Erlent Sprenging og átök í Sýrlandi Sautján óbreyttir borgarar, þar á meðal tíu konur, féllu í sprengingu í suðurhluta sýrlensku borgarinnar Deraa í nótt. Átök brutust út á milli uppreisnarmanna og stjórnarherliða í kjölfarið og var aðalvegi frá Damascus höfuðborg landsins lokað með logandi dekkjum. Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir sýrlenskir borgarar létust í gær og tuttugu og fimm hermenn. Erlent 9.6.2012 10:14 Vill endurræsa tvo kjarnaofna Yoshihiko Noda, forsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt að endurræsa tvo af 50 kjarnorkuofnum landsins til þess að efnahagur landsins og landsmanna fari ekki á hliðina. Erlent 9.6.2012 05:00 Níðþunga bryggju rak á land Íbúar í bænum Newport í Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna ráku upp stór augu í vikunni þegar risastór flotbryggja úr stáli og steinsteypu var komin upp í fjöru. Erlent 9.6.2012 01:15 Flúði nakinn frá Kristjaníu Blaðamaður varð fyrir líkamsárás í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í fyrradag. Blaðamaðurinn var að taka ljósmyndir en slíkt er illa séð af sölumönnum í fríríkinu. Maðurinn var barinn, afklæddur og myndavélin tekin af honum. Hann náði að forða sér allsnakinn. Erlent 9.6.2012 00:00 Gleraugu sem hjálpa þér að grennast Japanskir vísindamenn hafa búið til gleraugu sem eiga hjálpa fólki að grennast. Þetta hljómar eflaust svolítið furðulega en þeir eru alveg vissir um að gleraugun hjálpi fólki að borða minna af mat. Erlent 8.6.2012 23:00 73 ára kleif Mount Everest Tamae Watanabe, sjötíu og þriggja ára fyrrum skrifstofukona frá Nepal, setti heimsmet met á dögunum þegar hún klifraði upp á toppinn á Mount Everest. Hún er nú elsta kona í heimi sem hefur náð upp á þennan hæsta tind veraldar. Erlent 8.6.2012 21:50 Samkynhneigðir fá að ganga í hjónaband Danska þingið samþykkti með miklum meirihluta í gær frumvarp sem heimilar hjónabönd samkynhneigðra. Hingað til hafa samkynhneigðir í Danmörku ekki getað gengið í hjónaband, heldur aðeins haft möguleika á að skrá sig í sambúð. Erlent 8.6.2012 20:45 Emma Watson kemur hugsanlega til Íslands með Russel Crowe Viðræður standa yfir við Emmu Watson um að hún taki að sér hlutverk í mynd Darren Aronofskys um Örkina hans Nóa. Myndin verður að hluta til tekin upp hér á Íslandi. Nú þegar hefur verið samið við Russel Crowe um að taka að sér hlutverk Nóa. Enn hefur ekki verið ráðið í hlutverk skúrksins né heldur í hlutverk eiginkonu Nóa. Búist er við því að Jennifer Connelly muni hampa hlutverki eiginkonunnar. Emma Watson er þekktust fyrir hlutverk sitt í myndunum um galdrastrákinn Harry Potter. Erlent 8.6.2012 14:33 Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. Erlent 8.6.2012 11:15 Engisprettufaraldur ógnar lífi íbúa í Malí og Niger Engisprettufaraldur ógnar nú lífi íbúa í Afríkulöndunum Malí og Niger. Bæði þessi lönd glíma við hörmungar fyrir þar sem borgarastríð geisar í Malí og hungursneyð er í uppsiglingu í Niger. Samtökin Amnesty International segja að ástandið í Malí hafi ekki verið verra í fimmtíu ár. Erlent 8.6.2012 07:05 Líkamsárás í beinni Ilias Kasidaris, þingmaður fasistaflokksins Gylltrar dögunar, réðst í gærmorgun í beinni sjónvarpsútsendingu á Liönu Kanelli, þingkonu gríska kommúnistaflokksins. Erlent 8.6.2012 07:00 Romney gengur betur í fjáröflun en Obama Mitt Romney aflaði sér meira fjármagns í kosningasjóði sína í maí en Barack Obama bandaríkjaforseti. Erlent 8.6.2012 06:51 Kínamúrinn yfir tvöfalt lengri en áður var talið Kínamúrinn er meir en tvöfalt lengri en áður var talið. Þetta segja kínversk stjórnvöld sem nýlega létu endurmæla múrinn. Erlent 8.6.2012 06:49 ESB ríki fá leyfi til að setja upp vegabréfaeftirlit Stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins munu fá leyfi til að setja upp vegabréfaeftirlit við landamæri sín í allt að tvö ár til að stemma stigu við fjölda ólöglegra innflytjanda inn á Shengen svæðið. Erlent 8.6.2012 06:41 Um 100 dvergar í kröfugöngu vegna Mjallhvítar Ekkert lát er á mótmælum dverga í Bandaríkjunum vegna þess að enginn dvergur var ráðinn í hlutverk í myndinni Mjallhvít og veiðimaðurinn. Erlent 8.6.2012 06:40 Nakinn fréttamaður flúði frá Kristjaníu Fréttamaður frá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 lenti í miklum vandræðum í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í gær. Erlent 8.6.2012 06:38 Ban Ki-Moon segir Sýrlandsstjórn ekki fara eftir friðaráætlun Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að sýrlensk stjórnvöld fari ekki eftir þeirri friðaráætlun sem samþykkt var til að binda enda á blóðbaðið í Sýrlandi. Erlent 8.6.2012 06:35 Ólæknandi afbrigði af lekanda breiðist hratt um heiminn Nýtt illvígt afbrigði af kynsjúkdóminum lekanda breiðist nú hratt um heiminn. Um er að ræða svokallaða ofurbakteríu þar sem engin þekkt sýklalyf vinna á henni. Erlent 8.6.2012 06:31 Telur nauðsynlegt að framselja meiri völd Spánverjum tókst að selja ríkisskuldabréf fyrir 2,1 milljarð evra í gær, aðeins fáeinum dögum eftir að fjárhagsvandræði spænskra banka juku enn á óvissuna á evrusvæðinu. Erlent 8.6.2012 05:00 Hillary Clinton ítrekar að Assad verði að víkja Hrottasveitir Sýrlandshers sagðar hafa myrt flesta þorpsbúa í Qubair í kjölfar loftárása á þorpið. Einungis örfáum tókst að komast undan og skýra frá því sem gerðist. Clinton ómyrk í máli um ofbeldið í Sýrlandi. Erlent 8.6.2012 03:00 Geta um frjálst höfuð strokið Varðstöðvar, eftirlitsmyndavélar og annar viðbúnaður er horfinn úr þorpinu þar sem blindi andófsmaðurinn Chen Guangcheng var hafður í stofufangelsi í tæp tvö ár. Erlent 8.6.2012 02:00 Nú fundin 147 árum síðar Sagnfræðingar í Bandaríkjunum hafa nú fundið læknaskýrslur um dauða Linc-olns, en þær hafa verið týndar í 147 ár. Lincoln dó árið 1865, þegar hann varð fyrir skoti morðingja í leikhúsi í Washington. Erlent 8.6.2012 00:00 Enskir embættismenn sniðganga EM Embættismenn í Bretlandi ætla ekki að mæta á leiki Englands á EM sem hefst í Úkraínu á morgun. Meðferðin á Júlíu Tymoshenko, mannréttindamálum og ótta við rasisma eru helstu ástæðurnar. Erlent 7.6.2012 15:07 Starfsmönnum SÞ meinaður aðgangur Starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna fá ekki að koma á vettvang þar sem árásir stjórnarhersins í Sýrlandi áttu sér stað í gær. 78 manns eru sagðir hafa látist í árásunum. Erlent 7.6.2012 14:34 Fjöldamorð í Sýrlandi í gær Enn berast fréttir af fjöldamorðum í Sýrlandi. Uppreisnarmenn segja stjórnarliða hafa drepið 78 manns í gær, þar á meðal konur og börn. Stjórnarliðar þvertaka fyrir það en segja hryðjuverkamenn aftur á móti hafa drepið níu manns. Hvorug sagan hefur fengist staðfest. Erlent 7.6.2012 11:25 Fundu 500 ára gamlan fjársjóð á eyjunni Mön í Danmörku Fundist hefur 500 ára gamall fjársjóður á eyjunni Mön sem liggur suður af Sjálandi í Danmörku. Erlent 7.6.2012 10:06 Kjarnorkukafbátur brann vegna ryksugu Ryksuga virðist hafa valdið eldsvoða í kjarnorkukafbáti í síðasta mánuði. Eldurinn olli tjóni uppá rúma 50 milljarða króna. Erlent 7.6.2012 09:53 Vilja ekki að skattgreiðendur þurfi að borga brúsann Framkvæmdastjórn ESB kynnti í gær hugmyndir um samhæfðar aðgerðir sínar til bjargar bönkum í vanda. Taka þó ekki gildi fyrr en 2018. Drög að nýju bankabandalagi lögð fyrir leiðtogafund ESB í lok júlí. Erlent 7.6.2012 09:30 Hersveitir Assads myrða 86 borgara í Hama-héraði Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi segja að hersveitir á vegum Bashir Assad forseta landsins hafi myrt 86 almenna borgara í Hama-héraði í gærkvöld þar á meðal fjölda barna. Erlent 7.6.2012 06:53 Ásakanir um svindl í keppninni Ungfrú Bandaríkin Einn af keppendunum í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Bandaríkin hefur sakað aðstandendur keppninnar um svindl og segir að úrslitin hafi verið ákveðin fyrirfram. Erlent 7.6.2012 06:48 « ‹ ›
Sprenging og átök í Sýrlandi Sautján óbreyttir borgarar, þar á meðal tíu konur, féllu í sprengingu í suðurhluta sýrlensku borgarinnar Deraa í nótt. Átök brutust út á milli uppreisnarmanna og stjórnarherliða í kjölfarið og var aðalvegi frá Damascus höfuðborg landsins lokað með logandi dekkjum. Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir sýrlenskir borgarar létust í gær og tuttugu og fimm hermenn. Erlent 9.6.2012 10:14
Vill endurræsa tvo kjarnaofna Yoshihiko Noda, forsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt að endurræsa tvo af 50 kjarnorkuofnum landsins til þess að efnahagur landsins og landsmanna fari ekki á hliðina. Erlent 9.6.2012 05:00
Níðþunga bryggju rak á land Íbúar í bænum Newport í Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna ráku upp stór augu í vikunni þegar risastór flotbryggja úr stáli og steinsteypu var komin upp í fjöru. Erlent 9.6.2012 01:15
Flúði nakinn frá Kristjaníu Blaðamaður varð fyrir líkamsárás í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í fyrradag. Blaðamaðurinn var að taka ljósmyndir en slíkt er illa séð af sölumönnum í fríríkinu. Maðurinn var barinn, afklæddur og myndavélin tekin af honum. Hann náði að forða sér allsnakinn. Erlent 9.6.2012 00:00
Gleraugu sem hjálpa þér að grennast Japanskir vísindamenn hafa búið til gleraugu sem eiga hjálpa fólki að grennast. Þetta hljómar eflaust svolítið furðulega en þeir eru alveg vissir um að gleraugun hjálpi fólki að borða minna af mat. Erlent 8.6.2012 23:00
73 ára kleif Mount Everest Tamae Watanabe, sjötíu og þriggja ára fyrrum skrifstofukona frá Nepal, setti heimsmet met á dögunum þegar hún klifraði upp á toppinn á Mount Everest. Hún er nú elsta kona í heimi sem hefur náð upp á þennan hæsta tind veraldar. Erlent 8.6.2012 21:50
Samkynhneigðir fá að ganga í hjónaband Danska þingið samþykkti með miklum meirihluta í gær frumvarp sem heimilar hjónabönd samkynhneigðra. Hingað til hafa samkynhneigðir í Danmörku ekki getað gengið í hjónaband, heldur aðeins haft möguleika á að skrá sig í sambúð. Erlent 8.6.2012 20:45
Emma Watson kemur hugsanlega til Íslands með Russel Crowe Viðræður standa yfir við Emmu Watson um að hún taki að sér hlutverk í mynd Darren Aronofskys um Örkina hans Nóa. Myndin verður að hluta til tekin upp hér á Íslandi. Nú þegar hefur verið samið við Russel Crowe um að taka að sér hlutverk Nóa. Enn hefur ekki verið ráðið í hlutverk skúrksins né heldur í hlutverk eiginkonu Nóa. Búist er við því að Jennifer Connelly muni hampa hlutverki eiginkonunnar. Emma Watson er þekktust fyrir hlutverk sitt í myndunum um galdrastrákinn Harry Potter. Erlent 8.6.2012 14:33
Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. Erlent 8.6.2012 11:15
Engisprettufaraldur ógnar lífi íbúa í Malí og Niger Engisprettufaraldur ógnar nú lífi íbúa í Afríkulöndunum Malí og Niger. Bæði þessi lönd glíma við hörmungar fyrir þar sem borgarastríð geisar í Malí og hungursneyð er í uppsiglingu í Niger. Samtökin Amnesty International segja að ástandið í Malí hafi ekki verið verra í fimmtíu ár. Erlent 8.6.2012 07:05
Líkamsárás í beinni Ilias Kasidaris, þingmaður fasistaflokksins Gylltrar dögunar, réðst í gærmorgun í beinni sjónvarpsútsendingu á Liönu Kanelli, þingkonu gríska kommúnistaflokksins. Erlent 8.6.2012 07:00
Romney gengur betur í fjáröflun en Obama Mitt Romney aflaði sér meira fjármagns í kosningasjóði sína í maí en Barack Obama bandaríkjaforseti. Erlent 8.6.2012 06:51
Kínamúrinn yfir tvöfalt lengri en áður var talið Kínamúrinn er meir en tvöfalt lengri en áður var talið. Þetta segja kínversk stjórnvöld sem nýlega létu endurmæla múrinn. Erlent 8.6.2012 06:49
ESB ríki fá leyfi til að setja upp vegabréfaeftirlit Stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins munu fá leyfi til að setja upp vegabréfaeftirlit við landamæri sín í allt að tvö ár til að stemma stigu við fjölda ólöglegra innflytjanda inn á Shengen svæðið. Erlent 8.6.2012 06:41
Um 100 dvergar í kröfugöngu vegna Mjallhvítar Ekkert lát er á mótmælum dverga í Bandaríkjunum vegna þess að enginn dvergur var ráðinn í hlutverk í myndinni Mjallhvít og veiðimaðurinn. Erlent 8.6.2012 06:40
Nakinn fréttamaður flúði frá Kristjaníu Fréttamaður frá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 lenti í miklum vandræðum í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í gær. Erlent 8.6.2012 06:38
Ban Ki-Moon segir Sýrlandsstjórn ekki fara eftir friðaráætlun Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að sýrlensk stjórnvöld fari ekki eftir þeirri friðaráætlun sem samþykkt var til að binda enda á blóðbaðið í Sýrlandi. Erlent 8.6.2012 06:35
Ólæknandi afbrigði af lekanda breiðist hratt um heiminn Nýtt illvígt afbrigði af kynsjúkdóminum lekanda breiðist nú hratt um heiminn. Um er að ræða svokallaða ofurbakteríu þar sem engin þekkt sýklalyf vinna á henni. Erlent 8.6.2012 06:31
Telur nauðsynlegt að framselja meiri völd Spánverjum tókst að selja ríkisskuldabréf fyrir 2,1 milljarð evra í gær, aðeins fáeinum dögum eftir að fjárhagsvandræði spænskra banka juku enn á óvissuna á evrusvæðinu. Erlent 8.6.2012 05:00
Hillary Clinton ítrekar að Assad verði að víkja Hrottasveitir Sýrlandshers sagðar hafa myrt flesta þorpsbúa í Qubair í kjölfar loftárása á þorpið. Einungis örfáum tókst að komast undan og skýra frá því sem gerðist. Clinton ómyrk í máli um ofbeldið í Sýrlandi. Erlent 8.6.2012 03:00
Geta um frjálst höfuð strokið Varðstöðvar, eftirlitsmyndavélar og annar viðbúnaður er horfinn úr þorpinu þar sem blindi andófsmaðurinn Chen Guangcheng var hafður í stofufangelsi í tæp tvö ár. Erlent 8.6.2012 02:00
Nú fundin 147 árum síðar Sagnfræðingar í Bandaríkjunum hafa nú fundið læknaskýrslur um dauða Linc-olns, en þær hafa verið týndar í 147 ár. Lincoln dó árið 1865, þegar hann varð fyrir skoti morðingja í leikhúsi í Washington. Erlent 8.6.2012 00:00
Enskir embættismenn sniðganga EM Embættismenn í Bretlandi ætla ekki að mæta á leiki Englands á EM sem hefst í Úkraínu á morgun. Meðferðin á Júlíu Tymoshenko, mannréttindamálum og ótta við rasisma eru helstu ástæðurnar. Erlent 7.6.2012 15:07
Starfsmönnum SÞ meinaður aðgangur Starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna fá ekki að koma á vettvang þar sem árásir stjórnarhersins í Sýrlandi áttu sér stað í gær. 78 manns eru sagðir hafa látist í árásunum. Erlent 7.6.2012 14:34
Fjöldamorð í Sýrlandi í gær Enn berast fréttir af fjöldamorðum í Sýrlandi. Uppreisnarmenn segja stjórnarliða hafa drepið 78 manns í gær, þar á meðal konur og börn. Stjórnarliðar þvertaka fyrir það en segja hryðjuverkamenn aftur á móti hafa drepið níu manns. Hvorug sagan hefur fengist staðfest. Erlent 7.6.2012 11:25
Fundu 500 ára gamlan fjársjóð á eyjunni Mön í Danmörku Fundist hefur 500 ára gamall fjársjóður á eyjunni Mön sem liggur suður af Sjálandi í Danmörku. Erlent 7.6.2012 10:06
Kjarnorkukafbátur brann vegna ryksugu Ryksuga virðist hafa valdið eldsvoða í kjarnorkukafbáti í síðasta mánuði. Eldurinn olli tjóni uppá rúma 50 milljarða króna. Erlent 7.6.2012 09:53
Vilja ekki að skattgreiðendur þurfi að borga brúsann Framkvæmdastjórn ESB kynnti í gær hugmyndir um samhæfðar aðgerðir sínar til bjargar bönkum í vanda. Taka þó ekki gildi fyrr en 2018. Drög að nýju bankabandalagi lögð fyrir leiðtogafund ESB í lok júlí. Erlent 7.6.2012 09:30
Hersveitir Assads myrða 86 borgara í Hama-héraði Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi segja að hersveitir á vegum Bashir Assad forseta landsins hafi myrt 86 almenna borgara í Hama-héraði í gærkvöld þar á meðal fjölda barna. Erlent 7.6.2012 06:53
Ásakanir um svindl í keppninni Ungfrú Bandaríkin Einn af keppendunum í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Bandaríkin hefur sakað aðstandendur keppninnar um svindl og segir að úrslitin hafi verið ákveðin fyrirfram. Erlent 7.6.2012 06:48