á skrifstofur dagblaðsins Jyllands-Posten í Kaupmannahöfn. Mennirnir voru handteknir í árslok 2010. Fram kom í réttarhöldunum að mennirnir ætluðu sér að bana stórum hópi fólks til að hefna fyrir skrípamyndirnar sem blaðið birti af Múhameð spámanni árið 2005. Mennirnir voru allir múslimar sem búsettir voru í Svíþjóð. Refsing yfir þeim hefur ekki verið ákveðin en saksóknarar krefjast sextán ára fangelsis.

Erlent

Assad líkir stjórnarhernum við skurðlækni

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, líkir aðgerðum stjórnarhersins í landinu við tilraunir skurðlækna til að bjarga mannslífum. Herinn hefur staðið fyrir fjöldamorðum og pyndingum að undanförnu.

Erlent

Facebook skoðar kaup á Opera

Verð hlutabréfa í norska vafraframleiðandanum Opera rauk upp í kjölfar þess að tæknivefsíðan Pocket-Lint greindi frá því að Facebook hefði áhuga á að kaupa fyrirtækið. Fyrirtækið Opera Software var stofnað af hinum íslenskættaða Jóni S. Von Tetzchner árið 1994. Hann gegndi lengst af stöðu forstjóra en lét af störfum hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Ríflega 200 milljónir manna nota Opera-vafrann.

Erlent

Gleymdi barni á þaki bílsins

Betur fór en á horfðist þegar hin nítján ára gamla Catalina Clouser frá Phoenix í Arizonaríki gleymdi fimm vikna gömlum syni sínum í bílstól uppi á þaki bíls síns áður en hún ók af stað, seint á föstudagskvöld.

Erlent

Leikkona úr Desperate Housewives látin

Leikkonan Kathryn Joosten er látin sjötíu og tveggja ára að aldri en banamein hennar var lungnakrabbamein. Joosten er Íslendingum vel kunn úr hinum sívinsælu þáttum, Desperate Housewives, en þar lék hún fúllynda nágrannann Karen McCluskey.

Erlent

Einn látinn eftir skotárás í Kanada

Einn er látin eftir að karlmaður hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Toronto í Kanada í gærkvöldi. Skotmaðurinn er 25 ára gamall karlmaður. Sjö aðrir særðust í árásinni, þar af nokkrir lífshættulega. Meðal annars 13 ára gamall drengur.

Erlent

Áfrýja dómnum yfir Mubarak

Egypsk yfirvöld hafa staðfest að þau hyggjast áfrýja dómsmáli gegn Hosni Mubarak og öðrum sem réttað var yfir í málinu en dómurinn hefur vakið hörð viðbrögð í Egyptalandi.

Erlent

Assad kennir hryðjuverkamönnum um fjöldamorðin

89 manns létu lífið í Sýrlandi í gær, þar af 57 stjórnarhermenn. Það er mesta mannfall sem stjórnarherinn hefur orðið fyrir á einum degi síðan uppreisnin hófst í mars í fyrra. Flestir létust í bardögum í þorpum og bæjum.

Erlent

Andrómeda nálgast Vetrarbrautina

Eftir fjóra milljarða ára verða stórtíðindi í himingeimnum þegar stjörnuþokan Andrómeda rekst á Vetrarbrautina okkar. Tveimur milljörðum ára síðar hafa þessar tvær stjörnuþokur sameinast.

Erlent

Ólga í Egyptalandi vegna dóms yfir Mubarak

Þrátt fyrir að Hosni Mubarak, fyrrverandi leiðtogi Egyptalands hafi í dag verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, þá er almenningur verulega vonsvikinn. Ástæðan er sú að Mubarak var ekki dæmdur fyrir að hafa fyrirskipað að skjóta á mótmælendur, með þeim afleiðingum að yfir þúsund manns létust, heldur var hann dæmdur fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir morðin.

Erlent

Varar við óhóflegri bjartsýni í Búrma

„Þessa dagana verð ég vör við það sem ég kalla glæfralega bjartsýni,“ sagði Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, í fyrstu ræðu sinni á alþjóðavettvangi sem hún hélt í Taílandi í gær. „Ég tel að smá skammtur af heilbrigðri tortryggni væri ekki úr vegi,“ bætti hún við. Hún hefur setið í stofufangelsi í Búrma megnið af síðustu tuttugu árum en var látin laus á síðasta ári eftir að mannaskipti urðu í æðstu stöðum herforingjastjórnar landsins.

Erlent

Pútín segir pólitíska lausn vel mögulega í Sýrlandi

„Það eru ýmsir hagsmunir í húfi í átökunum og maður þarf að finna þau svæði þar sem þessir hagsmunir fara saman, og fá síðan alla aðila til að setjast að sama borði,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti um ástandið í Sýrlandi, sem farið hefur hríðversnandi undanfarna daga og vikur. „Það þarf ákveðna fagmennsku til og þolinmæði,“ bætti Pútin við og lofaði að beita sér fyrir því að jákvæð niðurstaða fáist.

Erlent

Með fordóma gegn gyðingum

Áttundi hver Norðmaður er með fordóma gegn gyðingum, samkvæmt niðurstöðum könnunar á vegum Senter for Studier av Holocaust og livssynsminoriteter. Á vef Kristilega Dagblaðsins í Danmörku segir að könnunin leiði jafnframt í ljós að fjórði hver Norðmaður telji að gyðingar líti svo á að þeir séu betri en aðrir. Nær 40 prósent bera meðferð Ísraela á Palestínumönnum saman við meðferð nasista á gyðingum. Talsmenn gyðinga segja niðurstöðurnar bera vott um vanþekkingu á gyðingdómi.-ibs

Erlent