Erlent Clinton gagnrýnir afstöðu Rússa og Kínverja Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi yfirvöld í Rússlandi og Kína harðlega í dag en hún telur að stefna landanna í málefnum Sýrlands auka verulega möguleikann á því að allsherjar borgarastyrjöld brjótist út í landinu. Erlent 31.5.2012 13:23 Kanadískur klámmyndaleikari eftirlýstur fyrir hrottalegt morð Lögreglan í Kanada leitar nú manns sem talinn er hafa sent tvo pakka til höfuðstöðva íhaldsflokksins þar í landi sem eru í borginni Ottawa en í pökkunum voru hlutar af mannslíki. Erlent 31.5.2012 12:10 Setja al-Assad afarkosti Stærsti uppreisnarhópurinn í Sýrlandi hefur sett forseta landsins afarkosti. Hópurinn sem kallar sig Hinn frjálsa her Sýrlands, hefur gefið Bashar al-Assad forseta tvo sólarhringa til þess að framfylgja vopnahléi því sem fylkingarnar sættus á fyrir tilstilli Kofi Annans erindreka Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Erlent 31.5.2012 08:45 Foreldrar sex barna sem brunnu inni ákærð fyrir morð Foreldrar sex barna sem létust í húsbruna í Derby á Englandi á dögunum verða í dag ákærðir fyrir morð. Að lokinni rannsókn á málinu ákvað lögreglan að nægileg sönnunargögn lægju til grundvallar því að ákæra í málinu. Erlent 31.5.2012 08:41 Hús Winehouse á sölu Hús söngkonunnar Amy Winehouse er nú komið á sölu en þar eyddi hún síðustu árum ævi sinnar og þar lét hún einnig lífið fyrir rétt tæpu ári síðan. Fjölskylda hennar hefur nú ákveðið að selja eignina sem er í Camden í London og er verðmiðinn 2,7 milljónir punda, eða um 550 milljónir íslenskra króna. Erlent 31.5.2012 08:19 Bono afhendir Suu Kyi heiðursverðlaun Rokkarinn Bono úr hljómsveitinni U2 mun afhenda Aung San Suu Kyi æðstu heiðursverðlaun Amnesti International. Afhendingin mun fara fram í Dublin á Írlandi þann 18. júní næstkomandi, daginn eftir að Suu Kyi tekur við friðarverðlaunum Nobels. Erlent 30.5.2012 22:11 Forsetafrú gefur út bók um grænmeti og garðyrkju Michelle Obama, forsetafrú í Bandaríkjunum, gaf í gær út bók um garðyrkju. Bókin heitir á frummálinu American Grown: The Story of the White House Kitchen Garden and Gardens Across America. Erlent 30.5.2012 21:17 Assange fær tækifæri til að hnekkja framsalsúrskurði Deilan um framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, virðist stefna í aðra umferð fyrir Hæstarétti Bretlands eftir að lögmenn hans fengu fjórtán daga frest til að leggja fram nýjar röksemdir í málinu. Erlent 30.5.2012 20:29 Eitrað fyrir skólastúlkum í Afganistan Hundrað og sextíu skólastúlkur í norðurhluta Afganistan voru fluttar á sjúkrahús í gær eftir að eitrað var fyrir þeim. Skólastofur þeirra höfðu verið úðaðar með eitruðu efni, að sögn lögreglunnar í borginni Taluqan. Erlent 30.5.2012 13:42 Taylor dæmdur í 50 ára fangelsi Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var í morgun dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir aðild sína að stríðsglæpum sem framdir voru í borgarastríðinu í Sierra Leone. Taylor var sakfelldur fyrir að aðstoða uppreisnarmenn í nágrannalandinu en þeir frömdu margvísleg voðaverk í borgarastríðinu sem stóð frá árinu 1997 og fram til 2003. Erlent 30.5.2012 10:53 Rússar segja íhlutun í Sýrlandi ekki koma til greina Rússar lýstu því yfir í morgun að hernaðaríhlutun alþjóðasamfélagsins í Sýrlandi komi ekki til greina og munu þeir því að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðann verði slík tillaga lögð fyrir. Áður hafði Francois Hollande forseti Frakklands sagt að slík íhlutun hljóti að koma til greina. Erlent 30.5.2012 09:46 Mega framselja Assange Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði í morgun að framselja megi Julian Assange, stofnanda WikiLeaks vefsíðunnar til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið sakaður um nauðgun. Lögfræðingar Assange höfðu haldið því fram að framsalskrafan væri ógild og að hana bæri ekki að taka til greina. Þessu var hæstiréttur ekki sammála og því lítur nú út fyrir að Assange verði framseldur. Þó gæti verið að hann reyni að fá Mannréttindadómstól Evrópu til að taka málið fyrir. Erlent 30.5.2012 09:18 Fær loks afhent Nóbelsverðlaun Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, er lögð af stað í heimsreisu. Hún hefur verið í stofufangelsi meira og minna í tvo áratugi. Í næsta mánuði fer hún meðal annars til Noregs þar sem hún tekur loks formlega á móti friðar-verðlaunum Nóbels sem henni voru veitt árið 1991. Erlent 30.5.2012 02:30 Nýjar fartölvur frá Google Google hefur boðað nýja gerð af tölvum sem keyra á Chrome stýrikerfinu. Þær verða búnar öflugum örgjörva, en fyrri gerðin þótti of kraftlítil. Chrome stýrikerfið keyrir öll forrit sín af vefsvæði fyrirtækisins og vistar öll gögn notenda á internetinu. Google hefur lagt áherslu á að tölvurnar þurfi lítið viðhald, enda sé stýrikerfið keyrt af netinu og því sjái fyrirtækið um allt viðhald auk þess sem vírusvörn sé innbyggð í kerfið. Erlent 29.5.2012 23:53 Obama veitti Bob Dylan Frelsisverðlaunin Barack Obama veitti 13 einstaklingum Frelsisverðlaunin (e. Medal of Freedom) í Hvíta Húsinu um helgina. Meðal þeirra var tónlistarmaðurinn Bob Dylan. Frelsisverðlaunin þykja meðal virðingarverðustu verðlauna sem almennir borgarar geta hlotið í Bandaríkjunum. Dæmi um eldri verðlaunahafa eru Móðir Teresa, Margaret Thatcher, Stephen Hawking og Walt Disney. Erlent 29.5.2012 22:11 Fyrsta utanlandsför Suu Kyi í tvo áratugi Þjóðarhetjan og friðarsinninn Aung San Suu Kyi hélt í fyrstu ferð sína út fyrir landamæri Búrma síðustu tvo áratugi og er nú stödd í Tælandi. Hún fékk vegabréf í byrjun maí. Suu Kyi mun eyða nokkrum dögum í Tælandi þar sem hún hyggst meðal annars heimsækja flóttamannabúðir og halda erindi á ráðstefnu næsta föstudag. Eftir það mun hún halda aftur til Búrma, stoppa þar stutt við og fljúga svo til Evrópu um miðjan júní. Erlent 29.5.2012 21:43 Túnfiskur geislavirkur eftir slysið í Fukushima Geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima fannst nýlega í túnfiski við strendur Kaliforníu. Þetta kom fram í rannsókn sem birt var í gær í blaði the Proceedings of the National Academy of Sciences. Þó magn geislavirkra efna í fiskinum sé undir þeim mörkum sem almennt eru talin hættuleg er það þó tíu sinnum hærra en venjulegt er á þessum slóðum. Erlent 29.5.2012 19:38 Bernskuvinirnir vitnuðu gegn Breivik Bernskuvinir Anders Behring Breivik og þrír vinir hans síðan á unglingsárunum vitnuðu í dag gegn fjöldamorðingjanum í Osló. Geir Lippestad, verjandi Breiviks, segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann að hlusta á vitnisburðinn. Erlent 29.5.2012 17:53 Fórnarlömbin í Houla voru flest tekin af lífi Flestir hinna 108 sem fórust í Houla héraði í Sýrlandi á föstudaginn voru teknir af lífi. Þetta fullyrða eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna sem hafa skoðað líkin. Vitni að morðunum fullyrða að vígamenn á vegum ríkisstjórnar Sýrlands hafi staðið að fjöldamorðunum. Þessi yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kemur á sama tíma og Kofi Annan erindreki samtakanna í landinu ræðir við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Að sögn talsmanns SÞ lítur út fyrir að færri en tuttugu af fórnarlömbunum hafi fallið í loftárásum eða af völdum skriðdrekaskothríðar. Hinir verið teknir af lífi í tveimur aðskildum árásum á þorp á svæðinu. Fjöldi barna eru á meðal hinna látnu. Erlent 29.5.2012 12:10 Viltu hvíla í grafhýsi Presleys? Nú 35 árum eftir að Elvis Presley lést er hann ennþá að mala gull. Samkvæmt nýjustu fréttum getur heppinn aðdáandi hans, eða vellauðugur maður, keypt legstað í grafhýsi hans í Memphis í Tennesse fylki. Erlent 29.5.2012 12:06 Átta fórust í skjálftanum í morgun Nú er ljóst að átta fórust hið minnsta í jarðskjálftanum sem reið yfir norðausturhluta Ítalíu í morgun. Aðeins tíu dagar eru liðnir frá því sex fórust í skjálfta á sama svæði. Skjálftinn í morgun mældist 5.8 stig og samkvæmt Sky fréttastofunni eru margir sárir eftir skjálftann í morgun. Þá varð hann til þess að nokkrar byggingar sem löskuðust í fyrri skjálftanum féllu nú til grunna. Skólar og verslanir voru rýmdar á svæðinu strax í morgun. Erlent 29.5.2012 09:11 Ráðist á kosningamiðstöð forsetaframbjóðanda Ráðist var á kosningamiðstöð Ahmed Shafiq í nótt en hann er annar þeirra frambjóðenda í Egyptalandi sem keppa í seinni umferð forsetakosninganna sem þar fara fram. Shafiq var forsætisráðherra í valdatíð Mubaraks forseta sem steypt var af stóli í fyrra og hann mun mæta leiðtoga Bræðralags múslíma í kosningunum. Erlent 29.5.2012 08:55 Annan ræðir við al-Assad Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi hittir í dag forseta landsins Bashar al-Assad í höfuðborginni Damaskus. Erlent 29.5.2012 08:54 Ætluðu að fremja hryðjuverk í Danmörku Tveir menn grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk í Danmörku voru handteknir í nótt að því er danska leyniþjónustan segir. Mennirnir, sem eru bræður, eru grunaðir um að tengjast herskáum íslamistum í Sómalíu. Erlent 29.5.2012 07:06 Rússar taka undir ásakanir Báðir aðilar hafa greinilega átt hlut að dauða saklausra manna, þar á meðal nokkurra tuga kvenna og barna, segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um fjöldamorðin í Houla í Sýrlandi á föstudag. Erlent 29.5.2012 05:00 Bankar fái ekki að bólgna út Nefnd háttsettra embættismanna og sérfræðinga í Danmörku á að koma í veg fyrir að bankastjórar láti fjármálastofnanir sínar bólgna út og veiti áhættusöm veðlán. Með þessu á meðal annars að koma í veg fyrir nýja eignabólu. Erlent 29.5.2012 03:15 Mótmæla tónleikum poppdrottningar: Farðu til helvítis Lady Gaga Tónlistarkonan Lady Gaga tilkynnti í gær að hún þyrfti að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum í Jakarta í Indónesíu vegna hótana þar í landi. Poppdrottningin er vægast sagt umdeild í landinu og voru meðal annars haldin fjölmenn mótmæli vegna komu hennar til landsins. Á skiltunum stóð meðal annars „Segið nei við Lady Satan Gaga“ og „Móðir, skrímsli, farðu til helvítis“. Erlent 28.5.2012 15:51 Segir götublöðin valdamestu fjölmiðla Bretlands Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, segir að valdamestu blöð Bretlands séu götublöðin Daily Mail og The Sun. Þetta sagði hann meðal annars í yfirheyrslum af Leveson nefndinni sem rannsakar nú tengsl fjölmiðla við stjórnmálamenn og lögreglu. Rannsóknin snýr að meintri spillingu breskra fjölmiðla, þá helst þeirra sem voru í eigu Roberts Murdochs. Um er að ræða beint framhald á yfirheyrslum vegna ólögmætra hlerana fjölmiðlanna. Erlent 28.5.2012 15:12 Tæplega 50 börn myrt í fjöldamorðunum í Sýrlandi Kofi Annan er kominn til Sýrlands þar sem hann vonast til þess að koma á friðarviðræðum á milli sýrlenskra stjórnvalda og uppreisnarmanna. Erlent 28.5.2012 14:29 Hrollvekjandi glæpaiðnaður: Gefðu nýra og keyptu iPad Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að tíu þúsund nýru séu seld á svörtum markaði árlega. Það þýðir að nýra er fjarlægt með ólöglegum hætti úr einstaklingi á klukkutíma fresti. Oft eru nýrun fjarlægð úr líkama fólks gegn þeirra vilja. Erlent 28.5.2012 11:42 « ‹ ›
Clinton gagnrýnir afstöðu Rússa og Kínverja Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi yfirvöld í Rússlandi og Kína harðlega í dag en hún telur að stefna landanna í málefnum Sýrlands auka verulega möguleikann á því að allsherjar borgarastyrjöld brjótist út í landinu. Erlent 31.5.2012 13:23
Kanadískur klámmyndaleikari eftirlýstur fyrir hrottalegt morð Lögreglan í Kanada leitar nú manns sem talinn er hafa sent tvo pakka til höfuðstöðva íhaldsflokksins þar í landi sem eru í borginni Ottawa en í pökkunum voru hlutar af mannslíki. Erlent 31.5.2012 12:10
Setja al-Assad afarkosti Stærsti uppreisnarhópurinn í Sýrlandi hefur sett forseta landsins afarkosti. Hópurinn sem kallar sig Hinn frjálsa her Sýrlands, hefur gefið Bashar al-Assad forseta tvo sólarhringa til þess að framfylgja vopnahléi því sem fylkingarnar sættus á fyrir tilstilli Kofi Annans erindreka Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Erlent 31.5.2012 08:45
Foreldrar sex barna sem brunnu inni ákærð fyrir morð Foreldrar sex barna sem létust í húsbruna í Derby á Englandi á dögunum verða í dag ákærðir fyrir morð. Að lokinni rannsókn á málinu ákvað lögreglan að nægileg sönnunargögn lægju til grundvallar því að ákæra í málinu. Erlent 31.5.2012 08:41
Hús Winehouse á sölu Hús söngkonunnar Amy Winehouse er nú komið á sölu en þar eyddi hún síðustu árum ævi sinnar og þar lét hún einnig lífið fyrir rétt tæpu ári síðan. Fjölskylda hennar hefur nú ákveðið að selja eignina sem er í Camden í London og er verðmiðinn 2,7 milljónir punda, eða um 550 milljónir íslenskra króna. Erlent 31.5.2012 08:19
Bono afhendir Suu Kyi heiðursverðlaun Rokkarinn Bono úr hljómsveitinni U2 mun afhenda Aung San Suu Kyi æðstu heiðursverðlaun Amnesti International. Afhendingin mun fara fram í Dublin á Írlandi þann 18. júní næstkomandi, daginn eftir að Suu Kyi tekur við friðarverðlaunum Nobels. Erlent 30.5.2012 22:11
Forsetafrú gefur út bók um grænmeti og garðyrkju Michelle Obama, forsetafrú í Bandaríkjunum, gaf í gær út bók um garðyrkju. Bókin heitir á frummálinu American Grown: The Story of the White House Kitchen Garden and Gardens Across America. Erlent 30.5.2012 21:17
Assange fær tækifæri til að hnekkja framsalsúrskurði Deilan um framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, virðist stefna í aðra umferð fyrir Hæstarétti Bretlands eftir að lögmenn hans fengu fjórtán daga frest til að leggja fram nýjar röksemdir í málinu. Erlent 30.5.2012 20:29
Eitrað fyrir skólastúlkum í Afganistan Hundrað og sextíu skólastúlkur í norðurhluta Afganistan voru fluttar á sjúkrahús í gær eftir að eitrað var fyrir þeim. Skólastofur þeirra höfðu verið úðaðar með eitruðu efni, að sögn lögreglunnar í borginni Taluqan. Erlent 30.5.2012 13:42
Taylor dæmdur í 50 ára fangelsi Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var í morgun dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir aðild sína að stríðsglæpum sem framdir voru í borgarastríðinu í Sierra Leone. Taylor var sakfelldur fyrir að aðstoða uppreisnarmenn í nágrannalandinu en þeir frömdu margvísleg voðaverk í borgarastríðinu sem stóð frá árinu 1997 og fram til 2003. Erlent 30.5.2012 10:53
Rússar segja íhlutun í Sýrlandi ekki koma til greina Rússar lýstu því yfir í morgun að hernaðaríhlutun alþjóðasamfélagsins í Sýrlandi komi ekki til greina og munu þeir því að öllum líkindum beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðann verði slík tillaga lögð fyrir. Áður hafði Francois Hollande forseti Frakklands sagt að slík íhlutun hljóti að koma til greina. Erlent 30.5.2012 09:46
Mega framselja Assange Hæstiréttur Bretlands úrskurðaði í morgun að framselja megi Julian Assange, stofnanda WikiLeaks vefsíðunnar til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið sakaður um nauðgun. Lögfræðingar Assange höfðu haldið því fram að framsalskrafan væri ógild og að hana bæri ekki að taka til greina. Þessu var hæstiréttur ekki sammála og því lítur nú út fyrir að Assange verði framseldur. Þó gæti verið að hann reyni að fá Mannréttindadómstól Evrópu til að taka málið fyrir. Erlent 30.5.2012 09:18
Fær loks afhent Nóbelsverðlaun Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, er lögð af stað í heimsreisu. Hún hefur verið í stofufangelsi meira og minna í tvo áratugi. Í næsta mánuði fer hún meðal annars til Noregs þar sem hún tekur loks formlega á móti friðar-verðlaunum Nóbels sem henni voru veitt árið 1991. Erlent 30.5.2012 02:30
Nýjar fartölvur frá Google Google hefur boðað nýja gerð af tölvum sem keyra á Chrome stýrikerfinu. Þær verða búnar öflugum örgjörva, en fyrri gerðin þótti of kraftlítil. Chrome stýrikerfið keyrir öll forrit sín af vefsvæði fyrirtækisins og vistar öll gögn notenda á internetinu. Google hefur lagt áherslu á að tölvurnar þurfi lítið viðhald, enda sé stýrikerfið keyrt af netinu og því sjái fyrirtækið um allt viðhald auk þess sem vírusvörn sé innbyggð í kerfið. Erlent 29.5.2012 23:53
Obama veitti Bob Dylan Frelsisverðlaunin Barack Obama veitti 13 einstaklingum Frelsisverðlaunin (e. Medal of Freedom) í Hvíta Húsinu um helgina. Meðal þeirra var tónlistarmaðurinn Bob Dylan. Frelsisverðlaunin þykja meðal virðingarverðustu verðlauna sem almennir borgarar geta hlotið í Bandaríkjunum. Dæmi um eldri verðlaunahafa eru Móðir Teresa, Margaret Thatcher, Stephen Hawking og Walt Disney. Erlent 29.5.2012 22:11
Fyrsta utanlandsför Suu Kyi í tvo áratugi Þjóðarhetjan og friðarsinninn Aung San Suu Kyi hélt í fyrstu ferð sína út fyrir landamæri Búrma síðustu tvo áratugi og er nú stödd í Tælandi. Hún fékk vegabréf í byrjun maí. Suu Kyi mun eyða nokkrum dögum í Tælandi þar sem hún hyggst meðal annars heimsækja flóttamannabúðir og halda erindi á ráðstefnu næsta föstudag. Eftir það mun hún halda aftur til Búrma, stoppa þar stutt við og fljúga svo til Evrópu um miðjan júní. Erlent 29.5.2012 21:43
Túnfiskur geislavirkur eftir slysið í Fukushima Geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima fannst nýlega í túnfiski við strendur Kaliforníu. Þetta kom fram í rannsókn sem birt var í gær í blaði the Proceedings of the National Academy of Sciences. Þó magn geislavirkra efna í fiskinum sé undir þeim mörkum sem almennt eru talin hættuleg er það þó tíu sinnum hærra en venjulegt er á þessum slóðum. Erlent 29.5.2012 19:38
Bernskuvinirnir vitnuðu gegn Breivik Bernskuvinir Anders Behring Breivik og þrír vinir hans síðan á unglingsárunum vitnuðu í dag gegn fjöldamorðingjanum í Osló. Geir Lippestad, verjandi Breiviks, segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann að hlusta á vitnisburðinn. Erlent 29.5.2012 17:53
Fórnarlömbin í Houla voru flest tekin af lífi Flestir hinna 108 sem fórust í Houla héraði í Sýrlandi á föstudaginn voru teknir af lífi. Þetta fullyrða eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna sem hafa skoðað líkin. Vitni að morðunum fullyrða að vígamenn á vegum ríkisstjórnar Sýrlands hafi staðið að fjöldamorðunum. Þessi yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kemur á sama tíma og Kofi Annan erindreki samtakanna í landinu ræðir við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Að sögn talsmanns SÞ lítur út fyrir að færri en tuttugu af fórnarlömbunum hafi fallið í loftárásum eða af völdum skriðdrekaskothríðar. Hinir verið teknir af lífi í tveimur aðskildum árásum á þorp á svæðinu. Fjöldi barna eru á meðal hinna látnu. Erlent 29.5.2012 12:10
Viltu hvíla í grafhýsi Presleys? Nú 35 árum eftir að Elvis Presley lést er hann ennþá að mala gull. Samkvæmt nýjustu fréttum getur heppinn aðdáandi hans, eða vellauðugur maður, keypt legstað í grafhýsi hans í Memphis í Tennesse fylki. Erlent 29.5.2012 12:06
Átta fórust í skjálftanum í morgun Nú er ljóst að átta fórust hið minnsta í jarðskjálftanum sem reið yfir norðausturhluta Ítalíu í morgun. Aðeins tíu dagar eru liðnir frá því sex fórust í skjálfta á sama svæði. Skjálftinn í morgun mældist 5.8 stig og samkvæmt Sky fréttastofunni eru margir sárir eftir skjálftann í morgun. Þá varð hann til þess að nokkrar byggingar sem löskuðust í fyrri skjálftanum féllu nú til grunna. Skólar og verslanir voru rýmdar á svæðinu strax í morgun. Erlent 29.5.2012 09:11
Ráðist á kosningamiðstöð forsetaframbjóðanda Ráðist var á kosningamiðstöð Ahmed Shafiq í nótt en hann er annar þeirra frambjóðenda í Egyptalandi sem keppa í seinni umferð forsetakosninganna sem þar fara fram. Shafiq var forsætisráðherra í valdatíð Mubaraks forseta sem steypt var af stóli í fyrra og hann mun mæta leiðtoga Bræðralags múslíma í kosningunum. Erlent 29.5.2012 08:55
Annan ræðir við al-Assad Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi hittir í dag forseta landsins Bashar al-Assad í höfuðborginni Damaskus. Erlent 29.5.2012 08:54
Ætluðu að fremja hryðjuverk í Danmörku Tveir menn grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk í Danmörku voru handteknir í nótt að því er danska leyniþjónustan segir. Mennirnir, sem eru bræður, eru grunaðir um að tengjast herskáum íslamistum í Sómalíu. Erlent 29.5.2012 07:06
Rússar taka undir ásakanir Báðir aðilar hafa greinilega átt hlut að dauða saklausra manna, þar á meðal nokkurra tuga kvenna og barna, segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um fjöldamorðin í Houla í Sýrlandi á föstudag. Erlent 29.5.2012 05:00
Bankar fái ekki að bólgna út Nefnd háttsettra embættismanna og sérfræðinga í Danmörku á að koma í veg fyrir að bankastjórar láti fjármálastofnanir sínar bólgna út og veiti áhættusöm veðlán. Með þessu á meðal annars að koma í veg fyrir nýja eignabólu. Erlent 29.5.2012 03:15
Mótmæla tónleikum poppdrottningar: Farðu til helvítis Lady Gaga Tónlistarkonan Lady Gaga tilkynnti í gær að hún þyrfti að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum í Jakarta í Indónesíu vegna hótana þar í landi. Poppdrottningin er vægast sagt umdeild í landinu og voru meðal annars haldin fjölmenn mótmæli vegna komu hennar til landsins. Á skiltunum stóð meðal annars „Segið nei við Lady Satan Gaga“ og „Móðir, skrímsli, farðu til helvítis“. Erlent 28.5.2012 15:51
Segir götublöðin valdamestu fjölmiðla Bretlands Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, segir að valdamestu blöð Bretlands séu götublöðin Daily Mail og The Sun. Þetta sagði hann meðal annars í yfirheyrslum af Leveson nefndinni sem rannsakar nú tengsl fjölmiðla við stjórnmálamenn og lögreglu. Rannsóknin snýr að meintri spillingu breskra fjölmiðla, þá helst þeirra sem voru í eigu Roberts Murdochs. Um er að ræða beint framhald á yfirheyrslum vegna ólögmætra hlerana fjölmiðlanna. Erlent 28.5.2012 15:12
Tæplega 50 börn myrt í fjöldamorðunum í Sýrlandi Kofi Annan er kominn til Sýrlands þar sem hann vonast til þess að koma á friðarviðræðum á milli sýrlenskra stjórnvalda og uppreisnarmanna. Erlent 28.5.2012 14:29
Hrollvekjandi glæpaiðnaður: Gefðu nýra og keyptu iPad Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að tíu þúsund nýru séu seld á svörtum markaði árlega. Það þýðir að nýra er fjarlægt með ólöglegum hætti úr einstaklingi á klukkutíma fresti. Oft eru nýrun fjarlægð úr líkama fólks gegn þeirra vilja. Erlent 28.5.2012 11:42