Erlent

Norska lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna líkfundar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Norska lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan sex í dag vegna líkfundar í úthverfi Oslóar í gærkvöld. Nú eftir hádegið var ekki orðið ljóst hvort umrætt lík er af Sigrid Schjetne sem saknað hefur verið frá því í byrjun ágúst. Jørn Kristian Jørgensen, hjá samskiptamiðstöð norsku lögreglunnar, segir að í dag muni fara fram vinna við að bera kennsl á líkið. Staðfest hefur verið að líkið er af konu

Eins og fram kom í fréttum fyrr í morgun voru tveir menn handteknir í gær, á svipuðum tíma og líkið fannst. Annar mannanna er rétt um fertugt en hinn er á sjötugsaldri. Sá yngri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og hefur réttarstöðu grunaðs manns, grunaður um að hafa banað konunni.

----

Viðbót klukkan 15:50

Báðir hinir handteknu hafa nú réttarstöðu grunaðs manns og hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna líkfundarins. Þeir eru grunaðir um að hafa banað konunni en ekki er enn vitað hver konan er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×