Erlent

Facebook-morðingi í ársfangelsi

Fórnarlambið. Joyce Winsie Hau.
Fórnarlambið. Joyce Winsie Hau.
Fimmtán ára gamall piltur í Hollandi hefur verið dæmdur til eins árs betrunarvistar fyrir að hafa orðið 14 ára stúlku að bana. Aðdraganda morðsins má rekja til rifrildis á samskiptamiðlinum Facebook.

Stúlkan fannst látin á heimili sínu í janúar á þessu ári. Hún hafði verið stungin til bana. Að mati sálfræðinga þjáist pilturinn, Jinhua K., af alvarlegri hegðunarröskun sem og siðblindu.

Í október munu réttarhöld yfir ungu pari síðan hefjast en þau er sökuð um að hafa skipulagt morðið og komið upplýsingum til morðingjans.

Þá borguðu þau Jinhua tæpar hundrað evrur fyrir að myrða stúlkuna. Upphæðin nemur tæpum fimmtán þúsund íslenskum krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×